Akranes - 10.09.1943, Blaðsíða 8

Akranes - 10.09.1943, Blaðsíða 8
76 AKRANES ÓL. B. BJÖRNSSON: Þœttir úr sögu Akarness III. 12. Sjávarútvegurinn 6. kafli. Þróunin heldur áfram. Hér að framan hefur verið stiklað á stóru um útgerð Akurnesinga frá fyrstu tíð. Þess hefur verið getið, að opnu skip- in fóru til viðlegu á vetrarvertíðum í önnur sjóþorp. Þetta sama hafa mótor- bátarnir — hver einasta fleyta gert — fram að þessu, með þeim undantekning- um sem hér verður getið. Við þennan kafla má af ýmsum ástæð- um brjóta í blað, því árið 1926 markar tímamót í sögu útgerðar og fiskveiða hér, og ekki einasta það, heldur þorpsins í heild. Árið 1924 réru hér heima tveir litlir mótorbátar. Annar þeirra hét „Ebbi“, um 6 smál., eigandi Helgi Ebeneserson (ættaður úr Reykjavík og nýfluttur hingað) hann var vélamaður á bátnum, en Guðmundur á Vegamótum formað- ur þetta ár. Hinn báturinn hét „Vonin“ (enn minni), formaður á honuip var Guðjón á Ökrum. Næstu vertíð, 1925, er Eilífur ísaksson formaður á „Ebba“. Byrjar strax um nýár og rær mun lengra en áður hafði verið gert. Það var ekki búist við neinum uppgripum móts við útgerð í Sandgerði á miklu stærri bátum á hávertíð. Eilífur sótti af miklum dugnaði og fór langt þegar miðað er við þetta litla „horn“. Þannig sótti hann mun lengra en nokkurntíman hafði áður verið gert á opnum skipum, (nema í hákarlalegum), fengu þeir mjög góðan afla, og því meira sem lengra var sótt. Aflabrögðin á þessari vertíð urðu mun meiri en þeir höfðu gert sér vonir um, eða 1400 kr. í hlut, og þótti það þá mikið hér á svo lítinn bát. Næstu vertíð var Eilífur formaður á m.b. „Víking“. Þar sem hann var mun stærri (10 smál.) sótti hann af meira kappi en áður og farið enn lengra, enda hafði hann á þessari vertíð, 1926, 2000 kr. hlut. Þarf þess ekki að dyljast, að þarna eru fundin þau mið (Akurnesingaslóð), sem gerbreytti allri aðstöðu Akraness til fiskveiða, þar sem þetta var upphaf og undanfari þess, að útgerðin flytzt heim. Á þessum slóðum hefur verið fiskað æ síðan. Næstu vertíð, 1927, flytja margir bátarheim frá Sandgerði, en úr því, eða 1928, „róa“ hér allir bát- ar að heiman. Síðan hafa Akurnesing- ar ekki farið í ver (nema til síldveiða á sumrum) og gera vonandi aldrei fram- ar. Þetta sama ár, sem „Víkingur“ byrj- ar að fiska á hinni nýju slóð, er hinn fyrri „Ólafur Bjarnason“ keyptur svo sem fyrr segir. Vertíðina 1927 fiskar Bjarni mikið á þetta skip á þeim slóð- um, sem Akurnesingar hafa fiskað á síðan; sömuleiðis línuv. „Sirgíður“ úr Reykjavík. Staðfesti það fullkomlega reynzlu Eilífs á „Víking“ og ýtti því mjög undir heimflutning bátanna, sem allir voru heima á næstu vertíð, eins og fyrr er sagt. „Heimflutningur“ þessi á útgerðinni hefur, sem vænta mátti, gerbreytt öllu viðhorfi hér heima, ekki einasta að því er tekur til útgerðarinnar sjálfrar, held- ur engu síður á einstaklinga og þróun þorpsins í heild. Meðan útgerðin var í „útlegð“, mátti segja að hún væri rek- in héðan aðeins að nafninu til, þar sem aðal aflinn var sóttur á fjarlægari mið, og legið við í öðrum sjóþorpum. Þegar hún er komin heim, færist hinsvegar fljótt „líf í tuskurnar“. Bátunum fjölg- ar, skipin stækka, fiskhús og reitir eru byggðir. Aflinn nú fyrst (á mótorbáta- öldinni) hagnýttur til hins ítrasta hér heima. Hvert bein og hver skúfur til einhverra nytja. Nú er það ekki lengur sem aðeins bolurinn er fluttur heim saltaður til þvotta og þurrkunar. Við þetta breytta viðhorf skapaðist aukin vinna fyrir unga og aldna. Akra- nes var nú allt í einu (svo sem föng stóðu til) orðinn nýtízku útgerðarbær, sem „skal“ áfram og upp. Hinir eldri útgerðarmenn, sem 'hér hafa verið taldir, höfðu byggt allmikið hús og reiti og þannig að nokkru búið sig undir heimflutning og frekari þróun. Hér var komin slippmynd og vélaverk- stæði o. fl. 1927 flytur hingað duglegur athafna- maður, Sigurður Hallbjarnarson. Skafti og Einar Jónssynir kaupa bát. Árni Sig- urðsson og félagar hans annan og Magn- ús á Hólavöllum þann þriðja. Allir um 30 tonn. Bátunum smáfjölgar nú áfram samhliða þvi sem aðrar þarfir útvegs- ins og framfarir fylgja á eftir. Svo sem bryggjugerðir, fyrir utan mál málanna, verulegar hafnarbætur, sem farið er að tæpa á, tala hátt um, og loks fram- kvæmdir. Á árunum 1926—1930 hefur útgerðin það sæmilegt. Eýkur það bjartsýni manna og vonir. En strax 1931 verða þær vonir allar að engu, þar sem það ár urðu afurðirnar óseljanlegar og féllu svo í verði að útgerðarmenn urðu ör- eigar eða allt að því, vegna hins mikla verðfalls. Þá töpuðu þeir mest sem mest áttu ( af fiskinum) og sem annars voru álitnir vel stæðir og engin hætta búin. Tapið varð því þess meira, sem þeir áttu fleiri skpd. af fiskinum. Þetta var vit- anlega þess tilfinnanlegra, sem þetta er aðeins byrjun að kreppu þeirri, sem útvegurinn á við að búa allan fjórða tuginn. Gekk þetta svo langt, að margir urðu á árunum 1935—’37 að ganga und- ir það „jarðarmen" að þiggja sem náð- arbrauð, skuldaskil, jafnvel sumir tvisv- ar. Það var áreiðanlega ekki öllum ljúft, þó þeir gerðu það, og það var heldur ekki þrautalaust líf fyrir suma af þeim, sem létu sig hafa það, að þiggja ekki slíkt „náðarbrauð“. Verður ef til vill síðar sagt nokkuð frá því ófremdará- standi. Þannig gengur þetta alltaf í þessum áhættusama atvinnuvegi — þó sumum skiljist það seint —. Á sama hátt sem í næsta kafla hér á undan verður nú sagt nokkuð frá þeim einstaklingum, sem hér fást við útgerð á næstu árum og koma hingað með skip. M.b. Einar Þverœingur.

x

Akranes

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Akranes
https://timarit.is/publication/865

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.