Dagblaðið Vísir - DV - 10.01.2006, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 10.01.2006, Blaðsíða 8
8 ÞRIÐJUDAGUR 10. JANÚAR 2006 Fréttir DV Flugelda- skemmdir Ein eignaspjöll voru til- kynnt til Lögreglunnar í Vestmannaeyjum í síðustu viku en um var að ræða skemmdir eftir flugelda. Skemmdir voru á húsa- klæðningu en talið er að flugeldum hafl verið skotið í klæðninguna af stuttu færi. Klæðningin er þakin brunagötum þar sem hún er úr plasti og höfðu ein- hverjar eldglæringar læst sig í klæðningunni. Lög- reglan telur að skemmdim- ar hafi verið unnar á hús- inu á gamlárskvöld. Fíkniefnamál- um fækkar Fíkniefnamálum í um- dæmi Lögreglunnar á ísa- firði fækkaði nokkuð mikið milli áranna 2004 og 2005 að þvl er fram kemur á fréttavef bb.is. Árið 2004 var lagt hald á 174,42 grömm af ætluðum fíkni- efnum í 43 haldlagningum. Sama ár voru tekin 89,5 stykki af óþekktum og ógreindum efnum. f fyrra var lagt hald á 49,39 grömm af ætluðum fíkniefnum í 16 haldlagningum og 3 stykki af óþekktum og ógreindum efnum. 90kærurá fjórum dögum Um níutíu kæruskýrslur voru gerðar í síðustu viku eftir að um níu hundruð farþegar komu hingað til lands í gegn um Egilsstaða- flugvöll með fimm flugvél- um frá fimmtudegi og fram á sunnudag. Vélarnar komu til Egilsstaða frá Póllandi, Ítalíu og Kaupmannahöfn. Langflestir farþeganna komu frá Póllandi og vinna á Kárahnjúkum og á Reyð- arfirði. Að sögn lögreglunn- ar var mikið um tilraunir til að taka með sér matvæli, vín og tóbak til landsins umfram heimildir. Tvö fíkniefnamál komu upp en um lítilsháttar magn var að ræða. Tveir ísfirðingar hafa kært barnaskólakennarann fyrrverandi Gísla Hjartarson fyr- ir kynferðislegt ofbeldi, sem þeir segja að hann hafi beitt þá á heimili sínu þegar þeir voru unglingar. Gísli var á þeim tíma drengjunum til aðstoðar með heimanám þeirra. Eftir að kærurnar voru lagðar fram réðst lögregla til atlögu á heimili Gísla rétt fyrir áramót og hafði á brott með sér heimilistölvu hans. Gísli segir málið á misskilningi byggt. Heimakennari kæreur íyrir að nauðna pillum ísfirðingurinn og ritstjórinn fyrrverandi Gísli Hjartarson er til rannsóknar hjá Lögreglunni á Isafirði eftir að tvær kærur þess efnis að hann hafi beitt unglingsdrengi kynferðislegu ofbeldi voru lagðar fram seint á síðasta ári. Lögregla gerði húsleit á heimili Gísli skömmu fyrir áramót og hafði á brott með sér einkatölvu hans. Lögreglan á ísafirði vildi hvorki játa né neita því að mál Gísla Hjart- arsonar væri til rannsóknar. Sjálfur staðfesti Gísli hins vegar við DV í gær að lögregla hefði gert húsleit hjá honum á heimili hans við Fjarðar- stræti á ísafirði, rétt fyrir áramót. „Þeir tóku tölvuna mína og skil- uðu henni svo aftur skömmu síðar," sagði Gísli um húsleit lögreglu í samtali við DV í gær. Drengirnir á aldrinum 12 til 15 ára Samkvæmt heimildum DV snú- ast kærurnar sem lagðar hafa verið fram um meint kynferðislegt ofbeldi sem Gísli beitti tvo unglingsdrengi þegar þeir voru á aldrinum tólf til fimmtán ára. Annar þeirra er nítján ára í dag. Drengirnir eiga það sam- eiginlegt að hafa þegið hjá Gísla stuðningstíma vegna heimalær- dóms í Grunnskóla Isafjarðar. Munu hinir hryllilegu atburðir hafa átt sér stað á heimili Gísla við það tækifæri. Sjálfur var Gísli um tíma kennari við Grunnskólann í ísafirði en er hættur störfum - hóf þess í stað að aðstoða unga drengi við heimalærdóminn á heimili sínu. Fleiri íhuga að stíga fram Kærurnar sem um ræðir eru tvær, en fleiri drengir sem telja sig hafa orðið fyrir ofbeldi af hálfu Gísla íhuga nú að stíga fram. Sá elsti í þeim hópi er þrjátíu og tveggja ára og hefur sömu sögu að segja og þeir sem þegar hafa kært - að Gísli