Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Mjölnir

PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga breidd


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Mjölnir

						Útgefandi:  SÓSÍALISTAFÉLAG SIGLUFJARÐAR.
I. árg.
I
Siglufirði, 9. des. 1938.
I
1, tbl.
Til lesendanna.
Þetta blað, sem nú hefur göngu sína, er málgagn siglfirzkrar
alþýðu, gefið út af hinum pólitísku samtökum hennar, Sósíal-
istafélagi Siglufjarðar, Meðan siglfirzk alþýða var óklofin, gaf
hún ut „gamla" Mjölnir, en klofningsárín hafa komið út ýms
önnur blöð frá samtökum hennar. Nú hefir svo að segja öll
alþýðan í þessum bæ, sem fylgjandi er sósialismanum, samein-
ast í Sósíalistafélagi Siglufjarðar, þá hefur Mjölnir göngu sína
á ný, sem málgagn sameinaðrar alþýðu.
Mjölnir mun skoða það sem hö'fuð verkefni sín, að sameina
alla alþýðu ti! baráttu gegn fátækt, misrétti og íhaldi, en fyrir
bættri fjárhagsafkomu og aukinni menntun og menningu alþýð-
unnar og fyrir að koma á réttlátasta og skynsamlegasta stjórn-
arfyrirkomulagi veraldarinnar, sósíalismanum.
Baráttutæki alþýðunnar, verkalýðsfélögin og kaupfélagið, mun
Mjölnir styrkja og verja fyrir árásum, en berjast fyrir um leíð,
að þau starfi á lýðræðisgrundvelli. Bæjarmál og öll önnur vel-
ferðarmál Siglufjarðar muriu verða rædd ýtarlega.
Mjölnir heitir á alla alþýðu og alla frjálslynda menn til
samstarfs.
Aframhaldandi samvinna í
íarstjórninni.
SósíalistaféL
Siglufjaröar
Nýr samningur  milli  Alþýflokksfélagsins og
Sósíalistafélags Siglufjarðar.
Eftir bæjarstórnarkosningarnar sl.
vetur náði A-listinn meirihluta í
bæjarstjórn Siglufjarðarkaupstaðar.
A-listinn var borinn fram af Jafn-
aðarmönnum og Kommúnistum,
studdur opinbeiiega af öllum verka-
lýðsfélögum hér í bæ, nema Verka-
kvennafélagi Siglufjarðar, það fé-
lag fékkst ekki til að lýsa yfir op-
inberum stuðningi, sem heild, við
A-listann. Auk áðurnefndra aðilja
studdu listann  fjöldi  einstaklinga,
heldur fund kl. 4 siðdegis
sunnudaginn 11. desember í
Alþýðuhúsinu (stóra salnum).
Á dagskrá verða félagsmál,
verkalýðsmál og ýmisl. fleira.
Á  fundinum  verða  afhent
félagskírteini-
Stjórnin-
sem ekki voru í neinum pólitísk-
um flokki og ekki meðlimir verka-
lýðsfélaganna. Flokkarnirgerðu með
sér málefnasamning, sem var birt-
ur opinberlega í flokksblöðunum.
Undir þennan málefnasamning
skrifuðu allir frambjóðendur list-
ans. Voru þeir þar með flokkslega
og persónulega skuldbundnir tíl
þess, að vinna að framgangi samn-
ingsins.
í samningi, sem gerðurvar milli
flokkanna, var það tekið fram, að
báðir flokkar skyldu hafa jafn-
marga menn í nefndum, ennfrem-
ur skyldu varamenn flokkanna
boðaðir í forföllum aðalmanna.  ,
Allt fram á síðastliðið haust
gekk allt vel, samkomulagið var
gott. Málin voru rædd og sameig-
inlegar ákvarðanir teknar í öllum
stærri málum.
Eftir Alþýðusambandsþingið í
okt. s.I. klofnaði Alþýðuflokkurinn
um land allt. Vinstri hluti hans
gekk til sameiningarvið Kommún-
istaflokkinn og stofnaður var hinn
nýi stjórnmálaflokkur, Sameiningar-
flokkur alþýðu, Sósíalistaflokkur-
inn. Hér á Siglufirði voru vinstri
Frh. á 3. síðu.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4