Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Dagblašiš Vķsir - DV

og  
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31 . . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Dagblašiš Vķsir - DV

						4      FIMMTUDAGUR 12. MAÍ2005
Fréttir DV
Ásdís Halla
byrjaraf
krafti
Fyrsta skóflustunga að
nýrri verslun BYKO á Akur-
eyri, sem áætlað er að opni
að ári liðnu, vorið 2006, var
tekin í gær að viðstöddu
margmenni. Kristján Þór Júl-
íusson bæjarstjóri á Akureyri
tók fyrstu skóflustunguna og
voru Jón Helgi Guðmunds-
son forstjóri BYKO ogÁsdís
Halla Bragadóttir, verðandi
forstjóri BYKO, viðstödd at-
höfnina. Verslunin mun hafa
í för með sér ýmsar nýjungar
og bætta þjónustu við við-
skiptavini. Hún verður alls
5.500 fm að stærð og mun
rísa á lóð BYKO í Krossanes-
haga, en svo nemist nýtt
byggingasvæðið nyrst í Gler-
árhverfi.
Pétur Blöndal
mótmælir
Pétur H. Blöndal, þing-
maður Sjálfstæðisflokksins,
lýsti því yfir á Alþingi síð-
degis í gær að hann myndi
greiða atkvæði gegn 9.
grein frumvarps
um fjarskipti sem
nú er til umræðu á
Alþingi. Þessi grein
gerir ráð fyrir að
fjarskiptafyrirtækj-
um sé skylt að veita
lögreglu upplýsing-
ar um skráðan eig-
anda ákveðins símanúmers
og/eða eiganda eða not-
anda ip-tölu tölvu. Meiri-
hluti samgöngunefhdar
þingsins lagði til að þetta
ákvæði frumvarpsins yrði
samþykkt óbreytt en þessi
grein frumvarpsins hefur
verið gagnrýnd harðlega af
Persónuvernd.
•at S.JV ' "'f-'   mm"' ' ib
Iðandi
starfsmenn
í gær höfðu tæplega
fimm þúsund starfsmenn
íslenskra fyrirtækja lagt að
baki 121 þúsund kflómetra
í átakinu Hjólað í vinnuna
eða rumlega níutíu hringi í
kringum landið, samkvæmt
fréttatiUcynningu frá ÍSÍ.
Ekki eru allir sem leggja
það á sig að hjóla. 58 pró-
sent hjóla og næst eru 40
prósent sem ganga og rest-
in notar strætó og línu-
skauta, svo eitthvað sé
nefht. Keppninni lýkur á
morgun, föstudaginn, 13.
maí. Liðakeppni fyrirtækja
er í gangi og verða verðlaun
veitt þremur efstu liðunum
19. júnf næstkomandi.
Anders Hansen, fyrrverandi blaðamaður og hrossabóndi, hefur keypt ferðamanna-
paradísina Leirubakka í Landsveit af íslenskum aðalverktökum. Sveinn R. Eyjólfsson,
fyrrverandi eigandi Leirubakka, segir jörðina nú vera orðna þá dýrustu á landinu.
Dýrasta jörð á íslandi
seld á 210 milljonir
Ferðaþjónustuparadísin Leirubakki í Landsveit hefur verið seld
á 210 milljónir króna. Kaupandi er Anders Hansen, fyrrverandi
blaðamaður á Morgunblaðinu og hrossabóndi á Árbakka á
Rangárbökkum, og staðgreiddi hann jörðina sem fyrir bragðið er
orðin sú dýrasta á landinu. Að baki Anders stendur Þjóðverji
sem fáir vita hver er.
Undanfarin fimmtán ár hefur
Sveinn Eyjólfsson, fyrrverandi eig-
andi DV, og fjölskylda hans byggt upp
húsakost og aðstöðu á Leirubakka en
Sveinn seldi íslenskum aðalverktök-
um staðinn fyrir nokkrum mánuðum
á 180 milljónir. Verktakamir hafa því
hagnast verulega á skömmum tíma
eftir viðskiptin við Anders Hansen
sem sjálfur seldi hrossabú sitt á Ar-
bakka l'yrir nokkru á 110 milljónir.
Anders þögull
„Ég hef ekki áhuga á að tala um
þetta," segir Anders Hansen inntur
eftir þessum milljónaviðskiptum en
samkvæmt öðrum heimildum hyggst
Anders byggja upp menningartengda
ferðaþjónustu á Leirubakka en staðn-
um fylgir ferðasetrið Hekluhof þar
sem Hekla er kynnt ferðamönnum á
margvíslegan
hátt.
