Akranes - 01.12.1945, Blaðsíða 8

Akranes - 01.12.1945, Blaðsíða 8
140 AKRANES Kristleifur Porsteinsson: r A sjó og landi Sagnaþœttir frá 19. öld. II. Margt er það góðgæti, sem land þetta hefur börnum sín- um að bjóða. En flest af því krefst erfiðis og árvekni. í því sambandi kemur mér til hugar að skrifa um rjúpur, rjúpna- veiði og rjúpnaferðir. í dölum Borgarfjarðar hefur í flestum árum verið nokkuð um rjúpur og stöku ár með fádæmum. Þó var það svo lengi fram eftir öldum, að menn gátu ekki hagnýtt sér þær til nytja nema þá að litlu leyti. Meðan byss- ur og skotföng þekktust ekki, var snaran eina veiðarfærið. Fæstir munu þó hafa orðið hökuíeitir af þeim aflaföngum, er snaran gaf í aðra hönd. Það er ekki fyrr en komið er íram á 19. öld, að byssur af ýmsum gerðum verða fáanlegar. Samhliða byssunum fóru þá skotföng einnig að flytjast hingað frá útlöndum. Skotföng voru þá eigi dýr, eitt pund af púðri á einn ríkisdal, sama sem tvær krónur, og eitt pund af höglum á sextán skildinga eða þrjátíu og þrjá aura. Byssurnar voru af ýmsum gerðum og mismunandi að gæð- um. Eitt var sameiginlegt við allar þær byssur, sem voru í höndum almennings fram til síðustu aldamóta og keyptar úr Reykjavík, að þær voru framhlaðningar. Flestir reyndu að fá þá tegund af fuglabyssum, sem voru kraftmiklar, skot- sparar og léttar. En ekki gat ætíð verið um alla þessa kosti að velja. Urðu því margir að sætta sig við það lakara, held- ur en standa með tvær hendur tómar. Soldátabyssur svo- kallaðar voru þó oft á boðstólum með lágu verði. Urðu þær því um eitt skeið í margra höndum, en þær voru bæði þung- ar og skotfrekar. Hinir gömlu framhlaðningar eru ósambæri- leg verkfæri við afturhlaðninga þá, sem nú eru í höndum skotmanna. Það var ekki með öllu vandalaust að hlaða hinar gömlu byssur vel, þótt skotmaður væri þaulæfður, kostaði það ætíð nokkurn tíma. Skotföng báru flestir í hliðartöskum, sumir í vösum, púður í nautshornum, högl í pung úr eltu sauðskinni, en með stút af horni eða tini og hvellhettur í litlum bauk af sauðarhnífli. Samkvæmt venju þeirra tíma var efnið heimafengið og heimaunnið í öllum þessum umbúðum. Svo var og um mál það, er púður og högl var rnælt í, að það var heimasmíðað. Sumir mældu skotin í lófa sínum og voru glöggskyggnir á, að skot væru rétt mæld. Flestir notuðu hamp í forhlað eða hreinar léreftstuskur. Þessi aðferð tafði ekki lítið, og' þegar rjúpa var stygg, beið hún ekki ætíð boðanna. Það gekk held- ur ekki með öllu hljóðalaust af að hlaða byssur af þessari gömlu gerð, því að byssukrassinn, sem oft var úr járni, glamraði í hlaupinu, meðan forhlaðinu var steytt í byssuna. ur hið sama ofan á sem hjá Páli Eber, að „orð Krists ein veita kraft“. Vér íslendingar eigum ýmsa ágæta áramótasálma eftir innlenda höfunda. Má vera að sumir þeirra lifi og í fjórar aldir eins og sálmur Páls Ebers. En þar fyrir skulum vér ekki gleyma þrautreyndum orðum hins auðmjúka örkumlamanns. Margur fær á einn eður annan veg komizt í spor hans og er þá einskis fremur óskanda en að geta eigi að síður lofað Guð fyrir gæzku hans, eins og örkumlamaðurinn. Með þeirri ósk vil ég bjóða hverjum sjúklingi og syrgj- anda og hverjum manni, ungum og gömlum, gleðilegar há- tíðir og gleðilegt nýtt ár. Þorsteinn Briem. Allt fram á síðustu áratugi 19. aldar var það svo hér um Borgarfjörð og að líkindum miklu víðar, að allir ætir fuglar voru réttlausir í augum veiðimanna, og það alla tíma árs- ins, að æðaríugli einum undanskildum. Veiðimenn höfðu allt fyrir hendi: góðar byssur, næg skot- föng, þar á meðal högl af mörgum gerðum. Stærsta tegund hagla voru þá kölluð rennilóð, voru þau notuð í skot á álftir og gæsir. Nýveiddir