Akranes - 01.08.1942, Blaðsíða 2

Akranes - 01.08.1942, Blaðsíða 2
2 AKRANES mannseí'ni, en hafa ef til vill lítinn áhuga á bóknámi, fá þá steina fyrir brauð. Ef þau fara í gagnfræðaskól- ana, eins og þeir almennt gerast, fá þau ekki að njóta sín og lamast þar oft eða jafnvel deyr út allur hugur þeirra til náms. Niðurstaðan mun vera sú, víðast um landið, að aðeins lítill hluti þeirra barna, sem lokið hafa fullnaðarprófi barnafræðslunn- ar, fá nokkra alm. framhaldsmennt- un. Þetta er vitanlega stór hættulegt fyrir menningu þjóðarinnar og verð- ur hið bráðasta að bæta úr þessu. Á Isafirði var okkur þetta þegar ljóst á árunum 1932—33. Skömmu síðar var stofnuð þar vinnudeildin, sem svo var nefnd. Var hún að vísu fyrst og fremst ætluð unglingum, sem þá gengu þar atvinnulausir. En þessi deild starfar enn og er fyrsti vísir þess, að náminu í hverri ársdeild gagnfræðaskólanna verði skipt í tvennt, þannig að í öðrum bekk árs- deildai’innar séu þau börnin, sem bókhneigðust eru, en í hinum þau, sem mestan áhuga hafa á verklegu námi. í öllum bekkjum ber vitanlega að leggja megináherzluna á kennslu móðurmálsins. Þar næst komi reikn- ingur. Svo koma ýmsar greinar, svo sem náttúrufræði, ásamt eðlis- og efnafræði, saga, landafræði, eitt eða mest tvö erl. tungumál (í bóknáms- bekkjunum), íþróttir o. s. frv. f öll- um bekkjum ætti að kenna teikningu og meðferð lita, og auk þess hand- íðir. — f verknámsbekkjunum verði kenndar aðeins bóklegar höfuð grein- ir; ennfremur náttúru-, eðlis- og efna- fræði (þessar greinir séu kenndar að verlegu leyti með tilraunum og sjálfstæðum athugunum), og svo vit- anlega hinar eiginlegu verklegu námsgreinir, m. a. trésmíði (alm. tré- smíði, tréskurður og rennismíði), málmsmiði (eldsmíði, drifsmíði, pját- urvinna), pappavinna og bókband, handavinna stúlkna. — Á Akranesi kemur einnig sérstaklega til greina, að kenna undirstöðuatriði í vélfræði, þannig að piltarnir geti þar lært að þekkja og skilja meginatriði gang- véla, svo og margt fleira, sem lýtur að starfi sjómannsins. Um þetta at- riði, svo og kennsluna í málm- og tré- smíði og verklega kennslu í efna- fræði, er til verðmæt, jákvæð reynsla frá Gagnfræðaskólanum á ísafirði. Ég er ekki í neinum vafa um það, að piltar, sem hlotið hafa undirbún- ing sinn í slíkri deild, verða betur búnir undir hið virka athafnalíf, sem bíður þeirra, heldur en þótt þeir hefðu setið jafnlangan tíma yfir lexíulestri, sem þeir hefðu lítinn eða engan áhuga á. „Hvað viljið þér annars segja um tilhögun kennslunnar ?“ „Það er of mikið mál að fara langt út í þá sálma hér. En eg vil undir- strika þetta: öll kennslan í skólanum verður að vera lífræn, í sem nán- ustum tengslum við líf fólksins. Hefi eg áður minnst á kennsluna í nátt- úru-, eðlis-, og efnafræði. Þegar skól- inn er reistur þarf því að gera ráð fyrir tilraunakennslu. Það kostar lít- ið að taka tillit til þessa þegar skól- inn er byggður. Það getur orðið dýrt að breyta í þetta horf síðar, ef ekki var séð fyrir því í byrjun. Stúlkurn- ar í öllum deildum skólans þurfa að fá þar fjölbreytta, hagnýta kennslu í handavinnu. Og svo er eitt þýðing- armikið atriði enn ónefnt. Það er kennsla í matreiðslu Mikill hluti af fjármunum þjóðarheildarinnar og hvers einstaks heimilis fer um hend- ur húsmæðranna. Það veltur því ekki á litlu, að þær kunni að „gera sér mikinn mat“ úr þeim, og ekki aðeins mikinn mat, heldur líka heilnæman og góðan. Mataræði þjóðarinnar er þó ekki aðeins fjármál, heldur eitt af þýðing- armestu heilbrigðismálum hennar og menningarmál. Ég veit ekki hvernig Akurnesingar hugsa sér að leysa þetta vandamál. En það krefst lausnar. Skólaeldhús, vandað og gott þarf að koma upp. En hvort það verður byggt í sambandi við gagnfræðaskólann, barnaskólann eða utan þeirra beggja, skiptir ekki mestu máli. En umfram allt: þar ætti fyrst og fremst að kenna hagnýta, heilbrigða matargerð, en eyða minni tíma í tilbúning tilhalds- og veizlurátta“. „Hve stórt þarf hús gagnfræðaskól- ans að vera“? „Ef skólaeldhús yrði ekki byggt strax, telst mér til, að þessar vistar- verur þurfi að vera í húsinu: Á neðri hæð, stór