Akranes - 01.07.1943, Blaðsíða 3

Akranes - 01.07.1943, Blaðsíða 3
AKRANES 55 Útgefendur: Nokkrir Akurnesingar Ritnefnd: Arnljótur Guðmundsson, Ól.B.Björnsson, Ragnar Ásgeirsson Gjaldkeri: Óðinn Geirdal. Afgreiðslvmiaður: Jón Árnason. Prentverk Akraness h. f. „Þegar nöfn voru gefin götum hér fyr- ir nokkrum árum, heyrðist þegar óá- nægjan með þau. Talaði margur um taglhnýtingshátt í sambandi við þau, en aðrir um mont og sérvizku. Hins vegar var þá allur fjöldinn af húsum með sín- um ákveðnu eiginheitum, sem flestir þekktu, og götunöfn því síður aðkall- andi. Notuðu flestir áfram þessi húsa- heiti og varð eins og þegjandi samkomu- lag hjá fólki að hunza götuheitin nýju. Hefur þetta haldizt til þessa, enda þótt nú sé orðin nauðsyn að nota götunöfn með fjölgun nýrra húsa og nýbyggða- svæða. s Ekki er þó því að heilsa, að ánægjan með hin goðumheitnu götunöfn hafi aukizt, enda er fjöldi gamalla Akurnes- inga alveg úti á þekju um, hvar þessi eða hinn ásinn hefur tekið sér bólfestu á Skaganum. Hef ég orðið var við, að margir hafa orðið allshugar fegnir uppá- stungum þeirra Benedikts Elíassonar og Sigurðar Hallbjarrxarsonar, um að fleygja því marglúna, lánaða nafnadóti og taka upp ný, sem styðjast við stað- hætti og sögu hins forna Skipaskaga. Það gétur varla orðið miklum örðug- leikum bundið, að finna góð og gegn götunöfn hér, þar sem til er fjöldi gam- alla örnefna og bæjanafna, sem allir Ak- urnesingar þekkja. Virðist miklu frem- ur bera skylda til að viðhalda þeim og yngja upp í götuheitum. Hins vegar er ekki ástæða til verulegra breytinga á þeim tveimur til þremur götum, sem bú- in voru að vinna sér hefð í frumsögu þorpsins og eiga við staðhætti eða áttir. Kostnaður við breytinguna getur varla orðið ískyggilegur, þar eð aðeins þarf að skipta út nokkrum ryðguðum nafn- spjöldum, sem hvort eð er þyrfti að end- urnýja mjög bráðlega, en húsanúmer yrðu hin sömu eftir sem áður. ^ítTm leið og væntanleg breyting færi /fram, bæri að athuga, hvort ekki ætti að samræma götunöfnin, eins og víða er farið að geha í n izkubæjum. Þannig að allar langgötur — aðalgötur — end- uðu á: -braut eða -gata, (sem þó er vart eins fallegt og braut) en allar þvergötur enduðu á vegur eða stígur. Eins þyrfti að vanda nafnagjöfina og leita samvinnu margra aðila, en hespa því ekki af í flýti, öllum að óvörum. Akranesi, 16. júní 1943. Gísli Vilhjálmsson“. „SlDDm aopm iítur hver á sillriD" Eg hef hér fyrir framan mig tvö af dagblöðum Reykjavíkur, sem segja með feitletmðum fyrirsögnum frá nýafstöðn- um aðalfundi Eimskipafélags íslands. — Óskabarni þjóðarinnar, eins og það er stundum nefnt. — Annað þeirra, Al- þýðublaðið, segir: „Hagur Eimskip batn- aði um allt að 3,5 milljónir króna árið sem leið. Fáheyrðar blekkingar í frá- sögn Morgunblaðsins af aðalfundi og reikningum félagsins. — Morgunblaðið segir: Tap á rekstri eigin skipa 3,5 millj. króna. Hér virðist því allmikið bera á milli. Það er ekki ný bóla, að svona skipti gersamlega í tvö horn um túlkun blaða og flokka um sama mál. En vafa- samur greiði er það við. sannleikann eða góð málefni, að þau hljóti slíka túlkun. Á reikningi þeim, er samþykktur var á fundinum, er rekstrarhagnaður talinn kr. 433.857.08 eða ekki nærri % milljón. Hins vegar er þá búið að draga frá um 1 milljón króna vegna „klössunar“ á „Goðafoss“ og „Lagarfoss“, sem ekki er rétt að telja til gróða, þar sem á árinu 1942 átti að framkvæma þessar aðgerð- ir, þó þeim hafi verið frestað vegna flutningavandræða þjóðarinnar á ófrið- artímum. Ágóði félagsins af brúttó tekjum 1941 var 8.3%, en ekki nema 1.2% árið 1942-. Af þessu má sjá að erfiðleikar og áhætta félagsins fer stórum vaxandi, og senni- legast er að þessa verst verði hún á yf- irstandandi ári. Hvers vegna er félagið óskabam þjóð- arinnar? Af því að þorri hennar hefur séð, að með stofnun þess var stigið gæfuspor, á gæfustund, sem — aðeins fyrir það — bægði frá henni hungri og iiarðrétti í síðustu heimsstyrjöld, og sem nú hefur enn, og á sama hátt vakað yfir velferð hennar, fyrir offur og þraut- seiga baráttu þeirra, sem þeim „skraut- búnu“ skipum hafa stýrt. Jafnvel þetta viðurkennda „óskabarn“ hefur ekki getað, eða tæplega, losnað við inn- anlandsófrið þann, sem sífellt geisar hér um flokka, menn og málefni. Hvar end- ar líf og tilvera slíkrar vanþroska þjóð- ar, sem er að byrja að ranka við sér. Á eftir að mannast, þroskast og byggja landið. Manni verður á að spyrja: „Er hún fær um að eiga með sig sjálf?