Akranes - 01.10.1944, Blaðsíða 1

Akranes - 01.10.1944, Blaðsíða 1
III. árgangur Október 1944 10. tölublað I framtíðinni er fyrirheitið í september í fyrra birtist hér í blað- inu grein með eítirfarandi fyrirsögn: „Markmið blaðanna. Menning og þroski þjóðarinnar“. í næsta blaði á eftir var þetta enn gert að umtalsefni og komið fram með nokkrar tillögur. í bréfum, sem blaðinu hafa borizt svo og í við- tölum, hefur það komið fram, að grein- ar þessar hafa vakið nokkra eftirtekt og í verulegum atriðum þótt orð í tíma töl- uð. Ef farið er yfir blaða- og tímaritakost landsmanna verður fljótt komizt að þeirri niðurstöðu, að gefin séu út á ís- lenzka tungu nokkuð yfir 100 blöð og tímarit. Það verður að telja víst, að þeir, sem standa fyrir eða bera hita og þunga af þessum mikla fjölda rita, telji útgáfu þeirra hina mestu nauðsyn og verulegan ávinning fyrir þjóðina. Fyrir utan allar bækur, sem árlega koma út, hlýtur þetta að vera mikill baggi á ekki stærri les- endahóp en hér er til staðar. Það virð- ist því ekki ótímabært eða óviturlegt að hugleiða, hvort ekki sé rétt eða mögu- legt að skipa þessum málum að ein- hverju eða í heild sinni á einhvern hátt svo að saman fari meira gagn, meiri lestur og útbreiðsla, en minna fé til þeirra þarfa úr vasa hvers einstaklings. Það þarf mikla vandvirkni um efni og frágang þessara rita. Þar er ekki nóg að setja prent á pappír. Efnisval og með- ferð (fyrst og fremst að hugsun til) þarf að vera takmarkið, fastmótað og fast á eftir fylgt. Af menningarlegu gagni má aldrei missa augun. Þá kemur enn annað til athugunar. Er ekki rétt og mögulegt að sameina fleiri blöð, sem nú fjalla um hin sömu eða skyld efni? Er ekki með því hægt að spara þjóðinni og einstaklingum fé og fyrirhöfn, en gera mikið meira og mark- vissara gagn? Rýrir ekki fjöldinn nú möguleika svo margra þessara blaða og tímarita. Má ekki sameina fleiri eða færri þessara rita? Gera þau betur úr garði, fjölhæfari og sterkari til að sinna sinni mikilvægu köllun. Þá má líka spyrja, hvort ekki sé rétt og mögulegt að „nema ný lönd“ um efni og meðferð mála, bæði þau er snerta al- þjóð og einstaklinga. Væri það sjálfsagt engu ómögulegra þó ritum væri steypt saman eða þó þeim væri fækkað. Hugs- un:n er aðeins um það tvennt, hvað sé fjárhagslega mögulegt og hvað geri mest menningarlegt gagn. Með núverandi samgöngum — sem sí- felt fara batnandi — er það alger eyðsla á fé og kröftum — að gefa út pólitísk blöð nema í höfuðborginni einni. Hver stjórnmálaflokkur í landinu á að gefa út aðeins eitt blað. En gera það að efni og frágangi öllum þess betur úr garði og vanda meira til þess. Engir slíkir „kálf- ar“ eiga að koma út annarsstaðar á land- inu. Þessum stóru blöðum dreifa flokk- arnir svo út um landið. Þau eiga að innihalda nægjanlegt pólitískt „vítamín" handa hverri „kró“ og nægjanlegt póli- tískt sálarfóður til þess að hver og einn geti skilið „kristilega“ við í þeim sömu efnum frá flokksins sjónarmiði. Þegar svo búið væri að „skera af heyjunum“ hvað þetta snertir, gætu bæ- irnir eða héruðin miklu betur gefið út og staðið undir hæfilegu menningar- málgagni um sameiginleg mál snertandi sitt hérað. Þar er á hverjum stað ótelj- andi verkefni, sem nú eru lítt eða ekki rækt eða gætu verið það mun betur. Að- alverkefni þeirra á að vera: Að leysa vandamál samtíðarinnar með hógvær- um hyggindum og að varða veginn inn í framtíðina, svo að ellin geti vegna æsk- unnar horft þangað hverju sinni örugg og glöð af því að hún hafi ekkert tæki- færi látið ónotað til þess að skapa henni þar „undralönd“. Málgagn fyrir hæfilegt svæðli, sem allir stæðu utan um og styddu með ráð- um og dáð, er eitt öruggasta og bezta meðal til að leysa mikinn vanda með þjóð vorri. Ein hin bezta og varanleg- asta „morgungjöf“ til vors unga lýð- veldis. Með engu móti er fremur lagður grundvöllur — eða tryggt — að næsta kynslóð geti full notað tækni, menntun, tíma og fé í fangbrögðum við erfiðleik- ana, sem mæta kunna á komandi tím- um. Næstu kynslóðir inna þetta hlut- verk ekki af hendi með sæmd og sóma nema vér leggjum þar grundvöll í lífi og starfi með einlægni og alvöru. Á sama hátt og hver hinna pólitísku flokka getur látið sér nægja aðeins eitt málgagn — og hefur hag af því að þau séu ekki fleiri. — Á t. d. eitt málgagn að nægja fyrir alla bindindisstarfsemi í landinu. Eitt íþróttablað fyrir al'la í- þróttastarfsemi. Eitt sjómannablað. Eitt um vísindi. Eitt um allskonar listir, hvor^ sem væri í tónum eða töfrum í annari mynd. Eitt um allskonar alhliða búnað- armál. Eitt um allskonar skólamál. Eitt fyrir almennt kirkjulegt starf. Eitt fyrir öll þau samtök og félagslegt starf, sem hefur þroska og þrótt til þess að beina æskunni í heild sinni á hollar og heilla- vænlegar brautir, hvaða trú eða lí-fs- skoðun sem hún annars kann að að- hyllast. Hvert þessara blaða og rita getur svo haft inn á milli létt og laðandi efni, að- eins með hliðsjón af því að það sé lyft- andi og göfgandi. Það er og ekkert nauð- synlegt að byggðablöð rígskorði sig við fjall eða fjörð í tíma og rúmi. Heldur hugsi um það fyrst og fremst, að „gera hreint fyrir sínum eigin dyrum“, og vinna sínu „heimalandi“ gagn og sóma. Á okkar landi eru allstaðar svo marg- þætt verkefni óleyst; verklega, í sannri menntun og menningu. Til þess að eitt- hvað ávinnist í þeim efnum þarf mikið átak, áhuga og skilning á nauðsyn sannr- ar menningar og manndóms. Gott blað er hverju héraði mikilvægt tæki til framdráttar slíkri höfuðnauð- syn. Ekkert blað eða tímarit á að vera gef- ið út i gróðaskyni eða til þess eins að brauðfæða letingja og landeyður eða jafnvel leiftrandi gáfumenn. Heldur f þeim tilgangi að gera þjóð og einstakl- ingi verulegt og varanlegt gagn í bráð og lengd.

x

Akranes

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Akranes
https://timarit.is/publication/865

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.