Akranes - 01.12.1942, Blaðsíða 13

Akranes - 01.12.1942, Blaðsíða 13
AKRANES 13 ÓL. B. BJÖRNSSON: Þættir úr sögu Akraness: Verkafólk og vinnugleöi Á öllum öldum, í öllum stéttum, eru lífsviðhorf mannanna mörg og hugðar- efni þeirra margvísleg. Sumir menn viiðast alltaf óánægðir og hafa allt á nOinum sér, jafnvel þó öðrum finnist það ninn mesti óþaríi. Aðrir virðast haia orðið „samflota“ við hamingiuna, þeir hafa þannig fundið og skilið sjálfa sig, hvar í stétt og stöðu sem þeir voru. Þeir una glaðir við sitt hlutskipti og iækja það sem helgiþjónustu allt sitt líf. Þetta er vafalaust að höndla lífið sjálft. Lengst ai haía ekki verið til í þessu iandi daglauna- eða eyrarvinnumenn í líkingu við það, sem verið hefur yfir 'hundrað ár með öðrum þjóðum. Fram yfir síðustu aldamót var hér á Akranesi í raun og veru ekki til vísir að þessari stétt. Hér voru menn útvegs- menn, bændur, hlutarmenn og þá blátt áfram hjú, sem þó var orðið lítið um, miðað við það, sem áður var. Það verk- aði hver sinn fisk sjálfur með sínu heimilisfólki, hver hirti sitt tún og sinn kálgarð. Hvert heimili eða tvö færðu upp sinn mó. Þá var enn ekki um kola- uppskipun að ræða, kol sáust vart. Einu sinni eða tvisvar á ári komu vöruskip til verzlana, það var eina eyrarvinnan, og þá hlupu allir undir bagga, sjómenn, bændur og búalið. Til sama tíma var hér á allmörgum heimilum fleiri heimilismenn en aðeins' foreldrar og börn þeirra; því á mörg- um heimilum var annað tveggja vinnu- menn eða vinnukonur eða hvorttveggja. Það mátti segja, að þetta væri síðasta kynslóð þeirrar „stéttar“, sem nú er horfin, eða alveg að telja út. Mín vanræksla væri mikil, ef ég ekki minntist þessa óvenjulega heilsteypta, viljuga, trúverðuga, oft göfuga og gáf- aða fólks. Það er oft talað um góða borg- ara, en það má fullyrða, að vart getur betri þjóðfélagsborgara en þetta fólk var flest. Af eigin reynd var mér kunn samvizkusemi, hollusta og fórnarlund gamallar konu, sem var á heimili for- eldra minna. Hún hét Jóhanna Jónsdótt- ir, ættuð úr Arnarfirði. Allir eldri Akur- nesingar kannast við þessa konu undir nafninu „Jóka á Litlateig“ Hún andað- ist þar veturinn 1916, 91 árs að aldri, og hafði þá átt eina húsmóður, auk mömmu minnar og ömmu alla þessa löngu ævi, írá 12 ára aldri. Tryggð hennar og.holl- usta í öllum hlutum var alveg dæma- laus. í hennar augum var ekkert til nema heill og hagur þessa hedmilis, börnin og húsbændurnir. Umhyggja hennar fyrir okkur börnunum gat ekki verið meiri, þó við værum runnin und- an hennar eigin rifjum. Hún hugsaði ekki aðeins um okkar ljkamlegu, heldur engu síður andlegu velferð. Pað mátti ef til vill segja, að Oddgeir væri hennar mesta uppáhald, gerði það fyrripartur nafnsins, því bróðir okkar, Oddur, sem druknaði ungur, var henn- ar augasteinn. Þegar Oddgeir trúlofað- ist, var því kærasta hans komin undir Jóku „verndarvæng“, og svo börn þeirra jafnóðum og þau fæddust. Gddgeir giftist ungur, og voru sumir nákomnir ef til vill með ugg um að „blessuð börnin1* færu fljótt á hreppinn, en Jóka kveið engu um það, og fortók slíkt, og sem betur fer hefur enginn þurft að hafa þeirra vegna hugarangur út af því. Þessi kona var fremur lítil vexti, en ákaflega fjörug og tápmikil, hún var skapmikil, en þó stillt, ákaflega vinnu- söm, og vildi láta „ganga undan sér“, og gerði þær kröfur í ríkum mæli til annarra. Henni vannst líka vel, því að hún var mjög laghent, og hefði getað orðið ágætis smiður. Hún gætti þess að hafa alltaf tii taks beittan sjálfskeiðing og ýms smá verkfæri fyrir sig, svo hún þyrfti ekki að sækja til annarra smá- lagfæringar á ýmsum hlutum. Jóka kunni til allra verka, innan húss og utan. Hún gekk í fjöruna og gerði að fiski, hún var enginn viðvan- ingur í þeim efnum, enda hafði hún ró- ið til fiskjar á Arnarfirði; sagði hún það ekki hafa verið óalgengt