Dagblaðið Vísir - DV - 19.01.2004, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 19.01.2004, Blaðsíða 10
10 MÁNUDAGUR 19. JANÚAR 2004 Fréttir DV Einn kúa- bóndi hættir áviku Björgólfur Thor Björgólfsson styrkir sýningu Ólafs Elíassonar í Hafnarhúsinu að einum þriðja. Hann segir ljóst að þeir sem eru frumlegir, séu að gera eitthvað ein- stakt, þeir nái lengst allra íslendinga. Þetta á bæði við um listir sem og viðskipti. Samantekt Landssam- bands kúabænda, sem birt er á www.naut.is, leiðir í ljós að einn kúabóndi leggur upp laupana í viku hverri. Kúabúin voru 902 í byrjun þessa árs en voru 953 fyrir ári síðan. Þetta er 5,4 prósenta fækkun í stétt- inni og er töluvert meiri hlutfallsfækkun en fyrir ári síðan. Aðalinnqang- urinn lokaður Starfsemi var ekki fyrr hafin að ráði f nýju Nátt- úrufræðihúsi Háskóla ís- lands áður en loka þurfti aðalinngangi hússins þar sem þungar glerhurðir fuku ítrekað upp. Húsvörðurinn segir að bent hafí verið á fyrir tveimur árum að norðan og norðaustanáttir mynduðu mikinn streng í skoti aðal- inngangs hússins og þörf væri á öflugri hurðarpump- um en nú væru til staðar. Þegar hafa nýjar pump- ur verið keyptar og verða þær settar upp í næstu viku. Gleypti tannbursta Skurðlæknar í Tanzaníu náðu að bjarga manni sem hafði óvart gleypt tann- burstann sinn. í fréttum Sky news kemur fram að maðurinn, sem er 54 ára gamall, var í rólegheitum að bursta tennurnar þegar tannburstinn festist í háls- inum á honum og rann niður í maga. Stefán Hilmarsson, söngvari ársins. Stefán Hilmarsson er líflegur stákur, sem hefur þó róast mikið í seinni tið og er nú far- inn halda sig til hlés, svo sem gagnvart fjölmiðlum. Hann er afar traustur félagi og sannur vinur vina sinna. Hann sökkvir sér niður í viðfangsefni sín og pælir virkilega í hlutunum, sem skilar sér meðal annars því að hann er frábær texta- höfundur. Kostir & Gallar Stefán þykir afar ákveðinn og bítur ákveðna hluti mjög fast í sig og þegará hólminn kemur er ekki ofsögum sagt að hann sé einstefnumaður. Sumum finnst hann líka vera aurasál; eða að minnsta kosti ber fólki saman um að Stefáni þyki silfrið sætt. Þessir eiginleikar, sem sumir telja honum til lasts, eru að annarra mati plús, því virkilega útsjónar- semi þarfvið að reka popp- hljómsveit. snýr sér að listinni Björgólfur Thor Thorsson Hann styður sýningarhaldið um einn þriðja. Björgólfur segir að list sem höfðar einkum til hans rimi við þá viðskiptahætti sem hann stundar. Hann hefur til þessa verið frægur fyrir hlutabréfasöfnun en snýr sér núað Ustinni. „Ég bý úti í London og fylgdist með þeim frá- bæru viðtökum sem Ólafur Elíasson hlaut þegar hann sýndi í Tate Modern. Ég tók eftir því hversu mikil áhrif verk hans höfðu á fólk og því hvernig það talaði um verkin. Ólafur er taient á heims- mælikvarða og ekki oft sem við eignumst mann sem er í heimsmeistarakeppninni, hvort heldur sem er í listum eða íþróttum. Við eigum jú Björk og svo núna Ólaf,“ segir Björgólfur Thor Björgólfs- son í samtali við DV. Ekki nógu margir sem þekkja Ólaf í gærkvöldi opnaði sýning á vegum Listasafns Reykjavfkur í Hafnarhúsinu á verkum Ólafs Elías- sonar. Kostnaður við sýninguna er umtalsverður, hartnær 20 milljónir, og hefur það vakið nokkra athygli að Björgólfur styrkir sýningarhaldið um einn þriðja. Björgólfur Thor segir að þó Ólafur sé meðal þeirra fremstu á sínu sviði virðist sem ís- lendingar almennt þekki ekki mikið til verka hans. „Þegar fjárhagslegt olnbogarými fór að þrengjast hjá Listasafninu þá vildi ég greiða úr og sjá til þess að sýningin kæmist á koppinn." Björgólfur Thor segir það ánægjuefni að Reykvíkingar fái að búa við slíkt hið sama og listunnendur í London og fái nú notið listar sem er á heimsmælikvarða. Frumleikinn gildir Björgólfur Thor segir aðspurður að það skipti kannski ekki megin máli hver eigi Ólaf Elíasson. „Ég held nú að listamennirnir sjálfir ákveði hverj- um og hverju þeir tilheyra. En ég náttúrlega kýs með Islendingum í þeim efnum. En það sem vek- ur athygli mína er að Ólafur er mjög frumlegur í hugsun og verkin hans eru óvenjuleg. Staða hans staðfestir að þeir sem eru að gera frumlega og ný- stárlega hluti eru komnir lengst íslendinga. Þeir sem hugsa eftir öðrum brautum. Ég hef samúð með því. Þú kemst ekki langt á því að vera eins og allir aðrir.