Akranes - 01.07.1945, Blaðsíða 7
AKRANES
79
Næstur eftir sr. Sigurð Jónsson (föður Jóns Sigurðssonar)
vígðist að Rafnseyri 1851 sr. Oddur Sveinsson. Kona hans
var Þóra Jónsdóttir Einarssonar frá Kópsvatni í Árnessýslu
f. 21. febr. 1822, d. 6. maí 1903. Oddur prófastur andaðist 10.
júlí 1859. Fór frú Þóra þá með börn sín fyrst að Rafnseyrar-
húsum. Þar giftist hún síðari manni sínum Kristjáni Símon-
arsyni frá Dynjanda, þeim er hér hefur verið nefndur að
framan. Bjuggu þau síðar að Fossi í Suðurfjörðum í Arnar-
firði en fluttust 1868 hingað suður að Innra-Hólmi eins og
íyrr segir.
Þar bjuggu þau allstóru búi, og þaðan stundaði Kristján
sjóróðra. Þau íluttu sig hingað í Skagann og keyptu Teiga-
kot 1883. Þetta sama ár byggði Kristján Akurshúsið 14x10
álnir, sem enn stendur. Bjó hann aldrei í Teigakoti, heldur
leigði bæinn skyldum eða vandalausum. Jarðarheitið breytt-
ist því raunverulega í Akur, en Teigakot í tómthús. Teiga-
kotsbærinn var síðasti torfbær á Akranesi. Bærinn stóð ör-
lítið norðar en þar sem teigurinn fyrir ofan Akur er hæstur.
Við Suðurgötuna er Staður nr. 8 næstur Teigakoti.
Eftir Kristján og Þóru bjó á Akri Sveinn Oddsson, sonur
Þóru af fyrra hjónabandi (á hálflendunni). Hann var hér
barnakennari og verður nánar sagt frá honum í þættinum
um barnaskólann. Nú býr á þeim partinum ekkja hans, Guð-
björg Sigurðardóttir, ættuð frá Þursstöðum í Borgarhrepp.
Börn þeirra Sveins og Guðbjargar voru þessi: Sigurður, verzl-
unarmaður, er dó uppkominn. Jón, sem drukknaði hér í Teiga-
vörinni með Bjarna Ólafssyni, Oddur nú kaupm., búandi í
Hábæ, og Sveinbjörg heima hjá móður sinni.
Á hinni hálflendunni á Akri bjó sonur Krstjáns og Þóru,
Oddur, ágætur smiður og formaður, ákaflega lagvirkur, og
víkingur að hverju verki sem hann gekk. Kona Odds var
Þórunn Oddsdóttir frá Eskiholti í Borgarhrepp. Þeirra börn
voru Kristján, sem dó uppkominn, og Áslaug saumakona á
Akri. Þórunn andaðist á Akri 4. sept. 1905. Nokkru síðar réð-
ist til Odds ráðskona, Guðrún Illugadóttir frá Lambhaga, og
bjuggu þau saman þar til Oddur andaðist. Þau áttu saman 2
dætur. Önnur þeirra er á lífi, Þórunn saumakona. Búa þær
nú allar á Akri. Guðný, Áslaug og Þórunn.
Önnur börn Odds prófasts og Þóru voru: Katrín á LitHteig
og Jón, sem drukknaði á Innra-Hólmi. En önnur börn Kristj-
áns og Þóru voru: Kristín, kona Þorsteins Péturssonar á Mið-
fossum, Margrét, kona Sveinbjaipar Þorvarðarsonar, þess
sem drukknaði á leið frá Reykjavík 9. desember 1891, og Geir-
laug, kona Einars Ásgeirssonar Möllers, síðast í Landakoti.
Hún og Kristín, eru nú einar á lífi af þessum börnum.
Kristján á Akri var hinn mesti dugnaðar- og myndarmað-
ur, mikill sjósóknari og hinn bezti drengur. Hann var karl-
menni að burðum sem frændur hans fleiri úr Arnarfirði.
Kristján sat í hreppsnefnd, og mun hafa verið hinn fyrsti
sýslunefndarmaður (fyrir báða hreppa) eftir að sú skipan
komst á.
Kristján tuggði mikið „skraa“, sérstaklega á sjónum.
Hafði hann með sér á sjóinn fullan sjóvettling af tóbaki og
geymdi í stafnlokinu, og stóð endinn jafnan út úr. Hann var
einarður maður og ákveðinn og talaði umbúðalaust við hvern
sem var. Hann hafði að orðtaki „tilamynda“. Kom hann því
oft og margvíslega að í orðræðum sínum. Kristján var mjög
barngóður, enda var hann um tíma gæslumaður ungiinga-
stúkunnar hér. Hann var og áhuagsamur félagi Æfingafé-
lagsins.
Þóra kona hans var hin mesta myndar kona, stillt og prúð.
Alltaf var hún kölluð madama Þóra.
Land Akurs og Teigakots lá að landi Heimaskaga og náði
upp með allri Suðurgötu, upp á Halakotsbakka, rétt fyrir
ofan Halakot. Allmikið er eftir af þessu túni, þó búið sé að
selja byggingarlóðir alla leið næst Suðurgötunni. Fyrr átti
Teigakot og meira land.
