Akranes - 01.10.1942, Blaðsíða 2

Akranes - 01.10.1942, Blaðsíða 2
2 AKRANES Skjólgarðaræktun Útdráttur úr áliti Gísla Þorkelssonar efnaíræáings Erlendis hefir skógur verið ræktað- ur í tvennskonar tilgangi: Til efni- og eldiviðar og til þess að skýla görðum og ökrum. Skógræktin hérlendis hefir hingað til beinst að fyrra takmarkinu. Á síðasta bæjarstjórnarfundi var samþ. tillaga bæjarstjóra þess efnis, að Akra- neskaupstaður léti rækta skjólgarða í Garðalandi eftir tillögum Gísla Þor- kelssonar verkfræðings. Hákon Bjarna- son skógræktarstjóri hefir athugað til- lögur Gísla nákvæmlega og mælti ein- dregið með þeim. Hér á eftir fara kafl- ar úr tillögum og áliti Gísla. ÞÝÐING SKJÓLSINS. Það er almennt viðurkennt, að skjól er mjög þýðingarmikið fyrir allan gróður. Ekki á þetta sízt við hér á landi, þar sem stormar eru mjög tíð- ir og einkum er vindhraði oft mikill. Þrátt fyrir þetta er ræktun skjólgarða ennþá óþekkt hér á landi, en í ná- grannalöndum vorum er ræktun skjól- garða svo þýðingarmikill liður í allri ræktun, að yfirleitt er ekki lagt út í akuryrkju né ávaxtarækt á bersvæði, án þess að planta fyrst einni eða fleiri röðum af trjám til skjóls fyrir verstu vindáttunum. Hér á landi hafa eigi verið gerðar at- huganir á uppskeruaukningu, er skjól- liggja um landið eins og reitir á tafl- borði. Árið 1866 var óræktað land á Jótlandi 635.000 ha., en nú aðeins 268.000 ha. Hér á landi hefir skógur mestmegnis verið ræktaður til prýðis, þótt menn beri þá -von í brjósti, að skógurinn geti náð þeim vexti, að hann verði síðar meir notaður til eldiviðar og efniviðar í stórum stíl. Með ræktun skjólgarð- anna hér við bæinn er stigið stórt spor í ræktunarmálum landsins. Ef unnt er að koma upp skjólgörðunum og veita á þann hátt nytjájurtum skjól gegn hin- um sífellda stormi og næðingi er vafa- laust hægt að gera garðræktina árviss- ari en hingað til hefir verið. Jafnframt fegrar og hlýjar slík skjólgirðing hið kalda land okkar. Reynslan, sem feng- ist hefir með skógræktinni sannar, að þetta er hœgt að dómi hinna fróðustu manna. Reynslan frá Jótlandsheiðum sýnir til hvers er að vinna. Fróðustu menn í skógræktarmálum fullyrða, að skjól- garðarækt þrífist hérlendis. íslendingar hafa ekki efni á öðru en að gera til- raunina og fá úr því skorið, hvort þessi staðhæfing sé rétt eða röng. A. G. ið veldur, en öllum er þó kunnugt, að uppskera í skjólgóðum görðum heima við hús, er bæði meiri og árvissarí, en í görðum á bersvæði. Einkum er upp- skeruaukningin augljós á skjólgóðum túnblettum, þá má venjulega slá með síbreiðu einu sinni oftar á sumri en tún, sem eru á bersvæði. Enda þótt þessar iauslegu athuganir bendi eindregið í þá átt, að skjólið verði til þess að auka uppskeru yfirleitt, gefa þær þó litlar upplýsingar um, hve mikils ábata megi vænta. í Danmörku hafa verið gerðar margar tilraunir, til þess að mæla í töl- um gagnsemi skjólsins. Ýmsar tilraun- ir írá Jótlandi hafa leitt f ljós, að uppskeran er frá 20 til 30% meiri í skjóli en á bersvæði, og er það breytilegt eltir því hvað ræxtað er, en fer einnig mikið eftir árferði. Mestur er mismunurinn, þegar illa árar, og sýn- ir það, að ræktun í skjóli er árvissari. Á árunum 1913—1915 gerði tilrauna- stöð danska ríkisins í félagi við dönsku búnaðarfélögin, allvíðtækar tilraunir með skjólgarða. í skýrslum um tilraun- irnar segir: „Árangur þeirra athugana, sem gerðar voru er, að skjólbeltin (relativt) rakastig og hitastig loftsins, stuðla að því að auka hlutfallslegt og eins og uppskeruákvarðanir, (sem um getur í skýrslunni) sýna, valda þess- ar breytingar á veðurfarinu því, að upp- skeran verður meiri“. Hliðstæðar at- huganir hafa verið gerðar í öðrum lönd- um, og allstaðar benda þær í sömu átt. Það er að vísu ekki hægt að nota nið- urstöður erlendra tilrauna, til þess að meta