Dagblaðið Vísir - DV - 20.10.2004, Blaðsíða 21

Dagblaðið Vísir - DV - 20.10.2004, Blaðsíða 21
DV Sport MIÐVIKUDAGUR 20. OKJÓBER 2004 21 KAKÁ Kaká er fæddur í borginni Brasilíu og er alinn upp hjá brasil- íska stórveldinu Sao Paulo. Hann lék með aðalliði félagsins í þrjú ár. Á þeim tíma náði hann 55 leikjum með liðinu og í þessum leikjum skoraði hann 22 mörk og lagði upp fjölda annarra. Evrópsku hðin börðust um hann sumarið 2003 en AC Milan hafði að lokum sigur í baráttunni. Hann skrifaði undir fjögurra ára samning við félagið. Við komuna til Milan gaf hann það út að hann myndi blanda brasilískum bflastæðabolta saman við hinn agaða Evrópubolta. Það hefur honum gengið nokkuð vel að gera. Sló strax í gegn Þessi magnaði strákur sló strax í gegn á sínu fyrsta tímabili með Mflanórisanum. Hann festi sig fljótt í sessi í byrjunarliði félagsins og skoraði 10 mörk í ítölsku deildinni og átti stóran þátt í fygilegum sigri Milan í deildinni. Kaká er gríðarlega duglegur leikmaður sem er þeim hæfileika gæddur að geta ávallt skapað eitthvað og breytir þá litlu þó hann sé í erfiðum stöðum. Sendingar hans eru eitraðar og hann er þar að auki með eitruð skot sem hafa verið hans sterkustu vopn á vellinum. Snemma í landsliðið Hann tók þátt á HM ungmenna- landsliða árið 2001 með Brasilíu en ári seinna kom kallið frá aðalliði Brasilíu. Kall sem hann hafði lengi dreymt um. Hann spilaði sinn fyrsta leik gegn Bólívíu og þótti standa sig vel. Hann fór með landsliðinu á HM 2002 þar sem Brasilía varð heims- meistari en var þar í auka- hlutverki á eftir Ronaldo, Rivaldo og Ronaldinho. Eftir HM 2002 hefur hann smám saman verið að festa sig í sessi í brasilíska landsliðinu og í dag er hann orðinn algjör lykilmaður í liðinu. Hann átti MEISTARADEILDIN Fullt nafn: Leite Fæddur: Hæð: Þyngd: Fyrri félög: Ricardo Izecson Santos 22. apríl 1982 (Brasilíu 183 cm. 73 kg. Sao Paulo Ricardo Izecson Santos Leite, ógleymanlegan leik eða bara Kaká, er nýjasta í fyrsta leik Brasih'u undrabarnið frá Brasilíu sem * undakeppni slær i gegn með stæl í Evropu. gegn KólumbíU) Uppgangur þessa 22 ára stráks en þá skoraði hjá AC Milan hefur verið með Kaká með fyrstu ólíkindum hraður og hann er snertingu sinni , , , ,. x c * • ' 1 leiknum. nu þegar bumn að festa sig í sessi sem einhver besti knatt- henry@dv.is spyrnumaður álfunnar. Leikir kvöldsins: Rosenborg-PSV Eindhoven Panathinaikos-Arsenal AC Milan-Barcelona Shaktar Donetsk-Celtic Anderlecht-Werder Bremen Valencia-lnter Chelsea-CSKA Moskva PSG-Porto Stórleikur meistaradeildarinnar í kvöld er klárlega viðureign AC Milan og Barcelona á San Siro í Mílanó. Þar mætast tvö af allra bestu félagsliðum heims í dag og státa þau einnig af einhverjum heitustu mönnunum í boltanum þessa dagana. Þar eru tveir menn frá Brasilíu fremstir meðal jafningja. Kaká hjá AC Milan og Ronaldinho hjá Barcelona en flestir eru sammála um að hann sé besti knattspyrnumaður heims um þessar mundir. Það verður mjög áhugavert að fylgjast með þessum tveim köppum í leiknum og til að hita upp fyrir leikinn ætlum við að kynna þessa mætu menn fyrir ykkur. Deisler þunglyndur á ný Fréttir herma að Sebastian Deisler hjá Bayem Munchen sé komirrn á spítala vegna þung- lyndis. Deisler hefur átt við þunglyndi að stríða í nokkur ár og að sogn Uli Höness, framkvæmdastjóra Bayern, fær Deisler allt svigrúm sem til þarf svo hann geti náð sér að nýju. / „Verstþykir f mér að hafa ekki getað komið ( í veg fyrir aukið álag sem hefur varla reynst Deisler gott,“ / sagðiHöness. ‘ Deisler fór f meðferð í fyrra vegna þunglyndis og var nýbyrjaður að leika á ný þegar aftur þyrmdi yfir hann. P / Kári á leið til Djurgarden Allar lflou em á því að Kári Árnason, leikmaður Vflángs f Landsbankadeildinni, gangi til liðs við Djurgárden í sænsku úr- valsdeildinni. Kári átti frábært tímabil á miðjunni hjá Vflcingum í sumar og vakti áhuga margra er- lendra liða með frammistöðu sinni. Djurgárden hefur gert Vfk- ingi tilboð sem forráðamenn Vfk- ings hafa tekið og lítist Kára vel á málin hjá Svíunum, mun hann ganga tfl liðs við Djurgárden, sem varð sænskur meistari á sfðustu ieiktíð. Echols hættur við að hætta Það er skammt stórra högga á mflli í Vesturbænum ef marka má nýjustu fréttir úr herbúðum KR í Intersport-deildinni. Cameron Echols, sem tilkynnti á sunnudag- inn var að hann vfldi rifta samm ingi sínum við félagið, hefúr nú snúist hugur og mun haida ótrauður áfram. Echols verður með í slagnum við Njarðvflcinga á fimmtudaginn kemur í þriðju umferð Intersport-deildarinnar. Frá í þrjá mánuði Juventus varð fyrir blóðtöku þegar framlierjinn David Trezeguet neyddist tfl að gangast undir skurðaðgerð á öxl en hann hefur farið þrisvar úr axlarlið og skurðaðgerð því óhjákvæmfleg. Talsmenn Juventus £ staðfestu að fram- herjinn yröi frá keppni næstu þrjá mánuði og er það mikið áfafl fyrirliðið. % to

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.