Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Akranes

PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Akranes

						AKRANES

ÓL. B. BJÖRNSSON:

Kettir úr sögu Akraness, III. 5.

Sjávarútvegurinn

2. kafii.    Þegar „Jóii Boli" fiskaði fyrir Aknrnesinga.

Frh.

í síðasta blaði er getið um vísu, sem

skorin var á fiskifjöl í skipi Magnúsar

heitins á Söndum. Fyrsta setningin mun

Iiafa verið svona: „Raffel af Rekkum

ertu réttkallaður" o. s. frv. Þetta um-

getna skip, sem fjölin var í, keypti

Magnús eftir Ásmund í Miðvogi, Jóns-

son, Arasonar frá Miðteig. En það seldi

Mognús löngu síðar Guðmundi söng-

manni Ingimundarsyni, föður Eyrúnar

í Þinghól. Skip þetta ónýttist þannig,

ð það fauk í ofviðri í Borgarnesi,

-'ommu eitir að Guðmundur hafði

l.uiiuð á því í'erð eina frá Reykjavík.

Bróðir Ásmundar þessa í Miðvogi var

Ari, en1 þegar þeir voru heima í föður-

fyrir vindi, snjó og reeni og for. Innan

i eirra notum vér svo nokkur lög af klæðn-

aði, eftir ástæðum, erum klæddír lofti og

fötum á víxl, hverju laginu utan yfir og

með öðru.

Skjólföt eru úr sterku, þéttofnu efni, en

~innig er í beim skinn, feldir og gúmmí.

Feldir, eða „Pels", eru dýrahúðir með

hárinu á og eru föt úr þeim mjög heit, og

sömuleiðis skinnföt, þ. e. úr sútuðum

skinnum. Þessi föt eru heppileg á ferðum

í kulda, þar sem menn eru hreyfingarlitlir,

eins og í bifreiðum, en þar sem um á-

reynslu er að ræða og hætt er við að

svitna, eru þau ekki holl né hentug.

Gúmmífatnaður er óhollur, og þó enn

frekar en skinn, því að hann hindrar út-

gufun með ó'IIu, og ætti því ekki að nota

hann lengi í eínu, ef annars er kostur. Al-

gengasta sönnun þess eru gúmmístígvéhn.

Um höfuð- og fótabúnað gilda auðvit-

að sömu reglur og um annan fatnað í öll-

um aðalatriðum, þótt þar standi að sumu

leyti öðru vísi á. Því má bæta hér við, að

hlýja iofliÓ' leitar frá líkamanum út um

ermar.og upp með hálsinum. Til varnar

um úlfliðina eru háir vetlingar, góðir

smokkar eða sérstakur útbúnaðui í

frakkaermunum, þ. e. nokkurskonar inn-

festir smokkar, sem falla að úlfliðunum

með teygjuböndum. Góður trefill eða sjal

um herðar og háls, ínnan undir frakkan-

um eða kápunni, r*íur heita loftstraum-

inn, sem þar leitar upp á við og út, og er

til mikilla bóta.

i að, sem hér hefur verið minnzt á í

stuttu máli, eru þau lög og reglur, sem

vci verðum að fara eftir um klæðnað

vorn, ef vér viljum halda á oss hita á holl-

an hátt. En margar syndir eru drýgðar

gegn þessum hollustureglum í klæðaburði,

og er ekki farið út í þær að þessu sinni.

öhentugur og óhollur fatnaður gæti verið

efni í sérstakan greinarstúf.

Árni Árnasou.

garði á Miðteig, voru þeir báðir for-

menn fyrir áttæringum er faðir þeirra

átti. Um þá og skipshöfn þeirra voru

gerðar eftirfarandi vísur:

Ásmundur og Ari tveir,

úti í hlöðu bræður sofa.

Hásetana hafa þeir,

hjá sér nú í þessum kofa.

Sextán lét ég garpa ganga,

glaða Miðteigshlöðu frá.

Sér þeir skipta á súlur ranga,

svona skal ég nefna þá:

Magnús, Eirík, Ólaf, Bjarna,

Arna, Björn, Lás, Gvenda tvo,

Sighvat, Ingjald, Þorbjörn þarna,

Þórð, Kár, Jósef, Helga svo.

Ásmundur sá í Miðvogi, sem hér er

neíndur, var afi Ásmundar Jónssonar á

Dvergasteini og þeirra systkina. Hann

varð úti á gamlaárskvöld, líkl. 1862, á

leið frá Görðum að Miðvogi. Af því má

sjá, að slíkt skeður, þó ekki sé leiðin

löng, eða yfir fjallveg að fara.

Þetta hefur sagt mér Ásmundur hinn

fróði Þórðarson frá Háteig, sem enn

man furðu vel þrátt fyrir háan aldur.

Þess var getið í fyrsta kafla þessa

þáttar, að Akurnesingar hefðu „hlaup-

ið nokkuð út undan sér" frá viðtekinni

hefðbundinni venju um aflaföng. En

þetta var þegar svo að segja allir Ak-

urnesingar, „hœttu að fiska", en sóttu

allan sinn afla í enska togara.

