Dagblaðið Vísir - DV - 26.04.2005, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 26.04.2005, Blaðsíða 22
I 22 ÞRIÐJUDAGUR 26. APRlL 2005 Sport DV Shevchenko sættíst víð Ancelottí Úkraínski framherjinn Andryi Shevchenko heíur beðið Carlo Ancelotti, þjálfara AC Milan, afsökunar á ^ ■' ifamkomu sinni á laugardaginn þegar - \ honum var skipt út > af íleikACMilan og Parma. f s- OPEL Shevchenko brást illa við skiptingunni -i og átti orða- skipti við Ancelotti, bæði á hliðarlínunni og síðan inni í klefa eftir leikinn. „Ég gerði mistök. Þetta var rétt ákvörðun hjá Ancelotti og kannski þurfti ég kjaftshögg. Mér leið bara eins og öllum framherjum sem vilja spila sem mest því að mér fannst ég geta skorað fleiri mörk,“ sagði Shevchenko. Þrátt fyrir þetta rifr- ildi Shevchenko og Ancleotti mun Úkraínumaðurinn byrja inná gegn PSV í meistaradeildinni í kvöld enda lykilmaður í Milan- liðinu. Cafu orðinn þreyttur Brasilíski bakvörðurimi Cafu, sem er orðinn 35 ára gamall, hef- ur viðurkennt að þreytan sé farin að segja til sín nú þegar farið er að síga á seinni hluta tímabilsins hjá AC Milan. Félagið er í harðri baráttu við Juventus um ítalska meistaratitilinn og er í undanúr- slitum meistaradeildarinnar. „Það er ekki auðvelt að spila þegar álagið er svona mikið. Það má segja að við spilum baraí stað þess að æfa. Ég átti að fá kærkom- ið frí gegn Parmaum | helgina en síðan meiddist Jaap Stam og ég þurfti að spila. ^ Sem betur fór það vel, ég skor- , - aði og við náð- '"X um að landa mikilvægum sigri," sagði hinn síimgi Cafu sem er þó farinn að finna fyrir aldrinum. Nesta í leikbanni Varnarmaðurinn sterki Alessandro Nesta hjá AC Milan er eini leikmaðurinn sem verður í banni í leik AC Milan og PSV í kvöld. Nesta fékk sitt þriðja gula spjald í keppninni í seinni leiknum gegn Internazioanle í átta liða úrslitunum. Massimo Ambrosini er eini leikmað- .--ur AC Milan sem er á hættusvæði fyrir leik- inn í kvöld en hann fer í leikbann ef hann fær gult spjald í leiknum. ítalska liðið AC Milan og nýkrýndir hollenskir meistarar PSV Eindhoven mætast í kvölí : arinnar. Það sem er merkilegt við þessa viðureign er að samlandar verja mörk þessara deildinni síðan 2. nóvember á síð- asta ári og hefur haldið hreinu í 520 mínútur og eru þar með taldar mín- úturnar 72 í leiknum gegn Intern- azionale í átta liða úrslitum 12. apríl en sá leikur var flautaður af eftir að Dida hafði fengið flugeld í öxlina. Kvöldið eftir var Gomes í sviðs- ljósinu en hann átti stærstan þátt í „Þegar ég var neyddur til að standa í markinu fannst mér það ekki gaman en ég virtist hafa hæfileika og nú myndi ég ekki skipta á þeirri stöðu fyrir alla heimsins peninga. Ég vil vinna allt í Evrópu og ég vona að ég verði einhvern tíma jafn góður og Dida." Henrelho Gomes Aldur: 24 ára Hæð: 1,91 m Þyngd: 82 kg Ald Hæ Þyn Hver man ekki eftir Valdir Perez, markverði brasilíska landsliðs- ins á HM á Spáni árið 1982. Brasilíumenn voru með stórkostlegt lið en þeirra akkilesarhæll var Perez karlinn. Hann sór sig ætt annarra brasilískra markvarða sem hefur löngum stundum stað- ið öðrum brasilískum leikmönnum langt að baki. Það tók ekki betra við árið 1986 þegar Carlos stóð á milli stanganna. Segja má að þessir tveir markverðir hafi átt stærstan þátt í því að Brasilíu- menn urðu ekki heimsmeistarar í þessum keppnum jafnvel þótt flestir hafi verið sammála um að þeir hafi verið með besta liðið, bæði á Spáni 