Akranes - 01.12.1945, Blaðsíða 22

Akranes - 01.12.1945, Blaðsíða 22
154 AKRANES Þorgeir Ibsen: FERÐAÞÆTTIR nær maður sæi þetta land aftur, þessa sól-eyju norðursins. Var að undra þótt tregasár söknuður settist að í sálinni, þeg- ar landið tók að sökkva í sæinn. — Eftir sólsetur sáust efstu tindar fjallanna í hillingum langa stund, umvafðir hálfrökkri hinnar íslenzku sumarnætur. Um miðnætti héldu farþegar til kleía sinna. Nokkrir þeirra fóru þó upp í reykingasal til að spila „bridge“, lesa blöð og tímarit og rabba um síðustu heimsviðburði. — Allir voru áhyggjulausir þótt farið væri yfir eitt hið mesta ófriðar- svæði styrjaldarinnar á sjónum, þar sem margur hraustur drengur hafði látið lífið, og ekki síður íslezkir sjómenn en íarmenn annarra þjóða. Daginn eftir var sama veðurblíðan. En þá sást ekkert nema haf, endalaust haf. Lognaldan vaggaði skipinu mjúk- lega. Nú var ekki landsýn lengur. Nokkrir sjófuglar sáust á sveimi hér og þar, aðallega fýlungar, sem svifu fagurlega niður í öldudalina og upp með öldubökunum, án þess þó að snerta þau með vængjunum.----------Farþegarnir, sem flestir voru námsfólk, héldu sig mest ofan þilja þennan dag, eins og flesta daga aðra, allt á leiðarenda. Þetta var ungt fólk og kátt, og tókst brátt með því góður kunningskapur. Mann- legt eðli er samt við sig, hvort sem er á sjó eða landi. Skip- ið, þótt lítið væri, var heill heimur út af fyrir sig, fullur af glaðværð og gáska hins unga fólks. — En beið ekki dauðinn á næstu grösum — dauðinn í djúpunum? Ef til vill horfði hann á okkur í gegnum sjónpípu kafbáts, og beið hins rétta tækifæris til að setja strik í reikninginn? Hvað þýddi að hugsa um slíka hluti? Og ekki var það að sjá á piltunum, sem gömbruðu við stúlkurnar, eða á þeim, sem drukku full hins næsta dags, að ömurlegar hugsanir væru á reiki. Og allt gekk að óskum. — Hulin vernd hvíldi yfir skipinu í þessari ferð. -----Manudaginn 17. júlí hélzt enn sama veðurblíðan. Ægir karlinn hélt sér í skefjum og leyfði ekki dætrum sín- um og Ránar að hafa neinar glettur í frammi. — Eftir há- degið sást blána fyrir landi út við sjóndeildarhringinn. Þetta voru Hebridseyjar við Skotland. Fögnuður og tilhlökkun fyllti hugi farþeganna meir og meir eftir því sem nær dró landinu. Og nú sáust strendur Skotlands einnig rísa úr djúpinu, skyggðar blámóðu fjar- lægðarinnar. Við vorum nú sem óðast að nálgast ríki Jóns Bola. — Fyrstu lífverurnar, sem komu til móts við okkur, 3 e. h. Ég lét ekki standa á mér. — Einum stundarfjórðung * voru sjófuglarnir, einkum máfar. Þeir komu í stórum hóp- fyrir klukkan 3 var ég kominn á skipsfjöl og búinn að koma . um °S settust á öldustokka skipsins og á bátaþilfarið, og ferðatöskum mínum fyrir í svefnklefa þeim, sem mér var voru þeir auðsjáanlega að leita sér að æti. Það stóð heldur ætlaður miðskips ásamt tveim öðrum ferðafélögum. ekki á farþegunum að gefa þeim matarleifar, sem fengust Hermenn komu um borð til að athuga skilríki farþeganna, ^já brytanum. Máfarnir háðu harða bardaga um fæðuna, I. Frá Islandi til /Yeiv-York. Saga mín er bara venjuleg ferðasaga. Ef til vill er hún þó frábrugðin venjulegum ferðasögum að því leyti, að hún segir ekki frá dularfullum né æsandi atburðum. Ævintýrið kitlar ekki kenndir lesandans, því að það er ekki lengur ævintýri í augum fólks að heimsækja aðrar heimsálfur. Heimurinn er orðinn svo smár. Frá íslandi er hægur vandi að komast ti.1' New-York á einum degi; og þrátt fyrir viðkomu á Græn- landi er leikur einn að ná í kvöldverð hins sama dags á ein- hverjum gistihöllum New-York-borgar, svo sem, Savoyt Plaza, Abbey og Waldorf Astoria. — Eftir kvöldverð er jafn- vel nægur tími til að bregða sér út og skoða alla ljósadýrð- ina og raíauglýsingarnar á