Akranes - 01.10.1944, Blaðsíða 5

Akranes - 01.10.1944, Blaðsíða 5
AKRANES 125 Útgefandi, ritstjóri og ábyrgðarmaður: Ólajur B. Biörnsson. Gjaldkeri: Óöinn Geirdal. Afgreiðsla: Unnarstíg 2, Akranesi. Kemur út mánaðarlega 12 síður. Árg. 20 kr. Prentverk Akraness h.f. landið neðan undir. Hvergi gat ég séð völl, sem lenda mætti á, ekkert nema skóga, hálsa og stöðuvötn. Ég afréð að ekki væri annað til úrræða en að steypa vélinni beint niður og reyna að koma mótornum í gang aftur. Eg ýtti stjórnvelinum fram á við og og horfði á hæðarmælirinn. Nálin fór niður, niður, niður. Ég reyndi allt sem ég gat til að koma mótornum í gang, en allt árangurslaust. Ég horfði á nál- ina fara niður fyrir 1000 fet, niður fyr- ir 500 fet. Loks við 300 fet ákvað ég að þetta væri vonlaust, ég yrði að fá flug- vélina flata áður en það væri um sein- an. Rétt í því augnabliki sem ég var að taka í stjórnvölinn til þess að draga hann að mér, hoppaði hjartað í mér: Mótorinn hafði tekið að hósta. Þegar nálin var við 200 fet tók mótor- inn að ganga eðlilega og ég dró stjórn- völinn að mér hægt og hægt og fann hvernig ég varð þyngri og þyngri í sæt- inu; en það stafar af miðflótta- og að- dráttaraflinu. Eftir því sem flugvélin komst á flat- ari rás, fann ég hvernig blóðið hvarf úr höfðinu á mér, og brátt varð svarta- myrkur fyrir augunum á mér enda þótt ég héldi fullri meðvitund. Að nokkrum andartökum liðnum fann ég þyngslin hverfa af mér og blóðið streyma aftur til höfuðsins. Þegar ég fékk sjónina á ný, sá ég að ég flaug því nær beint upp. Það getur ekki hafa munað nema nokkrum metrum að ég væri kominn til jarðar. Eftir þetta varð ekkert að mótornum og ég lenti heilu og Löldnu á flugvellinum. Ég gæti haldið lengra áfram að segja þér af smáatvikum þessu líkum, en það yrði of langt bréf. Þetta er nú það sem ofvitringar nefna tilviljanir. í hinni frægu bók sinni TRIUMPH OVER TUNISIA, um afrek flugliðsins í Norður- Afríku, segir Commander Wisdom (bls 74): Eini íslendingurinn í konunglega brezka flughernum var Þorsteinn Jóns- son, og var í Deild 111. Þegar hann var tuttugu og eins árs, var hann búinn að skjóta niður þrjár þýzkar flugvélar. Þessi stóri, bjartleiti og orðprúði ís- lendingur stjórnaði flugvél í fyrsta flokknum. Hann hlaut heiðursmerkið Diíitinguished Flying Medal. MINNINGARORÐ Þorvaldur Ólafsson frá Brœðraparti Það er ekki langt seilst aftur í tímann . að líta til 1870 eða svo. En jafnvel þeir, sem um þetta leyti eru fæddir, hafa lif- að svo sem verða má „tvenna tímana“ í mörgum efnum. í uppvextinum lifðu þeir næstum að segja sárustu örbirgð, og urðu ungir að leggja mikið að sér til þess að sjá sjálfum sér og foreldrum sínum og heimili farborða. Þá var ein- mi Þorvaldur Ólafsson hæfi atvinnuveganna enn í algleymingi og nútímatækni og þægindi „langt und- an landi“. Þorvaldur Ólafsson var fæddur á Bræðraparti á Akranesi 14. september árið 1872. Hann fékk því í æsku að reyna ýmislegt af þeirri fábreytni í lífi og leikjum, sem einkenndi þetta tímabil, en líka að stríða við þá margbreyttu erfiðleika, sem við var að etja hinsveg- ar. í móðurætt var Þorvaldur kominn af hinni kunnu Zoegaætt. Sonur