Akranes - 01.12.1944, Blaðsíða 16

Akranes - 01.12.1944, Blaðsíða 16
148 AKRANES nágrannakonur hennar hafa séð hana fara út í fjós á fjórða degi). En hvað sem öllu þessu líður, var hún komin með hrífuna eftir viku. Ragnheiður eignaðist sjö börn, er voru svo að segja sitt á hverju árinu. Áhyggjurnar og erfiðleikarn- ir minnkuðu því ekki næstu árin, né heldur búsannirnar. Á þessum árum rakaði Ragnheiður allt, sem rakað var í Nýjabæ og sinnti öðrum störfum, nema rétt á meðan hún lá á sæng. Hún segir, að þetta hafi vitanlega verið ákaflega baslborið og erfitt. Það var sjaldan úr mörgu að velja til næsta máls. Þrátt fyrir allt, segir Ragnheiður, „fannst mér eins og björg bættist með hverju barni.“ Eina vertíðina lá Sigurður maður hennar í verinu í sjö vikur í hnémeini. Má nærri geta, að þá sem oftar hafi hún orðið að taka til hend- inni, auk þess að bera þungar áhyggjur af komandi dög- um. Mann sinn missti Rágnheiður 24. nóvember 1911. Hætti þá við búskapinn og flutti hingað í Skagann. Tveir synir henn- ar, Sigurjón og Ingólfur keyptu þá Neðri-Teig. Þar bjó hún nokkur ár með drengjunum. Síðan eignaðist Sigurjón einn Teiginn. Þar býr hann enn ásamt konu sinni Guðrúnu Einars- dóttur. Þar hefur og Ragnheiður dvalið alla tíð frá 1911. Auk þeirra tveggja sona, sem áður eru nefndir, — og tveggja, sem dóu ungir —, á hún Guðbjörn, Ásgrím og Stefán. Allir þessir synir hennar eru búsettir hér. Það þarf þó nokkuð til að „standast prófið“ í slíkum „reynsluskóla", sem hér hefur verið nefndur. Má óhikað segja, að Ragnheiður hafi staðist það með mikilli prýði. Hún er vel greind, og kann vel að koma fyrir sig orði. Hún er örgerð og hreinskilin. Léttlynd þrátt fyrir allt og spaugsöm, en getur átt það til að vera meinyrt. Það má nærri fara um menntun þá, sem henni hafi verið ætluð eða búin á þeim árum, er hún var að alast upp. En það vita kunnugir, að hún hefði getað lært, og það er náttúrlega eitt af æskudraumunum, sem ekki gat ræst. Skapstór er Ragnheiður að marki, og á vafalaust bágt með að láta hlut sinn fyrir hverjum sem er. Býst ég við að ber- sögli hennar, og að hún þættist ekki þurfa að láta hlut sinn í hverju tilfelli, þó fátæk væri, hafi fyrr meir komið sér illa stundum. Aldrei hafði hún ástæður til að sleikja letinnar brauð. Hún var vinnuhörð við sjálfa sig og aðra, enda finnst henni að nú til dags sé lítið unnið. Er það sjálfsagt rétt, móts við það, sem hún og hennar líkar urðu að leggja á sig í gamla daga, enda er það nú bættur skaðinn. Ragnheiður virðist við fyrstu kynni vera mjög hrjúf og hörð í skapi. En það er svo um hana sem ýmsa aðra, að innra geta búið heitar tilfinningar, þó ekki séu þær „breiddar til þerris“ framan í hvern sem er. Þeir, sem þekkja hana um tugi ára vita vel, að þar er hiti inni fyrir. Eg þekki Ragn- heiði vel að fornu og nýju. Hún hefur ákveðnar skoðanr í hverju máli, og breytast ekki frá degi til dags. Hún hefur einhverntíma sagt við mig: „Trúin á Guð, og að treysta hon- um, hefur hjálpað mér meira en nokkuð annað. Eg sann- reyndi þetta oft í mínum erfiðleikum.“ Þeir menn eða konur, sem ekki taka slíka vitnisburði gilda sem Ragnheiður í þessum efnum, neita staðreyndum, og þeir, sem á hinum síðustu og verstu tímum neita slíkum stað- reyndum eru ekki líklegir til að „fara í föt“ slíkra kvenna, þótt þeir mættu á lífsleiðinni minni mótblæstri en Ragn- heiður — og margar aðrar — hefur mætt. Ragnheiður hefur alla tíð verið „hraustmenni“ til sálar og líkama. Eg óska henni til hamingju á þessum 85. afmælis- degi hennar, og gleðst yfir því, að hún hefur fengið minni „andbyr“ síðari hluta ævinnar. Hún getur því þakkað Guði, og verið sátt við lífið, þó skólinn hafi verið harður framan af. Hún hefur sannreynt, að hún má treysta