Dagblaðið Vísir - DV - 02.04.2005, Blaðsíða 27

Dagblaðið Vísir - DV - 02.04.2005, Blaðsíða 27
DV Helgarblað LAUGARDAGUR 2. APRÍL 2005 27 Ég segi það alveg satt að ég vildi deyja og hverfa frá þessu ömurlega lífi mínu. drap hann alls ekki og mér finnst það hart að ég ein skuli vera tekin út úr þessum hópi sem var í þessu partíi á Leifsgötunni. Hinir ganga lausir um bæinn og einn þeirra, Árni Pálsson, hreykir sér af því meðal félaganna að það hafi verið hann sem veitti honum banahögg- ið. Ég skil ekki enn hvers vegna ég er látin gjalda fyrir þetta og það er einmitt þess vegna sem ég er svo ósátt við að vera í fangelsi," segir hún og er bæði örg og sár. En það sem gerðist og var henn- ar þáttur í þessu máli útskýrir hún eftir stutta umhugsun: „Ég man þetta betur núna en þegar þetta gerðist," segir hún og rifjar upp þennan dag. „Ég var búin að dópa og drekka lengi, var í slæmu ásig- komulagi og leið ógeðslega illa. Ég gekk um göturnar og leið illa sama hvað ég drakk og lét ofan í mig. Ég hélt bókstaflega að ég væri að því komin að deyja þegar ég fór í þetta partí. Þar sátu nokkrir að drykkju og þar á meðal Hallgrímur sem var mjög leiðinlegur og ruddalegur. Ég fékk engan frið fyrir honum, hann var alltaf að reyna að komast ofan í buxur mínar og káfa á brjóstunum á mér. Ég var orðin ferlega pirruð og það endaði með að ég réðst á hann og barði hann. Þá stóð Árni Pálsson upp og spurði: „Á ég að klára hann fyrir þig frænka?" Ein- hver hafði verið að rugla um að við værum skyld og ég sagði honum að ég þyrfti enga hjálp við að verja mig. Hann réðst samt á hann og barði hann. Karlinn lá og við stumruðum eitthvað yfir honum og veltum honum upp á dýnu sem var þarna á gólfinu. Eg breiddi yfir hann og lét hann síðan í friði. Skömmu síðar reis hann upp og í hvert sinn sem hann settist upp lamdi Ámi, sem sat við hlið hans í hægindastól, til hans. Einhverjum kukkustundum síðar fór ég niður á kaffi Stíg og drakk mig fuUa,“ út- skýrir Begga og rifjar upp hve illa henni leið. Hún hafi verið sann- færð um að hún ætti ekki marga daga fyrir höndum, eftir langvar- andi dópneyslu og drykkju. Ég er ekki morðingi „Líklega hefur það verið daginn eftir að við Bogi sátum að drykkju á Rauðarárstígnum að hann fer að tala um að Hallgrímur sé dauður en ég athugaði manninn áður en ég fór af Leifsgötunni og þá var í lági með hann. Ég sagði honum því að vera ekki með þetta kjaftæði en það varð úr að við löbbum upp eft- ir og í flasið á löggunni sem tók mig í yfirheyrslu ásamt hinum sem hún leitaði uppi. Þeim var öllum sleppt nema mér. Seinna frétti ég að Heba Lind, stelpa sem var þarna, bar að ég hefði átt síðasta höggið sem er tómt kjaftæði," segir Begga með áherslu. Hún segir að á þess- um tíma hafi hún ekki munað mik- ið en smátt og smátt hafi atburða- rásin orðið henni ljós. Eigi að síður hafi enginn vilja taka orð hennar trúanleg og hún dæmd fyrir mann- dráp. Begga fékk 14 ár í héraði en dómurinn var lækkaður um tvö ár í Hæstarétti. „Ég er ofsalega svekkt og á erfitt með að sætta mig við þetta," segir hún og ítrekar að hafi hún á einhvern hátt verið völd að dauða hans, hafi það verið óviljaverk. „Ég varði mig og gerði ekki annað en koma í veg fyrir að maðurinn fengi vilja sínum fram- gengt og var orðin yfir mig pirruð á káfi hans þukli. En að segja að ég hafi drepið manninn er af og frá,“ segir hún