Akranes - 01.10.1944, Blaðsíða 4

Akranes - 01.10.1944, Blaðsíða 4
124 AKRANES Bréf frá íslenzkum hermanni Þorsteinn Snæbjörnsson flugforingi í fornöld VGru íslendingar ekki síðri hermenn en hverjir aðrir. Úr síðustu heimsstyrjöld, sem og þeirri sem yfir stendur, bendir ýmislegt til að þeir standi enn hverjum öðrum á sporði um hreysti, „vígfimi“, hugdirfð og karl- mennsku. Margir Vestur-íslendingar hafa orðlð að taka þátt í þessum hildar- leikjum, og getið sér þar hið bezta orð. Hinsvegar hefur heimamönnum ekki borið nein borgaraleg skylda til þáttöku í ógnarleik þeim, sem nú er háður. Þó er mér kunnugt um tvo íslendinga, sem þar berjast nú að forníslenzkum sið. — Bendir ýmislegt til að þeir séu þess al- búnir að standa í lyftingu að fornum sið og skjóta sér ei að baki þeim er næst slæði, er hættu bæri að höndum. Þetta eru ungir menn af borgfirzku kyni, synir Snæbjarnar bóksala Jóns- sonar frá Kalastöðum. Þorsteinn sonur hans fór héðan að heiman í apríl 1940 til Englands (úr 5. bekk Menntaskólans á Akureyri) og gekk þá þegar í brezka flugherinn í maí 1940. Til þess starfs er víst ekki gleypt við hverjum aukvisa, ef marka má af læknisrannsókn þeirri, er Þorsteinn gekk undir, en hún stóð yfir í fjórar klukkustundir samfleytt. Hann fékk 100 mörk í öllum greinum þessa prófs. Fyrsta veturinn eftir að hann var út- lærður, var hann í Englandi, aðallega í næturflugi. Seinna fór hann sem sjálf- boðaliði til Afríku og var þar í frægustu flugsveit Breta nr. 111. Þar gat hann sér slíkt orð að þeir kölluðu hann ,augu‘ flugsveitarinnar. Hans var þráfaldlega minnst með miklu lofi í enskum frá- sögnum, einkanlega frá Afríku, enda var hann sæmdur heiðursmerki fyrir vask- lega framgöngu og ósérhlífni. Þorsteinn tók þegar í byrjun þátt í frönsku innríý^nni og hefur vex'ið á þeim slóðum síðan, og einmitt þaðan er annað þeirra bréfa skrifað, ,sem hér verða birt. í fyri’asumar var Þorsteinn kennari við flugskóla, og í vor, — áður en innrásin hófst — gekk hann á skóla fyrir æðri foringja. Bróðir Þorsteins, Bogi, fór og til Eng- lands í janúar s. 1., og réðist þegar á brezka kaupskipaflotann. Fyrst var hann í strandsiglingum við England, en þegar innrásin hófst var skipi hans hald- ið til Frakklands. Að hann geti alltaf talið sig á öruggum stað, nægir að benda á, a. m. k. þrjú af skipum þeim, er hann hefur siglt á, er búið að skjóta niður. Bogi er fáorður um það, sem hann heyrir og sér, en í einu bréfi til föður síns segir hann: „Þú skalt aldrei heyra það, pabbi minn, að ég hafi verið hrædd- ur“. Einhver heldur ef til vill að drengj- um þessum hafi fundist blóðið renna til skyldunnar um að standa í þeim spor- um, er nú standa þeir. (Móðir þeirra var brezk). En af litlu atviki má ráða, að Þorsteinn sé minnugur setningarinn- ar: „íslendingar viljum vér allir vera.“ Því þegar hann innritaði sig, vildi hann ekki geta um móðerni sitt, af ótta við að verða talinn brezkur maður. Það er gaman, og þjóð vorri gagnlegt, að eiga enn svo frækna syni, sem ekkert kunna að hræðast. Nú geta menn aflað sér fjár og frama á auðveldari og hættu- minni hátt, en að kappkosta að vera 1 fremstu víglínu í ógnarstríði því, er nú og um langt árabil þjakar heim allan. Eg vona, að báðir þessir ungu menn komist heilir heim, því að slíkir ofur- hugar hljóta að gera íslandi mikið gagn og sóma, ef þeim endist aldur. Ó. B. B. Hér koma bréfin: „20. september 1944. Elsku pabbi minn! Bara nokkrar