Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Dagblašiš Vķsir - DV

og  
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31 . . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Dagblašiš Vķsir - DV

						I.TI
1>V Síðasten ekkisist
FIMMTUDAGUR 12. MAÍ2005  39
Samfélagssiðferði
Nokkuð er rætt þessi dægrin um
siðferði, sem og siðleysi, stjórnmála-
manna - og fiokka ef því er að skipta.
Þó er reglur þar að lútandi hvergi að
finna - mér vitanlega að minnsta
kosti. Stjórnmálamenn hnýta hver í
annan og saka um undirferli, óheið-
arleika og misgjörðir, í einu orði: sið-
gæðisbrest. Slíkt heyrist þó einkum
úr herbúðum stjórnarandstöðunnar
og er beint að ráðherrum og þing-
mönnum stjðrnarflokkanna. Hvað
hæft er í því skal ég ekki fjölyrða um
en hitt er annað mál að stjórnarlið-
um tekst ekki, þótt þeir vafalítið
fegnir vildu, að svara í sömu mynt.
Tekst ekki að klína nokkrum einustu
tortryggilegheitum, svo sem á
grundvelli spillingar, á stjórnarand-
stöðuna. En telja má víst að þeir
stykkju á slíkt tilefhi eins og rónar á
rækjusamloku ef það gæfist. Ef tilvill
segir það meira en mörg orð. Þar á
bæ eru menn alveg fastir í því að tala
um hvað stjórnarandstæðingar séu
hefmskir og afturhaldssinnaðir og
dettur ekkert annað í hug.
Samfélagshyggjan
En er yfir höfuð einhverjar sið-
fræðilegar forsendur að Snna fyrir
mótun og framkvæmd stefnuskráa
stjórnmálaflokka? Ekki skal ég full-
yrða um það. Þó langar mig að segja
ykkur hér frá hugmyndafræðilegri
nálgun á stjórnmálasiðferði sem ég
rakst áíriti einu um daginn um leið-
togasiðferði. Finnst mér þessi nálg-
un vera nokkuð lýsandi fyrir hug-
myndafræði þeirra sem kenna sig við
jafnaðarstefnu, svo sem Samfylking-
una, Vinstri græna og aðra „aftur-
haldskommatitti".
Siðfræðistefna þessi nefnist Sam-
félagshyggja (e. Communitarianism
- ath. ekki Communism!) og er
runnin   undan   rifjum
bandaríska félagsfræðings-
ins Amitais Etzioni og fylgis-
manna hans. Helsta mark-
mið samfélagshyggjusinna er,
í stuttu máli, að byggja upp og
efla  siðferði  í
samfélagslegu
samhengi, þ.e. að
koma  á  samfé-
lagslegum  and-
blæsemýtirundir
og eflir siðgæðis
þroska
þegn-
anna.
Sam-
kvæmt
Etzioni og
félögum
ættum
Davíð Sigurþórsson
segir samfélagshyggju-
sinna hafa það helst að
markmiöi að byggja upp
og efla siðferðiísamfé-
lagslegu samhengi.
Kiallari
„Stefna þessi á, sem
fyrr segir, rætur að
rekja tii bandarísks
samféíags, en hvaða
simpansi sem er getur
hæglega heimfært
þesa samfélagssýn
upp á íslenskan veru-
letka."
við, velfystugir Vesturlandabúar, að
draga aðeins úr hinni einangrandi og
firrandi einstaklingshyggju, að ekki
sé minnst á hina gengdarlausu efhis-
og neysluhyggju. Þess í stað ættum
við, þegnarnir, að auka meðvitund
okkar um hina sameiginlegu og sam-
félagslegu ábyrgð. Þetta má meðal
annars gera með því að fylgjast vel
með opinberri umræðu; taka þátt í
samfélagslegum verkefnum; stuðla
að samvinnu í þágu sameiginlegra
hagsmuna; hjálpa nauðstöddum;
uppræta spillingu og hvetja foreldra
og skóla til að stuðla að siðmennt
barna okkar. Sem sagt, að finna hið
gullna jafnvægi milli réttar einstak-
linganna og sameiginlegra þarfa
okkar í heildrænu samhengi.
Áhyggjutónn
Það gætir vissulega ákveðins
áhyggjutóns í boðskap samfélags-
sinna, enda benda þeir á einfaldlega
á það sem blasir við öllum með opin
augun: síaukna samþjöppun auðs og
valds, sjálfhverfu eiginhagsmuna-
samtaka hvers konar, öfgatilhneig-
ingu í pólitík, hækkandi skilnaðar-
og glæpatíðni, sundrungu samfé-
lagsins og þverrandi siðferði yfir höf-
uð. Atferli eins og lygar, mengun
hvers konar eða framleiðsla hættu-
legra hluta (til dæmis vopna og eitur-
efha) getur þjónað skammtímahags-
munum einstakra leiðtoga eða sam-
taka, en eru samt sem áður siðlausir
þar sem þeir gagnast sjaldnast sam-
félaginu sem slfku heldur valda iðu-
lega skaða, þegar tíl lengri tíma er lit-
ið.
Eiginkökueldsaðskörun
Stefna þessi á, sem fyrr segir, ræt-
ur að rekja til bandarísks samfélags,
en hvaða simpansi sem er getur
hæglega heimfært þessa samfélags-
sýn upp á fslenskan veruleika. Má í
því sambandi velta fyrir sér tíl-
- hneigingu  íslenskra  stjórn-
y málamanna til að vaða uppi
^ með valdníðslu og hroka í krafti
