Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Dagblašiš Vķsir - DV

og  
S M Þ M F F L
. . . 1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Dagblašiš Vķsir - DV

						30   FIMMTUDACUR9.JÚNÍ2005
Lífið DV
HowDo
You Like
lceland?
Sveitaballamenningin er að syngja sitt síðasta. Hér á árum áður voru sveitaböll
haldin um hverja helgi, en mikil breyting hefur orðið þar á. Þá sáu rútur um að
flytja böndin milli héraða og gera það enn. Frægasta hljómsveitarrúta allra tíma
hérlendis er tvímælalaust Eðlan. Hún er enn í gangi og komið hlutafélag í kring-
um hana, Eðlan ehf.
V$<*-
„Það er ótrúlegt hverju 280
þúsund manns hafa áorkað í
þessu landi," segir Dave Breckn-
ey, ferðamaður frá Bandaríkjun-
um, en Dave er búinn að ferðast
um landið og skoða sig um síð-
astliðna viku. „Þetta land er á
stærð við Kentucky og þið hljót-
ið að vera mjög vinnusöm, því
landið er kostum hlaðið," segir
Dave, en hann er jarðfræðingur
og hafði því mjög gaman af
„stórbrotinni" náttúru landsins.
„Það var frábært, ég mun sakna
landsins þegar ég fer heim, aftur
til Georgíu í Bandaríkjunum."
Búinn að borða súpu og
brauð í viku
„Það er greinilega ekki að
ástæðulausu að þið vinnið
svona mikið, því þið þurfið
greinilega að hafa svo há laun til
þess að lifa hérna," segir Dave
en hann er búinn að lifa ein-
göngu á súpu og brauði síðan
hann kom. „Verðið eru svo hátt
héma að það er hlægilegt, ég
hef ekki einu sinni lagt í það að
fá mér lambakjöt eða fisk á veit-
ingastöðum því þetta er svo
ótrúlega dýrt, súpa og brauð
hefur því verið á matseðlinum
hjá mér undanfarna viku," en
Dave bauð síðan blaðamanni að
koma til Bandaríkjanna þar sem
verð væri mun sanngjarnara.
Ánægður með skiltin
„En þó svo að verðið hafi ver-
ið hátt, þá er ekki þar með sagt
að ég sé ósáttur," segir Dave, en
hann var mjög sáttur með að
skiltamerkingar um allt land hafi
verið á ensku. Hann keyrði frá
Reykjavík til Fjarðarbyggðar og
sagðist ekki hefði ratað nema
vegna skiltanna. „Ég kannski
hafði meira gaman af landinu en
aðrir vegna þess að ég er jarð-
fræðingur, mér fannst til að
mynda vatnið hér æðisgengið og
finnst íslendingar afar snjallir að
hafa beislað jarðvarmann og seg-
ir jarðvarmavirkjanir hér til fyrir-
myndar. „Takk fyrir mig," segir
svo Dave að lokum.
„Við erum með þetta fyrirtæki,
Eðluana ehf., ég, Pétur sonur minn
og Jóhann tengdasonur minn og
rekum tvær rútur, Eðluna frægu, og
Linerinn sem var fluttur inn fyrir
Skítamóral á sínum tíma," segir
Reynir Einarsson, einn eigandi fyr-
irtækisins. Reynir og sonur hans
Pétur keyptu Eðluna fyrir þremur
árum síðan og stofhuðu hlutafélag í
kringum hana. „Það kom aldrei
annað til greina en að nefna fyrir-
tækið Eðlan ehf., menn í bransan-
um þekkja nafnið það vel," segir
Reynir, en Pétur sonur hans hafði
áður keyrt Eðluna í átta ár fyrir
þann tíma þegar hún var í eigu
Allrahanda.
Sveitaballamenningin
að deyja
„Þessi sveitaballamenning eins
og hún var hér áður er að deyja. Nú
fær fólk þá fullnægingu sem það
þarf f skemmtanalífinu hér í
Reykjavík. Það eru komnir mun
betri vegir én voru og fólk sækir
sína skemmtun suður," segir Reyn-
ir. Pétur sonur hans tekur í sama
streng: „Hér áður fyrr voru böll um
hverja helgi í Miðgarði, Njálsbúð,
fdölum og fleiri góðum stöðum. Nú
halda þessir staðir ýmist eitt ball á
sumri eða eru hættir fyrir fullt og
allt. Ég held að Miðgarður hafi
haldið sitt síðasta ball um daginn,
það á að breyta húsinu í menning-
arsetur eða eitthvað álíka," segir
Pétur.
Rammstein og David Hassel-
hof notuðu Linerinn
Eðlan, sem er 68-módel, var flutt
hingað til lands fyrir venjulega
fólksflutninga, en á miðjum níunda
áratugnum var henni breytt í
hljómsveitarrútu. „Stuðmenn not-
uðu hana fyrst og síðan tók SSSól
hana og notaði hana í fimm eða sex
ár," segir Pétur, en margar sögur
munu vera til frá þeim árum, sumar
hverjar ekki prenthæfar. „Það
vakna margar minningar hjá popp-
urum þegar þeir koma inn í Eðluna,
ég veit að Helgi Björns er mjög hrif-
inn af henni," segir Reynir, en frægt
er þegar Helgi tók svokallað
„þaksörf' á Eðlunni þar sem hann
stóð á toppnum á ferð. Pétur sér að
mestu um akstur Eðlunnar en kann
hann engar sögur? „Engar sem ég
má segja," segir Pétur og hlær: „Það
er nú parturinn af því að vera far-
sæll í þessu, að láta fá orð bera litla
ábyrgð. Það er ýmislegt sem hefur
gengið á í þessum túrum, bæði
skemmtilegt og leiðinlegt."
Hin rútan, Linerinn, á sér ekki
eins langa sögu hér á landi, en er
mun nýstárlegri en Eðlan. Hún var
flutt hingað til lands frá Þýskalandi
sem tilbúin hljómsveitarúta. Skíta-
mórall notaði hana eingöngu fyrstu
árin, en einhverjar sögur voru á lofti
um að Rammstein hefði notað rút-
una ytra. „Addi Fannar bjó þær sög-
ur bara til held ég," segir Pétur og
hlær: „David Hasselhoff átti að hafa
notað hana fyrir strandverði og
Rammstein síðan tekið hana, en
þetta var bara saga sem var búin til."
Böndin koma sjálf með
klámið
Það er nokkuð ljóst að margt
hefur verið brallað innan veggja
Eðlunnar og Linersins og ef þeir
gætu talað væri það efni í góða bók.
„Já, ef veggimir gætu talað, og koju
afdrepið," segir Reynir við mikla
kátínu blaðamanns.
Greinilegt er að margar bransa-
sögur hafa orðið til þarna, eflaust
sumar hverjar kynferðislegar. En er
ekkert klámsafn um borð í rútun-
um? „Nei, við látum böndin koma
með klámið sjálfir, við fríum okkur
af allri ábyrgð hvað það varðar,"
segir Pétur og hlær.
soli@dv.is
i&
Linerinn og Eðlan
I Þarna standa þær
j tvær saman, nýliöinn
] og kempan.
r