þar um slóðir. Jóka1 tók mikið í nefið alla tíð og þótti gott að bragða brennivín, en henni myndi hafa þótt skömm til koma, að vera jafnlangt leidd í þeim efnum sem sumar kynsystur hennar eru nú. Jóka var minnug og kunni mikið af sálmum og kvæðum. Sr. Sigurður, faðir Jóns Sigurðssonar, fermdi Jóku í Rafns- eyrarkirkju. Hún hlaut heiðursverðlaun úr sjóði Sigurðar sýslumanns Þórðar- sonar fyrir langa og dygga þjónustu. Svipaða sögu þessari, mætti segja um aðra konu hér í bæ, sem enn er á lífi, Sigurbjörgu Jónsdóttur í Georgshúsíi, hún er búin að vera hjá tveim húsbænd- um í Georgshúsi frá 1905. Svona var tryggð og trúmennska þess- ara gömlu njúa yfirleitt, hafa þau í kyr- þey og hávaðalaust átt mikilsverðan þátt í því veglega starfi, að rækta og rótfesta með þjóð vorri hinar mikils- verðustu dyggðir, sem ef til vill eru meira en nokkurn grunar kjölfesta hvers þjóðfélags, ekki sízt á örlaga- þrungnum upplausnartímum. Þessi húsbóndahollusta og velvirkni í öllum vinnubrögðum átti mikil ítök í hugum margs vinnandi fólks; varð þess víða vart þar sem það vann fyrir aðra, í skiprúmi, á opnum skipum, á skútum og á hiótorbátum og hverri vinnu sem. var. í seinni tíð verður þessa margvís- lega minna vart, þó enn í dag séu und- antekningar þar frá. Get ég þar um dæmt af eigin reynd, þar sem er Friðjón Runólfsson. Hann er vakinn og sofinn í að vinna húsbænd- um sínum gagn, þar er ekkert hálfkák eða látalæti. Hann telur það eins og hin beztu hjú í gamla daga helga skyldu sína. Honum er það svo eiginlegt, að hann getur ekki annað. Hans eigin hags- munir og hans heimilis hverfa í skugg- ann fyrir því að húsbændur hans og það verk, sem hann hefur tekið að sér að rækja, eigi alla starfskrafta hans. Þessir eiginleikar, sem hér hefur verið lýst, er trygging fyrir alhliða dugnaði og dánumennsku, svo sem dæmi Frið- jóns sannar fagurlega. Hann er alinn upp hjá fósturföður frá eins árs aldri, og vann honum allt til fullorðins ald- urs. En þegar gamli maðurinn átti ekk- ert athvarf og gat enga björg sér veitt, tók Friðjón og kona hans hann til sín í þröng húsakynni og annaðist hann elli- hruman í kör og hjúkraði honum af hinni mestu nákvæmni og umönnun í 16 ár, blindan og rúmfastan. (Var hann þó Friðjóni og fólki hans alóskyldur). Þetta eru góðir þjóðfélagsborgarar og eru traustir hornsteinar til að byggja á, hvar í fylking sem þeir standa, og hinir mikilsverðu meðan búið er við það þjóð- skipulag, sem metur nokkurs eitthvað annað en tíma og tölur. Yfirleitt hefur verið hér vinnusamt fólk, er það lofsvert, því án vinnunnar og gleðinni yfir unnu dagsverki er lífið næsta lítils virði. Það er óhugsandi, að ræða um vinnusamt fólk og vinnugleði, án þess í því sambandi að minnast á Ara á Höfðanum. Ari er í einu orði sagt, dæmalaus maður. Hann er lítill maður vexti, en kappið og fjörið er fram úr öllu hófi; og langt fram yfir það, sem ég þekki til. Ari getur bókstaflega aldrei iðjulaus verið. Ég skil ekki, að nokkur maður hafi nokkurntíma séð Ará labba í hægðum sínum. Þegar hann var við sjó, var eins og hann þyrfti helöur aldr- ei að sofa. Hann gat ef til vill sofnað þar sem hann sat, ef honum fannst á annað borð hann mega vera að því. Og ef hann gat þannig tekið sér svo sem fuglsblund og gleymt sér auignablik, var það honum nægilegt á móts við margra tíma svefn ýmsra annarra. Ari á heima 2,5 km. leið frá aðal- vinnustað kaupstaðarins. Þrátt fyrir þetta sótti hann til skamms tíma dag- launavinnu hingað, og það mun enginn hafa orðið þess var, að Ari væri ekki kominn til vinnunnar á undan þeim, sem bjuggu á staðnum, eða a. m .k. jafnsnemma. Ari er óvenjulega góður vinnumaður, iðinn og kappsfullur, og

x

Akranes

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Akranes
https://timarit.is/publication/865

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.