Akranes - 01.09.1942, Blaðsíða 1

Akranes - 01.09.1942, Blaðsíða 1
Almenningsgarðar. — Leikvellir Pingvellir Allt bendir til. að forfeður vorir, þeir er í öndverðu fluttu hingað, hafi verið lífsreyndir, athugulir, hyggnir og vel gefnir menn á marga lund. — Til þess bendir m. a. hvar og hvernig þeir völdu sér bústaði, heiti þeirra og örnefni, að ógleymdri löggjöf þeirra. Þá er ekki síður hentugt og'skyn- samlegt val þeirra á þeim samkomu- stað þjóðarinnar, er gera skyldi út um örlög hennar. Þar sem — lífseldur hennar skyldi loga — um aldir. Um val staðarins fer allt saman, og þarf ekki að lýsa fyrir þeim er séð hafa. Meðan þjóðin var frjáls og lifði auðugu menningarlífi, bar þennan stað hátt í hugum landsmanna. Þegar erlend kúgun, áþján og eymd hafði fjötrað hana um margar aldir, rýrn- aði að sama skapi virðing og vald þingsins, sem helgi staðarins. Hið prúða lið hinna ,,innblásnu“ manna, sem vöktu þjóðina á .18. og 19. öld, fundu að það var ekki hægt nema að tengja slitinn þráð fortíð- arinnar við hið nýja líf, og þá hörðu baráttu er hún átti fyrir höndum. Sumir þessara manna töldu t. d. endurreisn Alþingis óhugsandi nema á þeim fornhelgastað, þar sem ,,nú er hún Snorrabúð stekkur“. Jón Sig- urðsson var aftur á móti, sem oftar hinn raunsæi maður. Hann sá að það henntaði ekki lengur, og þurfti held- ur ekki að fylgjast að. Þó hafði Jón allra manna gleggstan skilning á þjóð leguin verðmætum, og gerði allra manna mest til þess að gera þau að arðgæfri auðlegð, til nytja við ný- sköpun þjóðarinnar. Líf og saga þjóðar vorrar er því mikið bundin við þennan stað. Hann er hjarta hennar, griðastaður og ,,eiðsvöllur“ um margar1 aldir. Á þess- um sögufræga stað var stundum „ein- um manni selt sjálfdæmi um örlög þjóðarinnar. Hvílíkt traust, hvílíkt vald, hvílík gifta. Ég vildi óska að þjóð mín væri fær um að lifa slíka örlagastund í dag. Það er því ekki að furða þó þessi staður sé helgari í hugum vorum en einhver annar — réttur og sléttur —. Þar sem sagan öll hefir runnið um sinn farveg. Og þess þá heldur, sem hann er frá náttúrunnar hendi ein- hver sá stórfenglegasti og yndisleg- asti í senn. — Þar sem allt talar —. Þjóðin — hver einasta kynslóð —, barf að halda minningunum við, — lifa söguna alla — einhvern tíman. Þeir eru orðnir æði margir, sem kjósa heldur að eiga heima í borgum og bæjum, en úti á landsbyggðinni, af því að bæirnir hafa, í þeirra aug- um, ýmsa kosti fram yfir strjálbýlið og veran þar þykir skemmtilegri. — En þeir, sem reynt hafa hvorttveggja, munu þó viðurkenna, að margs er að sakna úr sveitunum. Hér verður ekki farið út í þann samanburð, en aðeins vikið að einu slíku atriði. Þeir, sem hafa alizt upp í sveit. eða hafa haft náin kynni af landsbvggð- inni, finna einkum til þess, að í bæj- unum vantar jarðargróðurinn að miklu leyti og sumstaðar nærri alveg, þótt frá þessu séu undantekningar. — Þar eru ekki fagrir og friðsælir blett- ir, þar geta menn ekki eða nálega hvergi, verið á ,,guðsgrænni jörðinni“. Þegar komið er út fyrir hússins dyr, er annarsvegar, að húsabaki. húsa- garðurinn, eða ,,portið“, þröngt og óvistlegt, enda þótt það sé ekki hálf- fullt af skrani og óhreinindum, en á hina hliðina, fyrir framan húsið, er gatan, oftast full af í’yki, því að óvíða er um malbikun að ræða, þar er meir og minna stöðug umferð, og farartæk- in sletta frá sér aurbleytu í votviðrum, en þyrla upp rykinu í þurrviðrum. — Allt