sannfærandi og bætir við að hefði hún drepið manninn tæki hún því eins og hverju öðru hunds- biti og sæti inni fyrir þann verknað. „Ég býst við að einmitt þess vegna sé ég erfið en ég viðurkenni fúslega að ég hef ekki verið neinn engill. Mér finnst þetta ferlega súrt og ég hugsa um þetta á hverjum degi. Sársauki minn, gremja og vanlíðan bitna kannski á öðrum en fyrst og firemst er ég sjálfri mér verst. Hver myndi sitja eins og brúða í saklaus fangelsi á meðan sökudólgurinn gengur frjáls um göturna? Það er ekki allt fallegt sem ég hef gert í gegnum tíðina en ég verðskulda ekki þennan þunga dóm,“ segir hún og það vottar fyrir sársauka £ rödinni fremur en reiði. Setið inni í fimm ár Begga situr stundarkorn og þeg- ir en segir síðan við að það séu að verða fimm ár síðan hún var lokuð inni. „Ég á ekki von á að fá reynslu- lausn í bráð, einmitt vegna þess hvað þeim finnst ég hafa verið ódæl," segir Begga með áherslu og kreppir hnefana. Hún er sannfærandi og það er lógískt að ætla að sannleikskorn leynist í frásögn hennar, í það minnsta í upplifun hennar af at- burðinum. En dómurinn er falinn og Begga situr inni. Hún hefur meira eða minna dvalið í Kvennafangelsinu í Kópavogi, sem er alls ekki fyrir langtímafanga. „Mér hefur liðið illa þar og líðan mín brotist út með heguðn minni. Þrisvar á þessu tímabili hef ég hreinlega gefist upp og reynt að drepa mig,“ segir hún alvarleg og neitar því að sjálfsmorðstilraunin hafi aðeins verið ákall á hjálp. Hana hafi langað til að deyja frá þessu öllu og verið orðin uppgefin á að reyna að fá einhverju breytt. „Ég segi það alveg satt að ég vildi deyja og hverfa frá þessu ömurlega lífi mínu,“ segir hún og sveiflar hendinni þvert á hálsinn og sýnir síðan ör eftir skurði á hálsinum. Að henni var komið nógu snemma og Beggu var komið und- ir læknishendur. Refsingin sem hún fékk var einangrunarvist í þrjá mánuði, einmitt á þessum sama stað. Begga situr þegjandi nokkra stund en lítur síðan upp þungbúin á svip og segist óttast það sem framundan er. „Síðast var ég lengi að ná mér eftir einangrunarvistina. Ég er enn að súpa seyðið af þeirri veru, en ég brotnaði gjörsamlega niður og missti alla löngun til að draga andann. Þeir sem ekki hafa reynt það að ráfa um og eiga ekki í samskiptum við aðra eiga vafalaust erfitt með að skilja hvernig það er. Það þarf ekki langan tíma til að maður missi allt sjálfstraust, sjálfs- virðingin hverfur, öryggið, sem ekki er mikið fyrir, missir maður og rökræn hugsun er ekki lengur fyrir hendi. Mig langar ekki að ganga í gegnum þann hrylling aftur,“ segir hún og lesa má ótta og hræðslu úr andliti hennar í fyrsta skiptið þessa stund sem hún hefur talað. Féll á fjórða sporinu Eftir einangrunarvistina fór hún í Byrgið en það gekk ekki sem skyldi því þar fékk hún ekki að vera á lyfjunum sem halda henni gang- andi. Áfram hélt úrrræðaleysi fang- elsisyfirvalda og hún var send á Skólavörðustíg 9. Þar leið henni vel og hún fékk loks viðeigandi læknis- hjálp til að ná sér eftir einangrun- ina. Smátt og smátt náði hún átt- um og í samráði við lækni sinn ákvað hún að vinna í reynslu- sporunum 12. Það var talið gera henni gott. „Það gekk vel til að byrja með en þegar ég kom að fjórða sporinu fór ég í baklás. í því spori er manni ædað vinna með öllum þeim sem maður hefur svik- ið og gert eitthvað slæmt og felst í því að biðja þá