Bræðrabandið - 01.08.1978, Blaðsíða 16

Bræðrabandið - 01.08.1978, Blaðsíða 16
FRÉTTIR SUMARMÓT 1978 Mótið var haldið að Hlíðardalsskóla dagana 7.- 9.júlí. MÓtið sóttu um 180 manns og ér það nokkru færra en verið hefur. Góður andi ríkti og flutti aðal- ræðumaður mótsins R.E.Appenzeller tíma- bæran boðskap um trúna í lífi Guðs barna. Fjörugar xmræðiu: urðu á hvxldardagskvöldið undir stjórn Erlings B.Snorrasonar um kristilega menntun. MÓtinu lauk á sunnudagskvöld með því að Appenzeller sýndi litskyggnur frá starfi aðventista x V-Afríku. Vitað er að mörg systkini höfðu hugann við mótið þó að þau gætu ekki sótt það. Skeyti barst frá Magnínu J. Sveinsdóttur með hlýjum kveðjum til mótsins. Vitnaði hún í Harmljóðin 3, 25-26: "Góður er Drottinn þeim, er á hann vona, og þeirri sál, er til hans leitar. Gott er að biða hljóður eftir hjálp Drottins." / Aðventfjölskyldu í Englandi vantar "Au-pair" stúlku til hjálpar við heim- ilishald, barnagæslu o,þ.h. 2 börn eru í heimili, 6 og 11 ára. Vasapeningar, ásamt fæði og hús- næði til allt að eins ár. Tilvalin enskukennsla.' Umsóknir sendist strax. Mrs. K.Weekes, 71 Wellington Road, Sandhurst Camberley Surrey, Crowthorne 71368 England Upplýsinga má leita hjá Aðalheiði Birgisdóttur, S.11463. ★ Soffía Theódórsdóttir Suðurlandsbraut 63 Reykj avík óskar eftir pennavini, er 49 ára fimm barna móðir, skrifar bæði ensku og norðurlandamál. INNSÖFNUN Söfnuðurinn hefur leyfi til innsöfnunar í júní - september. Innsöfnmi £ söfnuðxim sunnanlands má því ekki byrja seinna en í byrjun septen±)er til að vera lokið fyrir lok mánaðarins. Hægt væri að byrja strax því að ekki þarf annað en að hafa samband við forlagið og biðja um blöð því að þau eru þegar tilbúin. Breytt var um tíma fyrir söfnun á landsbyggðinni, en sú ferð verður farin 13.-25. ágúst. Áformað er að innsöfnun í Hafnarfirði verði sunnu- daginn 27. ágúst. Margar vinnufúsar hendur þarf í innsöfnunarstarfið. minning Magnheiður Ágústa Guðjónsdóttir Ágústa var fædd 1891 að Hlíðarseli í Strandasýslu en ólst upp að Gils- fjarðarmúla í Geiradalshreppi og dvaldi hjá foreldrum sínum þar til þau brugðu búi 1932. Ágústa var vel gefin og stundaði á þessum árum farkennslu í 6-7 ár. Árið 1950 fluttist hún alfarið til Reykjavíkur og bjó þar með yngstu systur sinni, Hallfríði, og voru með þeim miklir kærleikar og annaðist hún Ágústu systur sína af mikilli kostgæfni og alúð alla tíð, ekki síst seinustu árin þegar kraftar Ágústu voru að bila. Hún lést á Heilsuverndarstöðinni í Reykjavík og var jarðsungin 20.júní frá Aðventkirkjunni. Á Gilsfjarðarmúlaheimilinu var trú- rækni í hávegum höfð, börnunum innrætt kristilegt hugarfar og kristilegar dyggðir. Þessi áhrif æskuheimilis Ágústu mátti finna ríkulega í fari hennar og lífi. Hún var skírð í Aðventkirkjunni 26.maí 1951 og var trú aðventboðskapnum til hinstu stundar. Blessuð sé minning hinnar látnu systur. S.B.

x

Bræðrabandið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bræðrabandið
https://timarit.is/publication/698

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.