Dagblaðið Vísir - DV - 24.03.2006, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 24.03.2006, Blaðsíða 6
6 FÖSTUDAGUR 24. MARS 2006 Fréttir DV Tveirteknir með fíkniefni Tveir ungir menn voru teknir í Reykjavík í fyrrinótt með fíkniefni í fórum sínum. Annar maðurinn var stöðvaður við reglubundið eftirlit lögreglunnar og fannst á honum lítilræði af kannabisefnumn. Hinn maðurinn var með ólæti á skemmtistað og hringt var á lögregluna. Þegar hún kom á staðinn var maðurinn handtekinn og hafði hann einnig í fórum sínum lítilræði af kannabisefnum. Segir Lögreglan í Reykjavík að mikil aukning sé á þeim tilfellum sem lögreglan hefur afskipti af þar sem fólk er með fíkniefni í fórum sínum. Auglýsinga- herferð Glitnis Ólafur Ingi Ólafsson, hjá Islensku auglýsingastofunni. „Þetta erótrúleg tilviljun en ég þekki sambærileg dæmi bæði hérá landi og erlendis en ætla samt ekki að nefna það. Ég veit það líka að íslenskir auglýsingamenn eru ekki svo vitlausir að láta sér detta I hug að fá svona að láni vlsvitandi og hvað þá að leita til Noregs. Auglýs- ingaherferð Clitnis er fagmannlega unnin en ótrúleg tilviljun. Það er alþekktí auglýsingabrans- anum að menn fái eitt og annað að láni og oft eru sömu aðilum veitt verðlaun fyrirþað." Hann segir/Hún segir „Mér finnst auglýsingaher- ferðin nokkuð skemmtileg. Ég hefekki séð þessa norsku herferð, þetta getur gerst fyrir tilviljun en mér finnst það dálítið undarlegt. Ég veitaf því að lógó fyrirtækja hafa orðið mjög svipuð fyrir tilviljun. Það er búið að gera allt undir sólinni 100 sinnum. Það ersamt svo einkennilegt að þegar maður fær einhvérja hugmynd, og áður en maður framkvæmir hana, þá sér maður kannski að önnur útgáfa afhugmynd- inni er komin út, þó svo að maður hafi ekki sagt neinum frá því. Það er eins og hugmyndirnar liggi I tíðarandanum!' Gufirún Anna Magnúsdóttir auglýsingateiknari. Sigurjón Sighvatsson hefur í hyggju að byggja heljarinnar skemmtigarð í Laugardaln- um. Hann vinnur nú að því í samstarfi við fasteignafélagið Fasteign og Klasa ehf, sem er í eigu íslandsbanka, að þvi að þróa hugmyndir í tengslum við verkefnið. Þeirri vinnu á að vera lokið innan 6 vikna. „Jú, það er rétt. Ég er í hugmyndavinnu núna með þetta verkefni, segir Sigurjón Sighvatsson athafnamaður en hann ásamt hóp fjár- festa vinnur nú að undirbúningi risa skemmtigarðs í Laugardal." Verkefnið vinnur Sigurjón ásamt fasteignafélaginu Fasteign og Fast- eignafélaginu Klasi, sem er í eigu ís- landsbanka. Ragnar Atli Guðmunds- son leiðir vinnuna fyrir Klasa. Hann er nýkominn heim frá Los Angeles. Þar var hann meðal annars ásamt Sigurjóni Sighvatssyni og Ingvari Sverrissyni, formanni íþrótta- og tómstundaráðs Reykjavíkur. Þre- menningarnir skoðuðu skemmti- garða og viðuðu að sér hugmyndum sem nýst gætu í verkefnið í Laugar- dalnum. Það er samkvæmt heimild- um DV risavaxið. Menntun og skemmtun Fjárfestahópur leiddur af Sigur- jóni Sighvatssyni og íslandsbanka bar sigur úr býtum í hugmyndasam- keppni sem haldin var af Reykja- víkurborg um framtíð Fjölskyldu- og húsdýragarðsins. Samkvæmt hugmyndum þeirra mun hópurinn byggja nýjan skemmtigarð norð- austur af þeirri lóð þar sem Fjöl- skyldu- og húsýragarðurinn stend- ur nú. Fjárfestahópurinn mun vera „Við erum að vinna að ýmsum nýstárlegum hugmyndum