Akranes - 01.05.1943, Blaðsíða 1

Akranes - 01.05.1943, Blaðsíða 1
 II. árgangur. Akranesi, maí 1943 5. tölublað. Þórður var borinn og barnfæddur á Akranesi og dvaldi þar alla ævi. For- eldrar hans voru merkis- hjónin Ásmundur Þórðar- son á Háteig, Gíslasonar frá Lambhaga, og konu hans Ólínar Bjarnadóttur dannebrogsmanns á Kjar- ansstöðum og síðar á Litla- teig. I æsku stundaði Þórður nokkuð sjó sem allir ung- lingar hér gerðu á þeim tíma, var m. a. á skútum. Um tíma var hann verzl- unarmaður hjá Thomsens- verzlun hér. Veturna 1904 —5 og 1905—6 fór hann á F'lensborgarskólann ásamt frænda sínum, Jóni Ólafs- syni á Litlateig. Þórður var einn af fimm unglingum, sem árið 1906 lét. byggja mótorbátinn Fram, 12 smálesta, sem kom hingað í ársbyrjun 1907 og var fyrsti dekk- báturinn, sem Akurnesing- ar eignuðust. Var Þórður fyrsti vélstjóri á bátnum. Árið 1908 hættir t ^rður við sjóinn, en setur það ár á fót verzlun í félagi við Loft Loftsson frá Aðal- bóli. Verzlun þessa ráku þeir ásamt útgerð bæði hér og í Sandgerði með mikl- um dugnaði allt til ársins 1919, er þeir skiptu eign- um með sér. Verzlunar- og útgerðarsögu Þórðar verð- ur nánar getið í viðkom- kyn til, vildi hvers manns vandræði leysa og mátti ekkert aumt sjá. Hor.fði Þórður Ásmundsson andi þáttum í þessu blaði á næstunni og verður því ekki frekar rakið hér. Þórður var afbragðs- drengur, svo sem hann átti hann þá ekkert í fé eða fyrirhöfn, ef . að gagni mætti koma þeim er þurf- andi var. Hann var glaður og reifur, góður félagsmað- ur, en mjög hlédrægur. Lítið var hann viðriðinn opinber mál. Var þó skóla- nefndarmaður og í sóknar- nefnd um nokkur ár. Fé- lagsmaður var hann ágæt- ur. Framan af tók hann drjúgan þátt í bindindis- starfinu svo sem foreldrar hans höfðu gert langa ævi af alhug. Ungmennafélagi var hann um mörg ár. Þórður var ágætur söng- maður og hafði þar af mikið yndi. Hann var einn af stofnendum karlakórs- ins „Svanir“ og ágætur starfsmaður alla tíð. Það er mjög fágætt, hve lengi hann hélt hreinni ágætri rödd. Kvæntur var Þórður á- gætri konu, Emilíu Þor- steinsdóttur frá Grund, sem lifir hann og saknar nú ásamt 8 börnum þeirra, sem á lifi eru. Sárastur er þó söknuðurinn fyrir níu- tíu og tveggja ára gamlan ferðlúinn föður, sem bú- inn er að reyna margt á langri ævi, og orðinn sann- kallað og gott barn í ann- að sinn. Akranes saknar góðs drengs á miðjum aldri. Manns, sem hafði geð og góðan vilja til þess að skapa því fegurri framtíð. Ó. B. B.

x

Akranes

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Akranes
https://timarit.is/publication/865

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.