Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Akranes

PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Akranes

						Akcanes
I. árg.
Akranesi,  11. maí 1942.
2. tbl.
Dr. ÁRNI ÁRNASON HÉRAÐSLÆKNIR:
Þéttbýli — þnfnaður
Akranes er nú orðið kaupstaður. —
Lögreglustjórinn er orðinn að bæjar-
fógeta og í stað oddvita er kominn
hæjarstjóri. Breytingin kostar líita
töluvert, því að kröfurnar í ýmsum at-
riðum meiri, reksturinn dýrari. En hér
er margs að gæta, fleira, sem verður
að athuga. Þéttbýlið gerir margar og
margvíslegar kröf ui .Slíkar kröfur eru
nú að vísu ekki til orðnar aUt í einu.
hér á Akranesi, og ekki heldur fyrir
það eitt, að kauptúnið er orðið kaup-
staður. En það er sérstök ástæða til að
líta á þær á þessum tímamótum, og þá
ekki síður þegar þess er gætt, að hing-
að til hafa ekki verið mörg né mikil
tækifæri til þess, að ræða mál kaup-
túnsins opinberlega við íbúa þess. Auk
þess stækkar bærinn nú óðum og þétt-
býlið vex með hverjuári.
Akranes hefir áður verið, ef svo
má segja, safn af smábýlum, þar sem
flestallir hafa haft nokkuð landrými
og sumir sæmilegt. Þetta er nú óðum
að breytast. — ,,Þar sem áður akrar
huldu vöH", eru nú komin hús og út-
mældar byggingarlóðir. Og þá skap-
azt nýir örðugleikar og vandamál
þéttbýlisins.
Þéttbýlið gerir sérstakar kröfur. —
Lífið gerir ætíð kröfur og því fylgja
erfiðleikar í einhverri mynd. Islenzki
sveitabúskapurinn hefir átt við örðug-
leika að stríða vegna einangrunar og
samgönguerfiðleika. Kaupstaðir og
borgir verða að stríða við örðugleika
vegna þéttbýlisins. Sá, sem vill verða
sveitabóndi, verður að kynnast þeim
erfiðleikum og læra að sigrast á þéim.
Sá, sem flytur í kaupstað eða elst þar
upp, verður að kynnast kröfum bæj-
arlífsins og verða við þeim.
JÞaö er margt, sem breytist í venj-
um og lifnaðarháttum í þéttbýlinu, frá
bví sem var á meir og minna afskekkt-
um og einangrnðum sveitabæjum. —
Sumar breytingarnar liggja í augum
uppi. 1 sveitinni framleiðir bóndinn
mikíð af fæði handa sér og sínum, en
í kaupstaðnum lifa flestir aðallega á
vinnu sinni og kaupa aHar nauðsynj-
ar. En aðdrættirnir eru líka auðveld-
ir. í sveitinni er bóndinn og fjölskyld-
an í fylsta máta frjáls ferða siiia en í
kaupstaðnum og borginni er það eitt-
hvað annað. Þegar komið er út fyrir
dyrnar eru „ljón á veginum", og það
verður að setja ákveðnar og strangar
reglur,   umferðarreglur,   til þess   að
vernda líf og limi fólksins, sem ferðast
á götum úti. Þá er einhver munur á
því, að ala upp börn í sveit eða í kaup-
stað. Á síðari barnsárunum taka skól-
arnir að vísu við kennslunni og hjálpa
þá til við uppeldið, en uppeldi og
gæzla er ólíkt erfiðari í kaupstaðar-
sollinum en í sveitinni.
í stuttu máli: Þéttbýlið með öllum
sínum breytingum á sambúð fólksins
og venjum, og með öllum sínum marg-
víslega vanda, gjörir þær kröfur, að
settar séu ákveðnar reglur um margt,
og að unnið sé að mörgu, sem ekki.eða
síður er þörf í dreifbýinu. Sumt af
þessu varðar beint líf og öryggi fólks-
ins.eins og umferðarrcglur og gæzla
barna á götum úti. Sumt miðar að því,
að forðast árekstra í sambúðini, t. d.
lögreglueftirlit, ráðstafanir gegn götu-
óspektum og það, að taka ölvaðamenn
af almannafæri. Þannig mætti lengi
telja. en síðast en ekki sízt má nefna
allan þrifnað og góða umgengni utan
húss. Þetta atriði miðar bæði að. því,
að forðast árekstra og óbægindi í sam-
búðinni, en stuðlar þó ekki síður að
lreiisuvernd bæjarbúa. — Hér er þá
komið að því, sem á að vera aðal
kjarni þessa máls.
