Ægir

Árgangur

Ægir - 01.02.2002, Blaðsíða 50

Ægir - 01.02.2002, Blaðsíða 50
50 Stórkjafta er þunnur og hár beinfiskur. Vinstri hlið hennar er rauðgrá eða gulmóbrún á lit og snýr sú hliðin upp en hliðin sem snýr niður er hvít. Bæði augun eru á dökku hliðinni, nokkuð stór og er hægra augað aðeins aftar en hitt. Hausinn er stór og kjaftur sérstaklega stór og dregur fiskurinn nafn sitt þar af. Neðri skoltur nær fram fyrir þann efri og á honum er lítil tota. Tennur er fremur smáar. Bak- og raufaruggar eru langir og ná að aftan aðeins yfir á ljósu hliðina. Eyruggi dökku hliðarinnar er næstum tvöfalt lengri en eyruggi ljósu hliðarinnar. Kviðuggar eru langir og sporðurinn yddur í endann. Rákin er greinileg og myndar boga yfir eyrugga og hreistur er stórt á dökku hliðinni. Stórkjafta lifir við strendur Evrópu frá Norður-Noregi inn í Kattegat og Skagerak og í norðanverðum Norðursjó. Hún er við Færeyjar og Ísland norðan og vestan Bretlandseyja, í Biskajaflóa og við Portúgal og Marokkó og í Miðjarðarhafi allt til Ítalíu og Sikileyjar. Hér við land hefur mest fundist af stórkjöftu suðvest- anlands. Stórkjaftan er botnfiskur og lifir á 40-400 metra dýpi en al- gengust á 100-200 metra dýpi, mest á sand- eða leirbotni. Fæða hennar er alls kyns smáfiskar eins og spærlingur, stóri mjóni, kolmunni og loðna en einnig ýmis seiði, krabbadýr og botndýr. Stórkjafta getur náð allt að 65 cm lengd en algengust er hún um 40-50 cm. Lengsta stórkjafta sem veiðst hefur hér við land mældist 65 cm. Hrygning fer fram í apríl til júní hér við land og eru eggin sviflæg, 1,07-1,22 mm í þvermál. Um 2 cm á lengd hverfa þau til botns og taka að líkjast foreldrum sínum. Vöxtur og aldur stórkjöftu hefur lítið verið rannsakaður. Stofn hennar hér við land er fremur lítill enda hefur hún ekki mikið verið veidd. Afl- inn hér við land hefur verið um það bil 400 tonn á ári og kemur aðallega sem aukaafli í dragnót. Aflinn er að mestu frystur og fluttur út eða ísaður til útflutnings. Lepidorhombus whiffiagonis Stórkjafta F R Ó Ð L E I K U R O G S K E M M T U N K R O S S G Á T A N

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.