fyrirfram gildi skjólsins hér á landi, en almennar ályktanir, eins og gerðar eru í dönsku -skýrslunum, sem áður er getið, munu þó hvarvetna eiga við. Við getum þvi gengið út frá, að sömu veðurfarsbreytingar, sem annars- staðar fylgja skjólinu, muni einnig fylgja því hér á landi. Það verður ljóst af því, sem hér að framan er sagt, að verðmæti lands, sem ætlað er til ræktunar, verður miklu meira, ef því er séð fyrir skjóli. Enn hefir þó ekki verið minnst á, að vegna skjólsins hafa ræktunarmöguleikar á landinu aukizt þannig, að í skjóli má rækta ýmsar þær tegundir nytjajurta, sem eigi þrífast á bersvæði. Tilraunir hafa verið gerðar á ræktun káls, sem sáð er beint út, þ. e. án græðireita, gefa þær ótvíætt vonir u.n, að kálrækt megi lánast á þann hátt, ef skjól er fyrir hendi. Eins er enginn vafi á, að jarð- arber má rækta í stórum stíl og og með engu minni árangri, en í Danmörku, ef plöntunum er séð fyrir góðu skjóli, sbr. grein Simsons ljósmyndara á ísafirði, í Ársriti Garðyrkjufélags íslands 1941. Sama máli gegnir um kornrækt og þannig mætti lengi telja. Það er því augljóst mál, að með ræktun skjólgirð- inga opnast hér á landi nýjir ræktun- armöguleikar, sem áður voru ei fyrir hendi. Land vort verður þannig frjó- samara en áður, verðmæti þess eykst. Hér á undan hefur aðeins verið rætt um hina auknu uppskeru og fjölþætt- ara notagildi moldarinnar, sem af skjól- gerðum leiðir. Önnur hlið málsins, sem ekki verður metin til fjár, er sú prýði, sem er að vel hirtum skjólgerðum úr trjám. Á meðan land vort er bert og skógasnautt, yrði trjágerði, slíkt sem um er rætt hér, til ómetanlegrar prýði, og þó einkum, ef innan hins umgirta svæðis, væri gerður skrúðgarður. VEGNA HVERS HAFA SKJÓLGARÐ- AR EKKl VERIÐ RÆKTAÐIR HÉR Á LANDI'! Nú, er ræddir hafa verið kostir þeir og hagnaður, er leiða má af trjágerð- um, er vert að athuga, hvers vegna ekki er löngu búið að koma þeim á fót um land allt, eða hvort breyttar aðstæður hafi gert kleift, það sem áður var ó- mögulegt. Það er óhætt að fullyrða, að ekki var eingöngu skammsýni um að kenna, og margt ber til þess, að fyrst nú á síðustu árum var hægt að búast við að ræktun trjágerða mætti heppn- ast hér á landi. Fyrsta og aðalástæðan er, að til skamms tíma vorum við stutt á veg komnir í trjárækt. Það var almennt trú manna og er raunar til ennþá, að þýð- ingarlaust væri, að planta hér trjám, nema í skjólgóðum görðum, og þá helzt undir húsvegg. Tilraunir manna í rækt- un trjáa, síðustu 35—40 árin, hafa leitt í ljós, að hægt er að rækta hér skóg, svo að segja hvar sem er á landinu, ef vald- ar eru réttartegundir trjáa, og séð er íyrir, að trén verði ekki fyrir beit eða ágangi fólks. Það hefir meira að segja komið í ljós, að hægt er að rækta hér tré, sem erlendis mynda stóra skóga til efniviðar og hafa þessi tréð náð líkum þroska og í heimkynnum sínum, t. d. skógarfuran og blágrenið á Hallorms- stað, sem vaxið hafa upp í skjóli bjark- arinnar. Önnur þýðingarmikil ástæða hefir einnig hamlað því, að hægt væri að rækta hér trjágerði, og það er vöntun á heppilegum trjáplöntum, til að planta út. Allt fram á síðustu ár hafa trjá- plöntur á markaði hér, verið að mestu innflutt tré, sem oft voru óhæf til rækt- unar hér á landi, og reynsla manna því einatt sú, að trjánum fór lítið fram, jafn vel þótt í skjóli væru, og á bersvæði drápust þau oftast. Nú hefir rætzt mik- ið úr þessari vöntun. Er núverandi skógræktarstjóri tók við stöðu sinni, setti hann uppeldi heppilegra trjá- plantna efst á starfsskrá sína, og hefir framleiðsla þeirra margfaldast á ári hverju, síðan hann tók við, og tegund- irnar eru þannig valdar að byggja megi

x

Akranes

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Akranes
https://timarit.is/publication/865

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.