Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 15.12.2008, Blaðsíða 16

Ljósmæðrablaðið - 15.12.2008, Blaðsíða 16
Dagbókarverkefni úr klínísku námi í Ijósmóðurfræði Hríðastormur eftir gangsetningu fæðingar Hér á eftir er dagbókarverkefni frá nemanda á 2. ári í Ijósmóðurfrœði sem fjallar um gangsetningar með Cytoteclyfinu. Eftirfarandi er álit hans um þetta umdeilda lyf og í framhaldi af því lcynnt dæmisaga úr starfi. Það er á ábyrgð heilbrigðisstarfsfólks að vera með nýjustu þekkingu og byggja á gagn- reyndum upplýsingum. Það er ekkert lyf alveg öruggt, og á meðan frœðimenn telja að frekari rannsóknir þurfi á lyfinu og að það œtti ekki að nota það nema eftir að vandaðar rannsóknir hafi farið fram, tel ég að við ættum að fara eftir því. A meðan ekki er vitað með vissu hver öruggasta skammtastœrðin er eða gjafaleið, er best að fara að öllu með gát og mér finnst að konur hafi rétt á að vita þetta. Fæðingarsagan: Það var á hádegi í Hreiðrinu þegar þangað kemur fjölbyrja sem gengur með sitt ijórða barn. Hún hafði komið inn til gangsetningar á meðgöngudeild- ina um morguninn þar sem hún var með meðgöngusykursýki. Hún var gengin 41 viku og 3 daga og henni hafði gengið vel að meðhöndla sykursýk- ina með matraræði á meðgöngunni. Fyrsta fæðing hennar hafði gengið hálf brösulega, og endað með sogklukku. Næstu tvær höfðu gengið mjög vel fýrir sig og upplifði hún þær mjög vel. Þennan dag var mikið að gera á fæðingar- gangi svo hún kom yfir í Hreiðrið. Það átti að gangsetja fæðinguna með Cytotec og konan fær fýrstu töfl- una klukkan 10 um morguninn á meðgöngudeildinni. Ekki var vitað hversu hagstæð hún vartil gangsetningar þar sem ekki hafði verið metið Bishop skor í mæðravemdinni og ekki heldur á meðgöngudei ldinni. Klukkustund síðar eða um kl. 11 fer hún að fá samdrætti Hrafnhildur Halldórsdóttir nemi á 2. ári í Ijósmóðurfræði og hálftíma síðar er gerð innri skoðun. Leghálsinn reynist þá vera fúll styttur, opinn 5 cm og kollur stendur í -2 við spina. Hríðamar verða strax kröftugar og flyst hún því strax í Hreiðrið. Hríð- amar ágerast hratt og kl. 11:50 koma þær á tveggja mín fresti og era mjög harðar eða þriggja krossa. Við ytri þreyfingu virðist bamið vera stórt og áætla ég þyngd barnsins vera um 4500 gr. Konan tekst vel á við hríðamar og andar sig vel í gegnum þær í byrjun, en þær harðna mjög hratt og fínnst henni sem þær líði illa úr. Konan fer að ókyrr- ast og hún virðist eiga erfíðara með að takast á við hriðarnar, hún stynur upp inn á milli „roslega em þær harðar“. Eg hlusta eftir fósturhjartslætti reglulega og er hann eðlilegur, en mér og ljós- móðurinni sem var með mér stendur ekki á sama hve stutt er á milli hríða og hvað þær líða illa úr. Við ákveðum því að hafa konuna í mónitor til að geta betur fýlgst með líðan bamsins, sem virðist þola vel þessar hörðu hríðar. Mér og ljósmóðurinni líst ekki á blikuna og við ákveðum að setja upp æðalegg sem gengur ekki þar sem konan á erfitt með að vera kyrr og æðarnar virðast allar vera herptar saman og er konan með gæsahúð um allan líkamann. Þar sem hríðamar halda áfram að ágerast og líða illa úr íhugum við að gefa Bricanil til að slaka á legvöðvanum, en ákveðum að skoða konuna fýrst innri skoðun (kl 12:30) til að meta framgang því hlut- imir virðast vera að gerast mjög hratt. Kollurinn reynist hafa gengið mjög vel niður og er útvíkkun að klárast og er 9. Ég kem upp á bungandi belgi og er kollur í - 1 við spina. Við ákveðum því að bíða bara og sjá hverju framvindur. Fósturhjartsláttur er allan tíman góður. Fimmtán mínútum síðar fer konan að fínna fýrir rembingsþörf og líður mjög illa. Hún er róleg en er við það að fara að gráta og spyr af hverju sóttín sé svona hörð, hún liggur á hliðinni og em hríðarnar mjög örar og erfítt að greina hvenær ein byrjar og önnur endar. Hún fer á fjóra fætur og líður aðeins betur við það. Mér fínnst erfítt að styðja við konuna í þessum hríðastormi og maður- inn hennar virðist skelkaður og stendur hjá og aðhefst ekkert. A endanum biður hún guð að hjálpa sér. Sem betur fer getur konan fljótlega farið að rembast og virðist koma aðeins hlé á milli hríð- ana þegar kemur að rembingnum og nær hún góðri stjórn á honum strax og rembist af krafti. Kollurinn gengur vel fram og fæðist bamið fímm mínútum síðar í sigurkufli, tæpum tveimur tímun efltir fýrstu hríð. Hjartsláttur bamsins er allan timan góður og fær barnið 9 og 10 í apgar. Móðirin er aftur á móti eftir sig og nötrar hún öll og skelfur og virðist brugðið. Hún treystir sér ekki til að hafa bamið í fanginu og fer það því fljótt i fang föður síns. Hún fær inj. syntoc- inon 10 ie í vöðva og svo er beðið eftir fýlgjunni. Legið er hart en konan er 1 6 Ljósmæðrablaðið desember 2008

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.