Akranes - 01.12.1945, Blaðsíða 27

Akranes - 01.12.1945, Blaðsíða 27
AKRANES 159 Stórmerk félagssamtök Langsamlega stœrsta útflutningsfirma landsins Það er ekki'langt síðan að meginhluti allrar fiskframleiðslu landsmanna "var seldur úr landi sem saltaður fiskur, annað- 'hvort verkaður eða óverkaður. Það er ekki skemmtilegt að hugsa til þe'irra tíma, eða vænlegt að eiga þá í vændum aftur.' • Öllum þeim landsmönnum, sem fást við framieiðslu sjáv- aráfurða er ljóst, áð á hinn gamla einhæfa liátt sé ékki leng- ur hugsanlegt að framleiða með nokkrum árangri, hvorki fyrir einstaklinga né þjóðarheild. Á síðustu árum hefur því verið reynt að fjölga fram- l'eiðslugreinum, þ. e. gera íiskinn söluhæfan erlendis í sem flestum myndum, og þá alveg sérstaklega með það fyrir augum að allt sé fullunnið af íslenzkum höndum. Eirt þessara greina framleiðslunnar er hraðfrystiiðnáður- inn. Fyrsta hraðfrystihús hér á landi var hið svonefnda Sænska' frystihús. Skömmu síðar setti Ingólfur G. S. Esp- hólín uþp litla tilraunastöð, sem frysti méð annarri aðierð eh hið sænska frystihús hafði gert. Þessa l’itlu hraðfrystistöð keyþti svo'Fiskimálanefnd eftir að hún var sett á laggirnar, og stækkaði húsið og jók afköstin. Eitt aðalverkefni Fiski- málanefndar og Fis'kimálasjóðs var að styrkja' fjölbreytni í 'framleiðslu afurðanná. Erfiðleikar urn iisksöluna urðu nú meiri í hinni gömlu mynd með hverju ári sem léið. Hrað- frystiiðnáðurinn hafði nú mikið rutt sér til rúms með öðr- um þjóðum, sérstaklega í Bandaríkjunum. Fóru' útgerðar- menn hér nú smátt og smátt að gefa þessuni nýja’ iðnaði meiri gaum, og fóru einn af öðrum að koma sér upp hrað- ■frystihúsum. Styrktr Fiskimálanefnd þau eða lánaði til þeirru nokkUrt fé. í árslok 1936 eru hraðfrystihúsin orðin 6 talsins, en fjölgar crt á árunum 1937 og 1938, og eru þá í árslok 19 að tölu. Árið 1934 var verðmæti útfl. hrað’frysts'fiskjár 97 'þús. kr., en 1938 nam'ú'tfl. rúml. 1,6 millj. kr. Nú eru hraðfrystihúsin orðin mörg og jmikil framleiðsla hraðfrysts fiskjar. Til ársloka 1942 fór Fiskimálanefnd með afurðasölu frystihúsanna, og sá nefndin jafnframt um inn- kaup á nausynjum húsanna. Nokkru áður hafði Samband ís- lenzkra samvinnufélaga hætt að skipta á þennan hátt við Fiskimálaneínd. Má segja að það hafi verið fyrirboði þess, sem verða vildi, er hraðfrystihúsaeigendur yfirleitt teldu sér hentugra og hagkvæmara að hafa eigið sapaband, og ráða einir sinum málum. Af þessum sökum var Sölumiöstöð, Hraðjrystihúsanna stofnuð 25. febrúar 1942, með 23 frystihúseigendum, en nú eru meðlimir hennar 51. Fiskimálanefnd tók fyrst 3% sölulaun og síðan 2% af út- flutningsverðmæti frystihúsanna, og eftir að stofnun sölu- miðstöðvarinnar var ákveðin voru umboðslatmin lækkuð í !%• Ábati Fiskimálanefndar aí þessum erindrekstri nam, — eftir að frystihúsin höfðu verið látin greiða allan reksturs- kostnað nefndarinnar — kr. 289,145,50. Haía frystihúsin gert þá kröfu til ríkisstjórnar að þau fái þetta fé endurgreitt, en fengið synjun á þeim grundvelil, að stjórnina bresti heimild til að ráðstafa þannig fé fiskimálanefndar. Krafa frystihúseigenda virðist vera sanngjörn og sjálfsögð. Hins vegar mætti, — ef það þætti réttara, — binda endur- greiðsluna því skilyrði, að. féð yrði notað til markaðsleita, eða til bygginga kæligeymsla ei’lendis, en það er nú hin mesta nauðsyn, og kæmi raunverulega þjóðinni all.fi að miklu gagni. Hraðfrystihúsaeigendur telja það mikjð heillaspor er þeir stigu við stofnun sölumiðstöðvarinnar. í þessari stofnun eru allir jafnir. Þannig hefur stærsta frystihúsið sem hið