fuglar hafa lengi þótt herramannsmatur, ekki sízt í harðindaárum, þar sem fátt var um föng. Þó er enginn fugl þvílíkt góðgæti sem blessuð rjúpan. Vegna þess hefur hún mætt meiri ofsóknum en nokkur annar fugl. Samt voru henni af sumum gefin grið, meðan hún lá á eggjum, og það meðan allir ætir fuglar voru rændir þeim. Það er líka ótrú- lega lítið búsílag í rjúpnaeggjum, þau eru svo smá að furðu gegnir. Það var því meiri hagsýni að lofa henni að klekja þeim út, ekki sízt meðan rjúpnaveiði var stunduð sem bjarg- ræðisvegur. Það þarf hart skap til þess að ræna rjúpu eggjum, þar sem hún kúrir á þeim höggunarlaus, þótt að henni sé komið, og biður sér vægðar með óttablöndnu augnaráði. Unga sína, sem eru örsmáir fyrsta kastið, annast hún með frábærri þol- inmæði. Halda makarnir fjölskyldunni saman allt sumarið og fram á haust. Viðkoman er ekki lítil í góðum árum, frá tíu til fjórtán ungar úr hverju hreiðri. Það er auðvelt að bana öllum hópnum, meðan fjölskyldan er ekki farin að siá sér í sollinn og telja sig fleyga og færa. Rjúpan er öllum fuglum spakari, meðan henni veitist sú ánægja að horfa á þann fríða flokk, sem henni hefur auðn- azt að annast frá vori til hausts. Grængrái sumarskrúðinn hennar hefur reynzt bezta vörnin gegn þeim óvini, er hún óttast mest, valnum. Svo kemur haustið, þá er hún orðin bústin og girnileg til átu. Þá eru henni banaráðin búin. Smátt og smátt kastar hún klæðum og fyrr en varir blasir hún við allra augum skjallhvít og það oftast, áður en nokkra fönn er að finna. En ekki bíður hún boðanna að fagna fyrstu snjóum og leita hjá þeim skjóls og verndar. Það er því líkast sem rjúpan geti aldrei trúað því, að mað- urinn bruggi henni banaráð. Svo spök er hún og óttalaus í námunda við bæi, einkum að sumarlagi. Eru þess nokkur dæmi, að rjúpur hafa setið innan um hænsni heima við bæi og jafnvel farið inn í kofa þeirra. Og undan valnum flýja þær inn í hús, sé þess kostur. Þótt þar séu menn fyrir, leggst hún við fætur þeirra í fullu trausti þess, að þar sé hún óhult. Nemur það stundum svo nærri, að högg valsins, sem rjúpunni var ætlað, lendir í dyrastaf hússins á sama augna- bliki og rjúpan flaug þar inn. Mér til mestrar gleði hefur mér auðnazt, að vernda rjúpu, sem í dauðans ofboði hefur flúið þannig á náðir mínar. Undir slíkum kringumstæðum þótti maklegt að gjalda valnum rauðan belg fyrir gráan. Fá.'kinn var sá eini fugl, sem ég hataði í bernsku. Mér er það í barnsminni, þegar hið skerandi óp hans barst mér til eyrna. Þegar hann var að Ijúka við að háma í sig rjúpu, sem hann hafði slegið í hel, rak hann vanalega upp þetta grimmd- arlega, skerandi hljóð. Því var almennt trúað, að fálkinn ræki upp þetta neyðaróp, þegar hann kæmi að hjarta rjúp- unnar, þá sæi hann fyrst, að hann hefði myrt hálfsystur sína og gæti þá ekki hljóða bundizt. Af því væri orðtakið dregið: „Það kennir ekki fyrr en kemur að hjartanu.“ Það virðist ekki auðráðið, hvernig sú skoðun hefur mynd- azt um þennan skyldleika svo gjörólíkra fugla, vals og rjúpu. Þeir fuglar eru svo ólíkir, bæði í sjón og raun, valurinn grimmur og drápgjarn, en fjúpan sakleysið sjálft. Af eigin sjón get ég borið um eðliseinkenni þessara fugla, því að í æsku gáfust mér mörg tækifæri til þess að kynnast vel hátt- um þeirra. Rjúpuna leit ég ætíð hýru auga, en fálkinn reitti mig til reiði með drápfýsn sinni og heiftarhug. Ekki líður það mér úr minni, þegar ég eitt sinn, á unglingsárum mín- um, reið meðfram gljúfragili. Átti ég þar einskis ótta von,

x

Akranes

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Akranes
https://timarit.is/publication/865

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.