Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 15.12.2009, Blaðsíða 21

Ljósmæðrablaðið - 15.12.2009, Blaðsíða 21
N EMAVERKEFNI Eiga Ijósmæður að ómskoða á meðgöngu? I eftirfarandi grein sem byggir á ritgerð í námskeiðinu Inngangur í Ijósmóðurfræði er fjallað um hvort það sé hlutverk Ijósmæðra að ómskoða á meðgöngu. Höfundur greinarinnar Kristín Rut Haraldsdóttir, Ijósmóðir hefur áratuga reynslu af ómskoðunum á fósturgreiningardeild Landspítalans og er nú í meistaranámi við HÍ. Hennar niðurstaða er að Ijósmæður hafi einstaka þekkingu á barneignaferlinu sem er mjög mikilvægur bakgrunnur fyrir nám og þjálfun í ómskoðun á meðgöngu. Oftast er ómskoðun á meðgöngu mikill gleði- atburður hjá verðandi foreldrum en óvænt erfið tíðindi geta komið upp. Menntun og reynsla Ijósmæðra er mikilvæg á slíkum stundum. ÓlöfAsta Ólafsdóttir. Inngangur Það er mjög breytilegt eftir löndum hver ómskoðar þungaðar konur. Víðast hvar á Norðurlöndunum eru það ljós- mæður sem sinna því. I Bretlandi eru það jöfnum höndum ljósmæður, læknar og ómtæknar. Kosturinn við að hafa ljós- móður er að hún getur útskýrt skoðunina janfnóðum og hún fer fram fyrir hinum verðandi foreldum. Hún þekkir Irka væntingar hinna verðandi foreldra vegna reynslu sinnar úr starfi. Ef ómtæknir framkvæmir ómskoðun þarf lækni til að lesa úr og þannig fá foreldrar ekki strax niðurstöður og skýringar á þeim. Omskoðun á meðgöngu er víðast hvar hluti af nútíma mæðravernd. Hún er læknisfræðileg rannsókn bæði fóstur- skimun og fósturgreining. Frá árinu 1986 hefur öllum konum á Islandi verið boðin ómskoðun við 18-20 vikur og langflestar hafa þegið það eða allt að 99%. Mark- mið þeirra rannsóknar er að ákvarða meðgöngulengd, fjölda fóstra, fylgjustað- setningu og meta fósturútlit með tilliti til heilbrigðis. Frá árinu 2004 hefur öllum konum staðið til boða að fara í 11-14 vikna skoðun þar sem hægt er að meta líkur á litningagöllum, hjartagöllum og finna ýmsa líffæragalla og hefur stór hluti kvenna nýtt sér það. Verðandi foreldrar standa frammi fyrir flóknu vali þegar kemur að fósturrannsóknum og skimun (Helga Gottfreðsdóttir, 2006). Fyrir ljós- mæður er þetta ögrandi verkefni, en stöð- ugar framfarir eiga sér stað og nýjungar sem þarf að tileinka sér. Tækjakosturinn er alltaf að verða betri, en það er sá sem heldur á ómhausnum sem greinir. Því er góð menntun og þjálfun nauðsynleg, því greiningin verður aldrei betri en sú mynd Kristín Rut Haraldsdóttir Ijósmóðir Fósturgreiningardeild LSH, sem skoðandinn nær fram á skjáinn. Það hefur færst í vöxt að tæki hafa verið keypt á staði þar sem enginn menntaður starfsmaður á þessu sviði hefur verið við störf og þá er freisting að kveikja á því og prófa sig áfram. Þetta veldur því að gæði skoðunar verður lakari og ekki er verið að veita skjólstæðingum þá faglegu þjón- ustu sem þeir búast við. Því er mikilvægt að vanda vel til verka þegar á að þjálfa viðkomandi starfsmann, hvort sem það er læknir eða ljósmóðir. Þjálfunin tekur langan tíma og nauðsynlegt að gera sér grein fyrir því og það er ekki fyrir alla að læra að ómskoða. Því er tíminn mikil- vægur í þjálfuninni til að ná góðri fæmi. I rannsóknum kemur víða fram að það er reynsla og fæmi viðkomandi ómskoð- anda sem gerir hann betri til að greina vandamál (Tegnander og Eik-Nes, 2006) og það skiptast á skin og skúrir í þessu starfi eins og öðm sem viðkemur ljós- mæðrastarfinu. Langoftast er verið að færa foreldram góðar fréttir, allt virð- ist líta vel út með fóstrið og þetta er mikil gleðistund. Það era forréttindi að fá að upplifa með foreldrum þegar þau fá að sjá fóstrið í fyrsta sinn. Að sjá að það hefur hendur, fætur og hreyfir sig. Margir foreldrar hafa lýst því að nú trúi þau þessu - að þau fái sönnun fyrir því að það sé eitthvað þarna. Sérstaklega á þetta við feður sem ekki hafa upplifað alla þá breytingu sem verður í líkama kvenna. En að sama skapi er mjög erfitt að þurfa að færa foreldrum þær fréttir að eitthvað sé athugavert. Það kemst aldrei upp í vana að sjá sorgina færist yfir fólk, miklar væntingar bundnar við skoð- unina en síðan er fótunum kippt undan þeim. Það er vandaverk að færa slíkar fréttir og þama kemur menntun og fyrri reynsla að góðum notum (Schoefl, 2008). Ljósmæður eru menntaðar til að sinna þunguðum konum og fjölskyldum þeirra á gleði- og sorgarstundum og standa því vel að vígi til að sinna ómskoðun á meðgöngu. Saga ómskoðunar á meðgöngu Dr. Ian Donald læknir á Queen Mothers háskólasjúkrahúsi í Glasgow var fyrstur til að kynna ómskoðun með hátíðnihljóð- bylgum á meðgöngu fyrir fæðinga- og kvennsjúkdómalækna. Þetta var upp úr miðri síðustu öld og 1958 birtist fyrsta greinin þar sem lýst er einburameð- göngu við 34 vikur, 32 vikna meðgöngu með polyhydramnion og tvíburameð- göngu við 37 vikur (Donald, MacVicar og Browne, 1958). Það tók rúman áratug þar til þessi nýja tækni náði almennri Ljósmæðrablaðið - Desember 2009 21

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.