Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 15.06.2009, Blaðsíða 14

Ljósmæðrablaðið - 15.06.2009, Blaðsíða 14
Af margkunnugum konum ? Konum hefur oft verið gefinn lítill gaumur í sögunni. Þœr eru gjarnan afgreiddar með fáeinum orðum í sagn- frœðiritum. Okkur konum sem fást við frœðin hefur fjölgað verulega á undan- förnum árum og við rekum gjarnan augun í konur þar sem þœr er að fmna. Eg hef verið að rannsaka Landnámu (ritaði MA ritgerð um efni hennar) í mörg ár og ýmiss forn fróðleikur er mér því handgenginn. I Landnámu er að finna frásögn af „margkunnandi ambátt“ og þjónustustörfum hennar sem gerði mig forvitna. Eitt leiddi svo af öðru og ég fór að lesa mér til yfir- setustörf og lœkningar til forna. Heim- ildir um þessi störf kvenna eru raunar allnokkrar og meiri en ég gerði mér grein Jyrir. Lœkningabækur frá miðöldum og frásagnir af margkunn- andi og fjölkunnugum konum í fornum textum eru dæmi um heimildir af slíku tagi. Þarna er mikilvœgt rannsókn- arsvið sem verðugt vœri að veita meiri athygli. I fornum ritum er talað um margvísar konur og margkunnandi, ijölkunn- ugar og fróðar, oft er verið að vísa til einhverrar yfirnáttúrulegrar þekkingar sem var eftirsóknarverð eða háskaleg. Þessi kunnátta að geta á einhvern hátt ráðið við náttúruna hefur oft og tíðum verið talin jafngilda kunnáttu við lækn- ingar og fæðingarhjálp. Konur og karlar sem voru fróð eða fjölkunnug og stund- uðu lækningar hafa jafnan fengið á sig galdraorð. Bjargrúnir þurfti að kunna til að „leysa kind frá konum“ segir í fomu kvæði og yfírsetukonan Oddný gól ramma og bitra galdra til þess að hjálpa konu í bamsnauð.1 Lærð kunnátta ættuð frá grískum lærdómsmönnum barst á miðöldum til Evrópu, og er líklegt að áhrifa frá slíkum fróðleik hafí snemma gætt hér á landi jafnvel þótt ekki sé varð- veitt eldra lækningahandrit en frá 13. öld. Latínufróðir menn og sigldir hafa auðveldlega getað aflað sér slíkrar kunn- áttu snemma á ritöld og fræðin einnig getað borist með innflytjendum frá Bret- landseyjum. Sóst hefur verið eftir þekk- Auður Ingvarsdóttir sagnfræðingur ingu sem gat létt fólki lífið og víða er það svo að læknisfróðleikur var með því fyrsta sem skrifað var niður þegar tækni hins ritaða máls varð mönnum töm. Margkunnandi konur, fróðar og fjöl- kunnugar koma við sögu í fomum textum og eru oftar en ekki bendlaðar við galdra og fomeskju. Þekking á grösum og læknisverkum fylgir þó alloft konum sem lýst er á þennan hátt. Engin tvímæli leika á því að konur stunduðu það að græða menn sem voru sárir eftir bardaga og margar af þeim eru kallaðar læknar.2 Fræg er frásögnin af konunni sem hjúkraði sárum mönnum við Stikla- stað í Noregi. Þar er gert ráð fyrir grasakunnáttu: „Hún hafði þargert í steinkatli aflauk og önnur grös og vellt þaö saman og gaf að eta þeim hinum sárum mönnum og kenndi svo hvort þeir höfðu holsár því að þá kenndi af laukinum ur sárinu. ”3 Kristrún farkona kemur við sögu í Islend- ingabók en þar segir Sturla Þórðarson frá samtímaatburðum. Hún hefur greinilega þekkt smyrsli og sáralækningar. Hún var stödd að Sauðafelli þegar Vatnsljarð- arbræður og liðssafnaður þeirra gerði grimmilega aðför að bænum og fólk lá eftir í blóði sínu. Þama þurffi því um sárt að binda í bókstaflegri merkingu og bera smyrsl á sárin. Kristrún farkona sagði: „...hlut sárra manna yfrit þungan, þótt hon nœði um at binda ok smyrslum á at ríða. Hon sagði ok konu þá, er brjóstin bœði váru af höggvin, yfrit þungt at tekna, þótt þau næði smyrslum þeim, er til væri. “4 Grasfróð hefur sjálfsagt hin írskættuða Grélöð verið, sem segir frá í Landnámu en hún fann hunangsilm úr grasi.5 Skyn Grélaðar á grösum á jarðareign bónd- ans hefur þannig hugsanlega verið af írskum fróðleiksrótum sprottið. Benda má á að mjúk og ilmandi grös tengd- ust Maríutrú og voru að sögn lögð í rúm sængurkvenna og notuð til lækn- inga.6 I lækningaritum sem til eru af fomum stofni eru gefín ijölmörg ráð við ýmsum kvennakvillum og þá ekki síst í sambandi við meðgöngu og fæðingu. Þar er að finna upplýsingar um jurtir sem m.a. leysa „eptirburð frá konu,“ „hreinsa kvennasjúkdóm“ eða „skundar barnsburði.“7 Eitt dæmi má nefna þar sem líklegt er að örli á slíkri þekkingu. I Finnbogasögu segir af Syrpu fóstru Þorgerðar og að hún hafi verið „vel kunn- andi allt það er hún skyldi gera“ Einnig segir af grasakunnáttu hennar: „Svo er sagt að þann sama dag er Þorgerður varð léttari sendi Syrpa bónda sinn að vita sér um brúngras því að, hún gerði mart fóstru sinni það er hún þurfti að hafa.”8 Héma liggur beinast við að álykta að margkunnátta Syrpu tengist ástandi Þorgerðar og þörf hafi verið á grasakerl- ingu með þekkingu á fæðingarhjálp og kvennakvillum á heimilið. Brúngrasið hafi þá væntanlega verið ætlað til að hjálpa Þorgerði við fæðinguna eða eftir- köst hennar. Ekki em aðrar heimildir til um nefnt brúngras sem kemur fyrir í Finnbogasögu. Skýringin sem gefin er í fomritaútgáfunni er að brúngrösin séu líklega litunargrös.0 Miðað við frásögn- ina er eðlilegra að gera ráð fyrir lækn- ingagrösum. Hugsanlega gæti verið um jurt að ræða sem kölluð er búgras í fomu lækningariti og var einmitt sérstök kvennajurt. Jurt þessi heitir Artemisia á latínu og er heitið líklega dregið af nafni grískrar gyðju sem var vemdari 14. Ljósmæðrablaðið - Sumar 2009

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.