Árið 1895 eða litlu fyrr, byrja enskir

togarar að fiska hér við land. Fyrstu ár-

in hirtu þeir aðeins kola og það bezta

úr smálúðu. En til marks um aflafeng

þeirra af þessum fiski, á þau litlu skip,

sem þeir notuðu þá, má geta þess að

þeir fylltu skipin af kola á þrem sólar-

hringum. Af þessu má glöggt sjá, að

meira hefur þá verið af kola á miðun-

um en nú gerist, þó útbúnaður allur og

skip stæðu langt að baki því, sem síðar

varð. En þá var hægara að fiska, eins

og þetta bendir til, þar sem þá var al-

gerlega „ósargaður sjór". Allan fisk

annan, sem í vörpuna kom, gáfu þeir

því Ægi aftur, og enda feikn af smá-

kola, því fyrst hirtu þeir ekki nema góð-

an kola.

Kolinn minnkaði tiltölulega fljótt,

skipin stækkuðu, og þá fóru þeir að

hirða meira af fiski, og þá fyrst ýsuna Á

þessum tímum þótti gott að gera túrinn

alveg á 12 dögum.

Akurnesingar urðu fljótt áskynja um

þessi vinnubrögð „Jóns Bola". Af fyrstu

kynnum í þessu efni hafa sagt mér

Benedikt Tómásson og Jón Halldórsson,

en þeir réru þá báðir hjá Einari Ingj-

aldssyni á Bakka, og mun þetta hafa

verið árið 1895. Einu sinni þetta vor,

voru þeir í róðri úti í ,J?or", er þeir

taka eftir því að togari veifar til þeirra,

og bendir þeim að koma. Það er þegar

„haldinn fundur" um þetta á skipinu,

og sýndist sitt hverjum eins og gengur:

Þeir kynnu ekki málið. Var þetta ó-

hætt? Var nokkuð unnið við að fara að

skipinuf Það varð pó úr, og fóru Eng-

lendingarnir þegar að kasta til þeirra

fiski í skipið, var það vel þegið, því

ekki höfðu þeir fiskað neitt sem hét

sjálíir. En meðan þessu fer fram, virtist

þeim sem Englendingarnir vildu koma

þeim í skilning um eitthvað alveg sér-

stakt í þessu sambandi, og tönnlast í sí-

fellu á einni setningu „Plenty Brendi

to .morrow". Af því Akurnesingar

kunnu ekkert í enskri tungu, kom þeim

saman um að rétt væri að muna vel

þessi orð þar til í land kæmi. Þegar

þangað kom, þótti mörgum sem þeir

hefðu fiskað einkennilega mikið, en

þeir létu lítið yíir, og sögðu ekkert a±

sinni ferð. Nú var einn skipverji send-

ur til Snæbjarnar til að fá skorið úr

því, hvað enska setningin þýddi. Leysti

Snæbjörn fljótt og vel úr því. Var nú

ekki beðið boðanna, heldur farið út

snemma næsta morguns með 5 lítra af

brennivíni á kút. Þeir sjá nú togara, en

ekki var það sama skipið, er strax róið

að því, heyra þeir að skipstjóri talar

danska tungu, og getur Jón nú eitthvað

staðið fyrir svörum á því máli. Skip-

stjóri segir þeim, að þeir geti fengið

fullt skip af fiski, ef þeir hafi með sér

svo sem 20—30 krónur. Jón segir hon-

um að þeir hafi enga peninga, en nokk-

uð af brennivíni, semst þá svo um, að

það er talin „gjaldgeng vara" og fá þeir

fullt skip af fiski og halda hróðugir til

lands, en nú var ekki lengur hægt að

leyna því fyrir Akurnesingum, hvernig

þessi fiskur var undir kominn.

Englendingar fundu fljótt, hve fiski-

miðin voru góð í Faxaflóa, og ekki ein-

asta það, heldur hve fiskurinn úr Faxa-

flóa var góður, enda varð Faxaflóafisk-

ur brátt eftirsóttari og í hærra verði en

fiskur af öðrum miðum.

Togurunum smáfjölgar nú á miðun-

um, og þau ósköp, sem kastað var fyrir

borð skapaði mikinn „niðurburð", sem

sjómönnum var illa við, sérstaklega á

grunnu vatni. Þetta varð til þess að Ak-

urnesingar fóru að semja við hina ensku

togaraskipstjóra, að þeir seldu þeim eða

gæfu það af aflanum, sem þeir annars

hentu í sjóinn.

Fyrst í stað tóku skipstjórarnir þessu

vel. Til að byrja með gáfu þeir eitthvað

af fiski eða seldu mjög vægu verði.

Gjaldið mun í mjög fáum tilfellum hafa

verið peningar, heldur ýmiskonar varn-

ingur, ætur og óætur, þó aðallega tóbak,

wisky, brermivín eða skinn. Seinna fóru

skipstjórar mjög að færa sig upp á

skaftið í þessu efni, sérstaklega ef um

mikla drykkjumenn var að ræða. Þann-

ig hefur sagt mér Guðjón Tómásson, að

einhverju sinni er þeir komu að togara,

hafi þeir haft allskonar „beitu" og mjög

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8