Dagblaðið Vísir - DV - 08.12.2004, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 08.12.2004, Blaðsíða 24
24 MIÐVIKUDAGUR 8. DESEMBER 2004 Menning DV Molly Moon stöðvar heiminn Eftir Georgia Byng Þýðing Jón Karl Helgason Bjartur Verð: 2.680 kr. Bókmenntir Ofsykursætur endirá skemmtilegri sögu Molly Moon stöðvar heiminn er sjálfstætt framhald bókarinnar Molly Moon og dáleiðslubókin. Ég hefekki lesið fyrri bókina en hafði ' gaman afþessari í meginatriðum. MollyMoon er munaöarlaus stelpa sem fannst I kassa utan af Moon-sykurpúðum. Hún býrá Hardwick-munaðarleysingjaheimil- inu í Briersville I Bretlandi. Molly hefur mikla dáleiðsluhæfileika sem hafa fært henni peninga og betra líf. Þegar Lucy Logan, góölegur bókasafnsvörður, felur Molly erfitt verkefni eru dáleiðsluhæfileikarnir bráðnauðsynlegir. Molly á að rann- saka moldrlkan hættulegan mann sem kallast Primo Cell. Brátt er hún á leið til Los Angeles ásamt flestum *• afHardwick-munaðarleysingjahæl- inu en þar lendir Molly bæði í mikl- um erfiðleikum og spennandi og skemmtilegum uppákomum ásamt Rocky vini slnum og sjarmahundin- um Petulu. Þegar ég fékk Molly Moon I hend- ur vakti kápan athygli mína en hún er einstaklega flott og I góðu samræmi við efni bókarinnar. Mér fannst Molly Moon stöðvar heim- inn skemmtileg bók og sagan byrj- ar fljótt og vel. Það er reyndar trufl- andi að kaflarnir eru stuttir en það er llklega betra fyriryngri lesendur. t. Megingalli bókarinnar er hins veg- ar sá að hún veröur þegar Ifða tek- ur á söguna svalltið langdregin og endirinn er allt of sykursætur. Til dæmis fær ein sögupersónanna hlutverk I mynd með besta leik- stjóranum og aðalstjörnunni I Hollywood og þetta var besta mynd þess leikstjóra! En engu að síður hafði ég gaman afMolly » Moon, sem ég héld að henti best fyrir svona 8-12 ára krakka. Nanna Elisa Jakobsdóttir 14 ára iPIIHj s filfif! Yfirskriftin er söguþráður í leikriti írsku skáldkonunnar Marinu Carr, en í síðustu viku var þetta verk loksins frumsýnt í London. Hér verður það á fjölum Þjóðleikhússins í janúar. í við- tölum við Lundúnapressuna í síð- ustu viku var Marinu lýst sem elsku- legri kónu, með sítt dökkt hár og dökk augu, hún hafi yfir sér madonnusvip, sem skýrist af því að hún er með barn á bijósti og hikar ekki við að gefa því meðan á viðtöl- um stendur. Marina Carr er þriggja barna móðir og frægasta leikskáld íra um þessar mundir. Hún segir að nýfædd dóttir sín verða sitt síðasta barn. Hún hefur ekkert unnið við skriftir síðan dóttirin fæddist og að þessu sinni angrar það leikskáldið ekki: „Manni fallast hendur þegar nýtt barn kemur í heiminn og í þetta sinn streittist ég ekki á móti,“ segir hún. Barnamorð Verkin hennar eru ekki beinlínis bh'ð við börn og mæð- ur. Eitt af hennar fyrstu verkum sótti efni sitt í keltneskar sagnir og segir af móður sem drepur börnin sín. í einu þekktasta verki sínu, Portia Cough- lan, segir af konu sem stútar flösku af koníaki fyrir hádegi og dreymir dagdrauma um að stúta börnunum sínum og gengur á endanum í sjóinn. Það þótti ekki beint við hæfi að Mæðradeild Landspítala Dyflinnar pantaði verkið til að minnast aldaraf- mæhs deildarinnar. í Mýrarljósi eða By the Bog of Cats, sem þýðir bók- staflega Við Kattarmýri, sækir hún minni í Medeu, grísku sögnina af Jason og konu hans sem fórnaði frek- ar börnum þeirra en að sjá á eftir honum í annað hjónaband. Það minnir okkur á, segir Carr, að