Akranes - 01.06.1945, Blaðsíða 1

Akranes - 01.06.1945, Blaðsíða 1
IV. ÁRGANGUR JÚNÍ 1945 G. TÖLUBLAÐ MINNING FRÁ AKRANESI Höfundur þessarar greinar er okkur Akurnesingum að góðu kunnur, fyrv. skólastjóri og kennari Björn Guðmundsson að Núpi í Dýrafirði. Hann var hér skólastjóri veturinn 1918—’19. Það var merkisár í sögu þjóðarinnar; en þetta haust átti hér margur um sárt að binda vegna veikinda sín og sinna og missi ástvina. Það sást því vel þennan vetur, hvern mann Björn skólastjóri hafði að geyma. Hann gekk milli húsa, líkn- aði og lagði fólki ráð á þeim raunastundum. Hann kynnti sig hér þann veg, að hann var elskaður og virtur bæði sem mað- ur og kennari. Eg þakka Birni vini mínum innilega fyrir þessa kveðju. Ég hafði aldrei til Akraness komið fyrr en 1918; hafði að- eins litið þangað á leiðum mínum til Reykjavíkur og frá og sýndnust húsin eins og þau stæðu á sjónum. í þetta skipti kom ég til Akraness til þess að taka þar við stjórn barna- skólans, sem auglýstur hafði verið laus til umsóknar. Eftir- stríðserfiðleikarnir urðu þess valdandi, að rekstur skólans hér á Núpi varð að falla niður um eins árs bil. Þeir erfiðleik- ar höfðu og þau áhrif víðar, að skólahald var mjög dregið saman. Þannig var á Akranesi ætlazt til að við skólann starf- aði aðeins einn kennari, en ég aftók það fyrir mitt leyti og varð það úr, að fyrrverandi skólastjóri Hervald Björnsson starfaði þar með mér, gegn því að við hefðum jafnframt unglingadeild og urðu nemendur okkar um 80. Mér er það nú minnisstætt, hvað mér þótti hlýlegt og skemmtilegt að koma í þetta ókunna þorp. Hér var svo mikið af rennisléttum, vel hirtum túnum og görðum, að slíkt hafði ég hvergi sér í þorpum, sem ég haiði kynnzt áður. Þó nokk- urs ósamræmis gætti í afstöðu húsa og gatna, þá var líkt og það réttlættist af gróna landinu, enda voru húsin snotur og vel umgengin. Útsýni frá Akranesi er dásamlegt; víður sjón- hringur, fjölbreyttur mjög og heillandi í þeim litbrigðum, sem mismunandi veðurfar, morgunn, kvöld og miður dagur sveipar haf og hauður. Meðal alls þessa mun þó Snæfellsjök- ull skipa tignarsætið. — En í nærsýn í hálfhring um Skag- ann gefur að líta í senn ægilega, tígulega og stórhrífandi sjón, þegar Ægisdætur koma í fullveldi sínu af hafi utan og taka andvörpin á skerjum, flúðum, söndum og við kletta strand- arinnar. í áttina til Akrafjalls, sem er sérkennilegt og svip- frítt, liggja melar, sem Akurnesingar ræktuðu í landsfrægar kartöflur í stórum stíl og höfðu það eitt til óprýði að þar var hver girðingin inni í annari og víðáttumiklir flóar, sem byrj- að var þá að gera að ræktuðu landi, eða stór svæði af þeim. í þessu umhverfi var mér svo tekið opnum örmum af öll- um undantekningarlaust, en þó sérstaklega af vinum mínum og skólabræðrum, Þórði Ásmundssyni, Jóni Ólafssyni og Sumarliða Halldórssyni. Naut ég þeirrar ánægju að verða sambýlismaður Sumarliða í Heimaskaga um veturinn. En Þórður Ásmundsson sýndi mér það drenglyndi og þá rausn einhvern af fyrstu dögunum, er ég dvaldi þar, að afhenda mér kvittun fyrir fæði, húsnæði, ljósi