er þetta kuldalegt og ekki fýsi- legt að dvelja þar langdvölum og sitja þar í næði. En er þá nokkur þörf á slíku? — Svo er víst. Ef telja má þörf á nokk- urri gleði og ánægju, þá er þörf á því að geta dvalið úti undir beru lofti og notið þar sólar, fegurðar gróðurs- ins og annarar náttúrufegurðar, ef um hana er að ræða. Unga fólkið fer líka út úr bæja- rykinu í frístundum sínum og leitar upp í sveit og enda upp um fjöll og óbyggðir.. En þeir eru margir aðrir, sem hafa beinlínis sérstaka þörf á því að njóta útiveru, en geta ekki farið langar leiðir, sízt daglega,.. til þes að njóta hennar. — Það eru börn gamal- menni og lasburða fólk. Þeir sem eru Það getur hún á engan hátt betur en með því að seta á Þingvöllum fimm- tugasta hvert Alþingi. Þ. e. a. s. 1980 o. s. frv., og halda þar þá í hvert sinn nokkurra daga stórfelda þjóðarsam- komu, sem hver einasti íslendingur minnist meðan hann lifir, í líkingu við það, sem Alþingishátíðin var 1980 þeim er hana sóttu. Ó. B. B. veiklaðir og eru t. d. að ná sér eftir sjúkdóma, þurfa að eiga þess kost, að vera úti í góðu lofti og njóta þar sól- skins og sólarhita. Or þessum ókostum borga og bæja hefir verið reynt að bæta með ýmsu móti. Það er þá fyrst, að þeir, sem það geta, hafa garða og gróðrarreiti kring um hús sín, svo sem lóðarstærð leyfir. Slíkir forgarðar hafa góða kosti. Þeir verja ryki og fjarlægja sjálft húsið frá umferðinni, þei r eru þægilegir dvalarstaðir handa börnum og full- orðnum, þeir auka á fegurð kring um húsið, og margir saman auka þeir á fegurð heilla gatna. — En þeir mega ekki vera of mjóir, fimm metra breið- ir í það allra minnsta og helzt all- miklu breiðari. En sá er galli á, að ekki eru öll hús þannig sett, að þau hafi þeirra jöfn og full not. því að garðar þessir eru illa settir norðan í móti, og víða er húsum skipað svo þétt saman, að þess er enginn kostur, að hafa þá. Ennfremur eiga margir þess ekki kost, að eignast nægilega stórar lóðir í þessu -skyni; veldur þar ýmist þröngur efnahagur ofurverð á lóðum og mikil þrengsli í þéttbýlu aðalhverfunum. Til þess að bæta úr þessu. hafa í borgum og bæjum verið gjörð opin svæði eða almenningsgarðar, þar sem allir geta gengið um og dvalið, svo sem þá lystir, og notið útiverunnar. Þessir almenningsgarðar eða gróð- ursvæði, eru til prýði, þæginda og ekki sízt til heilsubótar öllum almenn- ingi, sem ekki á þess kost, að hata garða og gróðurbletti hjá húsum sín- um. Þar sein þess er kostur, er það vitanlega til þæginda og prýði, að þar séu gróður sett tré, runnar og blóm, en aðallega verða þetta þó gras- blettir. — Þessir garðar eiga að vera á nokkrum stöðum, hæfilega margir, til þess að þeir, sem helzt þurfa að nota þá, þurfi ekki að ganga of langt til þeirra. Nokkur hluti þessara svæða t. d. eitt horn þeirra, getur þá verið athvarf og leikvöllur handa börnum. Þa3 má, í þessu sambandi, ekki gleýma börnunum. Þau þurfa að hafa hreyfingu og áre.vnzlu. Börnunum er það nauðsyn að þau geti starfað á þann hátt, sem þeim er eðlilegastur, en það er í leikjum. Yngri börnin, inn- an skólaaldurs, þurfa þess ekki síður en þau eldri.Og þau þurfa að leika sér úti, í sólskini og góðu lofti, þegar veðrið leyfir í voru loftslagi. Þar sem ckki eru leikvellir, verða þau að vera

x

Akranes

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Akranes
https://timarit.is/publication/865

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.