Akranes - 01.03.1945, Blaðsíða 6

Akranes - 01.03.1945, Blaðsíða 6
80 ára afmæli Akraness sem verzlunarstaðar 16. júní 1944 Hinn 18. júní s. 1. fóru hér fram mikil hátíðahöld í tilefni af lýðveldistökunni 17. júní. Það var ætlun blaðsins fyrir löngu, að birta nokkuð frá þessum hátíðahöldum. Verður það að dragast nokkuð enn. Hins vegar birtast hér sérstaklega kvæði þau, er Kjartan Ólafsson skáld flutti Akranesi við þetta tækifæri. KVÆÐI TIL AKRANESS 16. JÚNÍ 1944 Eilífðarhiminn býr aldanna faðir, örlögum skiptir, sjá tímanna raðir. Sjónheimar lyftast og líða í kaf liðinna ára svo breytingahraðir. Sá guð, sem oss lífið og landið gaf, hann lifir í sól þinna gróandi stranda, með hamingju fólksins í hjarta og anda, sem helgast við blikandi trúarstaf. Þjóðheimar opnast með útsýn víða, aidir og stundir þar framhjá líða. Framtíðin velur hvað forlíð er næst, fyrst skal á reynslunnar játningu hlýða. Hyggja á því liðna til hagsældar hæst, hefja til sigurs og frama það góða. Heilsteyptri menning til byggðanna bjóða, brjóta henni landið til vegsemdar stærst. Máttuga verðandi samtíðarsaga, sókn þinni skaltu með víðsýni haga lýður, sem átt þessa broshýru byggð, berðu í sjóði komandi daga rækt við það fagra með festu og tryggð. Finndu hvar gæfunnar leiðir mætast, með viljann, sem lætur alit blessasl og bætast borinn af samhuga meining og dyggð. Um spor þeirra fyrnist sem fyrstir hér tróðu fjörunnar strendur og vegina hlóðu. Reystu sér hús fyrir hamingjuból harðir og djarfir í mannraunum stóðu. Bátunum stýrðu eftir stjörnum og sól. Starfið f framtíðarborgina lögðu. Reyndir að mannviti meir en þeir sögðu merktu sér braut fyrir örlagahjól. Ardegi ljómar um landið vort kæra. Leyst eru bönd, sem fyrr vildu særa, högum er breytt um bjartari tíð, börnum þjóðar, sem heill á að færa. Svo mikið er orðið það starf og stríð, styrkjum og fegrum þá menningar heima. Ræktum þar jörð, sem að gróður má geyma. Gullaldarsól fyrir framtíðarlýð. II. Brosir byggðin fríða, blómin engi skrýða. Hafið blikar blátt við fjarðarrönd. Vík og vogar ljóma. Vorsins raddir hljóma, geislar blíðir ylja akurlönd. Hendur hafa unnið, heillasögu spunnið. I.yft til frama bjarmasælli byggð. Björg að landi borið, byggt og treyst á vorið, ræktað hugi fyrir dáð og dyggð. Verkin svipmót sýna. Sigurvarðar skína, auðu löndin námu nýir menn. Byggðu bátinn stærri. Bæinn rýmri og hærri, lifðu í starfi tímamótin tvenn. Geymist mynd og minning, margt um tjón og vinning, líf og dauða, fólksins starf og stríð. Tímar sorgum settir. Sólskins gróður blettir skiptast á að skapa vaxtartíð. Brotið haft og helsi. Heilsar dýru frelsi. Vonum unga æskufylking þín. Vegsemd fylgir vandi. Vinnum þjóð og landi dagsins menn við frelsissólarsýn. III. Þú fagra byggð með brimaþungar strendur sem breiða faðminn móti hlýrri sól. Með hciðabaðm og bjartar gróðurlendur, sem búa lífsins fræum vaxtarskjól. Þar ilmar jörð og andi vorsins blíður í æskulundum vckur hjartans þrár. Þín yndisgrud og himinn vona víður á varma geisla fyrir bros og tár. Þú byggð, sem elur fyrirhcitsins foldir, og fólksins drauma á hafsins viðu slóð. Þinn auðnuvegur grær um mar og moldir. Þar mætist allt þitt stríð og hjartablóð. Þinn hagur blómgist þar á sóknarsvæðum við samtök frjáls hjá starfsins glaða lýð. Þinn dagur skíni í sól frá sigurhæðum og safni gcislum nýrri framatíð. AKRANES Akranes, fagra og broshýra byggð, hve blár er þinn himinn með sóltjöldin skyggð og víðsýni vorljósra heiða. En blómlönd þín geyma gróðurmögn hlý. Þar glitra þær daggir, og sóllitu ský, sem liugann til langferða leiða. Mannfriða byggð við hinn brimþunga' fjörð, hve birtir af vori um þína jörð með sólblik um sund og voga. Þar streymir svo djúpur, svo breiður og blár, þinn bjargræðisvegur, hinn hvikuli sjár og ljómar í purpuraloga. Hafvindar blása um leiðir og lönd með lífsöflin björtu að þinni strönd og hreinan og heilnæman anda. En skerin og klettana þanggrónu þvær, svo þýtur á boðum hinn ólgandi sær, og brýtur við sólvermda sanda. Dulbliða kyrrð yfir klettanna þröng með kvakandi æður- og haffuglasöng, þú átt þar hjá lognöldu lundi. Með dýrð yfir víðáttu fjarðar og fjalls, þinn fegursti gróður ber svipmót þess alls, er skín þér frá sveit og af sundi. Baráttuheimur, með storminn við strönd, þar stórsjóinn brýtur, hann seilist um lönd, og grcfur í grjótið og sandinn. Þar bylurinn gnauðar, og hríöin svo liörð, við hafsækna menn eru átökin gjörð, því helgast þér hetjuandinn. Dagbjarta veröld, með sumar við sæ, hvc sælt er að unna við kyrrðina í blæ og bcrnskunnar blómálfur dreyma. Þú strönd minnar æsku, sem átt mína tryggð, minn yngsta fögnuð, og söknuð og liryggð. Þitt nafn vil ég göfga og geyma. Voraldar sunna frá heiðríkju lieim, við liafsbrún og tinda, um foldir og geym á börn þín og blómlendur skíni. Svo framist þín æska í framtíðarborg. Við frelsi og hciður og glcði og sorg, og viljann í verkinu sýni. ÆTTJÖRÐIN Við elskum þig ættjörðin góða, sem umvefur hjartað og glæðir þess ljós, sem geymir við barminn bernskunnar rós og blómin í heimi æskunnar ljóða. Svo fögur í Iitbrigðaljóma þú lifir í barnanna vorglööu sál, og himinn þinn sindrar við sólnanna bál með sumar á strengjum cilifra liljóma. Þú vakir í vonunum ungu, í veröld, sem ljómar í morgunsins dýrð. Svo mild og svo hörð yfir brosum þú býrð og barniö sig finnur í hljóm þinnar tungu. Þú minningajörð og móðir. Þín mynd yfir hjartnanna lciðum skín, og þú gefur andanum sólarsýn við söngtöfra vorsins og bjarmaslóðir. Svo frjáls meðan fjöllin þín rísa með framtiðarsjón yfir strendur og liöf þinn lifsfagri meiður er guðanna gjöf, sem göfugri þjóð á að verma og lýsa. Þú ættjörð, sem örlög vor geymir og æfinnar þrá tii geislanna snýrð. Ó, lifðu í frelsisins dagsólardýrð meðan draumur þíns blóös um sál. þína streymir. Kjartan Ólafsson.

x

Akranes

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Akranes
https://timarit.is/publication/865

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.