Akranes - 11.05.1942, Blaðsíða 2

Akranes - 11.05.1942, Blaðsíða 2
2 AKRANES RAONAR ÁSOEIRSSON: Frísfundir Lífið er starf. Sá sem ekki lætur liggja eftir sig nytsöm störf, hefír til lítils lifað. Því aðeins njóta menn hvíldarinnar er þeir vita, að þeir hafa leyst störf sín vel af hendi. Þegar vinnutíminn er liðinn hjá , taka frí- stundirnar við, og þá er að reyna að njóta þeirra sem bézt. Þeim má verja á margan hátt svo vel sé, til gleði og skemmtunar með því að temja sér hollar nautnii' eftir þörfum heilbrigðr- ar sálar og líkama. Ástríður mapna eru margvíslegar og misjafnar, og gæfa mannsins veltur oft á hvort þær hníga að réttu eða röngu. Beinist þær að réttu marki, geta þær skapað mikinn maun og farsælan, en bágt er að eiga þær illar í fari sínu, en aumast er þó máski að vera ástríðulaus, því sá maður er venjulega dauðýfli og áhugalaus. Margir menn eru bannig gerðir, að þó þeir vinni aðalstarf sitt — skyldustörfin — af dugnaði og trú- mennsku, þá nægir þeim. það ekki, þeir verða auk þess, að vinna sér til yndis í frístundunum og hafa þau störf oft bjargaö persónuleik n,argra manna og gert þá að nýtustu borgurum þjóð- félagsins. — Þessi aukastörf, unnin í hjávcrkum, hafa gefið þjóðinni mörg verðmæti, sem enginn okkar vildi nú án vera og eru ómetan’eg. Þau hafa verið unnin af körlum og konum, sem enginn veit nú nöfn á því þau voru ekki unnin til frægðar eða í eigin- gjörnum tilgangi, heldur af því að starfið var hugðarefni þess er það vann. Mikið af listaverkum þjóðarinnar í bókmenntum og minjagripum, eru orðin til á þennan hátt gf því að höf- undar þeirra báru þá ástríðu í blóði, að glíma við erfið viðfangsefni og sigrast á þeim. Æfingin gerði menn að meisturum, því enda þótt menn séu vel gefnir, þarf að temja hæfileikana með þrotlausri æfingu. Yndisstörf forfeðra okkar voru svo margþætt, að undrun sætir, og gaman væri að geta skygnst á bak við fortjald liðinna alda, og séð þá við iðju sína í lágum húsakynnum, við daufa skímu þessum ástæðum fær margt sleifarlag að haldast lengur en vera ætti, og svo hefir líka farið hér. En þetta verður að breytast og mun eflaust batna. — Fyrir atbeina heilbrygðisnefndar hefir verið býrjað á sorplireinsun í kaup- staðnum og er veitt til hennar mikil fjárhæð á fjá(rhagsáætlun bæjaJrins. Bæjarstjórn lætur aulca og endurbæta skolpveituna og fleira mun eflaust á eftir koma. Þctta eru nú almennar hugleiðingar um nokkrar af þeim kröfum, sem þétt- býlið gjörir, og þá einlcum til þrifn- aðar og góðrar umgengni. En vítan- lega er hér ekki rúm til þess að taka einstök atriði til athugunar. á kvöldvökunni. — Hverju ættum við, sem nú lifum, ekki að geta afkastað í frístundum okkar, í hinum björtu salarkynnum nútíðarinnar. — tjtsaumur, vefnaður og prjónles ís- lenzku húsmæðranna, ber hannyrðum þeirra fagurt vitni. Útskurður var jafn- vel talinn til kvennlegra hannyrða og að því hafa verið færðar sterkar líkur, að einn merkasti gripur þjcð- minjasafna & Morðurlöndum, Val- þjófsstaðahurðin, s'é skorin út af islenskri konu. Karlmennirnir keppt- ust við á vökunni ög gerðu nytsama búshluti og prýddu þá allskonar skrautí, eftir því hvað hæfileikar hvers og eihs leyfðu, því fegurðin virðist hafa átt sterk og voldug ítök í huga alþýðunnar. Þessir menn og konur byggðu öðrum fremur upp hina þjóð- legu íslenzku menningu, í fullu sam- ráemi við land sitt, en frábrugðna menningu annarra þjóða, þeim eigum við meira að þakka en margan grun- ar, þeir létu ekki stundirnar líða ónot- aðar hjá. Þeir þurftu ekki að finna upp á einhverju til'að „drepa tímann“ — á nútím.a máli sagt. Við erfið skilyrði sköpuðu forfeður okkar sín verðmæti, það er eins og erf- iðleikarnir hafi stælt þrótt þeirra, þeir létu ekki bugast. Þetta gerðist meðan grútarlampaljósin miðluðu baðstofun- um daufri birtu. Fjarri fer því, að eg óski þeirra Ijóstækja í stað hinna hvítu ljósa, sem brenna nú svo víða. En gott væri ef