sem viljum hrinda þarna í framkvæmd." tilbúinn að leggja miklar fjárhæðir í verkefnið. Mottó hópsins við hug- myndavinnuna mun vera menntun og skemmtun. Ekki venjulegur skemmtigarður „Við viljum vinna þetta í tengsl- um við þá aðila sem fyrir eru í daln- um, Fjölskyldugarðinn og Húsdýra- garðinn," segir Sigurjón. Hann segist þó vilja útvíkka þá starfsemi veru- lega. Hvernig skemmtigarður verður þetta? „Þetta verður ekki skemmtigarð- ur eins og þeir þekkjast annars stað- ar. Við erum að vinna að ýmsum nýstárlegum hugmyndum sem við viljum hrinda þarna í ffamkvæmd. Við munum leggja mikla áherslu á ffæðslu í bland við skemmtilegheitin," segir Siguijón. Sigurjón Sighvats son Leiðirhið risavaxna verkefni. Metnaðarfullt verkefni Hugmyndirnar sem Sigurjón Sighvatsson nefnir verða dregnar sam- an og svo kynntar fyrir borg aryfirvöldum innan sex vikna. Þar verður síðan tekin ákvörðun um ffamhald- ið. Sigurjón segist bjart- sýnn á að vel verði tek- ið í hugmyndir sínar. Hann vill ekki segja hvað verkefnið muni kosta, það sé allt of snemmt að gera það. „Enþað ersamt mikll vilji af okkar hálfu til að gera þetta af metnaði," segir Sigurjón Sighvatsson, at- hafnamaður í Los Angeles andri@dv.is Hadda Pitt gert að hætta eftir umdeildan þátt Kallanna Sautjánveldinu blöskrar kynlífssenur Hörður Reynir Þórðarsson, eða Haddi Pitt eins og hann er betur þekktur, segir að honum hafl verið gert að hætta hjá fataversluninni Companys í Kringlunni vegna þess að hann lék í þættinum Köllunum á Sirkus sem Egill Gilzenegger stjórn- ar. „Þau sögðu að þetta samræmdist . ekki ímynd fyrirtækisins," segir Haddi Pitt en í þættinum er Egill og Partý Hanz að reyna að taka viðtal við hann, hinsvegar virðist Haddi vera svo mikið kyntákn að þeim tekst aldrei að ljúka viðtalinu því Haddi endar sífellt á því að sofa hjá konum. Þátturinn sýnir Hadda að sofa hjá konu í gufunni í Sundhöll Reykjavík- ur og einnig á bókasafni þar sem hann reynir að sannfæra kallana um að bækur séu ekki algjör vitleysa. „Þau náðu bara ekki djóknum," segir Haddi sem var fljótur að finna nýja vinnu en hann starfar við múr- verk þessa stundina. Haddi segir að óánægja hefði verið með framkomu hans í þættinum og því hafi honum verið boðið að fara vinna á lager en hann gat ekki unað því. Hadda bauðst þó að vinna hjá Outlet aðra hverja helgi sem hann og þáði. „Þetta fólk þarf að snáfa upp á Stórhöfða 22 þar sem Pampco er til húsa og skeina sér," segirEgill Gilzen- egger og bætir við að Haddi Pitt sé heilbrigður strákur sem hugsar um útlitið. Egill segir að þetta hafi nátt- úrlega verið húmor og að hann hafi ekki búist við því að Kompaní væri svona húmorslaust. „Ég hvet fólk til þess að sniðganga NTC," segir Egill, sótillur út í örlög Hadda Pitts. „Hann hætti að mæta að lokum," segir Lára Ingadóttir verslunarstjóri Kompaní en hún heldur því fram að ástæðan fyrir að Haddi hafi verið boðið starf á lagernum séu margvís- islegar. Hún segir það alls ekki rétt að ástæð- an hafi verið þáttur- inn hjá Köflunum. „Mér finnst þetta skemmtileg- ur og fyndinn þátt- ur og við höfum húmor fyrir öllu svona," segir Lára og vísar ásökun- um Hadda Pitt alfarið á bug. valur@dv.is Haddl Pitt Fallegasti maður norðan Alpafjalla samkvæmt Gilzenegger.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.