Dagblaðið Vísir - DV - 26.08.2005, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 26.08.2005, Blaðsíða 24
24 FÖSTUDAGUR 26. ÁGÚST2005 uv Lslenski Tisunn If ó k u s 1. James Blunt You’re Beautiful 2. Ufehouse You And Me 3. Gwen Stefanl Cool 4. FM Allstars Sumarlö er tímlnn 5. 3 Doors Down Let Me Go 6. Black Eyed Peas Pump It Up 7. Howle Day Colllde 8. Emlnem Hallies Song 9. Weezer Beveriy Hills 10. Fat Joe og Nelly Get It Poppin 11. Anastacla Everythlng Bums 12. Akon Bananza 13. Tlmo Maas Flrst Day 14. írafár Alla tíö 15. Juanes La Camlsa Negra 16. Gorillaz Dare 17. 50 Cent og Mobb Deep Outta Control 18. Kelly Clarkson Behlnd These Hazel Eyes 19. Slmple Plan Untltled 20. Rlhanna Pon De Replay LISHHH 97-7 3. 4. 4 í m Trabant |Maria System Of a Down Old School Hollywood Green Day jWake Me Up When September | Ends Fulli kalllnn MMWm H| Before 2000 |5. The White Stripes - My Doorbell j6. Transplants Gangsters And Thugs n. The Viking Giant Show KB Party at The White House 8. Billy Corgan Walking Shade raT”Weezer teWe Are all On Drugs 10. Mark Lanegan & PJ Harvey '”“Hit The City Audioslave Doesn't Remind Me Interpol Narc Rass Burt meö kvótann Death From Above 1979 Black History Month The Bravery Fearless |16. Dr. Spock Condoleezza The Killers All These Things That l’ve Done 18. Golden Age Maxlmo Park ■ Going Missing Hard-Fi Cash Machine fíla þá ekkert sér- staklega. Það eru svona húkkar sem maður fílar alveg. Svona lög, svona melódísk og falleg eins og Clocks. Mér hefur reyndar alltaf fundist þeir hafa getað samið eitt lag úr Clocks og Speed of sound. En jú jú þetta er alveg ágætis hljómsveit.“ Clocks og Speed of sound. En jú, jú, þetta er alveg ágætis hljómsveit." Ég heyröi aö ykkur heföi þótt þeir of mikiö sell-át? „Það getur vel verið að það hafi eitthvað með það að gera líka. Aðalástæðan er samt að við vorum með okkar eigið prójekt og vorum bara að einbeita okkur að því.“ Þaö er sem sagt megin ástœöan? „Það er ástæðan." Stund milli stríða Nú nota strákarnir í Sigur Rós tímann sem þeir hafa heima tO þess að heimsækja vini og ættingja. Þá eru þeir einnig að vinna í stúdíói og undirbúa tónleikaferðina. Það er bjart framundan hjá strákunum og á nýja platan þeirra, Takk, eflaust eftir að slá í gegn eins og fyrra efni þeirra strákanna. soli@dv.is Þetta er bara rökrétt framhald af því sem við erum búnir að vera að gera,“ segir Kjartan Sveinsson, hljómborðsleikari Sigur Rósar um væntanlega plötu þeirra. Hún ber heitiö Takk. „Hún er léttari þessi plata. Meira svona öppbít,” segir Kjartan, en platan er öll tekin upp í hljóðveri þeirra í Álafosskvosinni. Eftirvinnslan fór fram í New York. Eflaust hægt að dansa við lögin Orri Páll Dýrason, trommari sveitarinnar tekur í sama streng og Kjartan og segir plötuna vera í létt- ari kantinum. „Við vorum bara í þannig stuði þegar við vorum að gera þessa plötu. Svona ánægðir með lífið og hamingjusamir. Það kannski heyrist,” segir Orri. Voruö þiö svona ánœgöir meö vel- gengnina eöa...? „Ég veit það ekki, bara ánægðir með líflö. Málið með plötima á und- an, þá vorum við svona víraðir og þreyttir. Líflð hjá okkur var breytt. En núna erum við bara sáttir við það sem við erum að gera, örugg- ari,“ segir Orri. Eruö þiö þá búnir aö venjast frœgöinni? „Já, öllu þessu breytta lífi, allir þessir túrar og allt það. Þetta nátt- úrulega tekur á en núna erum við bara famir að kunna betur að gera þetta. Bara orðnir sjóaðir í þessu sem við erum að gera.“ Þiö taliö um aö platan sé léttari. Er hœgt aö dansa viö lögin? „Já, já,“ segir Orri og hlær. „Ég veit það ekki.“ Hœgt aö stíga nokkur spor? „Já, já. Eflaust einhvers staðar." í einhverju ástandi? „Já.“ Ekkert sukkað Sigur Rós hefur notið mikilla vinsælda ytra eins og alþjóö veit en Kjartan segir að þeir séu jafnvel vinsælli í Bandaríkjunum en Evr- ópu. í byrjun september munu þeir fara í tónleikaferðalag í einn mán- uð um Bandaríkin. Eftir það snúa þeir heim til íslands og stoppa í einn mánuð hér á landi áður en þeir fara á túr rnn Evrópu. Hvernig leggst tónleikaferöalagiö íykkur? „Bara vel, okkur finnst öllum gaman að spila. Við njótum þess að spila læf,“ segir Orri. „Þegar við erum á túr þá er svo mikil bið og oft bara brot af þessum tíma sem fer í að spila. Mikil ferðalög og mik- il bið, svona lýjandi. En það gleym- ist þegar við erum komnir á svið.