Guðrún- ar Tómásdóttur smiðs Zoega í Garðhús- um og síðar á Bræðraparti, sem hér hef- ur nokkuð verið getið í blaðinu áður. Hún var alsystir Geirs T. Zoega rektors Menntaskólans í Reykjavík. Faðir Þorvaldar, og maður Guðrúnar, var Ólafur Jóhannesson, ættaður af Mýrum. Þau Ólafur og Guðrún reistu bú á Bræðraparti og bjuggu þar — í syðri bænum — þangað til Jón Gunnlaugsson keypti Bræðrapart og flutti þangað 1902 en þá fluttu þau að Sýruparti, þar sem þau bjuggu þangað til Ólafur andaðist 11. nóv. 1908. Þessi voru börn Ólafs og Guðrúnar er upp komust: 1. Þorvaldur, sem hér er nefndur, og var þeirra elztur. 2. Sigríð- ur, saumakona, sem lengst af var ráðs- kona Gísla Daníelssonar í Kárabæ. 3. Tómás og 4. Jóhannes, og voru þeir tví- burar. Jóhannes mun hafa látist um tví- tugt, með þeim hætti að hann drukkn- aði niður um ís, hér inn á Fjörum. Tóm- ás gerðist snemma sjómaður og nam stýrimannafræði, tók próf 1903 (f. 6. 8. 1879). Hann var stýrimaður á ýmsum skipum. Hann tók út í slæmu veðri 12. marz 1909. 5. Elín, ekkja í Reykjavík, eftir Jón Júlíus Pálsson. Þorvaldur þurfti snemma að hjálpa íoreldrum sínum, og byrjaði því ungur að fást við sjóinn. Fyrst á opnum bát- um, og síðan á skútunum. Þegar er vél- bátarnir komu til sögunnar hér, ræður Þorvaldur sig þangað. Fyrst á „Svan- inn“ með Hákoni Halldórssyni, og síðar og miklu lengst á „Hrafn Sveinbjarnar- son“ og „Kjartan Ólafsson“ með Bjarna Ólafssyni. Að Þorvaldur hafi verið gagnsmaður, má marka á því einu, hve lengi hann var hjá þeim tveim formönn- um, sem nú voru nefndir, sem báðir voru atorkumenn til sjósóknar, eins og kunnugt er. Þorvaldur var óvenjulega léttlyndur maður, síkátur og fjörugur. Gerði gott úr öllu og var ekki að fárast út úr smá- munum. Ekki trúi ég að margir hafi séð hann reiðast um ævina. Hann var iðinn maður og vinnusamur, þó ekki væri hægt að segja að hann væri kappsfullur atorkumaður. Hann kunni vel til allra venjulegra verka til sjávar og sveita. Árið 1902 giftist Þorvaldur fyrri konu sinni Þórunni Finnsdóttur, (Gíslasonar frá Sýruparti og konu hans Sesselju Bjarnadóttur) en missti hana þegar á næsta ári eftir barnsburð. Dóttir þeirra, Valdís, er nú ekkja í Reykjavík eftir Árna Magnússon vélstjóra. í annað sinn giftist Þorvaldur 3. jan. 1900,, Sigríði Eiiríksdóttur, ættaðri úr Reykjavík. Þau bjuggu hér á ýmsum stöðum, en lengst af á Valdastöðum og í hinu myndarlega húsi á Bragagötu 4. Þau áttu saman þessi börn: 1. Ólafíu, gift Gesti Andréssyni bónda og hrepp- stjóra á Hálsi í Kjós. 2. Tómás, sem drukknaði hér í Teigavörinni með þeim Bjarna Ólafssyni árið 1939. Hann lærði sjó hjá Bjarna, og var með honum alla tíð, — líka alfarinn héðan —. Hann var efnilegur maður og góður drengur. 3. Sigurður, vélstjóri, að hálfu eigandi m.b. „Sigurfari“. Giftur Svöfu Símonardótt- ur. 4. Málfríður, gift Runólfi smið Ólafs- syni. 5. Eiríkur, giftur Guðrúnu Finn- • bogadóttur. 6. Ólafur, ógiftur og Þor- steinn, ógiftur. Dreng og stúlku misstu þau á unga aldri.

x

Akranes

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Akranes
https://timarit.is/publication/865

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.