Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Dagblašiš Vķsir - DV

og  
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31 . . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Dagblašiš Vķsir - DV

						DV Ástogsamlíf
FIMMTUDAGUR 12. MAÍ2005   17
5 góðar ástæður fyrir að vera á Sausu
Þaðerekkialltaftekiöút
með sældinni að vera í
sambandi þótt vissulega
hafl allt sína kosti og
galla. Þú ættir hins vegar
að njóta þess að vera á
lausu þegar svo ber undir
og hér eru nokkur ráð til
þess:
Njóttu þess að hitta
viniþínaafgagnstæðu
kyni án þess að makinn
verði afbrýðissamur.
Þú getur notað þina
peninga (það sem þú vilt,
ekki sólpall eða frystikistu.
Þú getur valið hvaða
bíómyndir þú vilt sjá án
nokkurra málamyndana.
Þú þarft ekki að hlusta
á hrotur makans.
Þú getur verið ham-
ingjusamur/hamingjusöm
með að vera eins og þú
ert (stað þess að reyna að
vera eins og makinn vill
að þú sért.
Nýtur lífsins á lausu BradPitter
einn eftirsóttasti piparsveinn heims
en ekki hefur verið staöfest aö hann
og Angelina Jolie séu par.
Hreimur Örn Heimisson,
I söngvari í Landi og Sonum.
„Rómantískasta lagið, því er auðsvarað en
það er lag eftir Adam Sandler og heitir
„Grow old with you" í myndinni „The
Wedding Singer" en það ér lagið sem
hann syngur í flugvélinni, ekki (sjálfri
brúðkaupsveislunni. Mér finnst textinn í
laginu algerlega fullkominn og þetta er
barnalega einfalt lag. Þetta er svona lag
sem ég myndi helst vilja semja sjálfur þvf
það er ekkert flókið við það eða einhverjar
f lóknar ástarsamlíkingar (laginu, titillinn
segir allt sem segja þarf. Þegar ég gifti
mig þá mun ég örugglega spila lagið sjálf-
ur fyrir konuna mfna en vlð eigum ekkert
sérstakt lag saman en þetta er svona lag
sem við tengjum okkur við."'
Ol
10
J«s
c
10
»o
ec
langalgengasti
kvnsjúkdómurinn
„Við íslendingar vorum með
hvað flest kynsjúkdómasmit mið-
að við höfðatölu árið 2001, í sam-
anburði við hin Norðurlöndin,"
segir Guðrtln Sigmundsdóttir,
yfirlæknir á sóttvarnasviði Land-
læknisembættisins en hún hefur
tekið saman tölur um fjölda til-
kynntra tilfella kynsjúkdóma til
sottvarnalæknis hér á landi síð-
ustu ár. „Þetta hefur þó sennilega
breyst en klamidíusmitum hefur
fækkað en þeim hefur aftur á móti
fjölgað í Danmörku og Svíþjóð."
Konur greinast frekar en
karlar
Konur og karlar, ungir sem
aldnir geta greinst með kynsjúk-
dóma en algengast er að fólk
greinist með klamidíu enkynsjúk-
dómurinn, lfkt og aðrir kynsjúk-
dómar, smitast milli manna við
kynlíf. Klamidía getur verið ein-
kennalaus hjá báðum kynjum og
því getur smitaður einstaklingur
smitað aðra án sinnar vitundar.
„Einkenni koma þó sfður fram hjá
HHHHHHHHKHBHB9HHHHHI
konum en körlum en það eru að-
eins fleiri konur sem greinast með
klamidíu en karlar. Ástæðuna fyrir
þessu tel ég vera að konur leiti
frekar til lækna til að fá getnaðar-
varnir, vegna bameigna og annars
en karlar," segir Guðrún.
Klamidía langalgengasti
kynsjúkdómurinn
Lfkt og með aðra sjúkdóma
geta tilfelli kynsjúkdóma verið
mismörg frá ári til árs og stundum
er hægt að tala um faraldur í þess-
um efnum. „Það var mikil aukning
á klamidíutilfellum upp úr árinu
2000 en árið 1998 og 1999 var mik-
ill áróður í gangi gegn smiti kyn-
sjúkdóma með veggspjöldum,
auglýsingum og öðru. Svo virðist
sem sú herferð hafi ekki skilað
árangri. Læknanemar hafa farið í
framhaldsskóla og verið með
fræðslu og svo er einnig starfandi
félagsráðgjafi hjá okkur sem er
með fræöslu um forvarnir. Það
eru hins vegar miklar sveifliu: á
klamidíutilfellum og því er ekki
Fjöldi
klamidíutiífella
á íslandi á
árunum
1997-2004
1997................................1586
1998................................1550
1999................................1687
2000................................1819
2001...............................2122
2002...............................2088
2003................................1638
2004................................1735
gott að meta árangur af forvarna-
starfi."
í 4. tölublaði Farsóttarfrétta
sem Landlæknisembættið gefur
út kemur fram að á síðasta ári
hafi klamidíutilfellum fjölgað um
6% frá árinu 2003. Þar kemur
einnig fram að klamidía sé al-
gengust meðal einstaklinga í ald-
urshópnum 15-29 ára. Fleiri
stúlkur en strákar í aldurshópn-
um 15-19 ára greinast með
klamidíu en í aldurshópnum 20-
24 ára aukast klamidíutilfeui
meðal stráka. „Nokkur tilfeUi hafa
komið upp par sem fólk greinist
með lekanda eða sárasótt en þeir
einstaldingar. eru yfirleitt að
koma erlendis frá og þá jafnvel
frá svæðum þar sem lekandi og
sárasótt eru mun algengari en hér
á landi, enda greinast ekki margir
einstaklingar með þessa kynsjúk-
dóma hér árlega," segir Guðrún.
Klamidía er því langalgengasti
kynsjúkdómurinn hér á landi.
I ¦¦¦¦¦¦¦¦1
¦
Líkamstjáning stór hluti af samskiptum kynjanna
Líkamstjáning er griðarlega stór
hluti af samskiptum fólks og ekki
hvað síst þegar kemur að samskipt-
um kynjanna. Augnsamband skiptir
miklu máli og er hvað mikilvægasti
þátturinn þegar fólk er að reyna að
ná athygli annarra að fyrra bragði.
Fólki er tamt að líta í kringum sig en
hvort augun staðnæmist frekar á
einum einstakling ræðst meðal ann-
ars af augnsambandi. Það er mis-
jafnt hvernig strauma fólk gefur frá
sér og það er ekki endilega þeir sem
eru fríðastir sem fá mestu athyglina.
Með því að sitja eða standa afslöpp-
uð/afslappaður Kður fólki betur í
nærveru þinni en ef þú ert með
krosslagðar hendur eða fætur virkar
þú fráhrindandi fyrir þá sem eru að
tala við þig. Talið er að 60-80% sam-
skipta okkar við aðra séu án orða.
Konur hafa fleiri „merki," svo sem
að fikta í hári sínu, dilla rassinum og
fleiri. Karlmenn hafa færri „merki"
en þeir hagræða stundum fötum
sínum og laga til „vininn". Talið er
að konur eigi frumkvæði þegar kem-
ur að samskiptum kynjanna með
því að gefa merki um að hún hafi
áhuga svo sem með augnsambandi
eða öðrum merkjum. Karlmenn á
hinn bóginn eru líklegri til að láta til
skarar skríða eftir að konur hafa gef-
ið færi á sér.
TILAÐ
JAFNA
SIGÁ
SAMBANDS-
SLITUM