sumt fólk „drepur fýrir eitthvað og deyr fyrir eitthvað". Skáldkonubörn í viðtali við Guardian í síðustu viku varð henni tíðrætt um þá fórn sem mæður færa vegna barneigna. Henni er þá einkum hugsað til kven- rithöfunda og bendir hún á mörg dæmi þess að afkastamiklar konur í þeirri stétt hafa kosið sér barnsleys- ið: George Eliot, Bronté, Austen voru barnlausar. Hún nefnir til ljóðskáld- in Sylviu Plath og Ann Sexton sem báðar áttu erfitt með að sætta sig við móðurhlutverkið: „Sannleikurinn er Halldóra Björnsdóttlr HesterSwane er kona sem svlfst einskis. sá að barnahópur er fyrirferðarmikill og það er ári erfitt að gefa sér rými til að skrifa á slíku heimili." Jakobína Sigurðardóttir skrifaði á nóttunni. Ófagurri mynd Carr hefur samt tekist að setja mark sitt á írska leikritun á fáum árum. Þar er hún reyndar í fararbroddi í stórri sveit leikskálda sem þvr miður hafa fá átt veg upp á íslensk leiksvið, eins og margt er skylt með kaþólskúm frændum okk- ar suðurfrá. Leikrit Carr fjalla flest um konur sem standa höllum fæti og grípa sumar til örþrifaráða þegar þær snúast til varnar fyrir sitt skadd- aða sjálf. Áhugi hennar á brotnum fjölskyldum sem brjóta í bága við hefðbundnar hugmyndir íra hefur margsinnis valdið heiftarlegum deil- um á írlandi: On Raftery Hill var frumsýnt í Dyflinni 2000 og segir frá föður sem misnotar dætur sínar. írska þjóðin var þá í sárum eftir af- hjúpanir á kynferðislegri misnotkun í stofnunum til verndar börnum. Þegar sýningin var flutt til London bentu gagnrýnednur á þann kulda sem stafaði af nauðgun yngstu dótt- urinnar á sviðinu og ekki síður að Carr neitaði að dæma misindis- manninn í verkinu. Pólitískur rétttrúnaður Carr segir siðvendni hættulega listum: „Pólitískt kórréttar kenningar eru að eyðileggja bókmenntir okkar. Víst er staður fýrir þá sem vilja taka stranga siðferðUega afstöðu, en hann er ekki í garði listanna. Siðferðislögg- an má ekki standa fyrir aftan þig þeg- ar leikverk eru samin. Persónumar verða að ráða ferð sinni. Leikverk eru samin af ímyndunaraflinu, ekki af skynsemi. Mýrarljós var frumsýnt á Dyflinnarháú'ðinni 1998 og fékk mis- jafnar viðtökur. Bandaríska leikkon- an Holly Hunter lék aðalhlutverkið í sviðsemingu vestur í San Jose í Kali- forníu en verkið var þar frumsýnt 10. september 2001 og öllum tíl furðu gekk sýningin vel. Fjöruú'u þúsund gestir komu á sýninguna. „Bölsýnt verkfýrfr bölsýna tíma.“ Þekktu sjálfa þig - en ekki of vel Hester Swane er hættuleg kona en vekur samúð áhorfenda. Carr dregur ekki dul á að hún stendur með sinni konu, þrátt fyrir Ulvirkin. Hester hefur aldrei jafnað sig eftir móður- missi, ekkert er jafn sárt dóttur og það að móðirin yfirgefi hana. Leik- skáldið írska Frank McGuinness seg- fr: „Oft er harmleikurinn afleiðing þess að fóUc þekkir ekki sjálft sig og leiðist út í ógöngur. Marina Carr snýr þessu við. Hennar persónur deyja fyrir þá sök að þær þekkja sig svo vel. Sannleikurinn drepur þær. Og þær fljóta að feigðarósi með galopin augu.