Akranes - 01.12.1943, Blaðsíða 9

Akranes - 01.12.1943, Blaðsíða 9
II. árgangur. Jólablað 1943. 10.—12. tölnblað. Jólin á heimili Lúthers Jólasöngur bariiaiiua Ejtir síra Þorstein tíriem. Jólin heima Það er yndislegt að horfa um öxl til bernskuáranna og hugsa um jólin heima á Akranesi — í foreldrahúsunum. Klukkan er að verða fimm á aðfanga- daginn og allir í óðaönn að þvo sér og klæða sig í jólafötin. AJlir reiðubúnir að hjálpa hver öðrum, allt þarf að vera hreint og allir jólaklæddir, þegar klukk- an slær fimm. Hvers vegna? Vegna þess að þá er byrjað að hringja inn jólin. Eg er svo heppin, að ég þarf ekki ann- að en hlaupa niður tröppurnar á húsi foreldra minna til að sjá kirkjuna og eftirvæntingin er svo mikil, að tvær til þrjár ferðir eru farnar áður en klukkan siær til að gæta að jólaljósunum. — En nú er stundin komin. Kirkjan er uppljómuð og klukkurnar eru byrjaðar að hringja — jrið á jörðu. Hvílík dýrð og fylling og hvílíkur græðandi friður. Fólkið streymir til kirkjunnar frá öll- um húsum í þorpinu, fullorðnir og börn. Yfir öllum og öllu hvílir ástúð og friður. Hvert einasta af þessum andlitum, sem misjöfn lífsbarátta hefur mótað, endur- speglar nú kærleika Frelsarans, sem fæddur er á þessari hátíð. Börnin bíða þögul og full eftirvænt- ingar, og nú hljómar hið sígilda, yndis- lega lag: „Heims um ból, helg eru jól.“ Síðan flytur presturinn söfnuðinum jólaboðskapinn, sem allir þrá og endur- nærir hverja sál. Að loknum sálminum: „í Betlehem er barn oss fætt“, tónar ungur maður há- tíðabæn. Venjulega er til þess valinn bezti raddmáður þorpsins það árið. Það skiptir um raddir og skiptir um menn, en allir eiga þeir eitt sameiginlegt: þeir finna, að staðurinn, sem þeir standa á er heilagur. Að lokum er sunginn lofsöngurinn: „Hátíð öllum hærri stund er sú.“ — Og íolkið heldur til heimila sinna og óskar hvert öðru gleðilegra joia. Mér er eitt í barnsminni, sem endur- tók sig á þverjum jólum: Þegar pabbi leiddi mig heim að húsinu okkar að kvöldsöng loknum, var það alltaf upp- Ijómað, — mamma hafði gengið hratt heim á undan öðrum til að kveikja jóla- Ijósin heima. Það var jólagjöf hennar til okkar. Siðbót Lúthers hófst með söng. Lút- her leitaði samvinnu við skáld of söng- fræðinga til þess að fá góða sálma og fögur lög við þá. Árið 1520 skrifaði Lút- her leitaði samvinnu við skáld og söng- allstaðar að skáldum. Guð gefi oss eina básúnu, eins og þær, sem felldu múra Jerikóborgar forðum." Hann taldi hinni ungu siðbót mikla þörf á skáldi, er gæti blásið svo í lúðurinn, að múrar páfa- valds og vantrúar hryndu í rúst niður. Lúther varð sjálftir slíkt skáld meðal þjóðar sinnar og víðar. Sálmur hans: „Vor Guð er borg á bjargi traust“ var sem herlúðurlag, enda er talið að sönglagið, er hann sjálfur Einn jólaböggul fékk ég á hverjum jólum, frá því að ég fyrst man eftir mér og til fermingaraldurs. Það voru íslenzk- ir sokkar úr vel spunnu þeli og litaðir svartir. Það var hátíðaliturinn þá. Jólamaturinn — venjulega hangikjöt með kartöflum og rauðgrautur með rjóma — var borðaður með góðri lyst. Alltaf man ég eftir ráðleggingu pabba við jólaborðið: að nú skyldum við borða okkur södd af matnum, svo að kökuátið síðar um jólin eyðilegði ekki magann. Brosið, sem orðunum fylgdi, var nægi- leg sönnun þess að ráðleggingin var holl. Það sem eftir var kvöldsins leið fljótt, gerði við þann sálm, beri í einni hend- ingunni keim af hergöngulaginu. sem hervörður hans söng á leiðinni tii Vorms 1521. Sama básúnuhljóms kennir og i ýms- um öðrum sálmum Lúthers. Er Lúther náði fleiri hljómum úr gígju sinni. Hann gat sungið sorgarljóð og sig- ursöngva, hersöngva og vögguljóð. Hér verður sagt frá einu vögguljóði hans: Sálmi, er hann orkti yfir barns- vöggu. í þeirri vöggu lá hans eigið barn. Og verður því að kynna heimilisfólk Lút- hers fyrir lesendunum. Kona Lúthers hét Katrín og var af fá- því að þá voru sungnii; og spilaðir jóla- sálmar, og þess á milli borðuð jólaeplin, sem lengi var búið að hlakka til. Klukkan 12 var gengið til hvílu, en hátíðin hélt áfram, því að nú máttu ljós- in loga alla nóttina. — Þetta var nóttin ðelga, og þá mátti hvergi bera skugga á. Það var dýrðlegt að sofna við ljós sem barn í heilögum friði jólanæturinnar, og eiga von á að vakna næsta morgun i ljósi til áframhaldandi jóla. En þó er enn dýrðlegra að horfa fram frá erli fullorðinsáranna og fagna fyrir- heitum jólaboðskaparins um eilífa gleði — og eilífan frið. Þorv. Ólafsdóttir. Akraneskirkja að innan.

x

Akranes

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Akranes
https://timarit.is/publication/865

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.