fyrirgefningar og sættast við það fólk og sjálfan sig. Mjög margir falla á þessu spori og komast ekki lengra því það krefst mikils heiðarleika og styrks að fara í gegnum það. Ég vildi sannarlega vinna þetta spor en ég var föst inni í fangelsi og það var erfitt," segir hún og bætir við að einhvern tíma ætli hún að vinna sig í gegnum íjórað sporið. Hún fékk ekki að vera í friði á Skólavörðustígnum og leiðin lá að nýju í fangelsið í Kópavoginum. Begga vissi hvað hún átti að gera til að komast þaðan, hún braut speg- il. Einn dugði ekki, svo hún braut annan. Þá gáfust fangaverðir í Kópavoginum upp og sögðust ekki geta haft hana og tímabundið var hún send að nýju á Skólavörðustíg- inn. Það var skammgóður vermir og hún var flutt í aftur til baka nokkrum vikum síðar. Hún segist ekki hafa gert neitt af sér núna nema biðja þær útíensku að lækka róminn. „Þær tala svo hátt og vaka fr am eftir nóttum. Ég átti erfitt með svefn vegna hávaðans í þeim. Ég hafði líka áhyggjur af þessu ves- alings barni sem ein þeirra er með í fangelsinu," útskýrir hún og bætir við að'vissulega komi henni barnið ekki við, en hún hafi aldrei verið annað en góð við það. „Ég var þreytt á ástandinu þarna en ég held að ég hafi ekki gert neitt af mér sem verðskuldi það að Valtýr komi fram í sjónvarpi og látí að því liggja ég hafi verið vond við barnið. Það er ekki satt,“ segir hún sár og reið. Hún talar áfram um fangelsis- vistina og tekur fram að inn á milli hafi verð allt í lagi að vera í Kópa- voginum, einkum til að byrja með. Nú hafi ýmislegt breyst þar. „Það eru fimm erlendar konur þar í af- plánun. Þær hafa lagt undir sig fangelsið og fá einhverra hluta vegna bestu störfin á kostnað okk- ar hinna,“ segir hún og úrskýrir að misjafnlega sé greitt fyirir vinn- una, það fari allt eftir því hvað konurnar séu að gera. Hún vill meina að bestborguðu störfunum hafi verið haldið frá henni. Þær halda líka hópinn og þó ég hafi ekki endilega verið afskipt, leið mér ekki vel. ' „Konurnar komu og fóru á með- an sat ég alltaf eftir og mér fannst það óralangt þangað til ég ætti mögleika á að losna," segir hún og horfir í gaupnir sér. Augljóslega enginn kjáni Lengstum £ þessu spjalli er ekki á Beggu að sjá að húii sé döpur eða líði illa. Þegar þetta er nefnt við hana bendir hún á að hún haldi alltaf haus. Allt frá þvi hún var smástelpa hafi hún lært að bfta frá sér ef að henni var sótt. „Ég læt ekki vaða yfir mig og ef ég á nokkra möguleika á að verjast, geri ég það. Einn liðurinn í þvf er að vera ekki að skæla vegna örlaga minna,“ seg- ir hún en okkur sem erum að ræða við hana kemur hún eigi að sfður þannig fyrir sjónir að á móti okkur sitji kona sem við finnum til með. Það er ekki annað hægt en hafa samúð með henni. Hún talar skýrt og skilmerkilega, er augljóslega enginn kjáni. Talar gott mál og við þessu stuttu kynni er ljóst að þessi liðlega fertuga kona er prýðilega vel gefin. Ef við við hefðum ekki vitað fyrir hver fortíð hennar væri, þá hefðum við allt eins getað ímyndað okkur að myndarlega konan á mótí okkur væri afgreiðslukona í verslun eða í umönnunarstarfi á sjúkra- húsi, ætti mann og uppkomin börn og læsi mikið í frístundum. Um helgar eldaði hún kannski góðan mat fyrir börnin og barnabörin. Hún hlær og játar að þannig lífi Ég varði mig og gerði ekki annað en koma í veg fyrir að maður- inn fengi vilja sínum framgengt