Akranes - 01.06.1944, Blaðsíða 2

Akranes - 01.06.1944, Blaðsíða 2
62 AKRANES Sjálfstæði Islands Hið myndarlega, fróðlega og geðþekka blað, Akranes, ber nú að þessu sinni svipmót þeirra merkilegu tímamóta í sögu íslenzku þjóðarinn- ar, sem markast af endurheimt sjálfstæðis henn- ar, uppsögn dansk-íslenzka sambandslagasamn- ingsins og stofnun lýðveldis á íslandi. Þá minnist blaðið þýðingarmikils atburðar í sögu Akraneskaupstaðar, sem ber upp á sama tíma, en það er áttatíu ára afmæli verzlunar- réttinda staðarins. Gagnmerkir atburðir í sögu einstakra staða og þjóða eru vel til þess fallnir að vekja og glæða átthagatryggð og ættjarðarást, samstarf og félagslund. Þeir eru hvatning til dáða og drengskapar, djarfmannlegra átaka þess stór- hugar, sem setur markið hátt í baráttunni fyrir framförum, heill og velferð lands og þjóðar. Enginn veit hvað átt hefur, fyrr en misst hefur, segir gamall málsháttur. Reynsla allra alda er órækur vottur þess, að þetta spakmæli er á rökum reist. Aldrei koma sannmæli þess og raunveruleiki þó betur í ljós en þegar um er að ræða frelsi og sjálistæði einstaklinga og þjóða. Er saga íslendinga skýrt og áþreifanlegt dæmi um það. Forfeður okkar, sem námu þetta land og byggðu það, komu hér á fót einhverri glæsileg- ustu þjóðfélagsskipan, sem sögur fara af á þeim tíma. Þessi þjóðfélagsskipan var reist á lýðræðisgrundvelli. Þeir stofnsettu alþingi á Þingvöllum 930, og er það elzta þing, sem sög- ur fara af á Norðurlöndum. Þúsund ára minn- ingarhátíð alþingis íslendinga 1930 vakti al- heims athygli, eins og kunnugt er. Þessi þjóð- félagsskipan, lýðstjórnarfyrirkomulagið á ís- landi, stóð í meira en þrjár aldir. Allt þetta tímabil var blómaskeið íslenzku þjóðarinnar. Þá urðu íslendingasögurnar til, hinn dýrmæti bókmenntaarfur þjóðarinnar, sem borið hefur hróður hennar út um víða veröld. Lögin voru sarnin og sett á alþingi og framkvæmdavaldið var í höndum innlendra höfðingja. Allri er- lendri íhlutun um stjórn landsins var vísað á bug. Ásælni og yfirdrottnun erlendra einvalds- konunga náði hér engri fótfestu. Landsmenn voru einhuga á verði gegn öllum slíkum til- raunum og héldu djarfmannlega vörð um heilög vé þjóðarinnar. í nágrannalöndum okkar voru íslendingar boðberar auðlegs og líkamlegs at- gervis. íslendingar önnuðust á eigin skipum siglingar til og frá landinu. Þá flutu „skraut- búin skip fyrir landi“ — „iærandi varninginn heim.“ íslendingar sigldu þá í vesturveg og námu þar lönd fyrstir manna. íslendingar voru mjög eftirsóttir í konunga- sölum vegna gáfna sinna, hreysti og djarfmann- legrar framgöngu í hvívetna. Þeir voru margir skáld góð. Andleg snilli, sem birtist í bundnu máli, var þá sem ávallt síðan, höfð í miklum hávegum. Hirðskáldin gengu næst konungum að mannvirðingum, en í hópi þeirra um Norð- urlönd áttu íslendingar löngum veglegan sess. Það var hlutverk íslendinga, eins og snillings- ins Snorra Sturlusonar, að bjarga frá glötun margra alda viðburðasögu Noregs og fleiri Norðurlanda. Þessi manndómur, þetta atgjörvi átti rætur sínar í sjálfstjörn landsins og þróað- ist í skjóli lýðræðisins, ósnortið af erlendri á- eftir Pétur Ottesen þján og yfirdrottnun einvaldskonunga. En það er sitthvað gæfa og gjörfuleiki. Sann- aðist það, þegar fram liðu stundir, áþreifanlega á íslendingum. Sundrung og flokkadrættir ollu straumhvörf- um í þjóðlífi íslendinga. Deilur milli höfðingja risu fjöllunum hærra. Þær urðu ekki lengur settar niður að lögum og landsvenju. Allskonar níðingstökum var beitt. Menn voru brenndir inni. Launmorð og fyrirsát voru ráðin. Þetta leiddi til þess, sem varð lýðræðinu að falli og gerði út af við sjálfstæði landsins. íslenzkir höfðingjar lögðu deilumál sín í hendur erlendra einvaldskonunga. Þeir gengu þegar á lagið og notuðu ósætt landsmanna og deilur til þess að ná