Akranes - 01.05.1943, Blaðsíða 8

Akranes - 01.05.1943, Blaðsíða 8
40 AKRANES Geta prestarnir ekki nnnið meira menningarstarf en peir nú almennt gera? Mb. Svanur. á mb. Viktor, var Jóhann formaður á mb. „Baldur“, er hann átti á móti Matt- híasi Þórðarsyni. Seinna var Ársæll Þor- steinsson formaður á Baldur og enn- fremur Hákon Halldórsson um stund. Með öllum þessum formönnum var Benedikt Tómásson vélamaður á Baldur. í þessu sambandi væri ekki úr vegi að minna á ýmsa erfiðleika og vand- kvæði við úthald bátanna. Það sagði Benedikt mér, (sem þá var vitanlega ekkert einsdæmi) að eitt sinn er eitt- hvað smávegis bilaði í vélinni, urðu menn að leggja stykki þetta á bak sér og labba alla leið frá Sandgerði til Reykjavíkur, yfir veglaus hraun og firnindi. (Ætli menn hlypu nú við fót eða færu yfir höfuð þessa leið í þeim erindagjörðum, jafnvel veginn, sem nú er alla leið?) Þetta sama kom fyrir stundum á Hólmanum að menn löbbuðu til Reykjavíkur til að fá smáviðgerðir. Breyttir eru tímarnir!!! Árið 1912 er allmerkilegt í útgerðar- sögu Akraness, því þá eru smíðaðir hér fyrstu mótorbátarnir. Svanur, 8.94 smá- lestir og Elding, 9.40 smál. Báðir bátam- ir voru byggðir á Miðteigslóð ofan við Heimaskagasandinn og stóðu þar hlið við hlið. Fram að þeim tíma var venja, að byggja báta súðlbyrta, sem kallað var. En þessir bátar voru súðbyrtir að neðan en kantsettir fyrir ofan sjó. Var þetta því nýung í byggingu báta. Síðar hafa bátar verið allir plankbyggðir. Þetta voru og fyrstu hekkbátar hér. Yf- irsmiður var Otti Guðmundsson, faðir Péturs Ottasonar í Reykjavík. Eigendur að Svan voru Hákon Hall- dórsson, sem var formaður á bátnum og verzlun Lofts Loftssonar og Þórðar Ás- mundssonar. Benedikt Tómásson var vélamaður á Svan í 8 ár. Eigendur Eldingar voru Halldór Jóns- son, sem var formaður og Loftur Lofts- son. í báða þessa báta var sett 20 hk. Skandiavél og setti Ólafur Jónsson (galdra) þær niður. Vélamaður á Eld- ingu var Snæbjörn Ólafsson. Veturinn 1913—14 fara báðir þessir bátar til viðlegu í Sandgerði á vegum Lofts Loftssonar og Þórðar Ásmunds- sonar, sem þá höfðu nýlega keypt þær eignir af Matthíasi Þórðarsyni. Voru það því fyrstu bátarnir, sem þangað fóru héðan í viðlegu. Héðan var lagt af stað um mánaðamótin jan./febr. og byrjað með línu fram að netavertíð, sem vana- lega byrjaði með marz. Framh. Þjóð vor getur seint fullþakkað kirkj- unni menningararf þann, er hún hefur henni eftirlátið. Sá arfur hefur ef til vill mest vakið athygli annarra þjóða á menningu vorri, og það ef til vill meira en nokkuð annað aflað henni viðurkenn- ingar sem sjálfstæðri fullvalda þjóð. Prestarnir voru um langt skeið svo að segja einu embætismennirnir í landinu, og þoldu með þjóðinni súrt og sætt, og það voru þeir, sem smátt og smátt meir en nokkuð annað lyftu henni í heild til meiri menningar, víðsýnis og þroska, miðað við aðstæður allar á „útskeri" þessu. Sennilega felur sú ályktun ekki í sér rangar ásakanir þó sagt sé að prestar yfirleitt, hafi ekki í seinni tíð stundað kennslu og fræðaiðkanir, svo sem þeir annars gætu vel flestir. Fyrir þessu eru þó vafalaust einhverjar orsakir. Þeir mundu ef til vill segja: Skólarnir eru búnir að taka af okkur alla kennslu-þörf -skyldu og -löngun. Menntun fólksins er orðin meiri og almennari, og því minni þörf fyrir okkar störf á ýmsum sviðum, sem prestarnir urðu að annast áður, vegna lærdóms fram yfir almenning. Að svo virðist sem hið opinbera hafi vitandi vits ýtt þeim hægt og bítandi frá öllu kennslustarfi svo sem verða mátti. Að þeir hafi átt og mátt skilja þetta á þann veg, að ekki væri lengur þörf fyrir fræðslu þeirra og fræðagrúsk. Að þeir hafi því í framhaldi hér af gefið þeim mikla fjölda mennta- og fræðimanna eftir hið menningarlega fræðastarf, sem þeir svo lengi inntu af höndum með þjóðinni. Það