línur til þess að láta þig vita að mér vegnar vel. Eg er nú í Belg- íu og fylgi hernum rækilega á eftir. Eg var svo heppinn að fá tækifæri til að dvelja tvo daga í París og sjá merkis- staði þeirrar fögru borgar. Hjá franskri fjölskyldu, þar naut ég hinnar beztu umönnunar, og sonur hjónanna ( á ald- ur við mig) fór með mig um og sýndi mér flesta sögulegustu staðina. Það var ákaflega ánægjulegt að sjá, hve glaðir Parísarbúar voru yfir komu banda- manna og finna, hve móttökurnar voru alúðlegar. Það var ekki um aö villast, að íhrökk- um þótti vænt um að sjá okkur, en í Belgíu var eins og fólkið væri viti sínu fjær af kæti, einkum nokkra fyrstu dag- ana, og þó að það sé farið að stillast dá- lítið, er eins og það viti ekki hvað það á að gera til þess að láta í ljósi gleði sína yfir komu okkar og gera okkur líf- ið sem ánægjulegast. Eg hef þegar feng- ið heimboð á marga tugi belgiskra heim- ila. Mér tókst að ná tangarhaldi á yfir- gefnum þýzkum bíl (geysistórum og fal- legum sportsbíl), og eitt sinn þegar her- deild okkar flutti sig, ók ég honum frá París til Brussel. Það var ákaflega skemmtilegt ferðalag, og eftir að hafa ekið í gegnum raðir mannfjöldans, sem í hverri borg og hverju þorpi stóð eins og veggur meðfram veginum, æpandi gleðiópum, var bíllinn sneisafullur af ávöxtum, vínflöskum, eggjum og blóm- um, og mér fannst eins og handleggur- inn væri að detta af mér eftir að hafa hvildarlaust verið að veifa og heilsa. Að hugsa sér, hve Belgíumenn loga af hatri til Þjóðverja! Og hvað þeir elska banda- menn, þrátt fyrir allar sprengjurnar, er við höfum látið rigna yfir borgir þeirra og bæi. Manni hlýnar um hjartað við þetta, og finnst, að maður ekki hafa unn- ið fyrir gýg. Eg fékk Bréf frá Boga í gær og svar- aði honum samstundis. Hann segir ekki mikið um sjálfan sig fram yfir það, að hann var þá á Frakklandi og beið skips. (Síðan koma kveðjur til ýmsra kunn- ingja og skyldmenna, skilaboð og slíkt). Þinn elskandi sonur Steini.“ Eftirfarandi kaflar eru úr bréfi frá Þorsteini til systur hans, skrifuðu í febr. 1941, meðan hann var enn við nám. — Bréfið er birt í MIDNIGHT SUN, 1. marz s. á., blaði því er brezka setuliðið gaf þá út í Reykjavík. Það er skrifað á ensku. „Um sjálfan mig hefur þar stundum munað minnst að ég yrði fyrir sprengj- um, eins og eftirfarandi saga sýnir: Fyrir nokkru hafði mér verið fenginn dvalarstaður í litlu þorpi, h. u. b. hálf- um öðrum kílómetra frá flugvellinum, þar sem ég starfaði. Kvöld eitt var ég við heimavinnu hjá félaga mínum í þorpinu, og þegar henni var lokið, var svo framorðið að ég afréð að dvelja næt- urlangt. Um nóttina kom loftárás. Um morguninn, þegar ég gekk heim til mín, sá ég að allmörg hús höfðu verið lögð í rústir, enda þótt flestar hefðu sprengj- urnar fallið á óbyggð svæði. Þegar ég kom á þann stað, þar sem heimili mitt hafði verið, sá ég að ekki var eftir af húsinu nema múrsteinsdyngja, og und- ir henni lágu gömlu hjónin, sem ég hafði dvalið hjá, dauð og grafin . . . Vitaskuld hafði ég lifað ýms ævintýri og spennandi augnablik uppi í loftinu, eins og eitt sinn er ég var að æfa flug- brögð í 3000 feta hæð, og var að hætta svokaUaðri. J,hægaveltu“ og gangvélin hafði stanzað. í nokkur augnablik lét ég flugvélina renna sér áfram og horfði á

x

Akranes

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Akranes
https://timarit.is/publication/865

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.