í sínar hendur yfirráðum landsins. Þetta tókst. Árið 1262 gengu íslendingar á hönd Há- koni gamla Noregskonungi. Þá var gjörður gamli sáttmáli, sem íslendingar hafa mjög vitnað til í sjálfstæðisbaráttu sinni. Þá hófst hnignunin. í stað þess að treysta á sjálfa sig, þann kraft og þau úrræði, sem þeir bjuggu yfir og þroskast hafði hjá þeim í marg- ar aldir, fóru íslendingar einnig um bjargræðis- útvegi og fullnæging lífsþarfa að varpa áhyggj- um sínum upp á konung. Þau umskipti voru afdrifarík. Hinir erlendu konungar sendu brátt til landsins útlenda lög- menn og hirðstjóra og treystu með því að- stöðu sína til yfirráða um mál landsmanna. Siðar sendu þeir hingað útlenda biskupa. Bisk- upar voru á þeim tíma miklir valdamenn, ekki einasta um andleg mál þjóðarinnar, heldur og landstjórn alla. Árið 1387 gekk landið undir danskan konung fyrir mægðir og konungserfðir. Var það gjört að íslendingum fornspurðum. Eftir því sem lengra leið óx vald erlendra höfðingja hér á landi, og hélzt fátækt og úrræðaleysi lands- manna í hendur við það. Fyrst keyrði þó um þvert bak í þessum efnum um og upp úr siða- skiptum, um miðja 16. öld. Með lífláti Jóns Arasonar og sona hans í Skálholti 1550, og Odd- eyrardómi sumarið eftir mátti segja, að síð- ustu hindruninni fyrir skefjalausri erlendri yí- irdrottnun hér á landi hafi verið úr vegi rutt. Þá var þess ekki langt að bíða, að klerka- og konungsvaldið tæki höndum saman um að þjarma að fólkinu, svifta það eignum þess og fá í hendur konungi. Strax eftir siðaskiptin voru klaustrin gjörð upptæk, en þeim fylgdi mikið jarðagóss, og sló konungur hendi sinni á þær eignir. Strax eftir að landið gekk á hönd Há- koni gamla rann sakaeyrir allur til konungs, en með þeim hætti féll mikið af fasteignum ein- stakra manna, sem sekir urðu, í hendur kon- ungs. Árið 1662 fóru hinir illræmdu Kópavogseiðar fram. Þá voru landsmenn látnir vinna eið að einveldi Friðriks 3. Danakonungs. Otuðu vopnaðir danskir hermenn byssustingjum að þeim Árna Oddssyni lögmanni og Brynjólfi Sveinssyni, en þeir voru þar forsvarsmenn ís- lendinga, og er sagt að þeir hafi unnið eiðinn með tárin í augunum. Nú var svo komið, að hægt var um hönd fyrir Dani að halda í skefj- um frelsisþrá og sjálfstæðislöngun íslendinga. Með einokunarverzluninni, sem Danir þvinguðu upp á þjóðina um árið 1600, var riðinn sá hnút- ur að lífsafkomu hennar og bjargræðisútvegir allir svo rækilega drepnir í dróma, að öllu var óhætt um það, að þar væri ekki undankomu auðið í bráð. Við þetta ástand varð þjóðin að búa upp undir tvær aldir, þvi verzlunin var ekki gefin frjáls að fullu fyrr en 1854. Að vísu var losað um römmustu einokunarfjötrana nokkru fyrr, því 1787 var verzlunin að nafn- inu til gefin frjáls við þegna Danakonungs, en við aðrar þjóðir máttu íslendingar ekki skipta. Þá var hag þjóðarinnar svo komið, að lands- mönnum hafði á síðari hluta 18. aldarinnar stór- um fækkað, tala þeirra komin ofan í 40 þúsund og um það rætt af Dönum að flytja þá, sem eftir lifðu, af landi burt og setja þá niður á heiðarnar á Jótlandi. Eins og að líkum lætur var það ekki baráttu- laust af hálfu íslendinga, að slakað væri á verzlunareinokuninni. Meðal íslendinga risu þá upp menn, sem höfðu djörfung, kjark og einbeittni til þess að fletta vægðarlaust ofan af því, hversu þessir verzlunarhættir hefðu leikið íslendinga, og kröfðust breytinga. Fremstur í flokki var þar Skúli Magnússon landfógeti, og er kvæðið um Bátsendapundarann, sem við hana er tengt landskunnugt. Góðan stuðningsmann í þessari baráttu átti Skúli í Jóni Eiríkssyni, sem var starfsmaður í stjórnardeild þeirri í Danmörku, sem fór með íslenzk mál.

x

Akranes

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Akranes
https://timarit.is/publication/865

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.