Akranes - 01.07.1943, Blaðsíða 1

Akranes - 01.07.1943, Blaðsíða 1
V erðlækkunarskattur Oft hefur verið rætt og ritað um nauð- syn þess, að skattleggja stríðsgróðann svonefnda. Stríðsgróðaskatturinn var iyrsta sporið í þá átt, en skattur þessi er mjög hár á tekjum yfir kr. 100 þús. A síðasta Alþingi var annað skref stigið, þegar verðiækkunarskatturinn var á- kveðinn. Verðláekkunarskatturinn er oít nefndur öðrum nöfnum en því, sem lög- in gera ráð fyrir. Bændur og búaliðar kalla hann oftast neytendaskatt, vænt- * aplega til þess að minna á það, að skatt- ur þessi sé lagður á landslólkið til þess að unnt sé að selja neytendum landbún- aðaraíurða ódýra vöru. Hér í bænum er hann ott neindur mjólkurskattur til minnis um það, að honum skal að nokisru leyti verja til þess að greiða bændum 30 aura uppbót á hvern mjólK- urliter. Mjólkurskatturinn er tiltölulega hæstur á tekjum frá kr. 30 þús. til kr. 125 þús. Á tekjur yfir kr. 200 þús. er enginn mjólkurskattur lagður, en ríkis- skattar ai þeim tekjum nema svo sem kunnugt er 90% þeirra. Til þess að gefa yfirlit yfir ríkisskatta á tekjur frá kr. 50 þús. til kr. 200 þús., skal eftirfarandí yfirlit birt, og er þar miðað við skatta á félög, þess má geta, að auk þeirra skatta, sem hér greinir, leggst eignarskattur, og ef um einstald- inga er að ræða, lífeyrissjóðsgjald. Tekjur Tekjusk. Stiíðssk. Verðl.sk. Alls 50 þús. 7.950 5.620 13.570 75 — 13.450 1.350 10.120 24.920 100 — 18.950 3.850 14.620 37.450 125 — 24.450 8.850 18.370 51.670 150 — 29.950 16.350 20.870 67.170 175 — 35.450 26.850 22.120 84.420 200 — 40.950 40.650 23.350 104.950 Hér skal ekki um það rætt, að hve miklu leyti sé rétt að skattleggja há- tekjur. Hinsvegar virðist tímabært að benda á þau áhrif, sem hinir síauknu ríkisskattar hafa á fjárhag bæjarfélag- anna. Á þessu ári bætist verðlækkunar- skatturmn við alla þá ríkisskatta, sem fyrir' voru, en skattur þessi rennur að ölluleyti í ríkissjóð. í raun og veru er afleiðing þessa sú, að möguleikar bæjar- félaganna til útsvarsálagningar minnka að sama skapi. Verðlækkunrskatturinn af kr. 200 þús. tekjum nemur kr. 23.350, af 175 þús. kr. tekjum kr. 22.120, af kr. 150 þús. tekjum kr. 20.870, af kr. 125-þús. tekjum kr. 18.370 o. s. frv. Hér er því ekki um smávægilega skerðingu á tekjuöílunarmöguleikum bæjarfélag- anna að ræða. Sé Akraneskaupstaður tekin sem dæmi, er fjárþörf þess bæjarfélags mjög augljós. Nauðsynlegustu framkvæmdir eru enn að mestu óunnar. Vatnsveitan er nýlögð, holræsakerfi ekki lagt enn að fullu, barnaskólinn orðinn of lítill, götur bæjarins óviðunandi, nauðsynleg- ustu skipulagsbreytingar látnar bíða frá ári til árs, sökum þess að vinna þarf að öðrum verkefnum o. s. frv. Þá er og þess að geta, að á næstu árum verður að verja stórfé úr bæjarsjóði til aukn- ingar á höfninni, og annað fjárfrekt stórvirki bíður lausnar, varnir gegn landbroti. Þarfir annara bæjarfélaga eru vafalaust aðrar en þarfir Akraness, en þær eru sennilega miklar. Bæjarfélögin vérða lögum samkvsemt að leggja mik- inn hluta tekna sinna í annað en þessar nauðsynlegustu framkvæmdir. Þeimber að sjá fyrir frarnfæn þurfamanna, leggja fram mikið fé vegna alþýðutrygg- inga, kosta að verulegu leyti barna- fræðslu og önnur menntamál bæjanna o. s. frv. Um það verður ekki deilt, að fjárþörf bæjarlélaganna er mikil, og flestir eru bæirnir svo settir, að þeir geta ekki afl- að sér þessa fjár nema með einu móti, útsvarsálögum. Alþingi hefur stefnt að því, að takmarka til mikilla muna mögu- leika bæjarfélaganna til þess að leggja útsvör á hátekjur, og er því hætta sú, sem bæjarfélögunum stafar af stefnu Aiþingis í skattamálum mjög augljós. Þegar lögin um stríðsgróðaskatt voru samin, var nokkurt tillit tekið til bæjar- félaganna. Verulegur hluti skattsins rann til þeirra. Lögin um verðlækkun- arskatt, eða mjólkurskattinn, taka hins- vegar ekkert tillit til þeirra, sRattur- inn rennur allur í ríkissjoð. Fyrst tek- ur ríkissjóður kúiinn af tekjum há- tekjumanna, en lætur bæjunum eftir að leggja útsvör á afganginn, en það eru takmörk fyrir því, hvað sé hægt að ganga nálægt tekjum atvinnurek- enda, sem ef til vill stunda áhættusam- an atvinnurekstur og þurfa mikið fjár- magn til þess að geta rekið atvmnu sína. Þeir þola haa skatta í eitt ár eða tvö, eri ekki til lengdar. Eftir öllum sólarmerkjum að dæma, virðist Alþingi ætla að hækka enn skatta á hátekjur og bæta við nýjum mjólkursköttum. Væri ekki þörf á því að bæjar- félögin og sveitarstjórnirnar atnuguöu vandlega hvert stefnir í þessum mál- um. Ef þessir aðilar standa saman um mál þetta, er ekki með öllu útilokað, að Alþingi taki nokkurt tillit til þeirra og meti meira þarfir bæjarfélaganna en það hefur gert til þessa. Að sjálfsögðu er það síður en svo æskilegt, að bæjarfélög þurfi að grípa til slíkra samtaka, en málum er þó svo komið, að samtök þessi virðast óhjá- kvæmileg. A. G.

x

Akranes

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Akranes
https://timarit.is/publication/865

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.