“ Hlátur í gráti LeUcverk Carr eru ekki eintóm sút og sorg. Mýrarljós er frUlt af tryllings- legum húmor. Carr vitnar í írska ljóð- skáldið Pat Kavanagh sem sagði harmleUcinn vanþroskaða kómedíu. Sjálf segist hún ekki treysta sér úl að skrifa gamanleiki, það er gleði og skop í harminum sem vekur áhuga hennar og hún ásakar gagnrýnendur fyrir að sjá að aðeins dökku tiliðamar á verkunum. Reyndar er sú hefð sterk í írskri leikritun að velta sömu mynt- inni fyrir áhorfendum og láta báðar hliðar peingsins glampa, þá sorglegu og hina björtu. Hjá bestu höfundum íra hafa þau tvö öfl tekist á, stundum skinið samtímis, og nægir að nefna Sean O’Casey. Flutt í sveit Carr fekk sín fýrstu tækifæri hjá Abbey-leikhúsinu, þjóðleikhúsi íra í Dyflinni. Þar tók hún sín fyrstu skref, eins og Behan, Murphy, McGuinness og fleiri. Nú þegar verk hennar eru að sækja á í evrópskum leikhúsum er hún að flytja sig frá Dyflinni til Kerry þar sem hún hefur eignast heimili í sveit. Hún segir það kosúnn við skriftirnar hvað það sé verklegt fag: „Maður skrifar bara frá einum punkti til annars. Það kemur síðan í ljós hvað það merkir. Meðan á því stendur hlýðir maður eðlisávísun sinni, þannig verða bestu verkin til. Það finnst mér svo frábært. Svo fær maður borgað fýrir það. Ég er svo sammála Samuel Johnson sem sagði að það væru bara flón sem skrifuðu ekki fyrir peninga." Edda Heiðrún leikstýrir Sviðsetning Eddu Heiðrúnar Backman á Mýrarljósi verður frum- sýnd í janúar. Það erÁrni Ibsen sem þýðir Carr. Edda hefur kallað AÚa Heimi Sveinsson til að semja tónlist við verkið. Þá eru nýkomnir til landsins þeir Thanos Vovolis sem gerir búninga og grímur fyrir sýn- inguna og Giorgios Zamboulakis sem annast dans- og sviðshreyfmg- ar. Stór hópur leikara kemur fram í sýningunni: Halldóra Björnsdóttir mun leika Hester, Baldur Trausti Hreinsson eiginmann hennar. Aðr- ir leikarar verða Edda Arnljótsdótt- ir, Guðrún S. Gísladóttir, ívar Örn Sverrisson, Kristbjörg Kjeld, Krist- ján Franklín Magnús, Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, Ragnheiður Stein- dórsdóttir, Sigurður Sigurjónsson, Sigurður Skúlason, Vigdís Hrefna Pálsdóttir og fleiri. Þeir sem hafa áhuga á að sjá Holly Hunter í svið- setningunni í London er bent á að hún er flutt í Wyndhams-leikhús- inu við Charing Cross Rd. Stórsveitin íjólabúningi Stórsveit Reykjavíkur heldur sina árlegu jólatónleika í Ráðhúsi Reykja- víkurí kvöld miðvikudaginn 8. des- ember og hefjast þeir kl. 20. Flutt verður fjölbreytt efnisskrá innlendr- ar og erlendrar jólatónlistar í stór- sveitarbúningi. Einsöngvari á tón- leikunum verður hinn ástsæli raulari og sjarmör Bogomil Font, en stjórn- andi verður SamúelJ. Samúelsson, nýkjörinn kynþokkafyllsti poppari landsins. Frumfluttar verða nokkrar jólaút- setningar eftir Samúel og nýr ís- lenskur texti Sigtryggs Baldurssonar é i" tlZÍSJ Stórsveit Reykjavfkur Vorkvöld í Reykjavíkmeð Ragga Bjarna. DV-mynd Hari I við gamla Louis Armstrong jólasmellinn„Zat you Santa Claus?" verður sunginn i fyrsta sinn opinber- lega.Einnig verða að vanda fluttir nokkrir þættir úr Hnotubrjótnum eft- ir Tsjaikovskí í útsetningu Duke Ell- ington. Það er þvi mikill blástur fram und- an i kvöld og hefur andafélagið á Tjörninni lofað að hafa hljótt um sig meðan á konsertinum stendur. Að- gangur er ókeypis og öllum heimill á meðan húsrúm leyfir. Missið ekki af óvenjulegum og skemmtilegum jólatónleikum - án endurgjalds! Hester Swane er alin upp við Kattamýri og er tengd þeim stað órjúfanlegum bönd- um. En nú vilja allir koma henni burt. Hún virðist vera dæmd til þess að vera yfir- gefin; móðir hennar fór þegar hún var sjö ára og nú ætlar barnsfaðir hennar að taka frá henni dóttur þeirra og kvænast ungri dóttur stórbóndans við mýrina. Barnamoröinginn Marina Carr

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.