hafi þá líka um nokkurt skeið andað fremur kalt en hlýtt til presta og kirkju, sem fýllilega bæri að skilja á þann veg, að þjóð vor gæti þrif- ist, þó færi hún á mis við fóður það, er þessir fuglar færðu henni. Meðan þeir væru ekki teknir úr umferð fyrir fullt og allt, yrði hinsvegar að lofa þeim að skíra, ferma, gifta og grafa. Nú mun einhver segja: Þó kirkjan hafi þannig unnið þjóðinni eitthvert gagn, jafnvel frægðarverk á umliðnum öldum- þurfi hún ekki að vera ómissandi stofn- un með samtíð vorri. Þó verður manni á að hugsa, að hver framsýnn maður og hygginn, og þá ekki sízt þeir, sem um leið væru forsvarsmenn fyrir heilt þjóð- félag (jafnvel þó lítið væri), sem vill og þarf að stánda á eigin fótum, mundi spyrja: Er þjóðfélagi voru mest þörf að lojsna við starf og áhrif þeirrar stofnun- ar, sem meira en nokkuð annað hefur skapað þau menningarverðmæti, sem land vort hefur hlotið mestan hróður af? Það þarf einmitt að auka veg kirkjunnar og skapa starfsmonnum hennar betri skilyrði til andlegra og menningarlegra afkasta, svo að kirkjan geti sem fyrst með boðskap sínum og áhrifum a. m. k. gert tilraun til að „sýra allt degið“ Um þetta mál, ríki og kirkju, prestana, fólkið og framtíðina í þessu sambandi mætti skriía langt mál, en það var ekki ætiunin að þessu sinni. Af ýmsum orsök- um, sem þó verða hér ekki raktar, hafa margir prestar nú (þrátt fyrir stækkun kallanna) ekki mjög mikið að gera. Enda hafa margir þeirra kvartað um of lítinn verkahring og óskað stai '■m að öðru leyti gæti farið saman .£ þeirra og embætti. Ekki mun það ofmælt, þó i„gt sé að fróðleikur og fræðagrúsk sé þjóðinm í’unninn í merg og bein; auk þess, sem ílestir (sem þó ekki geta eða vilja við það íást) haía gaman og telja sig hafa gagn af allri íræslu um þau efni, og sem yirleitt svolgra í sig jafnvel áfir af því tagi sen: spenvolga nýmjólk. Á síð- ustu tímum hefur mjög verið blásið að þeim glæðum að safna sögulegum fróð- leik um einstök héruð, menn og málefni, örneínum, atvinnuháttum og ýmsu því, sem nú er eða íer að heyra sögunni til. Um nokkur ár hef ég í frístundum mínum reynt að safna saman og festa á pappír, hrafl það, sem ég hef getað graf- ið upp eða komist yfir í þessa átt, um lítinn blett á annesi einu. Við þetta hef ég komist að raun um eina átakanlega synd þeirra, sem gengnir eru á undan oss, að þeir hafa svo að segja ekkert skilið oss eftir af skriflegri vitneskju um þessa hluti, t. d. hér á Akranesi, hvorki að fornu eða nýju. £>að er með öllu ófært að þetta haldi áíram að endurtaka sig, bæði hér og annarsstaðar. Fyrir því er rétt að benda á, að hér geta prestarnir og kirkjan orðið veruleg hjálparhella sem oft fyrr og alltaf hér eftir, ef vel er á haldið. Þeir eiga enn sem fyrr, að geta orðið menntaírömuðir og menningar- akkeri. Vegna starfs síns og stöðu verða þeir allra manna kunnugastir, hver í sínu héraði, um landið allt, menn og málefni, sögu þess og sagnir. Margir þessara manna hafa góðan tíma, hæfileika og margháttuð tækifæri til þess að koma í veg fyrir að öll þau firn af allskonar fróðleik falli í fyrnsku eða glatist alveg, með hverri kynslóð, sem fellur í valinn. Fram að þessu hafa prestarnir einmitt einir haft í sínum fórum fæðingar- og dánardag hvers einasta mannsbarns í sókninni. Hvar hann hafi dvalið, langa eða skamma ævi. Hann (presturinn) hefur við leiðarlok (í líkræðu) rakið ævisögu þeirra. Prestarnir hafa því allra manna bezta aðstöðu til þess að safna saman og varðveita persónusögu og jmargvíslegan fróðleik fram yfir alla aðra. Það hefði t. d. fyrir löngu átt að vera búið að leggja prestunum þá skyldu á herðar, að skrifa við lát hvers manns (í

x

Akranes

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Akranes
https://timarit.is/publication/865

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.