Akranes - 23.04.1942, Blaðsíða 4

Akranes - 23.04.1942, Blaðsíða 4
4 AKRANES RAGNAR ÁSGEIRSSON: Aukið garðyrkjuna þetta tillögur, þó verkefnunum hafi ekki verið valið fast form. Hér er gert ráð fyrir. að nota þessa peninga til að grundvalla með „Fram- farasjóð Akraness“ Eins og frv. ber með sér eru ærin verkefni til. En þeim, sem allt ætla að gera strax, finnst ef til vill fátt um þessi vinnubrögð. En ef að er gáð, og rétt skoðað, má segja að sjóðsstofnun sem þessi sé — innan til- tölulega skamms tíma — hvalreki fyrir Akranes. Kostur við þessa einföldu leið til fjáröflunar er margvíslegur og mark- viss: 1. Þarna safnast á tiltölulega skömm- um tíma mikið fé. 2. Með þessu safnast fé án þess nokk- ur viti af eða finni til þess. 3. Þetta er sá bezti varasjóður, þar sem það er fyrirbyggt að hann geti orðið eyðslueyrir. 4. Þetta skapar með tíð og tíma vissu fyrir því, að bæjarfélagið getur að verulegu leyti dregið úr álögum bæjarbúa, í stað þess að auka þau. 5. Þetta er og þannig „Bjargráðasjóð- ur“, þegar kreppir að. 6. Á þennan handhæga hátt getur bæjarfélagið tiltölulega fljótt og í betra hjá sjálfum sér að taka, en sinn bróður að biðja“. 7. Það tryggir afkomu bæjarfélags- ins, eykur því álit og öryggi. Það skapar hér hyggnari menn, sem kosta kapps urn að auka sjóðnum orku og ásmegin, til heilla og fram- fara fyrir bæinn. 8. Þessi leið safnar saman fé, sem annars væri ekki til staðar, eða það væri gert að eyðslueyri. 9. Það dregur úr „kreppunni", en skapar atvinnu og öryggi. 10. Það vinnur tvöfalt gagn með því að ávaxtast hjá bænum sjálfum. Megin markmið þessa sjóðs er að skapa Akranesi möguleika hægt og bít- andi, án þess að há framkvæmdum nú, til þess að geta í langri framtíð staðið fjárhagslega á traustum grundvelli. Unnið markvíst og fyrr en ella að leysa hin mörgu verkefni, sem leysa þarf. En ef til vill er það bezta þó ótalið við þessa hugmynd, hver „regulator“ — jöfnun- arsjóður — þetta er bæjarfélaginu gagnvart ofurþunga útsvara á kreppu- tímum. Það er sýnilegt, ef allra hugir stefna í eina átt um lausn þessa máls, þá er þess skammt að bíða, að bæjar- stjórn geti í kreppuári lagt 100—200 þúsund krónum minna á í útsvörum, ef hún þarf þess með, og bætt það upp þegar betur árar. Má því til sanns veg- ar færa, að þetta sé Akranesi hreinasti „Bjargráðasjóður“. Með sama verðgildi peninga, getur sjóður þessi sennilega orðið eftir 100 ár um 15 milljónir króna. Má nærri geta hve stórkostlegt gagn sjóðurinn verður búinn að vinna þá. En þó auðsætt og mest um vert, hvert átak hann getur þá gert, og hver varasjóður slík fúlga er ekki stærri bæ. < Til þeirra, sem vilja gera allt undir eins, má segja þetta: Þess vegna er óhætt að stíga þetta spor, að eftir 50 ár, 100 ár, verður margt ógert af þvi, sem vér sjálf vildum hafa gert. Annars er æfin svo stutt, en margt sem gera þarf til þess að fegra og bæta lífið í mann- Það er einkum tvennt, sem manni kemur jafn snemma í hug, þegar á Akranes er minnst: Sjávarútgerð og kartöflurækt. f meir en tvo mannsaldra hafa Akraneskartöflurnar haldið velli á markaði höfuðstaðarins og verið við- urkenndar sem þær beztu, sem í boði voru, og hafa því haldið vinsældum sínum allt til þessa dags. Þær hafa því fært mörgum Akurnesingi drjúgan skilding í bú, auk þeirra hlunninda, sem það er að hafa slíka vöru til neyzlu allan ársins hring, og sízt má gleyma því, að kartaflan er einhver hollasta fæðutegundin, sem er yfirleitt völ á. Vegna þess mun t. d. gott heilsufar vera háðara kartöfluneyzlunni en margur gerir sér grein fyrir. Á sumardegi setja kartöflugarðarn- ir sérstakan svip á kauptúnið, og er mikils um það vert, því sá svipur er fagur, eins og svipur alls annars, þess sem ræktað er og sýnd umhyggja. Því betri sem umhyggjan er fyrir því, sem rækta skal, því meiri er uppskeruvon- in, og er þó máske ekki minnst um vert að sá, sem leggur sig vel fram við rækt- unarstörfin, ræktar jafnan sjálfan sig um leið. Því er ræktunin jafnan merk- ur mælikvarði á menningu þjóðanna og eykur öryggi tilverunnar fyrir þá, sem stunda hana. En enda þótt Akranesið hafi lengi verið eitt ræktarlegasta