ráðherraræðis  og  helminga-
skiptaeinkavinavæðingar,  svo
sem eins og við ráðningar í op-
inberar stöður eða sölu rfkisfyr-
irtækja. Samfélagshyggjan mið-
ar sem sagt að
því að draga úr
ÉH.
gjarnri, siðlausri hegðun einstak-
linga og hópa, í einu orði: „eig-
inkökueldsaðskörun".
Samræðustjórnmál
Samfélagssinnar telja sem sagt að
snúa megi þessari þróun við með
þátttöku þegnanna í sameiginlegum,
samfélagslegum akvörðunartökum;
maður á mann með gagnkvæma
virðingu, frjáls og opin skoðanaskipti
í fyrirrúmi - því sem Ingibjörg Sólrún
kallar samræðustjórnmál, ekki satt?
Sem sagt, það sem mættí, í íslensku
samhengi og í ljósi pólitískrar þróun-
ar undangenginna ára, kalla: aftur-
hvarf til lýðræðisins! Maður saknar
þess nú orðið nokkuð.
Gagnrýnin
Gagnryni á þessa hugmyndafræði
kemur vitanlega frá hægri og er á þá
leið að samfélagshyggjan geti leitt til
aukinna afskipta yfirvalda og grafið
undan réttí einstaklingsins (enda
myndi maður Ifklega seint heyra
samfélagssinna reyna að gera tor-
tryggilegar niðurstöður rannsókna á
skaðsemi reykinga í nafhi einstak-
lingsfrelsis og frjálshyggju). Þá segj-
ast sumir andstæðingar samfélags-
hyggjunnar óttast að hún muni leiða
til boðunar einsleits gildismats í
annars fjölbreytilegum samfélögum,
sem sagt kommúnisma. Ætli það?
Þetta er nú kunnuglegur söngur frá
þeim sem væntanlega þykir lýðræð-
isleg vinnubrögð ógna hagsmunum
sínum og vina sinna.
Aðlokum
Einhverjir  kunna  vafalítið  að
álykta af þessum skrifum sem svo að
undirritaður sé vinstrisinnaðri en
Andskotínn. Það er rétt ályktun,
enda er hann hægrimaður!
íslenskan mælikvarða. Þið
skuluð samt fara varlega í
að rffa fram stuttbuxurnar
þvf sólin ætlar að láta bfða
eftir sér. Það er samt hægt
að fara að
hlakka tíl
helgarinnar.
Pakkið
útilegudótinu
niðurogsetjiðuppsól-
gleraugun. Það veröur þurrt
yflrhvítasunnuna.
Kaupmannahöfn
Oslo
Stokkhólmur
Helsinki
London
15
16
16
12
16
París
Berlfn
Amsterdam
Madrid
Barcelona
19	Alicante	26
14	Mílanó	20
16	New York	22
18	San Frandsco	20
20	Orlando/Flórída	31
Sólarupprás Sólarlag f Árdegisflóð 08.47
ÍReykjavík Reykjavík Sfðdegisflóð21.04
04.22       2238
• Skítamórall hefur sent frá sér
nýtt myndband sem gerist allt
meira og
minna
inni á veit-
ingastaðn-
umHaid
Rock.
Dynjandi
tónlist
innan um sjóðheita borgara og
svalar stúlkur í stutt-
pilsum. Eitt-
hvað er tíma-
setningin
slæm því Hard
Rock er að loka og
verður kynningar-
gildi myndbandsins fyrir veitinga-
staðinn því lítið sem ekkert úr því
semkomið er...
• Það er tónlistar-
gúrúinn Einar Bárö-
arson sem sér um
mál Skítamórals en
hann var sjálfur um
tíma framkvæmda-
stjóri Hard Rock. í
umræddu mynd-
bandi gengur hann svo langt að
skjóta inn mynd-
bútum af Idol-
stjörnunni Hildi
Völu, sem einnig er
á hans snærum,       -WP
þannig að öllu er
tjaldað til á sölu-
torgipoppsins...
• Doktor Gunnar Hrafh Bhgisson
sálfræðingur er ekki á topp tíu lista
yfir bestu vini Fé-
lags ábyrgra feðra.
Hafa ábyrgir feður
kvartað yfir vinnu-
lagi sálfræðingsins í
forsjármálum en á
borði félagsins
munu vera 150 kær-
ur á hendur hon-
um. Nú mun siðanefnd Sálfræð-
ingafélagsins hafa fjallað um mál
doktors Gunnars Hrafns en með
niðurstöðuna er farið eins og
mannsmorð og hefst ekki orð upp
úr Halldóri Kr. Júlíussyni, f or-
manni félagsins, né Áskeli Erni
Kárasyni, formanni siðanefndar
Sálfræðingafélagsins. Sumir segja
að doktor Gunnar Hrafn hafi verið
víttur af félögum sínum...
• Halldór Gíslason
forseti Hðnnunar-
og arkitektardeildar
Listaháskóla íslands
er á förum úr landi
til að taka við sam-
bærilegu starfi hjá
Norsku listaaka-
demíunni. Staða Halldórs var aug-
lýst um áramót og átti að ráða í
fiana í febrúar. Það vefst enn fyrir
Hjálmari H. Ragn-
arssyni, rektor
Listaháskólans, en
umsækjendur eru
fjölmargir þó í þann
hóp vanti þann
manns sem best
myndi gegna starf-
inu, Pétur H. Ár-
mannson arkitekt...
• Lögbirtingablað-
ið kemur alltaf út á
sinn gamaldags hátt
líkt og Gutenberg
ráði þar ríkjum.
Margir ráku upp
stór augu þegar þeir
sáu þar á dögunum
kröfu sem Byko gerir á stórleikar-
ann 1 lilmi Snæ Guðnason vegna
800 þúsund krðnu skuldar. Leikar-
inn hlýtur að vera að byggja eitt-
hvað einhvers staðar...

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40