hafi nauðgað sér á heimili hans þegar hann sótti stuðningstíma hjá hon- um. Gísli stafesti í gær við DV að hann hafl síðastliðin ár aðstoðað fjölmörg „vinabörn“ sín við heimalærdóm, eins og hann komst sjálfur að orði en staðhæfði að ekkert athugavert hefði átt sér stað við þau tilefni. Hann segir kærur drengjanna til lög- reglu vera byggðar á misskilningi. Einn heimildarmanna DV á ísa- firði segir lýsingar drengjanna á of- beldi Gísla gagnvart þeim grófar og ljótar. Rannsóknin komin á fullt skrið Gísli Hjartarson er þekktur á ísa- firði vegna ýmissa ritstarfa, meðal annars fyrir ritröð sína um vest- firskar þjóðsögur. Hann var einnig ritstjóri landsmálablaðs jafnaðar- manna á ísafirði, Skutuls, og hefur starfað sem leiðsögumaður undan- farin ár. Bömin í bænum þekkja Gísla Hjartarson hins vegar frekar af því að hann er einhentur. Aðra höndina missti Gísli í slysi til sjós fyrir all- mörgum ámm. Sögusagnir af kynferðislegu ofbeldi hans gegn unglingspiltum hafa gengið á ísa- firði lengi án þess að nokkuð hafi verið að gert. Aðgerðir lögreglu í máli hans hafa nú orðið til þess að loksins er kominn skriður á málið. Lögregla hefur þegar tekið skýrslu af drengjunum tveimur sem kærðu Gísla, auk Gísla sjálfs, en rannsóknin á ofbeldisverkum hans er að sögn heimildarmanna DV komin á fullt skrið. andri@dv.is iir „Þeir tóku tölv- una mína og skiluðu henni svo aftur skömmu síðar." ísafjörður Fleiri drengir i bænum íhuga að stiga fram eftir að lögreglan hófað rann- saka mál Gísla. Gísli Hjartarson Lögreglan á Isafírði réðstinn áheimi/i ritstjórans rétt fyrir áramót og hafði tölvu hans á brott. Flugfélög sett á svartan lista yfirvalda Slök flugfélög vari sig Samgönguráðuneytið hefur ákveðið að vera með Norðurlönd- unum í að setja upp svartan lista yfir þau flugfélög sem hafa brotið flugöryggisreglur og verið neitað um flug í gegnum lofthelgi land- anna. Evrópusambandið ákvað í síð- asta mánuði að sameinast um svartan lista samkvæmt upplýsing- um flugmálastjórna aðildarland- anna og eru aðgerðir Norðurland- anna liður í þeirri aðgerð. Listinn á Hvað liggur á? að vera aðgengilegur flugfarþegum á heimasíðum ráðuneytanna. Þrátt fyrir að flugsamgöngur séu öruggasti ferðamáti sem um getur hafa brot á öryggisreglum í flugi verið nokkuð algeng. öryggissvið flugmálastjórna hafa með höndum eftirlit með flugvélum þeim sem um lofthelgi þeirra fara. Með sam- einuðum kröftum þeirra er víst að eftirlit verður aukið með flugfélög- um, sérstaklega þeim sem gerst hafa brotleg við flugreglur og ör- yggisstaðla. Talið er að aðgerðir landanna muni veita enn meira aðhald flug- félögum sem munu áreiðanlega gera sitt besta til að forðast svarta listann. 300 þúsund í Keflavík íbúi númer 300 þúsund er Keflvíkingur. Drengurinn fæddist í gærmorgun á Landspítalanum og eru foreldrar hans þau Erla María Andrésdóttir og Haraldur Arnarson en þau búa í Reykjanes- bæ. Hagstofa íslands fylgdist með fjölgun íslendinga á vef sínum með svokallaðari „mannfjölda- klukku“ og sló hún 300 þúsund um klukkan sjö í gærmorgun. Meðfylgjandi mynd er ekki af barninu. „Ég erað vinna þessa dagana að stóru útiverki fyrir Sólheima í Grímsnesi og svo eru sýn- ingar á næsta leiti bæöihér á landiog iHollandi,"segir myndlistarmaðurinn Rúrí.„Ann- ars held ég að það sem liggi á í tilveru manna sé að finna sinn tilgang I lífinu og ná að lifa samkvæmt honum. Ég vona að minnsta kosti að mér hafí tekist það. Margir vita það þó ekki fyrr en styttist I hinn endann. Virðing fyrir sjálfum sér, fólki í kringum mannog náttúrunni er ímínum huga alltafhluti aftilgangi lífsins eða jafnvel undirstaðaþess."

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.