Dagblaðið Vísir - DV - 17.02.2004, Blaðsíða 23
DV Fókus
ÞRIÐJUDAGUR 17. FEBRÚAR 2004 23
„Ókeypis“ er það orð sem heillar íslendinginn ef til vill mest af öllu. Það var kannski þess vegna sem ég
endaði á Listasafni Reykjavíkur einn mánudagseftirmiðdag, en þá daga er einmitt frítt inn á safnið.
Fáar sýningar hafa notið víðlíka vinsælda hérlendis og Frost Activity Ólafs Elíassonar, enda hefur lista-
maðurinn hlotið hinn endanlega gæðastimpil í íslenskum listum: Útlendingum þykir hann góður.
fluttist Leifur þangað bam að aldri
og bjó þar lengst framan af. En auð-
vitað er sú deila marklaus, þar sem
víkingarnir könnuðust ekki við neitt
þjóðerni. Og ef til vill er það sama
hægt að segja um víkinga listheims-
ins, sem stundum leggja undir sig
nýja heima, villast stundum af leið,
en þeirra sem halda ótrauðir áfram
mun ef til vill verða minnst um
ókomin ár.
valur@dv.is
Ólafur Elíasson fyrir framan listaverk sitt.
athafnir í frosti
Það var ekki án eftirvæntingar að
ég gekk inn í sai merktan A. Þegar inn
í salinn var komið fann ég hins vegar
enga sýningu. Einungis tóman sal-
inn, og naktar steinsteypusúlur það
eina sem dró að sér athygli. Ég gekk
aftur út og ætlaði að kvarta. Var
kannski ókeypis inn vegna þess að
sýningin hafði verið fjarlægð vegna
viðhalds? Leit þá í sýningarskrá og sá
að þar var salurinn jafn nakinn og
raun bar vitni. Kannski átti þetta sem
sagt að vera svona? Ég gekk aftur inn
í salinn og gerði aðra tilraun til að
finna sýninguna. Ég leit upp, og þar
var spegill sem gerði það að verkum
að salurinn leit út fyrir að vera helm-
ingi hærri til lofts en hann raunveru-
lega var. Ég virti þetta fyrir mér um
stund. Það fór ekki á milii mála að
salurinn leit út fyrir að vera hár til
loftsins. Hafandi komist að því hélt
ég upp á aðra hæð.
Hann er þá kannski Dani?
Miklar deilur hafa staðið um
þjóðerni Ólafs. Eftir að hafa skoðað
A-salinn hallaðist ég helst að því að
hann væri Dani. Ef svo er, er gests-
augað þó enn glöggt. Verk sem nefn-
ist Reykjavík myndröð sýnir ljós-
myndir af íslenskum húsum sem
koma manni öðruvísi fyrir sjónir
hengd upp á vegg en þegar maður
gengur fram hjá þeim dag eftir dag
án þess að virða þau viðlits. Horf-
andi á þær rifjar maður upp orð
skáldsins:
Litlir kassar á lækjarbakka,
litlir kassar dingalingaling.
Litlir kassar, litiir kassar,
litlirkassar allir eins.
Hernámsliðið hafði góðan
smekk
Eins og í flestum smábæjum eru
það helst kirkjurnar sem standa upp
úr. Ein kennci við Hallgrím og hin
við Krist sjálfan, þó að í þessu tilviki
séu það kaþólikkarnir sem ávarpa
almættið beint og ekki fyrir tilstilli
dýrlinga eða skálda. Þjóðleikhúsið
stendur líka upp úr, grátt og ógn-
vekjandi eins og kirkjurnar. Næpan
stendur upp úr sem eitt sérstæðasta
hús bæjarins, rautt og rússneskt-
orþódokst að sjá. Enda hafði her-
námsliðið góðan smekk fyrir bygg-
ingum, lagði undir sig bæði þetta
hús og Þjóðleikhúsið, sem hlotn-
aðistst þar með sá heiður að fá góða
dóma hjá útlendingum. Og í kastala
á Laufásvegi, nefndum Galtafell, var
Sjálfstæðisflokkurinn með skrifstof-
ur sínar um sinn, flokkur og þjóð
vernduð fyrir utankomandi áhrif-
um. Nú gista þó útlendingar þar í
hrönnum, kastalinn orðinn að gisti-
heimili.