Dýrastajörðin
„Þetta er líklega dýrasta jörð á ís-
landi eftir þessi viðskipti. Allavega hef
ég ekki heyrt af neinni dýrari," segir
Sveinn Eyjólfsson, sem sér ekkert eftir
Leirubakka þó svo hann hafi fengið
minna fyrir staðinn en íslenskir aðal-
verktakar sem keyptu hann af honum
fyrir stuttu. „Þetta eru bara eignir sem
maður tengist ekki tilfinningabönd-
um. Það sem máli skiptir er að fá
sæmilegt verð fyrir þær," segir
Sveinn.
Brokkgengur ferill
Samkvæmt heimildum DV stað-
greiddi Anders Hansen Leirubakka og
hefur því augljóslega í einhverja sjóði
að sækja. Á hrossaræktarbúi sfnu á
Arbakka ræktaði Anders svokallað
Svaðastaðakyn en Arbakki varð illa úti
í jarðskjálftunum á Suðurlandi fyrir
tæpum fimm árum. Fékk Anders þá
einhverjar bætur en aldrei þær 210
milTjónir sem hann greiddi fyrir
Leirubakka. Anders var á yngri
árum blaðamaður á Morgun-
blaðinu og skrifaði ásamt
Hreini Loftssyni hæsta-
réttarlögmanni bókina
Valdatafl í Valhöll sem
fjallar um átök Gunnars
Thoroddsen og Geirs
Hallgrímssonar í Sjálfstæð-
isflokknum. Anders var
einnig virkur í starfi ungra
sjálfstæðismanna en sneri sér
að viðskiptum, stomaði sjopp-
una Staldrið í Breiðholti, tfrna-
ritið Mannlíf auk annars en lenti
snemma í fjárhagsörðugleikum sem
hann hefur verið að
vinna sig út úr sfðan.
Miðað við þessi fast-
eignakaup virðist það
hafaheppnast.
„Þetta er líklega dýrasta
jörð á íslandi eftirþessi
viðskipti. Allavega hefég
ekki heyrt afneinni
dýrari.'
Sveinn R. Eyj-
ólfsson Segir
Leirubakka nú
oröna dýrustu
jörð á Islandiog
ersátturviðsitt.
Leirubakki Fimmtdn
dra uppbyggingarstarf
SveinsR.Eyjólfssonar
skilarsérnú Iháu verði.
Ég vildi að ég væri Selma
Einn af löstum annars ágætrar
persónu Svarthöfða er öfundsýkin.
Honum tekst alla jafha að halda
henni niðri en stundum blossar hún
upp. Það gerði hún þegar Svarthöfði
frétti að Selma Björnsdóttír,
Eurovision-stjarna okkar íslendinga,
hefði skellt sér í Brimborg og keypt
nýjan Ford-jeppling, svona rétt til að
ná sér niður áður en haldið var í
ferðalagið langa til Úkraínu. Svart-
höfði hefur löngum litið þennan
jeppling hýru auga en aldrei verið ná-
lægt því að hafa efni á að kaupa bif-
reið á borð við þá sem Selma festi
kaup á. Það er ekki laust við að hugur
Svarthöfða hafi reikað að frétt sem
birtist fyrir nokkrum dögum þess efh-
is að Landsbankinn hefði ákveðið að
styrkja Selmu tíl að hún gæti einbeitt
sér að fullu að undirbúningi fyrir
Eurovision. Svarthöfði, þessi skepna
sem hann er, hugsaði með sér að
þetta væri nú ekki ilókið. Selma hefði
auðvitað labbað beint upp í Brimborg
með peninga frá Landsbankanum,
skipt út hinum þreytta sjö ára gamla
Daihatsu og farið út á nýjum jeppling.
Hvernig hefur þú það?
„Ég hefþað alveg prýðilegt," segir Þrúður Vilhjálmsdóttir, leikkona og flugfreyja.
„Égerá leiðinni til Boston á eftir og hlakka bara til. Ég stoppa stutt þar, og verð komin
fyrir helgi. Annars er ég mest að hugsa um atriði sem ég tek þátt íá opnun Listahátíð-
ar á laugardaginn. Þaö heitir Óðurinn til kindarinnar og er svona hreyfilistaverk. Ég er
viss um að það verður gaman."
Það er kannski algjör tilviljun að hún
skuli hafa keypt sér nýjan bíl á þess-
um tímapunkti. Selma er harðdugleg
kona sem hefur leikið, sungið og
dansað af miklum móð undanfarin
ár. Svarthöfði öfundar hana hins veg-
ar af nýja bílnum. Hann vildi yera
Selma, síkát og syngjandi á nýjum bfl,
burtséð hvort hann sé í boði Lands-
bankans eða ekki. Svarthöfði vonar
bara að það verði undankeppni fyrir
Eurovision á næsta ári. Þá ætlar hann
að vera með, verða fulltrúi íslensku
þjóðarinnar og fá styrk frá Lands-
bankanum. Kannski fær hann þá lflca
nýja bflinn sem hann hefur alltaf
dreyrrit um.
Svaiúiöföi
\
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40