“ Ný stefna hjá kaupsýslumönnum Forstöðumaður Listasafns Reykjavíkur, Eiríkur Þorláksson, segir það ánægjulegt nú við upphaf nýrrar aldar að ný kynslóð kaupsýslumanna séu að leggja sitt af mörkum til menningar og lista. Björgólfur segist ekki geta talað fyrir nema sjálfan sig í þeim efnum. „Þegar ég sé eitthvað sem ég á samkennd með og höfðar til mín þá vii ég leggja eitthvað á vogarskálarnar til að það geti orðið að veruleika. Og það sem ég hef verið að styrkja end- urspeglar það sem við höfum verið að gera í við- skiptum." Björgólfur Thor segir mikla breytingu hafa orðið á viðskiptalífinu frá því sem var, en það sé nú orðið mikið á milli tannanna á fólki. Fólk hef- ur orðið miklar skoðanir á viðskiptum. Hvort þetta sé partur af breyttri ímynd veit hann ekki og segir aðra kaupsýslumenn verða að taka sínar ákvarðanir. Listin óvæntur plús Þegar Samson, eignarhaldsfyrirtæki Björgólfs, keypti Landsbankann á sínum tfma, kom síðar á daginn að bankanum fylgdi mikið safn verð- mætra málverka. öllum að óvörum og sættu þeir sem sáu um sölu bankans nOkkurri gagnrýni fyrir glámskyggnina. „Já já, það var óvæntur plús,“ seg- ir Björgólfur Thor. „En það fylgdu einnig óvæntir mínusar með bankanum þannig að það jafnaðist út eins og gengur.“ Björgólfur segist ekki geta talist nema meðal- maður hvað varðar að vera listunnandi. „Ég hef gaman að góðri list og legg rækt við það sem höfð- ar til mín. Þetta hefur, líkt og svo margt annað, setið á hakanum vegna anna við vinnu. Ég hef ekki haft mikinn tíma. Kannski er ég að færa mig meira í þessa áttina með árunum - ætli þetta megi ekki heita eðlilegt þroskaferli. Óvæntur plús sem fylgir því að verða eldri. Að læra að meta það sem maður ekki veitti eftirtekt áður. Mínusana þekkj- um við í því sambandi." Safnað hlutabréfum hingað til Listaverkasafn Björgólfs Thors er ekki mikið að vöxtum enn sem komið er. Hann hefur ekki lagt það fyrir sig að safna þeim. „Ég hef fremur safnað hlutabréfum en listaverkum hingað til. En kannski verður breyting þar á. En fyrst er að læra á hlutina. Það er frumforsenda þess að ná árangri. Þetta er allt í þróun." Hann segist ekki hafa neinn umfram aðra í hávegum aðspurður um eftirlætis listamann. „Ýmislegt það sem hefur verið í boði í London að undanförnu hefur verið skemmtilegt og kannski kennt mér að meta módern list um- fram gömlu klassíkina." jakob@dv.is Höfundur hagamúsamyndarinnar er kominn með mynd um hross íslensk hestamynd nær til hálfrar Evrópu „Myndin fjallar fyrst og fremst um stóðhest, meri og folaldið henn- ar, en tugir hrossa koma við sögu,“ segir Jón Proppé, handritshöfundur og annar framleiðenda Hestasögu, ásamt Guðmundi Lýðssyni. Myndin hefur verið seld til níu landa í Evr- ópu, þar á meðal aUra Norðurland- anna og stærstu sjónvarpsstöðvar Evrópu, Arte. Gera má ráð fyrir að þær sjónvarpsstöðvar sem hafa keypt myndina nái til helmings Evr- ópubúa. Þorfínnur Guðnason stýrir myndinni, en hann gerði garðinn frægan með mynd um hagamýs og Lalla Johns. Jón og Þorfínnur eyddu allt að 300 dögum með hrossum í náttúru íslands, en gerð myndarinn- ar tók samtals þrjú ár. Hugmyndin með myndinni er að ná fram sögu- þræði úr atferli hesta, líkt og um menn væri að ræða. „Myndin er dramatísk ástarsaga þar sem að hross flýja undan óblíðum öflum upp í gegnum hálendi íslands. Við færðum okkur inn í veröld hestanna, ef maður eyðir nógu miklum tíma með þeim byrjar maður að skilja þá. Við héngum yfir hrossunum vikum og mánuðum saman og sáum ýmis- legt sem hefur mjög sjaldan sést. Með þessu áttuðum við okkur á samhengi og munstri í hegðun þeirra og gátum dregið saman það sem gerist í hegðun þeirra ( sam- fellu. Lykillinn er að skilja hugsun dýranna og skilja hvað það er sem þau hugsa um í umhverfinu, við hverju þau bregðast, ákveðnum ógnum og þrám, og þar er kynþráin ekki síst drífandi," segir Jón. Samningar hafa náðst við Magn- ús Magnússon um að talsetja mynd- ina á ensku. Hann hefur menntaðan skoskan hreim sem er talinn henta Magnús Magnússon Talseturmyndina á ensku myndinni einstaklega vel. Talsetn- ingin hefst í stúdíói í Glasgow í dag, en myndin verður frumsýnd á kvik- myndahátíðinni í Gautaborg á sunnudaginn. jontrausti@dv.is fslensk hross Hálfri Evrópu gefst kostur á að horfa á sögu sem unnin er úr atferli is- lensks stóðhests, merar og folalds. Hún heitir á ensku Running with the herd.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.