Akranes - 01.01.1943, Blaðsíða 2

Akranes - 01.01.1943, Blaðsíða 2
2 AKRANES Alvarlegt atbngalejsi Þegar stórslys hafa bori'ð að höndum, hefur útvarpið ekki látið sitt eftir liggja um að sýna viðeigandi samúðarvott. M. a. með jpví að útvarpa minningarguðsþjón- ustum. Slíkri guðsþjónustu um skipverj- ana á bv. Jóni Ólafssyni var útvarpað, og he'fur sennilega fiðlusóló lagsins „Friður á jörðu“ ekki sízt snert fólk við þetta tæki- færi. Fiðlan er yndisleg, og magnar tón- anna miklu töfra. Nokkrum sekúnd’^m eftir að guðsþjón- ustunni er lokið, kemur svo óstöðvandi flóðalda af jassmúsik, sem eyðileggur alla stemningu; um leið og útvarpinu er vorkennt að hafa tekist þetta á hendur með svo litlum skilningi á taugum og til- finningum, a. m. k. nánustu aðstandenda. Undir slíkum kringumstæðum sem þessum er þetta ekki mögulegt. Ef það er nauð- synlegt að halda áfram útvarpi að slíkri guðsþjónustu lokinni, verður það að vera með allt öðrum hætti en þarna, og verið hefur. x. við fornar venjur, mátti segja að væri maður hins nýja tíma, með því að viður- kenna, að bókvitið mætti í mörgum til- fellum bókstaflega talað láta í askana. Hann hefur séð, að á þeim tímum var ekki á annan hátt mögulegra fyrir almenn- ing að menntast eða mannast en þann, að koma upp bókasafni, sem allir ættu að- gang að. Þá voru veturnir hér ekki „anna- tímar“ á sama hátt sem nú. Hefur Hall- grímur því séð, að mcð góðu bókasafni mátti nokkuð bæta úr skólaleysinu. 5 ár- um fyrr en safnið var stofnsett, hafði Hall- grímur nefnilega gert sína fyrstu tilraun til að koma af stað barnaskóla hér, en það fékk ekki hljómgrunn. Þá var Hall- grímur 33 ára gamall og nýlega kominn hingað. Bæði þá og ekki síður seinna, sýndi hann margvíslega hug sinn og skilning á menntun og menningu almenn- ings. Ekki er það efamál, að margt fólk hafi á þessum fyrstu tímum hlotið þó nokkra menntun fyrir kynni sín af safninu. Má í því sambandi minnast margra þeirra, sem ekki var komið að tómum kofunum hjá; og mátti meira að segja sjá það^ í fram- göngu þessara manna. I safni þessu eru nú yfir 2000 bindi. En því hefur ávallt verið of lítill sómi sýnd- ur. Þegar litið er á allar aðstæður; erum vér vafalaust í þeim efnum miklir eftir- bátar Hallgríms Jónssonar. A seinustu ár- um hefur safninu þó verið sýnd vaxandi rækt, sem mest er að þakka, fyrst U. M. F. Akraness og síðar stúkunni Akurblóm. Nú hefur komið til orða, að bæta hér verulega um með betri húsakynnum, lestr- arsal og yfirleitt betri aðbúð. Verður þess vonandi ekki langt að bíða, að þar á verði verulegar breytingar til bóta, því „blind- ur er bóklaus maður“, og bókvitið má ekki síður en hvað annað láta í askana. Ö. B. B. Fatnaður Nú er vetur genginn f garð og það á þá ekki illa við, að áthuga klæðnaðinn. Pað þarf að vísu ekki veturinn til að minna oss á, að vér þurfum að skýla oss með fatnaði, en vetrarkuldinn hvetur til þess að hugsa um hann sérstaklega og mér virðist það ekki úr vegi, að koma hér með nokkrar athuganir og bendingar í því efni. Það, sem vér gjörum oss fyrst ljóst og raunar allir vita, er, að fötin eru ekki hitagjafi. Það er líkaminn, sem framleiðir hita sinn, en fatnaðurinn á að hindra, að sá hiti fari út í veður og vind. Fötin eiga að halda' á oss hitanum. Jafnframt eiga þau áð verja líkamann gegn óbiíðum ytn áhrifum og ýmsu hnjaski. Líkaminn missir hita sinn með þrennu móti, þ. e. við útgeislun, við leiðslu og við útgufun. Utgeislunin er ekki veiga- mikið atriði í þessu sambandi, því að lík- aminn er ekki svo miklu heitari en um- hverfið, að hennar gæti verulega, og í annan stað verja öll föt sæmilega gegn henni. Til skýringar og fróðleiks skal nefnt dæmi um karlmenn í venjulegum fötum og inni í 15° hita. Hitinn á yíirborði lík- amans er þá um 32°, hitinn á yfirborði ullarnærskyrtu 2ÖJ/2 , á yfirborði milli- skyrtu úr lérefti um 25°, og á yfirborði vestisins 19J/2°, eða einungis 4J/2 stigi hærri en lofthitinn. Hitaleiðslan er aftur á móti mikilvægt atriði. Hlutir leiða mis- jafnlega vel hita. Járnprjónninn hitnar fljótt, ef öðrum enda hans er stungið í loga, en eldspýtan hitnar ekki fyrr en um leið og