kauptún lands- ins, er mér það þó að fullu ljóst, að garðyrkjan gæti verið bæjarbúum þar enn meiri stoð en hún hefir verið og ér, ef hún væri ekki svo að segja ein- göngu kartöflurækt. Það er svo margt annað en kartöflur og gulrófur, sem hægt væri að rækta þar með ágætum árangri. Sem framleiðsluvöru, til sölu, vil ég nefna gulrótina, sem myndi vissulega ná þar ágætum þroska í hinni gamalræktuðu sendnu jörð, væri um hana hirt með þeirri nákvæmni, sem með þarf við þessa verðmætu, ljúf- heimi, að vér megum með engu móti sitja af oss tækifæri, sem hæg eru í framkvæmd, en geta verkað til bless- unar fyrir kynslóðir, sem koma og fara. Það er nauðsynlegt hverri kynslóð að eignast hugarfar, sem aldrei sleppi tækifæri til að vinna framtíðinni gagn, og gera með því framtíðarinnar land hæfari bústað. Það er sá arfur, sem skil- ar afkomendum vorum beztum arði. Ef oss ber gæfu til þess að stíga nú þetta spor, þegar tækifærið til að grundvalla það svo vel kemur oss upp í hendur. Þá er ekki ósennilegt að það gæti varðað veginn fyrir önnur hrepp- og bæjafé- lög, sem hafa hina sömu ríku þörf eins og vér, en geta unnið sér hægt og hik- laust gagn eins og vér, ef þau þora að hugsa og bera hvern fót fram fyrir annan, eins og vér eigum að gera nú og æfinlega. Akranesi, 28. marz 1942. Ól. B. Björnsson. fengu og hollu matjurt. Höfuðborgin við Faxaflóa vex hröðum skrefum með hverju ári sem líður og markaður vex þar að sama skapi. Akurnesingar standa vel að vígi til þess að nota sér þá möguleika, sem sá markaður felur í sér. Þó það sé mikilsvert að geta hag- nýtt sér þá markaðsmöguleika, sem fyrir hendi eru, þá er hitt ekki síður mikilsvert að geta fullnægt þörf eigin heimilis hvað grænmeti snertir. Þó að framfarir hafi orðið miklar hér á landi í garðyrkju hinn síðasta tug ára, þá eigum við íslendingar enn mikið ólært á því sviði. Einkum hvað neyzlu mat- jurta snertir á heimilum, eigum við langt í land — svo að vel sé. Það er þeim ljóst, sem þekkja vel til hve mik- il grænmetisneyzla er á heimilum í ná- grannalöndunum. Þar er grænmeti á borðum í hverja máltíð dagsins, allan ársins hring, og er það ýkjulaust. „Þó að ég hafi búrið fullt að mat, þá finnst mér samt að ég hafi engan mat, ef ég hefi ekki kartöflur og annað græn- meti“, sagði dönsk húsmóðir við mig í síðustu utanför minni, 1937. Þá voru friðartímar og fáa mun hafa ó»*að fyrir þeim skelfingum, sem yfir hafa dunið síðan. En á styrjaldartím- um eykst þýðing garðyrkjunnar að miklum mun, vegna þeirrar þýðingar, sem hún hefir fyrir búr heimilanna og matarforða þjóðanna. Þar sem bústofn er felldur, eða fækkað að mun, verð- ur moldin að gefa hið daglega brauð, og hún getur það, ef rétt er að farið. Því þarf jarð- og garðyrkjumenningin að vera í sem beztu lagi, því annars er voðinn vís. Þegar frá er dregið hið mikla af- hroð, sem íslenzka sjómannastéttin hefir þegar goldið, má segja að ís- lenzka þjóðin hafi að öðru leyti slopp- ið við beinar hernaðaraðgerðir og ógn- ir styrjaldarinnar. Enda þótt við séum hernumdir af tveimur stórveldum, er ekki ofmælt að við höfum sloppið vel, enn sem komið er. Enn höfum við gnægð kjöts til neyzlu, þó nú sé sú vara skömmtuð smátt í þessari heims- álfu. Enn höfum við gnægð fiskjar og vonandi eigum við ekki eftir að búa við skort hvað kjöt og fisk snertir. En við höfum eiginlega lengi búið við grænmetisskort, vantað grænmeti með hinum fæðutegundunum. tJr þeim skorti þurfum við að reyna að bæta í sumar og áfram þaðan af, og hafa grænmetisræktunina fjölbreyttari en hún hefir verið hingað til. Alltaf skyldu garðar vel hirtir vera og máske hefir- aldrei riðið meira á að hirða þá vel en einmitt nú, þegar flest vii'ðist vera í óvissu, sem fram undan er. Vinnið því hvert verk á réttum tíma og látið ekki illgresí hagnýta sér þá' næringu, sem kartöflum og öðrum matjurtum-er ætluð. — Mættu garðar Akurnesinga — og allra landsmanna — blómgast sem bezt í aumar! Ragnar Ásgeirsson.

x

Akranes

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Akranes
https://timarit.is/publication/865

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.