I • Hættu að hugsa um gömlu
góðu dagana og sjáðu lífið í réttu
Ijósi. Hann/hún sagði þér upp og
sættu þig við það. Ekki vonast
eftir þvi að þið byrjið saman aft-
• Ef þú hefur misst samband
við vini þína hafðu þá samband
við þá aftur. Reyndu að hitta vini
og fara út á meðal fólks og dreifa
huganum.
St Byggðu upp sjálfstraust þitt.
Margir eru með sjálfstraust í mol-
um eftlr sambandsslit og því er
mikilvægt að byggja upp sjálfið á
ný.
4« Ekkifela tilfinningar þínar.
Ræddu liðan þína við vini og fjöl-
skyldu, það þarf enginn að
skammast sin fyrir að líða illa eft-
irsambandsslit.
->• Ekki leita huggunar í áfengi
og vimuefnum til að reyna að
deyfa tilfinningar og líðan þína.
0« Ef þér líður enn illa vegna
sambandsslitanna mörgum mán-
uðum seinna þá skaltu leita að-
stoðar lækna eða ráðgjafa.
/• Hugsaðu jákvætt. Mundu að
þú ert frábær og einstök per-
sóna.
O.  Njóttu þess að vera ein-
hleyp/ur og hugsa um sjálfa/n
þig. Ekki li'ta á það sem neikvætt
þó að þú eigir ekki kær-
ustu/kærasta.
"• Farðu og stundaðu likams-
rækt eða sinntu áhugamálum
þínum.
lUt Ný framtíð, nýjir möguleik-
ar. Sambandsslit geta verið upp-
hafið af einhverju enn betra og
skemmtilegra í lífi þínu.
iut***W
^BT'í

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40