3. Heimaskagi
•
Um þetta býli stendur svo í jarðamatsbók Árna Magnús-
sonar: „Þriðja býli af sömu heimajörðinni Skipaskaga (sjá
6. tbl. 1944). Þetta er aðaljarðars'tæðið forna“. Árið 1706 er
eigandinn húsfrú Guðríður Þórðardóttir á Leirá, ekkja
Bauka-Jóns biskups, en ábúandinn er Bjarni Jónsson, 38 ára
gamall.
Þar eru þá tvær vermannabúðir. Aðra þeirra notar jarðeig-
andi um vetrar- og vorvertíð, eða leigir hana öðrum sjó-
mönnum. Hin er kölluð Bakrangur, og „hefur hér í voru
minni fyrir fjórum eður fimm árum tómthús verið, og nú nið-
ur fallið.“ Þar stendur enn fremur: „Skemma“ var hér útihús
í voru minni, og þá höfð fyrir sjómannabúð. Biskupinn Mag.
Brynjúlfur lét hana hér byggja, og höfðu þeir eð hann vildi;
síðan var hún sjómönnum léð, þegar biskupsins brúkun af-
lagðist, með því móti sem áður var sagt um aðrar verbúðir.
Nú er hún í grunn niður fallin“.
Árið 1826 býr í Heimaskaga Hallvarður Jónsson, 50 ára, og
kona hans, Helga Jónsdóttir, 43 ára. Dóttir þeirra er Helga,
þá þriggja ára. Árið 1830 býr þar Magnús Ólafsson, 38 ára og
kona hans Guðríður Einarsdóttir, 21 árs. (Hún giftist löngu
seinna Magnúsi Sigurðssyni, hreppstjóra á Lambhúsum). Þá
er Helgi sonur þeirra tveggja ára, og það ár fæðist þeim ann-
ar sonur, Ólafur, (faðir Ásbjarnar Ólafssonar snikkara í
Reykjavík og þeirra systkina). Árið 1835 býr þar Jón Jóns-
son, 30 ára og kona hans Margrét Loftsdóttir, 28 ára. Þeirra
börn eru þá Margrét, 5 ára, Ólafur 4 ára og Loftur 2 ára.
Þar býr 1840 Guðmundur Guðmundsson 54 ára og kona
hans Kristín Aradóttir, 38 ára. 1843 er þar með þeim dóttir
þeirra Kristín, þá tveggja ára.
Árið 1844 kemur bóndi að Heimaskaga, sem þar bjó lengi,
og enn lengur afkomendur hans. Það voru þau hjónin Jón
Jónsson, þá 40 ára og kona hans Guðríður Ásbjörnsdóttir, 24
ára. Börn þeirra voru þessi: Sigríður, f. 1840 • (giftist síðar
Helga á Kringlu), Guðríður, f. 1847, Guðrún, f. 1849, Guð-
mundur, f. 1852, og Ásbjörn, f. 1855.
Árið 1866 býr Jón enn í Heimaskaga, en samkv. manntalinu
það ár, er þar þá sjómaður, Árni Vigfússon, 36 ára og kona
hans Guðríður Jónsdóttir, 19 ára; en það er nýnefnd Guðríð-
ur dóttir Jóns bónda og Guðríðar Ásbjörnsdóttur. Munu þau
hafa gift sig einmitt þetta ár.
Árni í Heimaskaga var sonur Vigfúsar bónda á Grund í
Skorradal og konu hans Vigdísar Guðmundsdóttur. Að Grund
munu þau hafa flutt frá Fellsmúla á Landi. Þessi voru börn
Vigfúsar á Grund og konu hans:
1. Árni í Heimaskaga.
2. Magnús á Miðseli í Reykjavík, faðir Jóns skipstjóra og
seglgerðarmanns í Reykjavík og þeirra systkina.
3. Bergsteinn á Torfastöðum í Fljótshlíð. Dóttir hans er Sig-
ríður, alin upp í Heimaskaga. Hún er móðir Karls Guð-
mundssonar skipstjóra í Reykjavík, nú afgreiðslumaður
hjá Slippfélaginu.
4. Auðunn á Varmalæk, Læk og víðar, faðir Jóns Auðunns-
sonar og þeirra systkina.
5. Gunnar á Hamri í Borgarhrepp, faðir Jóns Gunnarssonar
samábyrgðarstjóra.
6. Kristín á Grund í Skorradal, móðir Bjarna Péturssonar og
Þorsteins á Miðfossum og þeirra systkina.
7. Sigríður, gift Sigfúsi að norðan. Þeirra dóttir er Kristín,
kona Kolbeins Þorsteinssonar skipstjóra í Reykjavík.
Auk þess átti Vigfús á Grund 2 dætur með Kristínu Er*
lendsdóttur (hún var systir Tómásar á Bjargi og þeirra syst-
kina), það var Elín, síðari kona Magnúsar smiðs Vigfússonar
á Jörfa og Halldóra, kona Sigurðar Sigurðssonar frá Sýru-
parti, en þau voru foreldrar Árna í Sóleyjartungu og þeirra
systkina.
Framh.