Auðnin í öllum sínum
myndum
Og á veggnum á móti má sjá það
sem þeir sækjast eftir. Auðnin í öll-
um sínum myndum. Stundum
svört, stundpm rauð, stundum
mórauð, einstaka sinnum mosa-
gróin og græn. Jafn einhæf frá nátt-
urunnar hendi og byggingarlistin er
frá hendi íbúanna. En meðan ís-
lendingar fljúga í hrönnum á yfir-
fullar sólarstrendur fyrir sunnan
kemur hingað bakpokafóik frá
meginlandinu til að kynnast því
hvernig það er að vera ekki alltaf
umkringdur fólki. í síðasta herberg-
inu er svo eitthvað sem heitir Sjón-
deildarhringur athafna þinna. Er
það bein blá lína sem fer hringinn í
dimmu herbergi. Á þetta að tákna
það að athafnir manns geti komið
manni hvert sem er, jafnvel til endi-
marka sjóndeildarhringsins? Eða
verður hann alltaf jafn fjarlægur,
sama hvað maður reynir? Hafandi
skoðað íslenskt landslag og bygg-
ingarlist hallaðist ég frekar að því
síðarnefnda.
Víkingar listheimsins
Á efri hæðinni dvelur Erró enn
með sýninguna Stríð. Flestar eru
myndirnar frá 8. áratugnum en eiga
því miður enn við, enda ný stríð haf-
in og sumum gömlum ekki enn lok-
ið. Sýningin sýnir að Erró var hug-
rakkur listamaður, sem skoraðist
ekki undan að gagnrýna hernaðar-
hyggju fsraela löngu áður en slíkt
varð viðtekið viðhorf, sem og Banda-
ríkin að bombardera Irak með
neyslumenningu árið 1991, átöksem
hafa heldur ekki verið leidd til lykta.
Erró er gjarnan talinn mestur ís-
lenskra listamanna, en nam í Noregi
og hefur búið mestan sinn feril í
Frakklandi, og ætti að mörgu leyti
frekar að teljast til franskrar mynd-
listarsögu en íslenskrar. Deilt er um
þjóðerni Ólafs, sem fæddist í Dan-
mörku af íslensku foreldri, býr og
starfar í Berlín og selur verk sín til
London, París og New York. Sams
konar þjóðernisdeila stendur einnig
um Leif heppna milli Norðmanna og
íslendinga, og jafnvel Grænlending-
ar farnir að blanda sér í slaginn, enda
Stjörnulaus Beyonce var nærri búin að toppa Janet Jackson þegar hún söng í hálfleik Stjörnuleiks NBA
Brjóstin fóru á flug en héldust inni
Þokkakvendið Beyonce Knowles
sá um að skemmta gestum í hálf-
leik á hinum árlega NBA-stjörnu-
leik í körfubolta sem fram fór að-
faranótt mánudags að íslenskum
tíma. Það er svo sem ekki merki-
legt nema fyrir þær sakir að stúlk-
an var ekki fjarri því að toppa atriði
stallsystur sinnar, Janet Jackson,
frá því á Superbowl-leiknum um .
daginn. Hama- gangurinn í
Beyonce var svo mikill þegar hún
flutti lögin Crazy In Love og Love
To Love You, Baby að brjóstin á
henni voru nærri því að skjótast
undan efnislitlum klæðum hennar.
Ekki sást þó glitta í neinar stjörnur
líkt og þærsem Janet notaði en
áhorfendum var engu að síður
skemmt.
Hættuspil Ekki sóstglitta ineinarstjörnur
líkt og þær sem Janet notaði en áhorfendum
varengu að siður skemmt.