1982 og í Mexíkó 1986. Nú er hins vegar öldin önn- ur því að Brasilíumenn eiga tvo markverði sem hafa slegið í gegn í meistaradeildinni í vetur. Heurelho Gomes Fagnar hér eftir að hafa varið vitaspyrnu gegn Lyon Iátta liða úrslitunum. því að PSV tókst að slá út franska lið- ið Lyon eftir vítaspymukeppni í átta liða úrslitum meistaradefldarinnar. Gomes varði víti frá bæði Mich- ael Essien og Eric Abidal og gerði það að verkum að PSV komst í fyrsta sinn í sautján ár í undanúrslit þessarar keppni. Ólíkir karakterar Þessi frábæra ffammistaða þeirra hefur fært mönnum heim Það er ljóst að brasilískur mark- vörður mun standa á milli stang- anna hjá öðru hvoru liðinu í úrslita- leik meistaradeildar Evrópu í Istan- búl 25. maí næstkomandi. Fyrir land sem hefur hingað til verið jafn þekkt fyrir að flytja út góða knattspymu- menn og ljúffengar kaffibaunir em þetta stórfféttir því brasilískir mark- verðir hafa oftar en ekki haft á sér vafasam- an stimpil sem veikasti hlekkur brasilíska landsliðsins. Tveir markverðir, Dida hjá AC Milan og Heurelho Gomes hjá PSV Eindhoven, hafa þó unnið duglega að því í vetur að afmá þennan stimpil með frábærri frammistöðu bæði heima fyrir í deildunum og í sjálffi meistaradeildinni. Þessir tveir markverðir munu berjast í undanúr- slitum meistciradeildarinnar í kvöld og í næstu viku um það hvor þeirra fari til Istanbúl. Hetjudáðir í meistaradeild Dida og Gomes hafa báðir stolið Ágúst Jóhannsson, fyrrverandi þjálfari Gróttu/KR, snýr aftur á Hlíðarenda Þjálfar kvennalið Vals næstu þrjú árin Ágúst Jóhannsson, sem hefur þjálfað karlalið Gróttu/BCR í hand- boltanum undanfarin þrjú ár, mun stýra kvennaliði Vals á komandi tímabili. Ágúst.skrifaði undir þriggja ára samning þess efnis í gær og sagði í samtali við DV að hann væri mjög sáttur við niðurstöðu mála. „Mér stóð til boða að fara til Dan- merkur en eftir að hafa skoðað mál- in með fjölskyldunni þá gekk það ekki. Ég ákvað því að taka tilboðinu um að þjálfa kvennalið Vals. Ég hefði getað farið að þjálfa karlalið en það hefði orðið að vera spennandi. Það er í sjálfu sér lítill munur á kvenna- og karlahandboltanum á ís- landi og því lít ég ekki á þetta sem skref niður á við fyrir mig.“ Ágúst þjálfaði í fjögur ár hjá Val fyrir nokkrum árum, þar af eitt ár sem þjálfari meistaraflokks kvenna, og hann sagðist hafa fundist hann skulda félaginu að koma aftur og klára verkið sem hann byrjaði. „Ég hætti frekar óvænt með meistara- flokkinn á sfnum tíma þegar mér var boðin staða þjálfara kvennalands- liðsins. Mér fannst ég ganga frá hálf- kláruðu verki og það er því gaman að koma til baka. Mér leið afskaplega vel í Val á sín- um tíma og ég þekki félagið og fólk- ið sem starfar í kringum liðið. Það spillir heldur ekki fyrir að það er fullt af efnilegum stelpum hjá félaginu sem eru tilbúnar til að leggja mikið á sig. Ég hef trú á því að kvennadeild- in verði mjög sterk á næsta ári eftir deyfð í vetur. Það verða tíu Uð í deildinni og spiluð tvöföld umferð. Ég á von á spennandi keppni á milli Hauka, ÍBV, Stjörnunnar, FH og okkar," sagði Ágúst. „Það spillir held- ur ekki fyrir að það er fullt af efnilegum stelpum hjá félaginu sem eru tilbúnar til að leggja mikið á sig." Ágúst Jóhanns- son Mun þjálfa kvennalið Vals I hand- boltanum næstu þrjú árin og segir fulltafefni- legum stelpum vera I félaginu sem séutilbúnarað leggja mikiö á sig.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.