Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Dagblašiš Vķsir - DV

og  
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31 . . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Dagblašiš Vķsir - DV

						TJ
20  FIMMTUDACUR 12. MAÍ2005
M/  .'" 1N
DV
Þríleikur á.
Nýja fatabúðin Trilogia var opnuð niðri í
miðbæ í síðustu viku. Fötin sem um er
að ræða eru íslensk og erlend hönnun
og engin flík er tjöldaframleidd.
Laugaveginum
Menningarflóran á Laugaveg-
inum hættir ekki að blómstra. Nú
er enn eitt bldm komið í knippið.
Það er nýja tískubúðin Trilogia
sem staðsett er á Laugavegi 7, þar
sem Rauðhetta og úlfurinn voru
áður til húsa.
Það eru Sæunn Þórðardóttir og
Jette Jonkers, fatahönnuðir, sem
standa að búðinni. Þær hafa verið
að undirbúa opnun búðarinnar
undanfarið ár og var búðin loks
opnuð með glæsibrag í lok síðustu
viku.
„Já, við vorum að opna núna á
föstudaginn." segir Steinunn „Það
var samt heljarinnar partí hérna á
miðvikudaginn. Svona opnun-
arpartí og hún Sigrún Hrólfsdóttir
úr gjörningahópnum The Iceland-
ic Love Corporation var líka hérna
með gjöminga sem hún skrifaði
fyrir rýmið hérna í búðinni. Svo
buðum við vinum og vandamönn-
um og gestum og gangandi uppá
drykk sem við fengum frá
Smirnoff."
Dauði miðbæjarins?
Mikið hefur verið rætt
undanfarið um hvort miðbærinn
sé að deyja út. Þetta virðist hafa
haft þau áhrif að fleiri og fleiri
frumkvöðlar í verslunarrekstri
hafa ákveðið að bjarga miðbænun
frá glötun. Nýstárlegar búðir hafa
verið að spretta upp eins og
gorkúlur og hefur ótti fólks við
verslunarleiðangra framtíðarinnar
í niðurdrepandi verslunarmið-
stöðvum     verið      sefaður
tímabundið. Þessu er Steinurm
sammála. „Við finnum það alveg
að Laugavegurinn er að lifna við.
Verið er að leigja út öll stóru húsin
sem voru tóm hérna. Það virðist
aðalstuðið vera á Laugarvegin-
um."
íslensk unghönnun
í búðinni kennir ýmissa grasa.
Fötin sem þar er að finna eru
blanda af íslenskri og erlendri
hönnun. „Við erum með hönnun-
arvörur frá Bretlandi, Hollandi og
Belgíu í bland við okkar eigin
framleiðslu. Það er sem sagt merk-
ið Trilogia en svo erum við með
vörur í umboðssölu fyrir tvær
stelpur úr Listaháskólanumm, þær
Eddu og Sunnu. Vörurnar sem við
erum með koma frá fólki sem
myndu flokkast sem unghönnuðir
en eru búnir að vera að vinna í
fjögur ár. Þeir eru nú orðnir viður-
kenndir eða eins viðurkenndir og
maður getur orðið á fjórum
árum."
Hollendingurinn sem ást-
fanginn er af landinu
Meðeigandi Steinunnar er hol-
lenski fatahönnuðurinn Jette Jon-
kers. Hún kom upphaflega hingað
fyrir sjö árum og varð ástfangin af
landinu. Þá var hún að vinna fyrir
Lindu Árnadóttir þegar hún var
með búðina Svo. Þær stöllur áttu
sameiginlega vini sem einnig voru
í hönnun og þannig kynntust þær.
Jette útskrifaðist úr Antwerp-há-
skólanum í fatahönnun, þaðan
sem stærstu nöfnin í tískubrans-
anum í Evrópu sátu á skólabekk.
Fagnaðarerindið í tísku
Steinunn Þórðardóttir hefur
alla tíð haft áhuga á tísku og var
því tískulaus framtíð nær óhugs-
andi. „Ég hef verið viðloðandi
tísku, alveg síðan ég var ungling-
ur. Ég var að vinna í tískubúðum
þegar ég var yngri og hef alltaf haft
brennandi áhuga á tísku og öllu
því sem fylgir. Ég var reyndar fyrst
menntuð sem dansari en sneri
mér svo að aðaláhugamálinu. Ég
byrjaði í klæðskeranámi í Iðnskól-
anum hér í Reykjavfk. Svo fór ég út
í starfsnám hjá Alexander
Mcqueen. Eftir það hef ég meira
og minna verið úti í London að
vinna. Þar hef ég verið að vinna
fyrir breska hönnuði, bæði sem
aðstoðarhönnuður og ' fram-
leiðslustjóri en langaði að fara að
koma heim. Ég ákvað bara að
koma heim og boða fagnaðarer-
indið í tísku."
Framtíðin?
Framtíðin er björt hjá Stein-
unni og er langt frá því að hún ætii
einungis að einbeita sér að versl-
unarrekstri. „Ég er búin að vera að
skrifa meistararitgerð úti f sam-
bandi við þjóðerniskennd í tísku.
Þá hef ég verið að rannsaka
klæðaburð íslendinga og hvernig
þjóðerniskennd okkar birtist í
honum. Þá hef ég nártúrulega ver-
ið að nota þessa þjóðemiskennd í
því sem ég er að gera en eins og er
þá er ekkert sem ég hef sjálf gert í
búðinni. Það kemur með
haustinu. Þjóðbúningurinn er
settur í blandara með alþjóða-
straumum."
Wouters
Hendrix háls-
men 32.400 kr.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40