og var orðin yfir mig pirruð á káfi hans þukli. En að segja að ég hafi drepið manninn er af og frá. vildi hún helst lifa, dregur samt úr þessu með eiginmanninn og er alls ekki viss um að hún kæri sig um þá fleiri úr þessu. „Ég held að ég vilji heldur búa ein og njóta þess að hafa rólegt í kringum mig. Fara í búðina að kaupa í matínn, stússast í bænum og fá fólkið mitt, böm og barnabörn í heimsókn. Meira bið ég ekki um og mig langar ekki að snúa til baka og lifa áfram því lífi sem ég hef lifað alla tíð. Hve löng vistum Beggu verður í einangrun- arálunni á Litía-Hrauni í þetta sinn vita hvorki hún sjálf né yfirmenn á staðnum. Líklega hafa fangelsis- málayfrvöld ekki heldur gert það upp við sig en það er ljóst að Fang- elsmálastofnun er í vandræðum með langtímavistun fyrir Bergþóm. Hún neitar þegar hún er spurð hvort hún vilji fara aftur f Kópavog- inn. „Nei alls ekki, þangað vil ég ekki fara,“ segir hún hörkulega. Hefur hún sjálf væntingar um eitt- hvað betra og það stendur ekki á svari. „Á Níuna á Skólavörðustígn- um. Þar get ég hugsað mér að aflpána það sem ég á eftír af dómn- um. Ef ég yrði flutt þangað og ég vissi að þar fengi ég að vera í friði, myndu menn ekki vera í vanda með mig. Ég hef alltaf hegðað mér vel þar, enda verið ánægð". Já, hvers vegna spyr hún sjálfa sig og svarar um hæl. „Þar er allt annað andrúmsloft. Þar er allt miklu mannlegra, starfsfólkið og húsið er þannig að manni líður ósjálffátt vel,“ segir hún og brosir. Þar er komið fram við mann eins og manneskju og tekið á hlutunum með hjartanu meðffam höfðinu. Ég skil bara alls ekki hvers vegna ég má ekki vera þar,“ segir hún og ját- ar þegar henni er bent á að það sé heldur ekki byggt upp sem lang- tímafalgelsi. „Það skiptir ekki máli, það er hvort sem er ekki til nein úr- ræði fyrir fanga eins og mig og af þeim stöðum sem ég hef verið á get ég helst sætt mig við að aflána þar. Málið er leyst en einhverra hluta vegna vilja þeir vera að flækja þetta," segir hún pirruðum rómi. Begga tekur eigi að síður fram að í Kvennafangelsinu í Kópavogi sé innan um prýðisfólk sem hún geti treyst og leitað til, og að á Litía- Hrauni séu sumir fangaverðirnir ágætir, en henni hryllir við að eiga kannski eftir að vera áfram í ein- angrunni. „Ég lifi það ekki af lengi að umgangst ekki annað fólk en þá sem ég vinn með úti í steypuvinn- unni og eftir klukkan hálf þrjú enga nema fangavörðin á vakt,“ áréttar hún og hristir vonlaus höfuðið. Hún segist vera tilbúin að standa sig vel og fara að öllum regl- um ef hún fái bara að viðundandi aðstæður til að búa við. „En ég vil ekki aftur í Kópavoginn, aldrei segir hún veikum rómi. Hver sem niðurstaðan verður þá er næsta víst að ef þessi kona, sem nú vill breyta lífi sínu, fær þann skilning og aðstoð við að búa um sig innan múranna og utan þeirra, er allt eins víst að Isafjarðar-Begga eigi eftir að ganga hnarreist um göturnar einn daginn. Kannski hún sjáist á leið í búð til að kaupa í mat- inn, komi við á myndbandaleig- unni eða bókasafninu og nái í efni til að kúra sig með í sófanum heima. Hún á það allt eins skilið rétt eins og við hin ef rétt er á mál- um haldið. Þá verður það ekki leng- ur Ísafjarðar-Begga sem gengur um göturnar, heldur Bergþóra Guð- mundsdóttír, myndarleg kona á miðjum aldri, sátt við menn og guð. bergljot@dv.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.