Nú mætti segja sem svo, að þrifn-
aður sé jafn nauðsynlagur og heilsu-
samlegur í sveit og í kaupstað. Þetta
er að vísu satt í sjálfu sér, en þó veld
ur þéttbýlið einnig hér mun, sem getur
orðið áþreifanlegur. Tökum dæmi:
Sveitabóndi, sem lætur fjóshaug sinn
eða sorphaug við hlaðið, fyrir framan
bæjargluggann, verður sennilega fyrir
háði og lítilsvirðingu fyrir bragðið, en
hann verður ekki fyrir beinu aðkasti
né opinberri rekistefnu af þeim sök-
um. — En kaupstaðarbúi, sem rekur
búskap, má ekki trana haugum sínum
framan í fólkið, með því, að setja þá
framan við hushliðina við alfara veg.
Tökum annað dæmi, lúsina. Lúsugt
sveitaheimili fær á 'sig stimpil ó þrifn-
aðar og menningarskorts, en ekki mun
þar þó alla jafna vera gjörð aðför að
lúsinni. I kaupstað getur verið öðru
máli að gegna. Mikill fjöldi heimila
á þar börn sín í skóla mikinn hluta
ársins. Lúsug skólabörn geta borið
hana á börn af algjörlega lúsalausum
þrifnaðarheimilum, sem með engu
móti vilja við hana una. Það leiðir aft-
ur af sér kröfu um hreinsun hina lús-
ugu barna og þá heimilanna jafnframt.
Ég læt þessi dæmi nægja til þess, að
skýra það, að í kaupstað er hver mað-
ur í þessu efni, ekki „húsbóndi á sínu
heimili" í sama skilningi og í strjál-
býlinu, heldur er allur kaupstaðurinn
í vissum skilningi stórt dvalarheimili.
Hreinlæti og heilsuvernd eru hér
nefnd saman. Ekki hafa þó allir verið
á einu máli um þetta. Sú röksemd
hefir heyrst, að sóðar séu oft stál-
hraustir og langlífir en hreinlætis-
fólk heilsulausar veimiltítur, og því
megi draga gagnið af hreinlætinu í
efa. Gildi hreinlætisins er þó ekki leng-
ur vafamál. Hér á landi er saga sulla-
veikinnar eitt gleggsta dæmið. Hér
verður ekki farið lengra út í þá sálma,
en þess að eins getið, að það er löngu
sannað, að ýmsir sjúkdómar berast
rneð saur og óhreinindum, og þeir
breiðast skjótt út og magnast um allan
helming þar sem sóðaskapur er í al-
gleymingi. Má þar til -nefna tauga
veiki, blóðkreppusótt og drepsóttina
útbrotataugaveiki, sem líka mætti
nefna lúsasótt. I þéttbýlinu er þrifn-
aðurinn, þegar af þessari ástæðu, skil-
yrðislaus krafa.
En auk þess er alt hreinlæti feg-
usrðarkrafa og menningarkrafa. Það
hafa allir óbeit á saur og óþverra, þótt
sú tilfinning sé misjafnlega þroskuð.
Þriflfiaður. góð umgengni og snyrti-
leiki, utan húss og innan, þroskar
fegurðartilfinninguna og stuðlar að
því, að setja menningarbrag á fólkið.
Jafnframt er þessi umgengni á hina
hliðina augljóst merki, sem sýnir
hvernig ástatt er um þessa kosti og
hæfileika á hverjum stað.
En þá eru mótbárurnar. Það mun
vera sagt sem svo: Ef grinahúsin
mega ekki vera nálægt götu, hvar eiga
þau þá að vera í þrengslum þéttbýlis-
ins? Og einhversstaðar verður að láta
áburðinn. Annars eru mönnum bjarg-
ir banaðar. Því er til að svara, að allt
þetta verður að vera að baki umferð-
inni og svo afsíðis, sem unnt er. Mikið
má ef vel vill. Ef gripahús eru nálægt
umf erð, þá er til dæmis alls ekki sama,
hvernig þau snúa og hvoru megin
haughús og safnfor er við þau. Haug-
ar verða að vera í haughúsum og lög-
ur í steyptum og yfirbyggðum safn-
þróm. Ef þéttbýlið vex svo, að þetta er
heldur ekki kleift, þá verður búskap-
urinn að færast af þeim svæðum og
út fyrir kaupstaðinn.
Hér er vitanlega eitt af örðugum
viðfangsefnum og vandamálum þétt-
býlisins. Breytingar og umbætur sem
þessar, eru líka oft dýrar og erfiðar
fátækum mönnum. Allar almennar
þrifnaðaraðgerðir kosta líka fé úr
hb-epps-   eða   bæjarsjóíi.    Af   öllum
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8