Akranes - 01.05.1943, Blaðsíða 3

Akranes - 01.05.1943, Blaðsíða 3
AKRANES 35 SKJÓLGARÐARÆKT Á JÓTLANDI Blaðið birtir að þessu sinni tvær myndir frá Jótlandi, sem sýna fyrirkomulag skjólgarðaræktar þar. Aður var land þetta ófrjó heiði. Vegna skipulagsbundinnar ræktunar skóga og skjólbelta úr trjám, hefur land þetta orðið þétt setið og vel ræktað. — Hér á landi hefur ekki enn verið gerð tilraun til þess að skýla landinu með skipulagsbundinni ræktun skjólgarða, enda þótt skógræktarfræðingar telji sig hafa fulla vissu fyrir því, að það megi takast. Síðastliðið ár ákvað bæjarstjórnin að gera lítilsháttar tilraun með ræktun skjólgarða á 20 hektara svæði í Garðalandi, og verður þar fylgt tillögum hinna fróðustu manna. Skógrækt ríkisins hefur á allan hátt stutt þessa viðleitni og gert mögulegt, að byrjað verði á verkinu nú í sumar, enda þótt lítið sé til af plöntum til gróðursetningar. unarvegar verði fyrst tekinn til tún- ræktar. Með tilliti til þeirrar reynslu, sem fengist hefur af fyrri framkvæmd- um í ræktunarmálum, leggur P. E. ein- dregið til, að bærinn annað tveggja ann- ist íullnaðarræktun á löndunum, eða a. m. k. annist alla framræslu og jarð- vinnslu. Taki bærinn að sér fullnaðar- vinnslu landsins, þá er til yfirvegunar, að sú breyting verði gerð að þessu landi verði ekki ráðstafað í erfðafestu, en fest með samningum í ábúð víst árabil, upp- segjanlegt með 3—5 ára fyrirvara af beggja hálfu, en úttekt fari fram á land- inu bæði þegar það er afhent og aftur móttekið úr ábúð af bænum, og greitt metið álag ef ræktunarástand breytist. P. E. leggur til með hliðsjón af þessu, að bærinn framkvæmi fullnaðarræktun á takmörkuðu landssvæði, 15—25 ha., enda sé áður boðin út ábúð á þessum löndum og fari stærð hvers ábúðarlands ekki yfir 2 ha. RÆKTUN BEITILANDSINS OG HAGNÝTING ÞESS Hinir opnu framræsluskurðir í fram- ræsiukerfi því, sem áætlað er á beiti- landinu í Garðaflóa afmarka milli sín landssvæði, sem eru 5—8 ha. að flatar- máli með opnu skurðunum einum fæst sú þurrkun á landið, að gróðurfarið mun breytast frá flóa-og mýrargróðri til vall- lendis. Hinsvegar mundi það verulega flýta fyrir gróðurski).. unum, ef landið fengi fullnaðarframræslu strax með því lokræsakerfi, sem áætlað er. Við notkun landsins og teðslu frá búpeningi er á það verður beitt, ætti lnadið að ræktast og batna til beitar. Þegar gróðrarskiptin eru orðin, er hægt með tilbúnum áburði að auka afrakstur landsins til beitar án þess að vinnslk fari fram á landinu, þó getur verið ástæða til, ef að verulegur mosagróður kemur fram á svæðum í landinu, að herfa það land og valta, og nota jafnframt nokkra ísáningu í landið af harðgerðum beitijurtum. Væntanlega má gera ráð fyrir því, að á nokkrum hluta landsins verði á komandi sumri lokið greftri opnuskurðanna, og um leið er fengin aðstaða til betri nýtingar á landi þessu til beitar. Skal í því sambandi bent á, að þá ætti að taka upp þá aðferð að nota land- ið í ákveðnum reglubundnum skiptum. Er það gert með þeim hætti, að ákveðn- um fjölda gripa, eftir stærð hólfsins, sem beitt er á, er hafður þar í nokkra daga, frá viku til tíu daga eftir sprettu á landinu og eftir því, hvemig gripirnir láta við beit á því, að þeim tíma liðnum eru þeir færðir til næsta beitihólfs, og getur ný umférð hafist aftur að þrem til fjórum vikum liðnum. Ef nauðsyn- legt þykir að nota tilbúinn áburð, þá er hann borinn á strax eftír að búið er að nota hólfið í fyrsta sinn, en áður en það er gert, fer fram hreinsun á þeim fasta búfjáráburði, er 'búpeningurinn hefur látið eftir á landinu, og ef óbeittir grastoppar eru á landinu, er nauðsyn- legt að þeir séu slegnir, því eíla bízt landið ekki á þessum stöðum, er grasið hefur trénað og sprottið úr sér. Með þeirri aðstöðu, sem hér er fyrir hendi viðvíkjandi beitarskilyrðum verð- ur að telja sjálfsagt og réttmætt að vinna að bættri ræktun og notkun beiti- landsins á þeim grundvelli, sem hér er bent til. ENDURBÆ'Í'UR Á FRAMRÆSLU RÆKTUNARLANDANNA Loks vikur P. E. að því, að ræktunar- ástand allverulegs hluta ræktunarland- anna sé óviðunandi. Mun bráðlega fara fram rannsókn á þessu efni og athug- aðir möguleikar til þess að bæta úr því. Skðgræktarfélagið Margir hafa um það spurt, hvað liði störfum Skógræktarfélagsins, sem stofn- að var s. 1. vetur. Hér verðuf stuttlega að þessu vikið. Fyrir forgöngu Skógræktarfélagsins og bæjarstjórnarinnar hefur Hálfdán Sveinsson kennari fengið frí frá kennslu- störfum um hríð og dvelur í Reykjavík tii þess að fræðast um plöntun og hirð- ingu trjáa. Kostnaðinn af þessu greiðir Skógræktarfélagið að hálfu, en bæjar- stjórnin að hálíu. Stjórn félagsins virt- ist grundvöllur undir Öllu frekara starfi í þessu efni sá, að fá hingað mann, sem kunnátuu hefði á trjá- og skógrækt. Hálfdán mun væntanlega fara aftur til Reykjavíkur í sömu erindum síðar í sumar og í haust. , Skógræktarfélagið hefur pantað all- mikið af ýmsum tegundum trjáplantna og verða þær gróðursettar á mismun- andi stöðum í bænum í mismunandi jarðveg. Með þessu móti hyggst félagið að fá úr því skorið með tíð og tíma, hvaða trjáplöntur þrífist helzt hér í bæ og hvar þær þrífast. Verður fylgzt með vexti trjánna ár frá ári og ætti þetta að verða til þess að nokkur reynsla fengist um möguleika til trjáræktar í bænum. Þá verður nú í suraar unnið að því að koma trjáreitnum fyrir innan bæinn í gott horf, gera við girðingar, reita burtu gras og annað skógarillgresi, og væntan- lega borinn áburður í hluta reitsins, svo séð verði, hvort það flýtir verulega vexti trjánna, ef á þau er borið. Þá hefur félagið pantað nokkuð af trjáfragi í þeim tilgangi að koma á fót trjáræktarstöð hér í bænum, en eins og nú háttar er örðugleikum bundið að fá keyptar nægar plöntur til gróðursetn- ingar. Hér að framan hefur verið rakin vænt-

x

Akranes

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Akranes
https://timarit.is/publication/865

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.