Akranes - 01.03.1944, Blaðsíða 3

Akranes - 01.03.1944, Blaðsíða 3
akranes 27 Júlíana Jónsdóttir frá Völlum F. 5. apríl 1863 — D. 9. október 1943. Kveðja frá fóstursyni. Júlíana Jónsdóttir. Hví skyldi ég ekki leggja lítið blóm, að leiði þínu, elsku mamma mín. Mér finnst sem vanti hörpu mína hljóm, er hún skal lofa kærleiksverkin þín. Það er sem hafi brostið bjartur strengur er blessað hjartað þitt ei slœr nú lengur. Nú vil ég þhkka bernsku blíðust kjör og benda í hœðir, þökk til skaparans. Því mömmu nafnið lifir lengst á vör, hið Ijúfa orð, hið fyrsta smælingjans; því skal ég minnast þín í söng og bæn- um, svo þýð og góð, sem Ijóð í vorsins blæn- um. Þú víldir glœða og göfga mína sál; þín gjöful höndin reyndist aldrei snauð. ur í starfi fyrir háleitt mark og mið. Vér njótum þess, að vita það að oss er í lófa 'lagið að skapa nýja tíma, fulla skilnings og grósku í anda markvissrar hugsjónar, sem skapar hamingju, ástúð og yl — sem skapar samstarf og sam- stillingu mannlegra sálna við guð, sem gefur þeim bjartsýna trúarsannfæringu um hið mikilfenglega gildi sjálfs sín, því að hamingjan er ekki neinn hlutur, sem maður getur tekið í lófann og þuklað á, heldur tilfinning, sem byggist á hugsun og sálarástandi, er helgast fyrir drottinn Jesú Krists. IV. Bræður og systur! Eitt skal þá vera sameiningartákn vort: Jesús Kristur, hinn krossfesti og upprisni drottinn vor og frelsari. „Leyfið börnunum að koma til mín og bannið þeim það ekki, því að slíkra er guðsríkið11, sagði hann. Með einni sál og eitt í huga skulum vér vinna að því að hann megi fá að blessa þau og oss, svo að líf vort allra megi verða honum vígt og hans blessaða uafni til dýrðar um aldir alda. Þú glœddir lífi guðlegt trúar mál því guð, þú kenndir betri er heimsins auð. Hve gott að eiga slíka mömmu minning, svo munarbjört og hlý frá fyrstu kynn- ing. Ó, vertu sæl! Guð blessi þína sál, ég sœll í hjarta geymi þína mynd. Það er mín trú og heita hjartans mál, við huggun þá ég vonir mínar bind, að mamma, er ég sofna í hinsta sinni, þá sænginni þú vakir yfir minni. Gústaf Ásbjörnsson frá Völlum. Halldóra Erlendsdóttir á Mel Dáin 8. apríl 1943. Ort af manni hennar, Sig. Sigurðssyni. Þessi gamli maður, sem hér yrkir, er nú yf- ir áttrætt. Ég var undrandi, er hann las þetta upp úr sér jafnóðum og ég skrifaði. Sigurður hefur ekki verið sérlega fas- eða fyrirferðar- mikill í lífinu. Ég þykist þekkja allvel þá Ak- urnesinga er verið hafa imér samtíða hér, en ekki hafði ég fyr þekkt þá hlið á Sigurði, sem kemur fram í þessum eftirmælum, hvorki það hugarþel né „hugarílug". Þetta sannar enn sem oftar, hve varlega mönnum ber að daama, án þess að hafa „sannprófað málin". Hve margt liggur ekki falið á ólíklegustu stöðum, sem aðeins kemur fram í dagsljósið við nánari kynni og skilning, sem er upphaf og upp- spretta allskyns gæða. Næmi Sigurðar og minni má enn marka af því, að hann kann alla Passíusálmana, og hafði lært þá 10 ára gamall af móður sinni. Það munu'fáir af yngri kynslóðinni geta sagt. Þó mun það til, því ekki er það eldri maður en Árni Friðriksson fiski- fræðingur, sem hefur numið þá frá orði til orðs. Stundul var til hreinleiks höndin, hegðun stillt og