“ Er ekki bölvaö sukk á ykkur á þessum tónleikaferöalögum? „Nei, nei, það er álltaf bjór og svona. Það er alltaf fagnað eftir hverja tónleika. En nei, nei, ég myndi ekki kalla það sukk,“ segir Orri. Bara gleði? „Já.“ Hljómsveitin Amina mun slást í för með Sigur Rós og hitar upp fyr- ir þá á tónleikaferðalaginu, en Am- ina útsetur eitt lag með þeim á plöt- unni Takk. Þá gerði hljómsveitin nýlega myndband við lagið Sæglópur, en það er að sögn Kjartans saga um lít- inn strák sem vaknar og finnur ekki sólina. Leggur hann því upp í ferðalag í leit að sólinni. Myndband þeirra við lagið Vöku var einmitt kosið besta myndband ársins af áhorfendum MTV árið 2003. Stefniö þiö aö einhverju slíku núna? „Við gerum ekki neitt nema að reyna að fá verðlaun fyrir það,“ segir Kjartan kíminn. „Nei, það er sko, bara verið að reyna að gera sitt besta. Þó það sé auðvitað alltaf gaman að fá verðlaun." Vildu ekki túra með Cold- play Hljómsveitin Sigur Rós hefur átt nokkur lög í stórum Hollywood kvikmyndum, þar á meðal Vanilla Sky sem var með Tom Cruise í að- alhlutverki. Er eitthvaö svoleiöis á döfinni? „Það kemur alltaf bara svona öðru hvoru. En nei, það er ekkert á döfinni," segir Kjartan. „Það er ein mynd sem heitir Mysterious skin, ég veit ekki hvort hún er tilbúin. En það eru alltaf að koma tilboö öðru hvoru. Svo bara velur maður og hafiiar." Coldplay-strákarnir buöu ykkur aö túra meö sér ekki satt? Vilduö þiö þaö ekki? „Nei, við vorum bara að undir- búa okkar eigin túr og fannst það nógu spennandi. Skemmtilegra að fara út með okkar eigið sjóv og okk- ar eigin græjur heldur en að vera hita upp fyrir einhverjar hljóm- sveitir," segir Kjartan. Fílið þiö ekki Coldplay? „Ég fíla þá ekkert sérstaklega. Það eru svona húkkar sem maður fílar alveg. Svona lög, svona melódísk og falleg eins og Clocks. Mér hefur reyndar alltaf fundist þeir hafa getað samið eitt lag úr Ekkert sukk, rrnsrrss-*- Gítarar í stjörnuhlutverkinu Arctic Death Ship er önnur plata Kimono, en sú fyrsta Mineur- Aggressif kom út fyrir tveimur árum. Hún sýndi efnilega sveit sem haföi ekki náð að fúllvinna tónlistina sína, hvorki hvað lagasmíðar né upp- tökur og hijóm varðar. Á Arctic Death Ship er þessi sama sveit, sem er reyndar komin með nýjan trommuleikara, búin að skerpa á lagasmíðunum og vinna í sándi og upptökumálum og afraksturinn er í einu orði sagt frábær plata. Tónlist Kimono er þróað og leit- andi gítarrokk. Það má alveg stað- sefja hana í síðrokkinu, en áhrifa gætir frá ólíkum tímabilum í rokk- sögunni, t.d. frá prog-rokki áttunda áratugarins, post-pönki og banda- rísku jaðarrokki. Arctic Death Ship er töluvert fjölbreyttari plata heldur 4^] Kimono Arctic Death Ship m. Smekkleysa ★★★★★^ „Þaö er langt síöan ég hef fengið jafn mikiö út úr því aö hlusta á gítarleik eins og á þessari plötu.“ Tj—" 0. en fyrri platan. Hún byrjar á hinu þung- lamalega, en áhrifaríka Standing PlÖtlJdnmi Wave- Það er eins °8 forspil, en u' 1 svo taka við jafn ólík lög eins og hið poppaða Sober, post-pönk smellurinn Aftermath, „spænska lagið" Sonar og hið tilraunakennda Onom- atopoeia. Allt frábær lög. Platan er flott uppbyggð og endar líkt og hún byrjar á frekar þungu og drungalegu rokklagi. Meðlimimir fjórir standa sig allir vel á plötunni. Trommuleikarinn og bassa- leikarinn eiga flotta spretti og Alex hef- ur vaxið mikiö sem söngvari, en það eru samt gítaramir sem em í stjömu- hlutverki hér. Ótrúlega ferskir, skemmtilegir og skapandi hlutir í gangi. Það er langt síðan ég hef fengið jafh mikið út úr því að hlusta á gítar- leik eins og á þessari plötu. Á heildina litið er Árctic Death Ship hörku plata. Hún lætur frekar lítið yfir sér þegar maður rennir henni í gegn í fyrsta sinn, en eftir nokkur skipti á góð- um styrk þá er maður gjörsamlega fall- inn fýrir henni. Hiklaust ein af bestu plötum ársins hingað til! TraustiJúltusson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.