og hita allan veturinn. Mun ég, meðan lifi, minnast þess ágæta manns og hins frá- bæra heimilis hans. — Annars er margs að minnast frá árinu 1918. Þá fór fram þjóðaratkvæðagreiðsla um Samband&málið, sem bar með sér ótrúlegt áhugaleysi landsmanna, þó nægur meiri hluti næð- ist og síðan nýr „Sáttmáli“ 1. des. Það ár lauk „ófriðnum mikla“, er hófst 1914, til sárþráðs en skammvinns fagnaðar, hvað sem nú kann að verða um Evrópuófriðinn mesta, sem lauk í ár. Það ár geisaði „Spánska veikin“, sem lagði að velli fleiri íslendinga á skömmum tíma, en dæmi eru til langt aftur í aldir. Þá urðu dapurlegir dagar um tíma á Akranesi. Flest allt fólk veikt í hverju húsi sumir sárþjáðir, en fáir svo heilrbigð- ir að geta hjálpað öðrum, en það var þó gert, en víða af veik- um mætti. Ég varð ekki mjög illa úti, því ég tók mér ræki- legt svitabað í byrjun lasleikans, gat bráðlega „borið mig eft- ir björginni“, þ. e. a. s. gengið heim að Grund til þess að borða, en þar, sem annars staðar var fólk allt rúmfast. Ég tók lítilsháttar þátt í að vaka yfir sjúklingum og fyrsti dagurinn er ég vann að því að hjálpa til við líkkstusmíðina, fannst mér verulega lengi að líða. Ekki man ég nú hve mörg lík „stóðu uppi“ í Akraneskirkju, en þau voru víst nœr 20 en 10. Og þetta ár gaus Katla. Þá gerðust einhver hin stór-hrika- legustu náttúruumbrot síðari alda: Jökullinn bræddur, af eldi að innan myndar stóreflis stöðuvatn er sprengir jökulrönd- ina fram og fleytir afskaplega stórum ísborgum alla leið út 1 sjó. Sumir jakarnir „strönduðu“ á söndunum og mældust margar mannhæðir. Daginn, sem Katla hóf þennan hrikaleik sinn, varð mér síðdegis litið á austurloftið og sá ég þá óvenjulega, fannhvíta gufubólstra, er urðu töfrandi fagrir þegar kvöldsólin gull- bryddi þá um leið og hún gekk til viðar. Síðar um kvöldið, er dimma tók, sáust ljósleiftur þar eystra og heyrðust dunur miklar. Fólk safnaðist saman til að horfa á þetta óvenjulega fyrirbrigði og voru margar getgátur um hvað þetta væri og heyrði ég einhvern varpa því fram, líklega í gamni, að það myndu vera Reykvíkingar að skjóta rjúpur á Esjunni. Næsta morgunn gaf að líta einkennilega sjón: Snæfellsjökull ljóm- aði fannhvítur á dökkum bakgrunni bakkans í hafinu, en bik- svartur öskumökkurinn var að þokast út eftir Reykjanes- skaganum og var að hylja Reykjavík. Varð mér starsýnt á þessa einkennilegu sjón og mótuðust hugsanir mínar meðal annara á þessa leið: Vestrið bjart, en suðrið svart; svona margt til gengur. — Það er hart, að vita vart, hve viðrar degi lengur. Kvöldið 1. des. þetta ár, man ég undur vel, eða það stendur mér svo ljóst fyrir hugskotssjónum, að ég man ekkert hlið- stætt. Það var heiðskír himinn, héluð jörð og glaða tungls- ljós. Ég geri ráð fyrir því, að sú þýðing dagsins og viðburða hans, sem ég trúði að væru mikilsvarðandi fyrir íslenzkt þjóðlíf, hafi átt sinn þátt í því, að móta hinn fagra sjónhring

x

Akranes

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Akranes
https://timarit.is/publication/865

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.