Akranes - 10.06.1942, Blaðsíða 1

Akranes - 10.06.1942, Blaðsíða 1
Akcanes --y----- I. árg. Akranesi júní 1942. 4. tbl. Sió d jomannaaagurinn Akranes (Lag: Þú soguríka Svía byggð). Ó,"Akanes, vér unnum þér, í öldur þínar sækjum vér vorn hug og hreystimátt. Hvert harðnað barn þitt hljóðum verst, er hetja prúð á sjónum ferst. Hver drengur fram í dauðann berst, þinn deyr við hjartaslátt. Þú fest ert mitt i fjallahring, er faðminn breiðir allt í kring, með fætur frammi’ í sjá. Ó, Faxadjúpsins fagra mær, sem frjó og djörf mót suðri hlær, þig hárið mikla hulið fær frá höfða’ að flasartá. Geirmundartindi’ og Háahnúk sér hallar upp að brúður mjúk með bak að Berjadal. Og upp að Akrafjallsins brún, er árla morguns gægist hún, í möttli garðar tindra’ og tún með tárhreint blómaval. Um hana keppa’ — og halda vörð — hann Hvalfjörður við Borgarfjörð, þeir lifa að meyjar tám. Á meðan hrönn um hafið brýzt og heit er sól og jörðin snýst, skal henni frjálsri að hjarta þrýst und himni íslands blám. Úr Krókalóni’ að Langasand vér leggjum um þig mittisband og knýtum Krossvík hjá. En fram að Sundi falla hlaut hin fríða svunta um þitt skaut. Við fætur snjóhvítt brimið braut óg bylgjugosin há. Með systrum þín um Island allt í öndvegi þú ríkja skalt um aldir, daga’ og ár. Vér heitum því að hefja þig af heimsku ei að tefja þig. Vér viljum djásnum vefja þig, þér vígja bros og tár. Ó, Akranes, við öll þín kjör / vér unum oss með líf og fjör því hér vort óðal er. Og stormar þínir stæla oss, er steypist aldan líkt og foss og þrýstir fast á kletta koss og kallar: „Vaki þér“! Oddur SveinMon. Sjómannadagur mun fyrst hafa verið haldinn hér á Akranesi. Þor- steinn Briem prófastur mun fyrstur manna hafa stungið upp á því, að sjó- mönnum væri helgaður einn sunnu- dagur á árinu með messugerð og fyr- irbæn. Síðan hefir því fyrsti sunnu- dagur í febrúarmánuði verið þeim helgaður og þann dag messað. Það hefir vart komið fyrir að bátar að heiman hafi róið þennan dag. Nokkru síðar var þessi siður tekinn upp víðar. Fyrir fimm árum tóku sjómenn sig til og helguðu sér fyrsta sunnudaginn í júnímánuði, til almennra hátíðahalda um land allt. Ein ástæðan til þessara hátíðahalda var sú, að sjómenn töldu stétt sína ekki njóta þeirar viðurkenningar sem henni bæri. Það var sí og æ jarmað um bændur og búalið, sem hafði skap- að og viðhaldið allri menningu hér á landi og ætti allan rétt. Bændadýrk- unin getur gengið of langt. Það má sjálfsagt taka tillit til hins fornkveðna „Lofaðu svo einn konung að þú lastir ei annan“. Sjómenn munu ekki fram- vegis, frekar en hingað til, hopa af hólmi í orustu þeirra við Ægi, um að draga björg í bú, þrátt fyrir það, að þeir hafi oft goldið mikið afhroð i þeim fangabrögðum. Sjómenn vorir hafa gert skyldu sína fyrr og síðar. Það þarf ekki að örvænta um þeirra menningu né að þeir úrættist, svo að þeir þori ekki né geti ekki siglt til næstu landa. En það verður ekki nema um takmarkaðan tíma að þeir þoli það að vera settir skör lægra en aðrar stéttir sem að framleiðslunni vinna. — Þeir hafa ekki í neinu lagt minna til þjóðarbúsins. Þeirra vinna hefir ekki gefið minna af sér. Þeir eiga sinn hlut í þeim árangri, sem náðst hefir. Þeir eiga sinn þátt í þeim vonum, sem við framtíðina eru tengdar, og þær. vonir munu rætast, ekki sízt fyrir þá sök, að sjómenn gengdu skyldu sinni á nótt sem degi í blíðu og stríðu, jafnt á frið- ar- sem ófriðartímum. Samtök sjómanna um sjómannadag- inn virðast hafa leyst úr læðing ýtnsa krafta, sem í sjómannastéttinni bjuggu, en lítið hefir borið á. Þeir fóru að gefa út sjerstök sjómannablöð, sem ræddu hagsmunamál sjómanna, og voru skrifuð af þeim að mestu, og á margan annan hátt tóku þeir meiri þátt í opinberu lífi en áður var. Þetta hafa þeir gert á þann hátt, að sýnt er að sjómenn standa ekki að baki öðr- um stéttum á þessum vettvangi. Ef sjómenn geta staðið saman á sjómannadaginn sem einn maður, — án tillits til flokka og isma, —aðeins sem sjómenn og ekkert annað, þá verður þess ekki langt að bíða, að tekið verði álíka mikið tillit til þeirra sem hverra annara stétta í landinu, svo sem vera ber og verðugt er. Akurnesingar munu ekki láta sitt eftir liggja að heimta sjómönnum þennan rétt. Utsvörin 1942 I. í síðasta blaði var birtur útsvars- stigi sá, sem farið var eftir við álagn- ingu útsvara hér í bænum í ár. Það þykir hlýða að gera bæjarbúum nána grein fyrir álagningu útsvara, þar sem þetta snertir hag hvers útsvarsgreið- anda, enda er það einn aðaltilgangur þessa blaðs að fræða lesendur um bæjarmál. Verður reynt að gera máli þessu nokkur skil, þótt ekki sé um tæmandi greinargerð að ræða. Svo sem kunnugt er ákveður bæjar- stjórn ár hvert hve há útsvörin skuli vera. Þetta er gert þeg’ar fjárhags- áætlunin er samþykkt. í fyrsta tölu- blaði gerði ég fjárhagsáætlunina að umtalsefni og þörf bæjarins til þess að koma fjárhag sínum í betra horf með því að greiða skuldir bæjarfélagsins, eignast varasjóð, auk þoss, sem marg- ar f járfrekar framkvæmdir bíða lausn- ar. Um þetta þarf ekki að fjölyrða, það mun engum ágreiningi valda. — Hins vegar héldu sumir menn því fram, að ráðist væri í of margt og að bæjarbúar gætu illa risið undir þeim álögum, sem á þá væru lagðar. Bæjar- fulltrúar bjuggust þó við því, að nokkr- ir hæstu gjaldendurnir gætu borið svo há útsvör, að útsvör almennings yr-ðu bærileg, m. a. með tilliti til þess, hve afkoma almennings var yfirleitt góð. Þegar breyting á lögum um stríðs- gróðaskatt var samþykkt á síðasta Alþingi, breyttist þetta viðhorf. Mögu- leikar bæjarfélaganna til þess að leggja útsvör á háar tekjur voru skert- ir. Bæjarfélögum var, samkvæmt lög-

x

Akranes

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Akranes
https://timarit.is/publication/865

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.