kennslustofa fyr- ir náttúru-, eðlis- og efnafræði, önnur fyrir trésmíði (og bókband), og sú þriðja fyrir málmsmíði, mótorfræði og sjómannanámskeið. Undir hluta af smíðastofunum, í kjallaranum, sé efn- isgeymsla og miðstöðvarherbergi. Á neðri hæð hússins sé líka geymsla fyr- ir fullunna muni nemenda, fatahengi og salerni. Á efri hæðinni gæti verið kennara- herbergi, og þrjár stofur fyrir bóklegt nám. í einni þeirra gæti kennsla í hand íðum stúlkna farið fram. Hinar stof- urnar séu samliggjandi og veggurinn á milli þeirra þannig, að gera megi úr báðum stofunum einn stóran sam- komusal. Á sömu hæð sé einnig fata- hengi og geymsluherbergi fyrir kennslutæki þau, sem ekki eru í skáp- um í kennslustofunum. Ef öllu þessu er haganlega komið fyrir og ekki of miklu rúmi eytt í ganga og stiga, — í frímínútum eiga nemendurnir að fara út undir bert loft og fá sér hreint loft í lungun, en ekki hengilmænast inn á göngunum, — þá má koma öllu þessu fyrir í húsi, sem er tvær hæðir og er að grunnfleti ca: 12 X 16 metrar. „Teljið þér, að rétt sé að ráðast í bygginguna nú þegar“? „Vafalaust. Einn fugl í hendi, er betri en tíu á þaki. Nú eru miklir peningar í handraðanum. Enginn veit hversu miklir þeir verða síðar, né heldur hvers virði. Ef efni er fáanlegt og vinnukraftur, ætti því að hefjast handa nú þegar í haust og steypa hús- ið eða hluta hússins í vetur og byrja kennslu haustið 1943. Gagnfræðaskóli er Akurnesingum knýjandi framfara- og menningar- mál. Hann er þeim vafalaust einnig metnaðarmál. Akranes er bær í örum vexti á öllum sviðum. Framtak og framfarahugur er þar mikill. Hug- fanginn horfði ég á afköst skruðgröf- unnar í Garðalandi, þegar ég um dag- inn skrapp þangað upp eftir. Ég sá í anda víðlend ræktarlönd skapast í bleytuflóanum. Eg sé ný tún, garða, akra og skóg. Á Akranesi fann ég bjartsýni og þor og heilbrigt samstarf um málefni bæjarins og trú á framtíð þess. Bær, sem á allt þetta, er ekki á flæðiskeri staddur. Slíkur bær hvorki vill né getur verið án góðs gagnfræða- skóla. Og íbúum slíks bæjar er það líka leikur einn að koma skólanum upp, koma honum strax upp og gera hann svo úr garði, að hann fullnægi öllum brýnnustu þörfum, bæði á sviði bóklegra mennta og eigi síður á sviði hins hagnýta lífs. Jafnskjótt og bæjarbúar hafa al- mennt gert sér fulla grein fyrir þessu máli, veit ég, að ekki muni standa á þeim. Það sýna már framkvæmdir bæjarbúa. Þeir munu sem einn maður leggja hönd að verki og hrinda mál- inu fram. Sameinaðir munu þeir reisa skólann. Og enda þótt bæjarsjóður og ríkissjóður muni bera meginhluta kostnaðarins, munu bæjarbúar af sönnum þegnskap og ást á æskunni og framtíð bæjarfélagsins, leggja honum markt af mörkum. Nú er mikil vinna alls staðar og efnahagur manna yfirleitt góður. Nú eru flestir aflögufærir. Vill ekki t. d. æska bæjarins hafa forustu um það, að æskumenn grafi fyrir skólanum í þegnskaparvinnu og leggi undirstöður hans? Mundu ekki verkamennirnir og iðnaðarmenn á Akranesi glaðir gefa bæ sínum og börnum nokkur dags- verk? Og mundu ekki sjómennirnir vilja leggjá fram andvirði nokkurra þorska í byggingu smíðastofunnar, þar sem síðar verði kennd vélfræði, sjómannanámskeið haldin og margt kennt, sem sjómannastéttinni má að haldi koma? Og útgerðarmennirnir og kaupmennirnir, munu þeir liggja á liði sínu? Nei, vissulega ekki. Þeir munu leggja drjúgan skerf til þess- arar menntastofnunar bæjarins. Og svo allir hinir? Allir munu verða með. Með þessum hætti er ánægjulegast að koma skólanum upp. Með slíkri almennri þátttöku í starfinu verður skólinn í bókstaflegum skilningi eign fólksins. Þannig eignast hann mest og bezt ítök í hugum bæjarbúa, en það er framtíð hans fyrir mestu“. Aflafréttir. Hinn 13. ágúst var síldarafli Akra- nesskipa sem hér segir: Ólafur Bjarnason 25100 mál Sigurfari 11872 — Hrefna 8925 — 233 tn. Hermóður 8423 — 641 tn. Fylkir 8295 — 463 tn. Haraldur 5950 405 — Sjöfn 5321 — 488 — Valur 2433 — 1745 — Aldan 2702 — 634 —

x

Akranes

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Akranes
https://timarit.is/publication/865

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.