Allir geta leigt eSluna Pétur Reynis-
son, Reynir Einarsson og Jóhann Bald-
ursson. Það getur hver sem er leigt {.61-
una, tilvalin fyrir steggjapartýið.
:^v

(SpjallaðíLinernum
Blaðamaður datt Igott
spjallILinernum.

Ekkert klám um borð
Það var engin klámmynd I
gangi I Linernum þegar
blaðamaður kom þar inn.
Gamanmyndin Bruce Al-
mightyvarltækinu.
[ Kojurnar góðu Líklegt þykir
| að mörg grúppían hafi verið
] lógð íþessum kojum.
*
E Eðlan reddar málun-
J um Það er hægur leikur
'í að flytja allar hljóm-
[sveitargræjurlEðlunni.
n
^Sv
o
- •--W
Brad Pitt og Angelina Jolie á frumsýningu Mr & Mrs Smith
Kyntáknin í heilagt stríð við fjölmiðla
Kyntáknin og meintu
elskendurnir, Angelina Jolie og
Brad Pitt, mættu bæði á frum-
sýningu myndar sinnar, Mr &
Mrs Smith, í Kaliforníu í fyrra-
dag. Þau mættu hins vegar
ekki saman og pössuðu sig á
að láta ekki mynda sig saman.
Brad Pitt varð hálffúll þegar
hann var spurður út í ákvörð-
un sína um að refsa blaða-
mönnum,    sem   hnýsast   í
einkalíf hans í viðtölum. Pitt
segist hafa fullan rétt á að
stjóma því hvaða spurningar
séu lagðar fyrir hann.
Brad og Angelina Jolie,
mótleikkona hans úr Mr & Mrs
Smith og meint ástkona, hafa
látið blaðamenn skrifa undir
samkomulag um að spyrja þau
ekki persónulegra spuminga í
viðtölum. Þau hóta öllum
þeim lögsókn sem brjóta sam-
komulagið. Pitt segist sann-
færður um að þetta sé rétta
leiðin, þrátt fyrir ákall fjöl-
miðlafólks um að brotið sé á
mál- og prentfrelsi með þessu.
„Ég fyrirlít það sem þeir
gera. Ég mun reyna að gera
þeim erfitt fyrir, enda reyna
þeir að gera mér erfitt fyrir. Við
erum í raun tveir pólar sem
fyrirlíta hvom annan," segir
kyntróllið mikla.
| A frumsýningu PittogJolie
póssuðu sig á að stilla sér ekki
upp saman Imyndatökum.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40