afköst þeirra manna, sem nú sita kvöldvökur í uppljómuðum stof- um, stæðu í réttu hlutfalli við hvað ljósin loga bjartar nú en þá. Kven- þjóðin mun enn stunda margskonar hannyrðir í frístundunum, en almennt munu karlmennirnir sita auðum hönd- um og gætu þeir þó stundað margs- konar handiðn, t. d. meðan útvarpjð skemmtir og fræðir. En nú er það mjög úr tízku og er að því mikil afturför. Því það er mikil eftirsjón að hverjum tíma sem drepinn er. Skáldið á Ferstiklu, Hallgrímur, Vissi hvað hann söng, þegar hann sagði: „Víst ávallt þeim vana halt, vinna, lesa, iðja“; því af öllu er iðju- leysið verst. Það er mikils um vert að geta hvílt sig við sitt starf er maður þreytist á öðru, að eiga yndisstarf að hverfa að þegar skylduverkum er lok- ið. Fyrst og fremst ætti það að vera vndi hvers manns og konu að fegra og prýða eigið heimili, því ekkert er þjóðinni verðmætara en þau. Þá má vænta þaðan góðra einstaklinga, góðra íslendinga og á engu er okkur nú meiri þöif. Að síðustu vil ég spyrja hvern þann er þ.etta les: Hvernig verð þú þínum frístundum ? Þeirri spurningu ætti hver að svara sjálfum sér. R. A. Áheit til Akranesskitfkju: Frá Árna Árnasyni verkstjóra kr. 5.00. — Frá Ellert Ásmundssyni skip- stjóra kr. 10.00. Með þakklöeti meðtekið. Viktor Björnsson. - Skólarnir Barnaskóiinn: Barnaskóla Akraness var- slitið 30. aprí^ að öðru leyti en því, að vorskþli starfar áfram til 31. maí og eru í hon- Um bórn á aldrinum frá 7—10 ára. í vetur voru alls 281 nemandí, og mun aðeins eitt barn af öllum börnum á skólaskyldualdri í bænum ekki hafa mætt að staðaldri í skólanum vegna veikinda. Burtskráð böm voru 41. Skólinn er í 7 bekkjum og 12 deildum. Af þeim er fara í burtu úr skólanum í vor, eru 4 með ágætiseinkunn, hæsta aðaleink- unn hlaut Sigríður Árnadóttir, dóttir Áma heitins Guðmundssonar frá Hól, 9,3. Hæstu ársprófseinkunn hlaut Ein- ar Lövdal 7,9 og Guðrún Jörgens- dóttir. — Undanfarin 10 ár., hef- ir venjuiega einhver kennarinn farið með 12—13 böm til sundnáms í Reyk- holt. 1 vor getur ekki orðið af þessu vegna sumardvalar Reykjavíkurbarna í Reykholti. Enda er gert ráð fyrii að Bjarnalaug verði byggð í sumar og tekin til notkunar á hausti komanda. Heilsufar skólabarna í vetur hefir verið með ágætum, en nú allra síðast var hettusótt nokkuð farin að stingk sér niður. Handavmnusýning skólabama var haldin í barnaskólahúsinu hér á4. apríl s. 1. — Á sýningunni var vinna barnanna frá þessum vetri. — Skrift, teikningar, burstagerð bók- band, fatasaum, prjón og aðrar hann- yrðir. Þetta var mikið aó vöxtum, en sem von er misjafnt' að gæðum, þar sem þetta eru verkefni barna allt frá 7—14 ára. Skriftin er að sjálfsögðu mjög m'isjöfn, eru þarna inrtan um efnilegar rithendur. Það er ein hin allra mesta nauðsyn í barnaskóluir að hafa góða skriftarlcennara og eftir- gangsama um réttritun og fagurt mál. Bókband og burstar voru eftir atvik- um sæmilegt. En það bezta á sýning- unni var vitanlega hannyrðimar. Var hvorttveggja að það var mest að vöxt- um og mest eftir elstu bömin. Það hefir sjálfsagt verið löggð mikil rækt við handavinnukennsluna. Mörg böm- in efnileg og handlagin. Kennarar þurfa að áminna börnin um, að fara vel með fallega muni, sem þau búa til í skólanum. Blaðið Akranes gaf bamaskólanum bókbandsáhöld til verðlauna fyrir góða kunnáttu í bókbandi. Verðlaunin hlaut Einar Jónsson, sonur Jóns Mýr- dal Sigurðssonar. Þá gáfu nokkrar konur fjögur hefti af úrvalsljóðum til þess að verðlauna beztu kunnáttu í handavinnu stúlkna. Hlaut þau Sigríð- ur Árnadóttir, en hún fékk hæstu einkún þeirra barna, sem burtfarar- Drófi luku, sem fyrr greinir. Iðiukólinn. Iðnskólinn var stofnaður hér haustið 1936. — Síðastliðinn vetur stúnduðti þar nám 17 nemendur, allt iðnnemar.

x

Akranes

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Akranes
https://timarit.is/publication/865

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.