Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 15.12.2009, Blaðsíða 15

Ljósmæðrablaðið - 15.12.2009, Blaðsíða 15
FRÆÐSLUG REI N Ljósmæður við ómskoðanir í 25 ár Hér er fjallað um aðkomu ljósmæðra að ómskoðunum, sögu ómskoðana á Islandi og hvernig ljómæður byrjuðu að starfa við þessa sérgrein innan fæðinga- og ljósmóðurfræða. Ljósmæður hafa gegnt mikilvægu hlutverki í skipulagningu og framkvæmd ómskoðana á Islandi. Varpað er ljósi á mikilvægi ljómóð- urinnar við þessar sérhæfðu rannsóknir, sem löngu eru orðnar nauðsynlegur hluti mæðravemdar og sagt er frá því hvemig byrjað var að nota þessa tækni og hvernig hún þróaðist með áranum. Þá er leitast við að skoða hvaða áhrif ómskoðanir hafa haft á mæðravemd og hvað hefur áunnist með ómskoðunum í meðgöngu. Starf ljósmæðra við ómskoðanir á meðgöngu hefur þróast þannig að líta má á ómskoðanir og tengd greiningarfræði í meðgöngu sem sérgrein innan ljósmóð- urfræðinnar og segja má að sú þróun hafi verið byltingarkennd á köflum. Við teljum að ljósmæður sem læra þessa sérgrein dýpki og víkki starfsvið sitt til muna og verði sérfræðingar í fósturgrein- ingu. Það er stéttinni til framdráttar og gerir starfsvið ljósmæðra fjölbreyttara. Nauðsynlegt er að þessi sérhæfing verði viðurkennt sérnám innan ljósmóðurfræða og mælt er með að tveggja ára þjálfun á viðurkenndri fósturgreiningardeild þurfi til að geta starfað við fósturgreiningar. Meginhugtök: Saga og þróun, ómskoð- anir, ljósmæður, fósturgreining, ávinn- ingur. Frumkvöðlar í ómskoðunum Ómskoðanir hófust í Bandríkjunum upp úr síðari heimstyrjöldinni og þróuð- ust hægt innan læknisfræði á sjötta áratug síðustu aldar. Upphaf ómskoð- ana í meðgöngu var hins vegar í Skot- landi, þar sem Ian Donald (1910-1987), læknir og prófessor á Queen Mothers háskólasjúkrahúsinu í Glasgow, hóf að Maríajóna Hreinsdóttir Ijósmóðir Fósturgreiningardeild LSH, Ólafía Margrét Guðmundsdóttin Ijósmóðir Fósturgreiningardeild LSH, gera tilraunir til að nota ómtæknina við greiningar í þungun og kvensjúkdónrum við lok 6. áratugarins. Hann átti með elju og þrautseigju í samvinnu við þarlenda eðlisfræðinga og verkfræðinga stærstan þátt í þróun tækninnar til nota í klínískri og daglegri vinnu. Honum tókst einna fyrstum að sjá fóstrið og legu þess, greina fylgjustaðsetningu og sjá fósturhjartslátt, en einkum að mæla stærð fósturhöfðuðs- ins og gera sér grein fyrir að stærð þess mátti nota til að ákvarða meðgöngulengd. Talað er um Ian Donald sem guðföður þeirrar tækni sem er grundvöllur fóstur- greiningar í dag. Tæknin nefndist “sonar” sem er stytting á Sound Orientation and Navigation Radar, enda var tæknin upprunnin í neðansjávargreiningum og byggði á endurómun gegnum vatns- kenndan miðil, svo sem líkamsvefi. A Kvennadeild Landspítalans og þar með á Islandi, var Jón Hannesson, skurðlæknir, frumkvöðull (Mynd 1). Jón stóð fyrir því að keypt var tæki af bestu fáanlegu gerð frá Skotlandi árið 1975 og lærði vel á það, ekki síst í Glasgow. Tækið er nú geymt á Lækningaminjasafn- inu á Nesstofu og er merkur safngripur því einungis um tvö hundrað slík voru framleidd. Jón var mikill áhugamaður um tækni og þreyttist ekki á að tileinka sér og læra það sem var nýjast á hverjum tíma. Það var ekki létt verk að hefja ómskoð- anir á þessum tíma, því margir höfðu ekki mikla trú á þessari tækni og tækin ekki auðveld viðfangs í fyrstu. Það breyttist hins vegar fljótt og nú vildi enginn vera án ómtækninnar innan myndgreiningarfræða og kröfur eru gerðar til tækninnar, sem oft eru óraunhæfar. Reynir Tómas Geirsson og Kristján Baldvinsson voru þeir læknar sem næst lærðu að ómskoða, en þær María Jóna Hreinsdóttir og Guðrún Björg Sigurbjörnsdóttir voru fyrstu íslensku ljósmæðurnar sem fengu þjálfun til að ómskoða. Þær voru sendar til Glasgow á Queen Mother's spítalann árið 1982 að beiðni Sigurðar S. Magnússonar, prófess- ors og Kristínar I. Tómasdóttur, yfirljós- móður. Sigurður hafði kynnst því í Skot- landi að ljósmæður væru þjálfaðar til að ómskoða og var vel látið af því þar. Á Ljósmæðrablaðið - Desember 2009 15

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.