minnsta jafnmikinn atkvæðisrétt. Aðeins eitt atkvæði hvert, án tillits til framleiðslugetu. Þetta heíur gefizt vel, og hingað til alger- lega án áreksturs. Þetta samband samanstendur af þeim mönnurn einum, sem stunda þennan sérstaka atvinnuveg. Þar koma ekki nærri aðrir en þeir, sem þessa starfsemi þekkja bezt, og vita nákvæmlega hvar skórinn kreppir að á hverjurn tíma. Þarna koma því ekki heldur nein sérhagsmunasjónar- mið til greina, þar sem allt er sameiginlegt um þarfir og þró- un, hvort sem þetta er rekið stórt eða smátt, og hvar sem er á landinu. Til íramkvæmda kjósa þeir menn úr sínum hópi; en á hinn veginn er þjónustan tíðum flokkslega metin, enda er það miður heppilegt. Sölumiðstöðin vann mikið þrekvirki haustið 1942, og fyrri hluta vetrar 1943, er það íékkst að þunnildin mættu fylgja ílökunum, og að fiskinum mætti pakka í pappakassa. Frá því sölumiðstöðin tók ti.1 staría, hefur hún lagt 10— 1577 á vörur þær, er hún útvegaði frystihúsunum, og enn fiemur tekið 1% fyrir að annast sölu afurða þeirra. Af sjóði þeim, sem myndazt heíur fram yfir rekstrarútgjöid er aftur endurgreitt til húsanna í réttu hlutfalli við útflutn- ingsverðmæti hvers húss. Svo lítiíl hefur reksturskostnaður fyrirtækisins verið, að láta mun nærri að öll álagning á um- búðir' hafi verið endurgreidd, og þar að auki helmingurinn af sölulaununum, svo að raunverulega hafa þau aðeins verið %%. Er sennilegt að hér sé um að ræða met, og einstakt fyr- irbrigði í verzlunarsögu landsins. Það bezta er þó ótalið við þessa ráðsmennsku miðstöðvarinnar, en það er, að endur- greiðslur þessar eru íærðar á sérstakan reikning frystihús- anna og standa inni hjá fyrirtækinu. Um síðustu áramót námu þessar sjóðseignir endurgreiðslureikninganna 1,3 millj. Sölumiðstöðin heíur með höndum stórfelldar ráðagerðir til þess að efla og tryggja þennan mikilsverða atvinnuveg, sem þetta er orðið hér á landi, og hefur vitanlega stórvægilega þýðingu fyrir afkomu einstaklinga og þjéðar í heild. Eitt fyrsta átak þeirra í þessu efni, og sem lengst er á veg kom- ið, er kaup og smíði nýs kælisldps frá Svíþjóð. Þetta veldur þeim engum erfiðleikum í framkvæmd, því til þess notuðu þeir áður áminnst fé, sem hver og einn átti inni samkv. framansögðu. Ef fé þetta hefði hins vegar verið endurgreitt og hver fyrir sig búinn að éta eða nota á ýmsa vegi., hefði þetta. mikilvæga spor verið óstigið, eða ekki hægt að leysa það fjárhagslega. Á þessum grundvelli stofnuðu því frystihúsin kæliskipafé- lag, og hafa samið um kaup á skipi eins og áður segir. Er það 1100 smál. dw. að stærð, og á að bera um 800 smál. af frosn- um fiski eða flökum, eða sem svarar 1/5 minna en „Brúar- foss“. Þetta verður mótorskip, og á að ganga 11 sjóm. Það er búið tveim kælivélum, og er íáðgert að haldi 18° C. kulda í lestum. Skipið kostar Sv. kr. 1,750,000,00 og verður tilbúið í júlí n.k. Áðurnefnt félag um þetta skip heitir H/j. „Jöklar'-, og er táknrænt fyrir þessa starfsemi, sem orðin er svo víð- tæk og veruleg í afurðaframleiðslu landsins. Á öllu landinu eru nú 65 frystihús. Skipið verður fyrst og fremst notað til að flytja framleiðsluvörur frystihúsanna til þeirra landa, sem áætlunarskipin sigla ekki til, svo sem Ítalíu, Spánar, Portú- gal og Frakklands. Sölumiðstöðin er vel á verði um allt, sem varðar þennan mikilvæga atvinnuveg og hikar ekki þó um stórræði sé að tala. Þannig hafa þeir nú þegar erindreka í öðrum löndum.

x

Akranes

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Akranes
https://timarit.is/publication/865

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.