Guði, og það er hæsta og dýrmætasta próf, sem hér verður náð. Ó. B. B. ÓL. B. BJÖRNSSON: Þœttir úrsögn Akraness II. 5. Persóniisaga Magnús smiður Vigfússon ALDARMINNING Magnús er fæddur 11. nóvember 1844 í Miðbýli í Akranes- hreppi hinum forna. Engin deili veit ég á Vigfúsi föður hans, en móðir Vigfúsar var Guðríður Einarsdóttir, síðari kona Magnúsar Sigurðssonar hreppstjóra í Lambhúsum. Þegar Magnús var 10 ára gamall flutti hann með móður sinni að Lambhúsum, sem þá gerðist bústýra hjá Magnúsi Sigurðssonar hreppstjóra þar. Þau giftust nokkru síðar og ólst Magnús upp hjá þeim síðan. Á unga aldri stundaði Magnús sjóróðra, en þegar Ritchie hinn enski, sezt hér að með sína nýju niðursuðuverksmiðju 1863, ræðst Magnús þangað og er þar öll sumur meðan Rit- ihie og niðursuðuverksmiðjan starfaði hér, til 1874 eða 1875. Mörg hin síðari árin var Magnús yfirmaður hjá Ritchie. — Aðra tíma ársins stundaði Magnús sjóinn eins og áður. Það fyrsta, sem Magnús tók út á vinnu sína hjá Ritchie var stundaklukka, var lítið um þá hluti í þá daga. Kom Rit- chie með ýmsa fáséða hluti hingað, svo sem hjólbörur, eins og sagt hefur verið í öðrum þáttum blaðsins. Lítið var um lærdóm í þá daga. Þó hafði Magnús lært að skrifa hjá Sigurði Lynge, má sjálfsagt þangað rekja hina ágætu hönd hans. Þó gat aðstaðan verið betri til þess náms, því að allt var skrifað á hnjám sér. Vera hans hjá Ritchie var honum nokkur menntunarauki. Þar komst hann nokk- uð niður í enskri tungu m. a. Líklega er það 1868, sem Magnús giftist fyrri konu sinni, Halldóru Sigurðardóttur frá Mið-Sýruparti. Fyrst munu þau hafa búið í gamla Lambhúsabænum. Þau áttu saman þrjú börn. Sigþrúði og Guðríði, sem báðar dóu ungar og svo Vig- fús, sem síðar bjó á Austurvöllum. Vigfús var faðir þeirra bræðra, Magnúsar, Sigurðar og Daníels Vigfússona, er hér kannast allir við. Annaðhvort er það 1869 eða 1870, sem Magnús kaupir Skarðsbúð, en 1876 skipta þeir á eignum, Gestur Gestsson í Gestsbæ og Magnús. Þar byggir Magnús bæ þetta sama ár, örlítið sunnar en gamli Gestsbær stóð. Hann nefndi þennan bæ Vegamót og hefur svo heitið síðan. Þessi Vegamótabær stóð síðan í þeirri mynd sem Magnús byggði hann þangað til 1909. Þá áttu Vegamót mikla lóð, sem náði allt upp að Skuld, Melbæ og vestur að Traðarbakka og Bjargslóð. Árið 1884 selur Magnús Vegamót, en tekur undan mikla lóð og byggir nú timburhús á Austurvöllum. Fyrri konu sína missti Magnús nokkru fyrir 1890. Eftir að hann hættir hjá Ritchie fer hann að stunda smíðar. Magnús var mjög laginn, en hafði hins vegar ekkert lært í þessari grein. Hann fékkst meira við þessar smíðar uppi um sveitir vor og sumar, en stundaði sjóinn aðra tíma árs. Einnig fékkst hann við báta- smíði hér heima ætíð síðan, meðan hann hafði heilsu til. Sumar eitt var Magnús við byggingar hjá Vigfúsi bónda á Grund í Skorradal. Hafði þá dóttir hans Elín, sem bjó í Arn- þórsholti í Lundareykjadal verið ekkja um eins árs skeið. Hana langaði til að búa áfram, svo að ekki þyrfti að tvístra börnunum. Vigfús faðir hennar fékk því Magnús til að gerast ráðsmaður Elínar og fór hann þangað 1890. Elín var dóttir Vigfúsar bónda á Grund í Skorradal, eins og fyrr segir, fædd 6. 10. 1850. Móðir hennar var Kristín Er- lendsdóttir, systir Tómasar á Bjargi og þeirra mörgu syst- kina. Alsystir Elínar var Halldóra, sem fyrr átti Jón Helgason frá Neðranesi og síðar Sigurð Sigurðsson frá Sýruparti, sem síðast var í Sóleyjartungu og dó þar. Elín var gift Þorvaldi Þórðarsyni frá Kistufelli Jónssonar Þórðarsonar frá Gullberastöðum. Kona Þórðar og móðir Þor-

x

Akranes

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Akranes
https://timarit.is/publication/865

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.