Broadway, sem er fjölfarnasta gata borgarinnar og einhver hin frægasta og mest umrædda borgargata í öllum heiminum. — Hún er miklu frægari en fegursta gatan í New-York, Fifth Avenue, sem Einar Bene- diktsson orti um hið ágæta kvæði, Fimmta tröð. Leið mín lá vestur um haf sumarið 1944. Þá var enn sá siður, að allt námsfólk, sem fór til Vesturheims, fór sjóleið- ina. Um annað var ekki að ræða. Að vísu voru þá stöðugar flugferðir á milli Ameríku og íslands, en þær voru eingöngu í þágu hernaðarins. Stjórnarerindrekar og menn hins opin- bera fengu þó að nota þessar ferðir af náð, ef um áríðandi^ erindagerðir var að ræða. 14. júlí síðastliðið sumar var bjartur og heiður dagur. Einn af þeim fögru íslenzku sumardögum, þegar allt leikur í lyndi á landi og á sjó. Undanfarnir dagar höfðu verið anna-<> og ónæðissamir. Allt þurfti að vera í lagi til ferðarinnar, far-r” angur, vegabréf og önnur nauðsynleg skilríki. Maður var sem á nálum — ekkert mátti gleymast. Smámistök gátu komið fyrir á síðustu stundu, svo að maður neyddist til að bíða næstu ferðar. Nú, þann 14. júlí, kom tilkynningin frá „Eimskip". Allir farþegar áttu að vera komnir um borð í E/s „Goðafoss“ kl. sem voru þrjátíu og átta að tölu. Þessi könnun hermannanna stóð yfir í tvær klukkustundir. Kl. 5 síðdegis flautaði eim- pípa skipsins til brottferðar. Festar voru leystar, og skipið seig hægt frá hafnargarðinum og út úr höfninni. Utan við hafnarmynnið var skipið stöðvað. Hafnsögumannsbáturinn kom og tók hafnsögumanninn og nokkra liðsforingja. Síðan var haldið sem leið lá út og vestur Faxaflóann. Skipið fór með hærgi ferð, því að beðið var eftir nokkrum herflutn-i ingaskipum, sem koma áttu úr Hvalfirði. Skipin, sem voru fjögur, komu brátt í Ijós, í fylgd með tveim litlum „korvett- um“, sem áttu að fylgja þessari fáskipuðu lest til Bretlands. Ferðinni var sem sagt fyrst heitið austur til Jóns Bola. Þar áttum við að fara í aðra stærri skipalest, sem síðan skyldi halda beint til Vesturálfu, til Sam frœnda, hins ókrýnda kon- ungs vestursins. Veður var hið bezta. Sjórinn ládauður. Og þótt síðdegi væri, var bjart yfir landinu. Sólin hellti aftangeislunum yfir láð og lög, og sveipaði allt unaðsljóma. — Flestir farþegar voru á þiljum uppi til að njóta veðurblíðunnar og hinnar til- komumiklu landsýnar. Ómælanleg var sú fegurð, sem hvíldi yfir landinu í aftanskininu. Og hamingjan mátti vita, hve- sem hent var til þeirra. Og varð sú viðureign þeirra oft ærið skopleg. » Mörg fljótandi tundurdufl voru þarna á leið okkar upp arf ströndinni. Á mörg þeirra var skotið af riffli og vélbyssu frá * skipinu, á löngu færi, en ekkert þeirra hæfðist. Blátt bann ' var lagt við því, að skótið væri á þau á stuttu færi, vegna slysahættunnar, sem af því gat stafað. y Kvcldið var milt og fagurt, er við sigldum upp að Skot- landsströndum með Hebridseyjar á stjórnborða. Landslagið virtist vera mjög líkt og heima; fjöll og hálsar með berum, gróðurlitlum hlíðum, en jöklana á tindana og snjóflákana í hlíðarslakkana vantaði, og því virtust hin skozku fjöll ekki eins tíguleg og hin íslenzku. í sundinu milli Hebridseyja og Skotlands mættum við stórri skipalest, sem var að koma frá Bandaríkjunum. Skip- in í lest þessari voru með fullfermi til Bretlands. Meðal þess- ara skipa var „Lagarfoss“, og var hann á heimleið. Það fór ekki mikið fyrir honum miðað við hin stærri skipn, en eigi að síður bar hann sig vel, með íslenzka fánann við hún. Að sjá hið fagra merki fullveldis okkar blakta þarna meðal fána framandi þjóða, vakti stolt okkar og þjóðarmetnað. Þrátt

x

Akranes

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Akranes
https://timarit.is/publication/865

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.