“ Það var happastund hjá íslenzku þjóð- inni, er Eimskipafélagið var stofnað. Þetta kall fór sigurför um landið, til hvers barns og búandkarls, sem lögðu fram sinn pening, ekki síður en þeir, sem meira gátu, sem líka sýndu þegn- skap og góðan vilja. Sá boðskapur snerti hvern mann af íslenzku bergi brotinn, hvar sem hann dvaldist á hnettinum. Hvers vegna hafa íslendingar ekki lifað margar slíkar stundir síðan 1914. Hve mörgum Grettistökum er enn ólyft með þjóð vorri fyrir þær sakir einar. Þó hef- ur þjóðin hundraðfalda getu til slíkra sameiginlegra átaka nú og oft síðan, fremur en þá. Vanþroski vor lýsir sér á marga vegu, og er verst, ef fyrir handvömm eða klaufaskap beint og óbeint sé ýmislegt gert til þess að draga úr eða deyfa sam- takamátt þjóðarinnar til fórna og fram- kvæmda um þau mál, sem snerta alþjóð, og er helzt ekki hægt að koma áfram nema með slíku sameiginlegu átaki. Þess ber nefnilega ekki sízt að gæta, að með slíkri sameiginlegri skjaldborg allr- ar þjóðarinnar ^ignaðist hún smátt og smátt „óskabörn“ eitt af öðru. „Óska- börn“, sem ef til vill fengju frið — í þessu ófriðarins landi — til að dafna og færa þjóðinni í heild margvíslega blessun eins og Eimskip hefur gert svo áþreifanlega. Um mörg ár var hagur félagsins þann- ig, að hluthöfum var enginn arður borg- aður, og var ekkert við því að segja. En á það skal bent, að inn á við mótast afstaða félagsmanna og viðhorf tíðum nokkuð eftir því, hvernig við þá er gert. Og út á við er allmikið öðruvísi litið á það félag, sem greiðir hluthöfum ein- hvern arð, jafnvel þó aldrei sé hærri en sem svarar sparisjóðsvöxtum. Það er því vafalaust af mörgum ástæðum rétt í félögum yfirleitt, að greiða slíka vexti alltaf, þegar því verður við komið, og jafnvel að jafna slíkt milli ára — ef ár hafa fallið niður — Það var óhappaverk — sem stafaði af deilum, eins og oftar — þegar komið var í veg fyrir byggingu stærðar skips fyrir Eimskip um árið. Það hefði verið gam- an og gagnlelgt, að eiga það nú. Eimskip er eitt hið fegursta og eftir- brcytnisverðasta tákn um sameiningu íslsnzku þjóðarinnar heima og heiman. Til þátttöku um mál, sem er frum- og lífsskilyrði eyríkis, sem vill lifa sem „fullvalda“ þjóð. Það má því segja, að hagur og „fullveldi“ Eimskips á hverj- um tíma sé, eða ætti að vera, rétt spegil- mynd af innra eldi, starfsorku og skiln- ings þjóðarinnar fyrir fjöreggi sínu, heildar fullveldi. Það er því hin mesta nauðsyn að styðja og styrkja af alefli vöxt og viðgang félagsins, til þess að það geti sem fyrst, og að sem mestu leyti, annast siglingar vorar svo á frið- ar sem ófriðartímum. Það er þess vegna mikið álitamál, hvort ekki væri rétt einmitt nú að safna að nýju hlutafé með þjóðinni, meiru en nokkru sinni fyrr, til þess að félagið geti, þegar færi-gefst, bætt aðstöðu sína og skipakost verulega. Annar aðalfundur er líka nýafstaðinn, Útvegsbanka íslands h.f. Nettóhagnað- ur bankans á árinu nemur krónum 4.475.000.51, eða hér um bil 4Vz milljón kr. Þar er nú hluthöfunum ekki gert hátt undir höfði! Þeir fá ekkert, en þar á móti eru lagðar 200 þús. kr. 1 eftir- launasjóð starfsmanna. Hér er alls ekki verið að víta þð. Heldur er með þessu vrpað skýrara ljósi á hyldýpi fyrirlitn-

x

Akranes

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Akranes
https://timarit.is/publication/865

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.