hún brennur. Járn leiðir vel hita, en tré illa. Ef heitur hlutur er í sambandi við efni, sem leiðir vel hita, t. d. niðri S köldu vatni, þá missir hann frá sér hitann út í vatnið, við leiðslu, hann kólnar, en vatnið hitnar. Vatn leiðir vel hita, en loft illa. Oss verður t. d. miklu fyrr kalt í 12° heitu vatni en í jafnköldu kyrru lofti (í Iogni), sé það þurrt. En svo að vikið sé aftur að fatnaðin- um, þá er það augljóst, að mikið er und- ir því komið, að hann leiði illa hita. Hann þarf að vera úr efnum, sem leiða illa hita. En áður en lengra er farið, verður að athuga annað mikilvægt atriði. Það eru ekki fötin siálf, efnið í þeim, sem hlýjar oss mest, heldur er það loft, sem er orðið hlýtt af líkamshitanum. Þetta hlýja loft er á milli líkamans og nærfatanna og á milli Iaga í fötunum. í fötunum sjálfum er Iíka loft, milli þráðanna og milli háranna í þráðunum. Vér erum þá einnig klædd í loft, sem Iíkaminn hitar, en loft er mjög slæmur hitaleiðari, ef það er þurrt. En hlýja loftið má ekki berast burt jafnóð- um, þ. e. a. s. oss má ekki næða, sem kallað er. Þá verður að víkja að þriðja atriðinu, útgufuninni. Venjulega er svitinn svo lítill, að hann gufar út jafnóðum, og vér verð- um hans ekki varir. En það er nauðsyn- legt, að þessi útgufun geti gengið fyrir sig jatnt og þétt, því annars þéttist gufan óg vér förum í svitabað, þótt ekki sé mikl- um hita eða erfiði um að kenna. Það er þess vegna áríðandi, að fötin séu hæfi- leg að þessu leyti. Þau mega ekki vera svo þétt, aö þau hindri útgufunina, því að þá blotna þau at svita. hn pað er hvort- tveggja, aó blaut föt leiða hitann miklu betur en þurr, og eru því mikiu kaidari, og að líkammn kómar oi nukiö og ot íijuU, pegar sviunn gurar ort upp. Paó eru pau aimennu aoalatriói, sem vér veróurn jafnan aó hara í nnnm. Þá skal viitio ao hinum aígengustu etn- um, sem noiuo eru ui taia, en pau eru uii, baomuii, nor eöa lerert, sinu, SKiun og gummí. Unarhárin eru ekki slétt á yfirborðinu, heiuur hrurott. uuaraukar eru pví ekKi vel slettir viókomu, auk pess sem enaar háranna eru nokkuð stinnir. Það klæjar því margan undan uilmm og hún getur ert húðina, pvi tremur sem hún er grótgerð- ari.. Ull slitnar hka tiltölulega fljótt og hún þolir illa hita við þvott. Attur eru kostir ullarfata miklir. Ullardúkar hafa í sér mik- ið af raka og vatni, án þess að blotna eða rennvökna. Ullarföt eru af þessari ástæðu mjög heppileg til innst fata, þau verða hlýjust. En ullin er einnig hlýjust v^gna þess, að hún er lítill hitaleiðari. Ef miðað er við loftið, sem er mjög lítill hitaleiðari, þá leiðir ull 6 sinnum betur, silki 19 sinn- um og hör og baðmull 23 sinnum betur en loftið. Ullin leiðir því þrisvar smnum verr en silki. Léreft er búið til úr hörþráðum. Þeir eru sléttir og mjúkir og því er léreft þægilegt viðkomu. En léreft er mjög þétt- ur vefnaður með litlum loftholum. Þegar útgufunin vex og einkum ef menn svitna, þá verður léreftið fljótt gegnvott. Það verður þá bæði kalt og hindrar útgufun. Léreft er því óhæfilegt í föt, sem eiga að vera næst kroppnum. Baðmullin fæst úr baðmullarjurtinni. þræðirnir (hárin) eru fímr, en ekki eins sléttir og hörþræðirnir. Um baðmullar- dúka er svipað að segja og léreft, þeir eru þéttir og fyllast fljótt af vatni, en þó ekki eins og léreft. Silki er slétt og þægi- legt viðkomu, en hefur lítið loft í sér og fyllist því fljótt af raka (vatni) eins og léreft. Svo sem menn vita, fer það ekki ein- göngu eftir efninu, hvort dúkar eru þéttir eða lausir í sér. Það fer eftir gerð þeirra. Prjónuð föt og hekluð eru laus í sér og þau eru því hentug til nærfata. Til þess að baðmullarnærföt verði laus í sér, loftmeiri og því hlýrri, eru þau prjónuð. En það er ekki nóg, að fötin rúmi hlýtt loft, það má ekki blása burt jafnóðum. Yztu fötin, „skjólfötin", eiga að varna því. Þau eiga að verja næðing, og mega ekki vera úr gisnu efni. Þau þurfa að vera þétt, helzt úr sterku efni, til þess að þola slit, verja

x

Akranes

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Akranes
https://timarit.is/publication/865

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.