fjarlæg prjáli. Göfuglynd og góðfús öndin, glöggþekkt var af svip og máli. Trú að skylduverkum var hún. Vinum trú, það margir sanna. Drottni trú, sem barn Guðs bar hún, byrðir sárar þjáninganna. Nú er sál í sœlu gengin, sé þeim lof er þjjáða leysti. Fyrir kross er Króna fengin, Kristi hjá sem bezt hún treysti. Þeir sem fengu á æfiárum, œðstu reynd um konu þessa. Legstað munu lauga tárum, lengi og hennar minning blessa. Meistarans við heilsuhallir, sem hjástoð Drottins þenkja og unna. Kveðja hana okkar allir — elsku vinir bezt sem kunna. Þín var gleði að græða, grœttra bama sár, og af elsku þerra angurs sollin tár. Vertu sœl, þú vafðir vinararminn mig. Guðs í helgu húsi, hitti ég feginn þig. Hér sjáið þér mynd af forseta Bandaríkjanna, Franklin D. Roosevelt, þár sem hann talar í útvarp til allrar þjóðarinnar, úr embœttisbú- stað hans, Hvíta húsinu. Hér talar hann um að sett verði löggjöf, sem skyldi hvern vinnufœr- an karl og konu með fáum undantekningum, til „að þjóna landi sínu“.: Ættum við Islendingar ekki að koma á hjá okkur löggjöf, sem skyldar okkur aðeins til þess að vinna nokkrar vikur á œfinni fyrir land ofckar eða bœ. Áfram og upp með íðnaömn Iðnaður landsmanna hefur til skamms tíma verið mjög lítill, enda á byrjunarskeiði. Hefur hann þá líka sem vonlegt er, átt við ýmsá barnasjúkdóma og margskonar erfiðleika að •vtríða Ýmislegt bendir til að fólkið í hinum ýmsu iðngreinum séu engir eftirbátar annara þjóða við samskonar vinnu, þegar þeir hafa notið fræðslu, og vinna með sambærilegum tækjum. Það liggur í augum uppi, að þjóðin verður að fikra sig áfram á þeirri braut, að geta þar sem mögulegt er, verið sjálfri sér nóg um iðnað, sem á öðrum sviðum. Það er ánægjulegt að sjá ýmsar mikilsverðar iðngreinar hafa rétt úr kútnum á þessum stríðstímum, og að því er virðist, fyrst og fremst notað ágóða allan og afrakstur til að byggja upp fyrirtæki sín, að veglegum húsum og „voldugum" tækjum. Má í því , sambandi nefna Nýju-Blikksmiðjuna, Blikksmiðju Bjarna Péturssonar, Slippfélagið, h. f. Hamar og Vélsmiðjuna Héðinn, Vélsmiðj- an Jötun, auk ýmsra annara. Nú fyrir skemmstu skoðaði ég hina nýju byggingu og vélar eins þessara fyrirtækja, Vél- smiðjunnar Héðins. Þar er um húsrúm og þá ekki síður vélar, um verulega framför að ræða frá því sem áður var. En þar var þó eitt, sem heillaði mig allra mest. Það er nýtt og markar tímamót á þvi sviði. Á efstu hæð þessarar byggingar, eru tveir rúmgóðir salir samliggj- andi. Mjög vistlegir með ágætis húsgögnum. Þessi salarkynni eru eingöngu útbúin og alger- lega ætluð til afnota fyrir starfsfólk fyrirtækis- ins, sem endurgjaldslaust getur skemmt sér þarna með sínum fjölskyldum, eða notað þau til fundarhalda um sín mál. Þetta sýnist mér vera snjöll hugmynd og ágæt fyrirmynd. Ætti þetta að vera vel þegið og notað af viðkom- andi starfsfólki. — Auk þess að vera menning- arauki, auðsær vinningur margvíslega fyrir báða parta. Slíkar framfarir eru bæði gagnlegar og mikilsverðar fyrir iðnaðinn, landið og þjóðina. Ó. B. B.

x

Akranes

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Akranes
https://timarit.is/publication/865

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.